Morgunblaðið - 28.09.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 21
LISTIR
„Blái liturinn
sameinaði okkur“
SEX listakonur í Textílfélaginu
sýna textílþrykk, í Ásmundarsal
við Freyjugötu, þar sem þema
sýningarinnar er blár. Sýningin
stendur til 5. október nk.
Listakonurnar sem sýna eru
Anna María Geirsdóttir, sem
þrykkir á bómull, Björk
Magnúsdóttir þrykkir á slétt
flauel, Helga Pálína Brynjólfs-
dóttir þrykkir á bómullarsatín,
Hrafnhildur Sigurðardóttir
þrykkir myndverk á handgerð-
an pappír sem hún hefur unnið
úr japönskum trefjum, Hrönn
Vilhelmsdóttir sýnir síþrykk á
viscose satín og Þóra Björk
Schram sýnir upplýst myndverk
unnin á silki með blandaðri
tækni.
Verkin á sýningunni undir-
strika fjölbreyttar tjáningarleið-
ir miðilsins, bæði sem hönnun
og fijáls myndsköpun. Helga
Pálína segir að Textílfélagið
vilji með þemasýningum sínum
gefa almenningi mynd af því
hvað textíll er. „Við vildum að
samsýningin hefði ákveðið þema
sem héldi utan um ólík verk
okkar,“ segir Helga. „Blái litur-
inn var sá sem við áttum auð-
veldast með að sameinast um.“
Hún segir að mörk listgreina séu
sífellt að verða óljósari. Hrafn-
hildur bendir á að efnisnotkun
sé orðin mjög fjölbreytt. Sjálf
þrykkir hún á pappír sem hún
vinnur sjálf. „Að vefa úr málmi,
er það skúlptúr eða textíll?“
spyr Hrafnhildur. „Ég lít frem-
Morgunblaðið/Þorkeii ur á mig sem myndlistarkonu
SEX meðlimir Textílfélagsins sýnaþrykkí Ásmundarsal. en textílkonu nú orðið.“
Aukasýning-
ar á Latabæ
NOKKRAR aukasýningar verða á
barnaleikritinu Áfram Latibær í
Loftkastalanum í október og nóv-
ember.
Leikritið er í leikgerð Baltasars
Kormáks og Magnúsar Schevings
eftir sögu þess síðarnefnda. Leik-
stjóri er Baltasar Kormákur og leik-
endur eru Magnús Ólafsson, Magn-
ús Scheving, Selma Björnsdóttir,
Siguijón Kjartansson, Pálína Jóns-
dóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Jón
Stefán Kristjánsson, Ingrid Jóns-
dóttir, Ólafur Guðmundsson, Sveinn
Þórir Geirsson, Þórhallur Ágústsson
og Guðmundur Erlingsson. Söng-
textar eru eftir Davíð Þór Jónsson
og tónlist eftir Mána Svavarsson.
Nýjar bækur
• Sagan af Músa-mús heitir ný
barnabók eftir Moshe Okon og
Sigrúnu Birnu Birnisdóttur. Sara
Vilbergsdóttir myndskreytti. Sag-
an íjallar um Músa-mús sem er einn
heima í fyrsta skipti.„Hann er orð-
inn stór og duglegur og ekkert
hræddur við köttinn. En þegar hann
heyrir þrusk við útidyrnar er vissara
að vera við öllu búinn og láta ekki
óttann nátökum á sér.“
Utgefandi erMál og menning.
Bókin er 30 síður ogprentuð íPrent-
smiðjunni Odda hf. Hún kostar 1380
krónur.
• Mér er alveg sama og Það var
ekki égeru tvær nýjar barnabæk-
ur. Höfundurinn er Brian Moses,
breskur kennari og rithöfundur, en
listamaðurinn Mike Gordon mynd-
skreytti. Mér er alveg sama fjallar
um háttvísi í mannlegum samskipt-
um ogÞað var ekki ég um heiðar-
leika. I bókunum eru sett á svið
algeng atvik úr daglegu lífi og bent
á það sem betur má fara í samskipt-
um við annað fólk. Tónninn er gam-
ansamur og í eftirmála eru leiðbein-
ingar til foreldra og kennara.
Útgefandi er Mál og menning.
Sigrún Árnadóttir þýddi bækurnar
sem eru hvor um sig 32 litprentaðar
síður og kosta 990 krónur.
• Komin er út barnabókin Brúsi,
saga um vináttu manns og refs eða
saga um það hvenær maður veiðir
ref og hvenær
maður veiðir
ekki ref, eins og
segir í undirtitli.
Höfundurinn er
Finnur Torfi
Hjörleifsson,
sem meðal ann-
ars er þekktur
fyrir ljóðabækur
sínar. „Brúsi er
með óvenju fal-
legan feld og
brúsandi skott og lifir villtur úti í
náttúrunni. Veiðimaðurinn heillast
af honum og lætur byssuna síga og
smám saman kynnast þeir og læra
að treysta hvor öðrum.“ Þóra Sig-
urðardóttir teiknaði myndir í þessa
náttúrulífssögu.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin cr67 blaðsíður, prentuðí
Ásprent POB og kostar 1390 krónur.
Vióóir þú að andlitsböð hindi
ctímabœra öldrun húðar?
Við bjóðum upp á andlitsböð fyrir konur og karla
Snyrtistofan Ársól •Grímsbæ, Efstalandi 26, Reykjavík mSími: 553 1262
Snyrtistofan Eygló * Langholtsvegi 17, Reykjavík * Sími: 568 4590
Snyrtistofan Fegrun mBúðagerði 10, Reykjavík mSími: 553 3205
Snyrtistofa Halldóru mHúsi verslunarinnar, Kringlunni 7, Reykjavík mSími: 588 1990
Snyrtistofan Hrund • Grænatúni 1, Kópavogi mSími: 554 4025
Snyrtistofan Jóna mHamraborg 10, Kópavogi mSími: 554 4414
Snyrtistofan Lipurtá mStaðarbergi 2-4, Hafnarfirði mSími: 565 3331
Snyrtistofan Mandý mLaugavegi 15, Reykjavík mSími: 552 1511
Snyrtistofan Paradís mLaugarnesvegi 82, Reykjavík mSími: 553 1330
Snyrtistofan Saloon Ritz mLaugavegi 66, Reykjavík • Sími: 552 2460
Snyrtistofan Tara mDigranesheiði 15, Kópavogi mSími: 564 1011 i
R Snyrtistofan Tara mHáholti 14, Mosfellsbæ mSími: 566 6161 A
Ifi Snyrtistofan Þema * Reykjavíkurvegi 64, Ilafnarfirði • Sími: 555 1938 ^fl