Morgunblaðið - 28.09.1997, Page 22

Morgunblaðið - 28.09.1997, Page 22
22 SUNNUDAGUR 28. SBPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ EITT af verkum Chapmann-bræðranna, Great Deed Against the Dead, unnið með blandaðri tækni og nógu óhugnanlegt samt, þó ekki sé það bannað innan 18 ára, eins og annað verk þeirra á Sensation-sýningunni. í sýningarsölum The Royal Academy of Art í London stendur ný yfir samsýning ungra breskra myndlistarmanna sem fengið hefur heitið Sensation. Sýning þessi hefur vakið bæði meiri athygli og valdið meira uppnómi í Bretland i en títt er um listviðburði. Björn Vignir Sigurpáisson skoðaði Sensation, segir frá aðdrag- anda sýningarinnar og sumu því sem fyrir augu ber. SJÁLFIÐ hans Marc Quinn gert úr eigin blóði, mótunar- efni, kælitækjum og ryðfríu stáli _ af mörgum talið eitt af lykilverkum þessara kynslóðar breskra myndlistar- manna. Uppreisn í hásætinu LISTUNNENDUR sem leggja leið sína til eða um London þessa haustdaga geta vart komist hjá því að heimsækja The Royal Academy of Art við Piccadilly stræti tii að berja augum einhverja umdeildustu mynd- listarsýningu þarlendis um árabil. „Sensation" er sam- sýning flestra þekktustu myndlistarmanna Bretlands af yngri kynslóð og verkin eru öll sótt í einkasafn millj- arðamæringsins og auglýsingafrömuðarins Charles Sa- atehi. Sýningin hefur sannarlega staðið undir nafni frá því hún var opnuð 18. september sl., skemmdarverk verið unnin á alræmdasta verkinu um barnamorðingjann Myru, æsiblöðin bresku hafa farið hamfórum af hneykslan og biðraðir myndast fyrir utan aðgöngumiðasölu The Royal Academy. Aður en yfir lýkur hinn 28. desember er varlega áætlað að um og yfir 200 þúsund manns verði búin að skoða sýninguna. Young British Aitist (YBA) eða ungu bresku listamennirnir sem með þessari sýningu eru settir í öndvegi hins breska myndlistarheims eru í senn sundurleitur og samstæður hópur. Þversögnin mikla er ef til vill að þeir eru uppreisnarmennirnir í breskum listaheimi og algjörlega á skjön við allt það sem The Royal Academy táknar í þarlendu menningarlífi, gömul, gróin og íhaldsöm listastofnun - og löngu stöðnuð að mati róttækustu fylkinganna. Islensk hliðstæða Sensation-sýning- arinnar hefði því ef til vill verið sú að Listasafn íslands hefði tekið Súmmarana upp á arma sér tæpum áratug eftir að sá hópur kom fram á sjónarsviðið. Samhent og sundurleit UPPHAF YBA-hópsins er yfirleitt rakið til sýningarinnar Freeze árið 1988. Driffjöðurinn var Damien Hirst sem þá var enn við nám í Goldsmith’s ____________________ Collagé of Art, en hann fékk með sér 16 skólasystkini og nýútskrifaða mynd- listarmenn og saman komu þau upp samsýningu í þremur hlutum í auðri byggingu í Docklands við Thames. Damien Hirst hefur allt síðan verið sá fulltrúi YBA sem mest hefur borið á, eins konar andlegur leiðtogi og talsmaður hópsins, enda voru það verk hans með dauðum dýram í kerum fullum af formalíni sem mestu uppþoti ollu. Á Sensation má sjá mörg af þekktustu verkunum hans af þessu tagi, en einnig tilraunh- hans á sviði málverks. YBA-hópurinn er samstæður að því leyti að listamennirnir deildu iðulega með sér vinnustofum, sýndu saman og sóttu sýningar hver annars, áttu í ástarævintýram sín á milli og duttu í það saman. En verkin og vinnuaðferðirnar voru jafn ólíkar og listamennirnir voru margir. Framsæknustu galleríin voru fijót að renna á lyktina, sáu að þama var eitthvað nýtt á ferðinni og tóku einstaka listamenn upp á arma sér. Lang- flestir listamennimir áttu rætur sínar í Goldsmith-listaskólan- um en einnig vora fáeinir sem menntast höfðu í Glasgow, svo sem sá fantagóði málari Jenny Saville. Fljótlega eftir Freeze-sýninguna voru nokkrir úr upphaf- lega hópnum komnir inn á gafl hjá virtum galleríum í West End, þótt flestir þeirra ynnu og byggju í Austurbænum, East End. Að mati Söru Kent, myndlistargagnrýnanda TimeOut, var það þó The Saatchi Gallery, stærsta og fallegasta gallerí Lundúna að hennar mati, sem endanlega festi þá í sessi. Það var með sýningunni Young British Artist I vorið 1992 sem hún segir m.a. hafa boðið upp á tvo af áhrifamestu skúlptúr- um áratugarins - hákarlinn hans Damien Hirst, „The Impossibility of Death in the Mind of the Living", og verk Rachel Whitereads, „The Ghost“ en bæði þessi verk er að finna á Sensation. Síðan hafa verið haldnar sex slíkar sýning- ar í Saatchi-galleríinu þar sem sýnd hafa verið verk 28 ann- arra listamanna úr YBA-hópnum og orðið til að staðfesta enn frekar sterka stöðu hans á þarlendu listasviði. Engir spámenn í föðurlandinu SARAH Kent bendir þess vegna á að það sé orðið hálfgert öfugmæli að klína einkennisorðunum Young British Art- ist á þennan hóp listamanna, sem fyrir ___________________ löngu sé orðin ríkjandi táknmynd breskrar nútímalistar utan landstein- anna, þótt listaelítan í Bretlandi hafi verið tregari til að viður- kenna þessa list. Ef til vill má þó segja að með sýningunni í Royal Academy sé hinn opinberi stimpill loks fenginn, þótt ekki séu allir sáttir við það, hvorki andstæðingar þessarar listar né heldur stuðningsmenn sem segja að með þvi að láta akademíuna hýsa sýninguna sé þessi kynslóð í reynd að gang- ast undir „koss dauðans" - framvarðahlutverki hennar í breskum myndlistarheimi sé lokið. Andstæðingamir sitja ekki heldur auðum höndum. Elsti fulltrúi akademíunnar, myndhöggvarinn Arnold Machin, freistar þess nú að fá 12 aðra fulltrúa akademíunnar til liðs við sig svo þeir geti krafist allsherjarfundar í akademíunni með það fyrir augum að fá Sensation lokað þegar í stað. Forseti akademíunnar David Gordon gaf hins vegar ekki mikið út á það í Omnibus-sjónvarpsþættinum á BBC að hann og stofnun hans væri að hýsa uppreisnarmenn og niðurrifslist í húsakynnum eins virtasta listaseturs þjóðarinnar. Hann minnti á að flestir ef ekki allir listamenn á öllum tímum hefðu staðið í þeim sporam á sínum yngri árum að vera í uppreisn gegn ríkjandi listastefnum og á einhverjum tímapunkti kæmi jafnan að því að uppreisnannennirnir tækju við valdasprotan- um og yrðu ráðandi í listaheiminum. Margir strangtrúuðustu áhangendur YBA óttast ekkert frekar en að með sýningunni í akademíunni sé sá tími að renna upp. Nýlega var í The Guardian einnig vakin athygli á að ein af mótsögnunum við Sensation-sýninguna sé að hún er haldin í akademíunni en ekki Tate-safninu sem verði að teljast eðli- legri vettvangur fyrir nútímalist af þessu tagi. Blaðið gefur hins vegar í skyn að ástæðan kunni að vera fjárhagsleg frem- ur en listræn framsækni - skuldir akademíunnar nemi nærri 2 milljónum punda (um 230 millj. króna) og einungis á síðasta ári hafi rekstrarhallinn numið um 715 þús. pundum. Aðsókn um og yfir 200 þúsund gesta sem hver borgi 7 pund í aðgangs- eyri hljóti því að laga fjárhaginn umtalsvert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.