Morgunblaðið - 28.09.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 35
VALBERG
G UNNARSSON
+ Valberg Gunn-
arsson var fædd-
ur 1. maí 1985 á
Akureyri. Hann lést
af slysförum 21.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Heiðbjört Ing-
varsdóttir og Gunn-
ar Björnsson. Fóst-
urfaðir Valbergs er
Hafsteinn Hafsteins-
son. Hálfsystur hans
sammæðra eru Lena
Reynisdóttir og
Sunna Reynisdóttir.
Hálfsystkini sam-
feðra eru Ragnheiður, Hildur
og Gunnar. Hann fluttist til
Reykjavíkur tveggja mánaða
gamall. Hann var nemandi í
Fossvogsskóla frá síðastliðnu
hausti, þar áður í Vesturbæjar-
skóla að undanskildu einu ári í
Grunnskóla Djúpavogs.
Útför Valbergs fer fram frá
Bústaðakirlqu á morgun, mánu-
dag, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
(Sveinbjöm Egilsson)
Valberg var nýr nemandi í bekkn-
um okkar og var aðeins hjá okkur í
3 vikur. Með þessu litla versi viljum
við kveðja hann og þakka honum
hlý og ánægjuleg kynni. Sendum
öllum aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur. Guð veri með ykkur og
styrki í ykkar miklu sorg.
Kennari og nemendur í
hópi 13 í Fossvogsskóla.
Til hvíldar hægt mig leiddu
og hlífðarvænginn breiddu
um beð minn nú í nótt.
Bæg illum öndum frá mér,
lát engla syngja hjá mér.
Guð vill að bam sitt blundi rótt.
(Helgi Hálfdánarson)
Elsku Valli. Ekki grunaði mig að
ég sæi þig í síðasta skipti þegar við
ræddum um nýja skólann þinn, kenn-
ara og vini við eldhúsborðið hjá Lenu
og Eiríki. Hugsunin um dauðann er
fjarlæg er við horfum á ungt fólk í
blóma lífsins. M varst lífsglaður,
skemmtilegur krakki sem vildir öllum
vel. Það kom ekki síst í ljós þegar
þú umgekkst litla frænda okkar,
hann Garðar Breka. Anægjan og
umhyggjan skein úr augunum þínum
er þú annaðist hann. Þó að þú reynd-
ir að vera harður af þér þá varstu
lítill inn við beinið og máttir ekkert
aumt sjá.
Ekki þurfti mikið til að gleðja þig.
Mér er það minnisstætt þegar ég kom
í heimsókn til þín og fjölskyldu þinn-
ar þegar þú varst 3ja ára gamall.
Ég hafði meðferðis svolítinn pakka
handa þér og þú varðst svo innilega
glaður að því fá engin orð lýst.
Ég gleymi aldrei þeirri fallegu
mynd sem ég á af þér í huga mér,
hana mun ég varðveita um aldur og
ævi. Elsku Heiðbjört, Hafsteinn,
Sunna, Lena, Eiríkur og aðrir að-
standendur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og bið Guð um að
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Jóna Aradóttir.
Við höfum öll í 7.V fylgst með líð-
an Valla frá slysinu á fimmtudaginn
var. Við sendum honum kort, en
hann vaknaði ekki aftur til að sjá
það. Við vonuðumst alltaf til að hann
mundi vakna aftur og senda kveðju
á móti.
Þegar kennarinn okkar tilkynnti
um fráfall hans á mánudagsmorgun,
leið okkur svo undarlega. Hann var
svo ungur, það er svo sorglegt þegar
ungt fólk deyr svona allt of fljótt.
Þetta gat varla verið satt.
Hann Valberg var fínn strákur.
Valli var góður bekkjar-
félagi. Hann var sann-
gjam og gjafmildur.
Margir ættu að taka
hann til fyrirmyndar.
Maður finnur varla
mikið betri vini í dag.
Hann var stór og
fannst gaman í körfu-
bolta og var góður í
honum. Sum okkar lék-
um saman í leikriti í
fyrra, hann lék Önnu
ráðskonu í leikritinu.
Hann var alveg frábær
í því, allir strákarnir
þurftu að leika stelpur.
Það var mjög ánægjulegt að koma
til hans í afmælisveislur og fjölskylda
hans var mjög góð. Við vorum öll
úr gamla H-13 bekknum í afmæii
hans í vor, það var mjög mikið fjör,
við dönsuðum og skemmtum okkur
frábærlega. Við héldum karókí-
keppni, sem heppnaðist bara vel. Það
var svo mikið nammi að meira að
segja við, 16 krakkar - með góða
nammilyst - gátum ekki klárað það.
Þegar afmælið var búið fylgdi Valli
okkur í strætó.
Þegar foreldrar okkar hafa verið
að segja okkur frá hinum og þessum
sem hafa slasast illa á hjóli, af því
að þeir voru ekki með hjálm, höfum
við ekki tekið almennilega mark á
því. En núna var það Valli vinur
okkar. Allt í einu svo miklu nær okk-
ur. Við notum öll hjálm hér eftir.
Við fínnum svo til með Valla og
fjölskyldu hans, okkur finnst svo
óréttlátt að sumir lifa og aðrir ekki.
Til hvers að fæðast ef maður á að
deyja 12 ára?
Við eigum eftir að sakna hans
mikið. Innilegustu samúðarkveðjur
til Heiðbjartar mömmu hans og allrar
fjölskyldunnar.
Saknaðarkveðjur frá
12 ára nemendum í
Vesturbæjarskóla.
Þú varst búinn að vera hjá okkur
í Vesturbæjarskóla í 5 ár. Við fengum
að njóta þess að sjá þig vaxa og
þroskast. Við kvöddum þig síðastliðið
vor. Við töldum alla vegi færa fyrir
þig sem varst svo einstakur drengur.
Hér er núna hljóður og sleginn hópur
eftir að sú hörmulega frétt barst að
lífshlaup þitt var rofið svona snöggt
og sárt.
Mörg minningarbrot líða núna
gegnum huga okkar. Við sáum næ-
man, viðkvæman dreng hefja skóla-
göngu sína og vaxa ásmegin ár frá
ári. Jafnan var svo stutt í brosið þitt
og kímnina og ólíkt mörgum krafðist
þú svo lítils fyrir sjálfan þig en vildir
öllum svo gott. Með velvilja og já-
kvæðu hugarfari skapaðir þú góðan
anda þar sem þú komst. Svona ung-
ur en samt svo ótrúlega stöðugur og
raungóður. Þessir einstöku þættir í
fari þínu styrktust og skýrðust með
árunum og þeir sem kynntust þér sáu
hvern mann þú hafðir að geyma.
Þannig tókst þér að kenna og gefa
öðrum margt dýrmætt á stuttri ævi
þinni.
Þín er sárt saknað í okkar hópi
og viljum við votta foreldrum þínum
og systkinum, okkar dýpstu samúð.
Starfsfólk Vesturbæjarskóla.
HRAFN
SVEINBJÖRNSSON
+ Hrafn Svein-
björnsson fædd-
ist í Hleiðargarði í
Eyjafirði 12. maí
1928. Hann lést á
Landspítalanum
hinn 21. september
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sveinbjörn
Sigtryggsson og
Sigrún Þ. Jónsdótt-
ir sem síðast bjuggu
í Saurbæ í Eyja-
firði. Hrafn var
yngstur sex systk-
ina sem voru í ald-
ursröð: Rósa sem bjó í Hleiðar-
garði, Herbert málari á Akur-
eyri, Daniel bóndi í Saurbæ,
Sigtryggur bóndi í Sandhólum
og Guðrún sem lengi bjó í Laug-
arborg. Rósa, Herbert og Daní-
el eru látin.
Hinn 30.ágúst 1949 giftist
Hrafn Báru Olsen Jakobsdóttur
f. 28. júní 1928. Bára er dóttir
hjónanna Jakobs Olsen málara-
meistara á Akureyri og Guð-
bjargar Pétursdóttur sem bæði
eru látin. Hrafn og Bára eign-
uðust níu börn: 1) Sigrún Svein-
björg, f. 6. ágúst 1947, skrif-
stofutæknir, starfsmaður Pósts
og síma, maki Gylfi Már Jóns-
son, forstöðumaður hjá Pósti
og síma. 2) Óskírð dóttir, f. 6.
ágúst 1947, d. 8. ágúst 1947. 3)
Guðbjörg Inga, f. 11. janúar
1949, maki Wilhelm V. Stein-
dórsson, rafmagnsverkfræðing-
ur. Börn þeirra eru: Wilhelm
Úlfar, Laufey Dóra, Thelma
Bára og Sveinn Þór. 4) Rósa
Hrönn, f. 3. desember 1951,
starfsmaður Pósts og sima,
maki Erlingur Óskarsson lög-
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall
mannsins míns, föður, sonar og tengdasonar,
FRIÐSTEINS HELGA BJÖRGVINSSONAR,
Naustabúð 8
Hellissandi,
sem fórst með Margréti SH 196 þann 15. júlí
síðastliðinn.
Sigrún Jónsdóttir,
Sóley Guðríður Friðsteinsdóttir, Bjarni Svanur Friðsteinsson,
íris Bjarnadóttir, Freydfs Bjarnadóttir,
Sóley Loftsdóttir, Bjarni Guðmundsson,
Guðríður Bogadóttir, Jón Tryggvason.
fræðingur. Börn
þeirra _ eru: Þor-
steinn Óskar, Hrafn-
hildur Bára og Stef-
án Heiðar. 5) Arna,
f. 2. febrúar 1957,
starfar á sambýli
fyrir fatlaða. Henn-
ar börn eru: Baldvin
Hermann, Bjami
Hrafn og Brynjar
Helgi. 6) Edda, f. 18.
október 1958, starfs-
maður hjá Lögregl-
unni á Akureyri.
Hennar börn em:
Ingvar Karl og Jak-
ob Valdimar. 7) Harpa, f. 9. ág-
úst 1960, maki Asbjöm Valgeirs-
son bóndi í Skjaldarvík. Þeirra
börn em: Valgeir Einar, Halldór
Pétur, Logi, Petrea Aðalheiður
og Bára Hrafnhildur. 8) Hrafn,
f. 28. júní 1962; bifvélavirkja-
meistari, maki Aslaug Harðar-
dóttir. Þeirra barn er Elísabet
Þöll. 9) Þóra Jakobína, f. 4. ág-
úst 1965, starfsmaður hjá Tölvu-
tæki/Bókval. Börn hennar era:
Þorvaldur Heiðdal og Guðbiörn
Ólsen.
Hrafn var bifvélavirkjameist-
ari að mennt og starfaði fyrst á
bifreiðaverkstæðinu Mjölni og
síðan á bifreiðaverkstæðinu
Þórshamri og lengst af þeim
tíma sem verksljóri. Var hann
jafnan kenndur við Þórshamar
enda vann hann þar samfellt í
yfir fimmtíu ár. Hrafn var félagi
í Oddfellow-reglunni og söng til
fjölda ára með Karlakór Akur-
eyrar.
Útför Hrafns fer fram frá
ALkureyrarkirkju á morgun,
mánudag, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Kær vinur minn og tengdafaðir,
Hrafn Sveinbjömsson, er látinn sex-
tíu og níu ára að aldri. Síðustu mán-
uði hafði hann af æðruleysi barist
hatrammri baráttu við ilhngan sjúk-
dóm sem að lokum lagði hann að
velli. Andlát hans bar nokkuð brátt
að enda héldum við sem næst honum
stóðum lengi vel í þá von að hann
myndi vinna þessa lotu enda hafði
hann barist hetjulega. En skyndilega
dró ský fyrir sólu, ný mein fundust
og ekki varð við neitt ráðið og lést
Hrafn á Landsspítalanum að morgni
dags hinn 21. september umvafinn
af eiginkonu sinni, bömum, barna-
börnum og öðrum nánum ættingjum
sem komu til þessarar kveðjustund-
ar, mörg hver um langan veg.
Mér líður seint úr minni sú stund
er við Hrafn kynntumst fýrsta sinni.
Það var haustið 1963 að ég þá sext-
án ára gamall kom í heimsókn í
Grænumýri 18 til að hitta elstu dótt-
urina Sigrúnu sem var heima að
passa yngri börnin. í upphafí hafði
verið ætlunin að vera farinn áður en
foreldrarnir kæmu heim, en þar sem
mér hafði dvalist lengur en upphaf-
lega var ráðgert mætti ég foreldrun-
um í forstofunni. Ég heilsaði Báru
fyrst en fannst í fyrstu Hrafn eilítið
óárennilegur við þessar aðstæður.
Honum hefur trúlega fundist ég held-
ur uppburðarlítill því hann kom rak-
leitt til mín, heilsaði mér með hlýjum
orðum og þéttu handtaki og bauð
mig velkominn. Það er skemmst frá
því að segja að upp frá þessu varð
þetta mitt annað heimili. Ég hafði
skömmu áður en þetta gerðist misst
föður minn úr sama sjúkdómi og dró
Hrafn til dauða nú og vantaði því
aðhald og stuðning. Hrafn gaf mér
góð ráð og studdi mig á allan hátt
og með okkur tókst vinátta sem aldr-
ei hefur borið skugga á.
Heimili Hrafns og Báru var nokk-
uð ólíkt því sem ég hafði áður kynnst,
þar var stór fjölskylda, alltaf fullt
hús af fólki og mikill léttleiki yfir
öllu og mikið spilað og sungið. Þetta
andrúmsloft og hlýja og gestrisni
þeirra hjónanna hefur einkennt allt
þeirra líf og er því ekki að undra að
heimili þeirra hefur verið miðpunktur
alls fjölskyidulífsins gegnum árin og
barnabömin og bamabarnabömin
sótt þar öruggt og hlýtt skjól eftir
að bömin fóm. Þótt ég sé þess full- f
viss að Bára geri nú sem endranær
allt til þess að viðhalda þessu góða
andrúmslofti er mikið skarð fyrir
skildi og sár söknuður er í hjarta
okkar allra.
Ef lýsa ætti Hrafni Sveinbjöms-
syni í fáum orðum kemur mér fyrst
í hug heiðarleiki, umhyggjusemi og
hreinskilni. Mér fannst hann alltaf
eins og klettur, stoltur af uppmna
sínum og sínu fólki, fannst auðveld-
ara að gefa en þiggja og vildi standa
við orð sín. Ég heyrði hann aldrei
tala illa um nokkurn mann og hann
hafði lag á að draga fram jákvæðar
hliðar þeirra sem um var rætt. Þessi
einkenni hafa eflaust komið honum
að góðu gagni í erilsömu og erfiðu
þjónustustarfi sem verkstjóri á
stærsta bifreiðaverkstæðinu á Ak-
ureyri. Það er ekki allra að sinna
slíku starfi en margir hafa sagt mér
að hann hafi verið einstaklega far-
sæll í þessu starfi og kemur mér það
ekki á óvart. Duldist mér ekki að
hann naut vináttu og virðingar jafnt
samstarfsmanna sinna sem og við-
skiptavina.
Hrafn var mikill söngmaður og var
mikill unnandi góðrar tónlistar. Rödd
hans var einstaklega fallega djúp og
hann var sérlega lagviss enda söng
hann með Karlakór Akureyrar í mörg v
ár. Eftir að hann veiktist átti hann
erfitt með að syngja en er við fyrir
nokkram vikum gerðum tilraun til
að syngja Dalakofann honum til heið-
urs tók hann undir og kom okkur á
sporið eftir að við höfðum misstigið
okkur og höfðu viðstaddir mikið gam-
an af enda ljóst að hann hafði engu
. gleymt.
Ér ég minnist samverustunda okk-
ar er ekki hægt annað en minnast
þess að Hrafn var mjög vel lesinn
og minnugur. Ég átti með honum v
margar ánægjustundimar þar sem
hann sagði sögúr frá því í gamla
daga, rakti ættir þeirra sem um var
rætt eða þegar hann sagði frá því
sem hann hafði heyrt eða lesið um.
Hann sagði svo einstaklega skemmti-
lega og lifandi frá.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
kveð ég kæran vin með sámm sökn-
uði. Ég vil biðja Guð almáttugan að
styrkja Bára tengdamóður mína sem
fylgt hefur Hrafni gegnum súrt og
sætt í yfir fimmtíu ár því söknuður
hennar er mestur, einnig bömin,
bamabörnin og bamabarnabömin
sem nú era full saknaðar og tómleika.
Sigrún, börnin okkar og barna-
börn kveðja með þakklæti og sökn-
uði.
Blessuð sé minning Hrafns Svein-
bjömssonar.
Gylfi Már Jónsson.
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
II HOTtt LOniBÐIR
o; f #• $
TEINAR
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
MOSAIK
Hamarshöfdi 4 - Reykjavik
simi: 587 1960 - fax: 587 1986