Morgunblaðið - 28.09.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.09.1997, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐÍÐ r Dagbók Háskóla Islands DAGBÓK Háskóla íslands 28. sept- ember til 4. október 1997. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Há- * skólans: http://www.hi.is Mánudagurinn 29. september: Geir Agnarsson sérfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans flytur fyrirlestur í málstofu í stærðfræði í fyrirlestrarsal gömlu loftskeytastöðv- arinnar kl. 14:45. Geir nefnir fyrirlest- ur sinn: „Net með raðvíddina 4.“ Hulda Ólafsdóttir meistaraprófs- nemi í læknisfræði flytur erindi um MS-verkefni sitt í stofu 101 í Odda kl. 16:15 og nefnist það: „Óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi meðal físk- vinnslufólks." f. Trausti Valsson arkitekt og skipu- lagsfræðingur flytur erindi í umhverf- ismálstofu verkfræðideildar kl. 17:00 í stofu 158 í húsi verkfræðideildar að Hjarðarhaga 2-6 og nefnir hann erindi sitt: „Þróun umhverfismála.“ Miðvikudagurinn 1. október: Hr. Landsbergis Vytautas forseti litáiska þingsins kemur í heimsókn hingað til lands í boði forseta Alþing- is og heldur fyrirlestur í hátíðasal Háskólans í Aðalbyggingu kl. 16:30, að lokinni setningu Alþingis íslend- inga. Fyrirlestur hr. Landsbergis, sem er í boði Háskóla íslands, verður fluttur á ensku og ber yfirskriftina „From Domination to Co-operation: European Development and Lithuan- ian Contribution." v Fimmtudagurinn 2. október: Tór Einarsson dósent í viðskipta- og hagfræðideild heldur fyrirlestur í málstofu hagfræðiskorar í Odda 3ju hæð kl. 16:00 og nefnist fyrirlestur- inn: „Fiscal Policy Analysis under Altemative Mechanisms of Endog- enous Growth." Rannveig Traustadóttir lektor við félagsvísindadeild flytur erindi á veg- um Rannsóknastofu í kvennafræðum kl. 12.00 í stofu 201 í Odda um „Konur í minnihlutahópum. Hvað eiga þær sameiginlegt?" Föstudagurinn 3. október: Málþing á vegum Siðfræðistofn- unar Háskóla íslands um siðareglur í viðskiptalífínu verður haldið á Hót- el Sögu og hefst kl.9:00. Einkum verður tekið til umfjöllunar efni sem töluvert hefur verið rætt á síðustu misserum, en það eru siðareglur fyr- irtækja, stofnana og starfsgreina. Valgerður Steinþórsdóttir líffræð- ingur á Keldum flytur fyririestur í málstofu Líffræðistofnunar kl. 12:20 í stofu G-6 að Grensásvegi 12 um „rannsóknir á virkni beta-eiturprót- eins úr Clostridium perfringens.“ Laugardagurinn 4. október: Opnuð sýning á ritum tengdum Prestaskólanum í sýningarsal Þjóð- arbókhlöðu kl. 14:00: Avörp og tón- list. Fyrirlestur: Dr. Páll Skúlason rektor Háskóla íslands: „Staða guð- fræðinnar í heimi fræðanna." Sýningar. Stofnun Áma Magnús- sonar í Árnagarði. Handritasýning opin almenningi í Árnagarði þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14-16. Tekið verður á móti hópum á öðrum tímum sömu daga, ef pant- að er með dags fyrirvara. Landsbókasafn íslands - Háskóla- Meistaravellir 7 — opið hús Opið hús á Meistaravöilum 7, 3. hæð t.h., í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 17.00. Úlfar Aðalsteinsson verður á staðnum og sýnir íbúðina sem er 4ra herb., 104 fm íbúð og henni fylgir 21 fm bílskúr. Stakfell, fasteignasala, Suðurlandsbraut 6. Sími 568-7633. Opið frá kl. 12.00—14.00 í dag. > Fasteignasalan Suðurveri ehf. Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík Sími 581 2040 Fax 581 4755 Fersk fasteignasala Einar Örn Reynisson, Reynir Þorgrímsson, Helgi Hákon Jónsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteignasali. Höfum kaupanda að Iftilli ósamþykktri íbúð á verðb. 1-2 millj. Stórri sérhæð í Þingholtunum með bílskúr. Skoðum og verðmetum eignir samdægurs ekkert skoðunargjald. SJÓÐHEITAR EIGNIR m.a. 2 í ÞINGHOLTUM. MIÐSTRÆTI EIGN í SÉRFLOKKI ÞINGHOLTSSTRÆTI Um er að ræða 2ja herbergja risíbúð á 3 hæð 51 fm Sérstigagangur er fyrir þessa einu íbúð alla leið upp. Eldhúsið er sérlega skemmtileg i kvisti. Vestursvalir með góðu útsýni yfir vesturbæinn. Sjón er sögu ríkari. Verð. Tilboð. Falleg björt 4ra herbergja íbúð í lyftuhúsi 93,5fm á þessum vinsæla stað í gamla bænum frábært útsýrii yfir vesturbæinn, tvö svefnherbergi stofa og forstofa, vestursvalir íbúðin er laus strax. Ásett verð 8.4 millj. skuldlaus eign SÓLHEIMAR Þriggja herbergja herbergja íbúð á 4 Heil húseign sem skiptist i tvö hæð í lyftuhúsi. Íbúðín er öll mjög i verslunarpláss, tvær íbúðir og stórt falleg og snyrtileg, svo og öll sam- vinnupláss sem nú er nýtt sem trés- eign. Góðar suðursvalir. Æskileg i miðja. Eignin selst í heilu lagi eða skipti á góðri tveggja herbergja íbúð j skipt. Hugsanleg skipti á minni eign í austurbæ, má vera í Breiðholti. I eða eignum. Eign sem gefur Verð 6,8 m. j möguleika. bókasafn: Áfangar, um verk Sigurðar Nordals." Sýning um verk Sigurðar Nordals, m.a. á ýmsum handritum hans sem ekki hafa komið fyrir al- mennings sjónir fyrr, frumprentunum á bókum hans og munum úr hans eigu. Sýningin verður opin til 30. sept- ember á afgreiðslutíma safnsins. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HÍ vikuna 29. september - 4. október: 29. sept. og 1., 3. og 6. okt. og 8. okt. kl. 8:30-12:30. Hlutbundin forritun í C++. Kennari: Helga Wa- age, tölvunarfræðingur OZ hf. Mán. 29. sept.-15. des. kl. 20-22. Alls 24 klst. Viðtalsmeðferð. Þjálf- unarnámskeið fyrir fagfólk. Kennar- ar: Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir, Högni Óskarsson geðlæknir og Sig- uijón Björnsson sálfræðingur. Á 10 vikum munu þátttakendur hitta kennara flórum sinnum. Þess á milli fer námið fram á neti, þ.e.a.s. öll samskipti við kennara, móttaka verkefna, verkefnaskil og leiðbein- ingar. Tímar með kennara: 30. sept. kl. 16:30-18:30, 14. og 28. okt. og 18. nóv. kl. 17:30-18:30. Viðskiptaskrif á dönsku. - bréf, skýrslur, erindi. Kennari: Pétur Ras- mussen, mag.art., konrektor við MS og löggiltur skjalaþýðandi. Þri. og fim. 23. sept. - 4. des. kl. 20:00-21:30 (11 vikur, 33 klst.). Rússneska með áherslu á viðskipta- mál. Kennarar: Nadejda Assanova, Ph.D., rússneskukennari við HÍ. með langa reynslu af kennslu í rússnesku fyrir útlendinga. 1. okt. kl. 15:00-18:30 og 2. okt kl. 13-16. Afleiðusamningar (Deriv- atives). Kennarar: Sigurður Einars- son Kaupþingi hf. og Siguijón Geirs- son Landsbanka íslands. Fim. 25. sept.-23. okt. kl. 20 - 22 (5x). Fjölskyidur fatlaðra og „eðlilegt líf“. Kennari: Dóra S. Bjarnason, dósent við KHÍ. Mið. 1. okt. - 7. jan. kl. 17-19 (nema 17. des.) (12x). Stjórnun starfsmannamála. Misserislangt nám. Kennari: Ólafur Jón Ingólfsson viðskiptafræðingur, starfsmanna- stjóri hjá Sjóvá-Almennum og stundakennari við HÍ. 1. okt. kl. 15-19. Stjórnun starfs- mannamála - almennt yfírlit. Kenn- ari: Þórður S. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri starfsmanna- og stjórnunarsviðs Norðuráls hf. 2. okt. kl. 12:30-17:30. Grunnur að gæðastjómun og mótun gæðastefnu. Kennari: Davíð Lúðvíksson verkfræð- ingur hjá Samtökum iðnaðarins. 2 . okt. kl. 8:30-12:30. Þemadagur - fjölskyldumeðferð. Haldið í sam- starfi við Tengsl sf. Kennarar: Nanna K. Sigurðardóttir og Sigrún Júlíus- dóttir ijölskyldufræðingar 0g félags- ráðgjafar. 2. okt. kl. 15-19. Þróun starfs- manna, hvatning og starfslýsingar. Kennari: Þórður S. ðskarsson, fram- kvæmdastjóri starfsmanna- og stjórnunarsviðs Norðuráls hf. 4. okt. kl. 9-13. Samskipti á vinnu- stað og ný vinnubrögð - lausn starfs- mannavandamála. Kennari: Þórður S. Óskarsson, framkvæmdastjóri starfsmanna- og stjórnunarsviðs Norðuráls hf. 2. og 3. okt. kl. 9-16 og 4. okt. kl. 9-13. Veika fóstrið og veiki nýbur- inn. Umsjón: Atli Dagbjartsson dr. med. og Reynir Geirsson dr. med. Kennarar: Læknar frá Barnaspítala Hringsins og kvennadeild Lsp., auk erlendra fyrirlesara. 3. okt. kl. 13-17 og 4. okt. kl. 9:30-13:30. EES reglur og íslenskur landsréttur. Kennarar: Þór Vil- hjálmsson dómari við EFTA dómstól- inn og mannréttindadómstólinn í Strassborg, Björn Friðfínnsson ráðu- neytisstjóri og Davíð Þór Björgvins- son prófessor HÍ. HUGVEKJA „ Trúin er ónýt án verkanna “ I þessari hugvelgu segir sr. Heimir Steinsson m.a.: Guð mun krýna viðleitni þína til góðra verka ævi- daga þína alla. FYRIR hálfum mánuði birtist á þessum stað í Morgunblaðinu hug- vekja frá minni hendi undir yfir- skriftinni „Kirkja fagnaðarerindis- ins“. Þar eins og oftar í hugvekjum þessum lagði höfundur áherzlu á réttlætingu af trú. Nær lokum greinarinnar sagði á þessa leið: „Gleðiboðskapurinn er hins veg- ar sá, að Guð lýsir því yfir form- lega á torgi himinsins, að þú sért réttlát(ur), eins og hann sjálfur. Hann nefnir þig með nafni og sýknar þig. Þaðan í frá ert þú hólpin(n) um tíma og um eilífð. Guð hefur tileiknað þér réttlæti sitt.“ Þessi voru þó ekki lokaorð hug- leiðingarinnar. Það sem enn var ósagt var svohljóðandi: „Allt atferli þitt eftir það ein- kennist af þakkiæti þínu til Guðs fýrir þá grundvallarbreytingu, sem hann hefur gjört á lífi þínu. Þú ert nú í náðarstöðu. Guð mun krýna viðleitni þína til góðra verka ævidaga þína alla. Þennan boð- skap skaltu meðtaka í einni saman trú.“ Trúin er til margháttaðrar blessunar. Eg trúi á Guð og reiði mig á friðþægingarfóm sonar hans, Jesú Krists. Sú trú er mér til réttlætis reiknuð. Hið sama stendur þér til boða. En fyrir sömu trú auðnast mér einnig að trúa því að Guð muni krýna viðleitni þína til góðra verka, að Guð m.o.ö. gjöri þér kleift að vinna góð verk í þakklætis skyni fyrir náð hans. Viðleitni þín er ekki til einskis. Góður Guð er að gjöra góðan mann úr þér. í hinu almenna bréfi Jakobs segir höfundur við lesara sinn: „Fávísi maður! Vilt þú Iáta þér skiljast, að trúin er ónýt án verk- anna?“ (Jak. 2:20.) Ogí annan stað segir í sama bréfi: „Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú, en hefur eigi verk? Mun trúin geta frelsað hann? Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og einhver yðar segði við þau: „Farið í friði, vermið yður og mettið!“ en þér gefið þeim ekki það sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin." (Jak. 2:14-17.) Menntun og umsýsla Hvar sem kirkja Krists sækir fram í veröldinni, siglir a.m.k. tvennt í kjölfari hennar, menntun og skipulögð aðstoð við þá, sem þurfandi eru. íslendingar voru hálfsiðaðir þar til kristnin tók að festa rætur í landinu. Bráðum þúsund ára bókleg menning vor og lærdómsiðkanir ém ávextir kristninnar. Slíkir ávextir byggj- ast á þeirri grundvallarsannfær- ingu, að unnt sé með fræðslu að bæta menn og koma öllum til nokkurs þroska, m.a. að kenna þeim að vinna góð verk í kær- leika. Ekki hafði kristnin fyrr fest rætur í landinu en ákveðið var að veija tilteknum hluta af almanna- fé til fátækraframfærslu. Að- hlynning þeirra, sem bágstaddir voru, spratt þannig af kristinni rót og sprettur enn. Kristinn siður er jákvæður í mannskilningi sínum og þjóðfé- lagsviðhorfi. Kirkjan kennir oss, að það sé raunverulega til ein- hvers að leitast við að snúa góðum hlutum áleiðis hér í heimi. Kristn- in er þróttmesta menningaraflið, sem enn hefur komið fram á jörðu. Hvergi hefur mannlegt félag náð öðrum eins þroska og í vel- ferðarríkjum nútímans. Þegar litið er til velferðarríkja í ljósi sögunn- ar, kemur í ljós, að bezt hefur til tekizt um eflingu þeirra með þeim þjóðum, er öldum saman hafa lot- ið forræði þeirrar kirkju, sem kennir sig við fagnaðarerindið. Fram eftir 20. öld fóru Norður- landabúar í fýlkingarbijósti varð- andi sköpun velferðarríkja. Norð- uriönd hafa hins vegar lotið evangelísk-lútherskum sið frá því á 16. öld. Rök hafa verið færð fyrir því, að hér sé ekki um tilvilj- un eina að ræða, heldur eigi vel- ferðarríki í þessum löndum m.a. rætur að rekja til evangelískrar arfleifðar. Skikkan skaparans í lok sköpunarsögu Heilagrar ritningar er eftirfarandi orð að fínna: „Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.“ (1. Mós. 1:31.) Hér kemur fram grundvallaraf- staða kristins dóms til lífsins á jörðinni. Lífið er „harla gott“, heimurinn vel heppnaður smíðis- gripur almáttugs Guðs. Þessi já- kvæða skoðun birtist einnig í mannskilningi sköpunarsögunnar. Maðurinn er skapaður eftir Guðs mynd. Maðurinn er spegilmynd hins algóða Guðs. Til eru lífsskoðanir, sem fela í sér neikvæða grundvallarafstöðu til mannsins og veraldat' hans. Þannig er kristninni engan veginn farið. Þar gætir einvörðungu já- kvæðrar afstöðu. Sá góði maður, sem Guð skapar í árdaga, fellur síðar í sögu sinni samkvæmt opinberun ritningar- innar. En Guð tekur jafnharðan til við að endurskapa manninn, leiða að nýju fram hið góða Guðs bam á jörðu. Vér nefnum þá end- ursköpun „endurlausn“, og hún á sér stað fyrir krossdauða og up- prisu frelsarans Jesú Krists. End- urleystur maður lifír síðan í sam- ræmi við skikkan skaparans og kappkostar að verða jafnan góður maður og batnandi. MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR S51-1S40. S52-1700. FAX 562-0540 VANTAR FYRIR ELDRI BORGARA. Vantar 4ra herb. íbúðir fyrir eldri borgara við Sléttuveg, Þorragötu, Miðleiti, Gimli, Skúlagötu og Hólmgarð. VANTAR 120-150 fm hæð í vesturbæ, Högum eða Melum. % FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4, SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Slagorðskeppni fyrir Tískuna 98 SAMKEPPNI um, slagorð fyrir keppnina Tískan 98 er hafin. I fréttatilkynningu segir að leitað sé að jákvæðu slagorði svo að tískan geti leitt jákvæða strauma í gegnum alnetið og aðra fjölmiðla í heiminum. Tillögur sendist til tímaritsins Hár & fegurð fyrir 10. október. - kjarni málsins! >

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.