Morgunblaðið - 28.09.1997, Síða 46

Morgunblaðið - 28.09.1997, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ íMlí ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóiðið kl. 20.00: ÞRJÁR SYSTUR - Anton Tsjekhof 5. sýn. í kvöld sun. örfá sæti laus — 6. sýn. fim. 2/10 nokkur sæti laus — 7. sýn. sun. 5/10 nokkur sæti laus — 8. sýn. lau. 11/10 nokkur sæti laus — 9. sýn. sun. 12/10 — 10. sýn. fös. 17/10 — 11. sýn. sun. 19/10. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick Fös. 3/10 - lau. 4/10 - fös. 10/10 - lau. 18/10. Litla sóiðið kl. 20.30: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Mið. 1/10 uppselt — fös. 3/10 uppsett — lau. 4/10 uppseit — mið. 15/10 uppseft — fim. 16/10 uppsett — lau. 18/10 uppsett. SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YRR Miðasalan er opin alla daga í september kl. 13-20 Símapantanir frá kl. 10 virka daga. ÚTSENOlRfG 3. sýn. í kvöld sun. 28.9. kl. 20 4. sýn. mið. 1. okt. kl. 20 5. sýn. sun. 5. okt. kl. 20 Loftkastalinn, Seljavegi 2. Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasalan opin frá 10:00—18:00 85. sýn. í kvöld 28/9 kl. 20.00. Uppselt. 86. sýn. fös. 3/10 kl. 20.00. Miðasala í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, Skólavörðustíg 15, sími 552 4600. SKEMMTIHÚSIÐ LAUFASVEGt 22 S:552 2075 SÍMSVARI í SKEMMTIHÚSINU ALLAN SÓLARHRINGINN. 5 LEIKFELAG < REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ KORTASALA STENDUR YFIR Stóra svið kl. 14.00 GALDRAKARUNN í OZ eftir Frank Baum/John Kane Frumsýning sun. 12/10, uppselt lau. 18/10, fáein sæti laus sun. 19/10, uppselt sun. 26/10, laus sæti. Stóra svið kl. 20:00: tol3úf&ÍÍF eftir Benóný Ægisson með tónlist eftir KK og Jón Ólafsson. Lau. 4/10, fáein sæti laus fim. 9/10, fáein sæti laus lau. 11/10, örfá sæti laus fös. 17/10, laus sæti. Litla svið kl. 20.00 ' eftir Kristínu Ómarsdóttur Fim. 2/10, lau. 4/10, fim. 9/10. Stóra svið: Höfuðpaurar sýna: HÁR OC HITT eftir Paul Portner Fös. 3/10, kl. 20.00, uppselt, lau. 4/10, kl. 23.15, fáein sæti laus, fös. 10/10, kl. 20.00, fáein sæti laus og kl. 23.15, laus sæti. Miðasata Borgarleikhússins er opin daglega frá kl. 13 — 18 og fram aö sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 fax 568 0383 Fös. 3. okt. kl. 20. uppselt Lau. 4. okt. laus sæti. „Snilldarlegir kómískir taktar ieikaranna. Þau voru satt að segja morðfyndin.''(SA.DV) „Þarna er loksins kominn sumarsmellurinn í ár“. (GS.DTJ ALLTAF FYRII IR LEIKHUS I MAT EÐA DRYKK LIFANDITÓNLIST ÖLL KVÖLD ÍSLENSKA ÓPERAN SÍITIÍ 551 1475 __iini COSI FAN TUTTE „Svona eru þær allar“ eftir W.A. Mozart. Frumsýníng föstudaginn 10. október, hátíðarsýning laugardaginn 11. október, 3. sýn. fös. 17. okt., 4 sýn. lau. 18. okt. Sýningar hefjast kl. 20.00. Styrktarfélagar Islensku óperunnar eiga forkaupsrétt til 26. september. Nýjung: Tilboð íslensku óperunnar og Sólon Islandus í Sölvasal. Tónleikar Styrktarfélgs íslensku óperunnar: Andreas Schmidt, baritón, Helmut Deutsch, píanó. F.Schubert; Die schöne Mullerin, sunnudaginn 28. sept. kl. 17.00. Með kaupum á aðgöngumiðum á báða tónleikana fylgir boð í samsæti að afloknum tónleikum á laugardag. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15—19, sýningardaga kl. 15—20, sími 551 1475, bréfsími 552 7382. Greiðslukortaþjónusta. Kí FRÉTTUM SYSTKINI á spjalli: Helga Jónsdóttir og Arnar Jónsson. avarsson Höfum líka leikið elskendur Arnar Jónsson leikur kynsveltan bónda í kvik- myndinni Maríu og systir hans, Helga Jónsdóttir, leikur umhyggjusama en afbrýðisama systur hans. Brynja Tomer hitti þau daginn fyrir frum- sýningu, drakk með þeim fírnagott kaffí og for- vitnaðist um það hvernig systkinum fínnst að leika systkini. „ÉG fór á forsýningu og myndin kemur vel út, þú þarft engu að kvíða og getur hlakkað til að sjá hana,“ segir Arnar Jónsson, leikari, hug- hreystandi við systur sína Helgu, er hann mætir í blaðaviðtal daginn fyr- h- frumsýningu á Maríu, nýrri kvik- mynd Einars Heimissonar. Viðtalið fer fram í einkar hlýlegu umhverfi, á heimili Helgu, í fallegu 97 ára gömlu timburhúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Systkinin segja að kvíðablandin eft- irvænting fylgi ávallt frumsýningu, erida sjái kvikmyndaleikarar ekki afrakstur vinnu sinnar fyrr en mynd sé tilbúin til sýninga á breiðtjaldi. Falleg vinnukona í einangraðri sveit María er skáldverk þótt söguleg- ur rammi myndarinnar sé raunveru- legur. Vorið 1949 birtist auglýsing í þýsku blaði þar sem óskað var eftir hraustum konum til starfa á íslensk- um sveitabæjum. Fram kom að góð kjör væru í boði og voru landkostir lofaðir. I kjölfarið sigldi mikill fjöldi Þjóðverja hingað og réðst til sveita- starfa víðs vegar um landið. Mun að- búnaður ekki alltaf hafa verið jafn góður og gefið var til kynna í aug- lýsingunni og aðstæður oft aðrar en fólkið hafði búist við. Kvikmyndin segir sögu Maríu, fallegrar ungrar konu sem ræðst til starfa á afskekktum sveitabæ hjá rosknum systkinum, sem Arnar og Helga leika. „Það er eins og tíminn hafi liðið fram hjá þeim í harðri lífs- baráttu í einangraðri sveit og þau hafi einangrast saman,“ segja þau um hlutverk sín. „Fálæti einkennir samskipti þeirra en fyrir þeim flækjast ýmsar tilfinningar, sérstak- lega eftir komu Maríu. Kynsveltur bóndinn hrífst af henni, en er klaufi í samskiptum og kann engan veginn að tjá hug sinn. Systir hans heldur yfir honum verndarhendi, en er jafnframt óörugg og afbrýðisöm." Eins og títt var um krakka um miðja öldina fór Arnar í sveit á sumrin og má því segja að nærtækt hafi verið að rifja upp ýmsar persón- ur og takta þeirra sem næmt barnið sá í kringum sig. Hann var í af- skekktum sveitum þar sem til dæm- is var hvorki rennandi vatn né sal- erni innandyra, auk þess sem hey- skapur fór að mestu fram með orfi og ljá. Líklegt er að andrúmsloftið sem Arnar upplifði sem barn í sveit skili sér að einhverju leyti í túlkun hans á Jónasi, bónd- anum í myndinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Arnar og Helga leika systkini, því það gerðu þau einnig í fyrstu kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, A hjara veraldar. Þau segja leiðir sín- ar oft liggja saman gegnum vinnuna og saman hafi þau meðal annars sett saman ljóðadagskrá oftar en einu sinni, auk þess sem þau fluttu ljóð Davíðs Stefánssonar á geisladiski sem út kom í fyrra. „Við höfum líka leikið elskendur, meira að segja tvisvar“ segja þau sposk. „Raunar voru engar heitar ástarsenur í þess- um verkum, enda hefðum við þá ekki tekið hlutverkin að okkur.“ Spurð hvað þau séu að sýsla um þessar mundir segja þau bæði að nóg sé að gera. Arnar, sem er fast- ráðinn hjá Þjóðleikhúsinu, leikur í Fiðlaranum á þakinu og Þremur systrum auk þess sem hann leikur í útvarpsleikritinu Veröld Soffíu, sem hann segir heimspekilegt og afar skemmtilegt verk. „Ég kem líka til með að leika í mynd Agústs Guð- mundssonar, en handritð er gert eftir sögu Williams Heinesen, Dans- inum. Vitaskuld verð ég líka í jóla- dagatali sjónvarpsins, svo eitthvað sé nefnt.“ Helga hefur að undanförnu feng- ist við leikstjórn og kveðst hafa mik- ið gaman af því. I vetur leikstýrir hún meðal annars 3. árs nemendum Leiklistarskóla Islands í Þremur systrum, sama verki og Arnar leik- ur í, í Þjóðleikhúsinu. Auk þess kemur hún til með að leikstýra ljóða-söngdagskrá með Sif Ragn- hildardóttur í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Bertholds Brecht og eftir áramót leggur hún land undir fót og heldur norður í Eyjafjörð þar sem hún setur upp verk með hópi áhugamanna sem nefnir sig Freyvangsleikhúsið. Þá leikur hún í Heimi Guðríðar eftir Steinunni Jóhannesdóttur, en verk- ið fjallar um Tyrkja-Guddu og hefui- um nokkurt skeið verið sýnt í kirkj- um landsins. Varla er ofsögum sagt að list tengist og hafi ávallt tengst lífi þess- ara systkina. Móðuramma þeirra, Oddný Arnadóttir, var mikil tónlist- arkona, var bæði organisti og kór- stjóri. Faðir þeirra, Jón Kristinsson, var lengi formaður Leikfélags Akur- eyi-ar og lék þar mikið. „Þegar við vorum krakkar var miðasalan heima hjá okkur og við tókum þátt í leikritum í skóla og í leikfé- laginu." Þegar Leikfélagi Akureyrar var breytt í at- vinnuleikhús var Arnar einn af fyrstu leikurum sem ráðn- ir voru. Örnólfur Arnason, eiginmaður Helgu, er rithöf- undur og þýðandi. Þau eiga fjögur börn, sem öll hafa leikið í leikhúsum og kvikmyndum. Tvö eldri börnin eru nú tónlistarmenn. Eiginkona Arnars, Þórhildur Þorleifsdóttir, er leikhússtjóri Borgarleikhússins og eiga þau fimm börn, sem einnig hafa öll leikið í leikhúsum og kvikmynd- um. Ættartré Arnars og Helgu gef- ur tilefni tii að velta fyrir sér hvort listhneigð sé ríkjandi erfðaeigin- leiki, en hvort sem það er rétt eða rangt er ljóst að sumar fjölskyldur þjóna listagyðjum betur en aðrar. Listin er í blóðinu Lau. 4. okt. kl. 23.30 örfá sæti laus Þri. 14. okt. kl. 20 lí?#.-+.Rn1 Miðasölusími 552 3000 Þríréttuð Veðmáls- p máltið á 1800 kr. Ktf'imm Afsláttur af akstri á Veðmálið. □i;g Leikfélag Akureyrar 4 TROMP Á HENDI ♦ Hart í bak ♦ Á ferð með frú Daisy V Söngvaseiður 4 Markúsarguðspjall Kortasalan er hafin s. 462 1400 Frumsýningakortin uppseld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.