Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 1
100 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
245. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Gordon Brown um EMU-stefnu brezku stnórnarinnar
Bretland verður utan
EMU fram yfir 2002
Lundúnum. Reuters.
BRETLAND mun standa utan
Efnahags- og myntbandalags Evr-
ópu, EMU, þegar því verðui- hleypt
af stokkunum í
ársbyrjun 1999.
Þessu lýsti Gor-
don Brown, fjár-
málaráðherra
landsins, yfir í
neðri deild
brezka þingsins
í gær. Hann svo
gott sem útilok-
aði það einnig að
af aðild Bret-
lands að myntbandalaginu verði
íyrr en eftir næstu þingkosningar,
sem verða væntanlega vorið 2002.
Með ræðu sinni var Brown að
reyna að binda enda á óvissu und-
anfarinna vikna um hver stefna rík-
isstjórnarinnar væri hvað varðaði
stöðu Bretlands gagnvart EMU, en
með þessari óvissu og vangaveltum
Irakar
kalla
yfír sig
aðgerðir
New York. Reuters.
ÍRASKA þingið lagði til í gær
að þarlend yfirvöld hættu sam-
vinnu við vopnaeftirlitsmenn
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) en
með þeim ákvörðun stefnir í
átök milli Iraka og SÞ. Fari
Saddam Hussein Iraksforseti
að vilja þingsins kann hann að
kalla hernaðaraðgerðir yfir
þjóðina.
Talsmaður Hvíta hússins í
Washington sagði að írakar
kölluðu yfir sig „alvarlegar af-
leiðingar" með ákvörðuninni.
Hann vildi þó ekki tilgreina
hverjar þær kynnu að verða,
hvorki af hálfu SÞ eða Banda-
ríkjanna, en árið 1993 skutu
bandarísk herskip stýriflaug-
um á miðstöð leyniþjónustunn-
ar í Baghdad til að hefna fyrir
meint ráðabrugg íraka um að
ráða George Bush þáverandi
Bandaríkjaforseta af dögum.
Ósætti lijá SÞ
Fulltrúi Breta hjá SÞ sagði
að bregðast yi'ði við ef írakar
hættu samstarfi við eftirlits-
sveitimar. Engar vísbendingar
lágu þó fyrir um til hvaða að-
gerða yrði gripið og ósætti er í
ráðinu um hvernig skuli tekið
á málefnum Iraks.
Ekkert benti til þess í gær
að írakar myndu láta verða af
hótuninni og eftirlitsmenn SÞ
sem fylgjast með eyðingu gjör-
eyðingai-vopna íraka í Bag-
hdad hafa ekki tilkynnt um
nein vandamál í samskiptum
við Iraka undanfarna daga.
Aðlögun að efna-
hag ESB-landa
forsenda aðildar
sem hún orsakaði varð ríkisstjórn
Tonys Blaii-s sér úti um alvarleg-
ustu gagnrýnina sem hún hefur
lent í frá því hún tók við völdum eft-
ir kosningasigurinn 1. maí sl.
Blair tók af allan vafa um að
stjórnin teldi ekki hyggilegt að
Bretland gerðist snemma aðili að
myntbandalaginu; áður en af því
gæti orðið verði brezkur efnahag-
ur að aðlagast betur því sem geng-
ur og gerist í nágrannaríkjunum á
meginlandi Evrópu. En hann tók
fram, að reynist EMU vel muni
Bretland hafa hag af því að ganga
til liðs við það; í samræmi við það
væri tímabært að bæði stjórnvöld
og fyrirtækin í landinu helli sér nú
VIÐSKIPTI með verðbréf voru
stöðvuð í tvígang á fjármálamörk-
uðum í Wall Street í New York í
gær vegna verulegs falls Dow
Jones verðbréfavísitölunnar. Er
það í fyrsta sinn frá verðhruni á
Wall Street árið 1987 sem gripið er
til ráðstafana af þessu tagi.
Er yfir lauk hafði Dow Jones
vísitalan lækkað um 554,26 stig eða
7,18% og stóð í 7.161,15 stigum við
lok viðskipta. Er það mesta lækkun
hennar á einum degi frá upphafi.
Dow Jones vísitalan hafði lækk-
aði um miðjan dag um 354,37 stig í
7.361,04 stig og á grandvelli laga,
sem sett vora í framhaldi af verð-
hruninu á Wall Street 19. október
þegar út í að búa sig undir aðild-
ina og nýti þetta kjörtímabil til
hins ýtrasta fyrir þennan undir-
búning.
Ihaldsmenn segja
óvissunni ekki eytt
Peter Lilley, sem fer með fjár-
mál í skuggaráðuneyti íhalds-
flokksins, notaði tækifærið til að
herða enn á gagnrýninni á það
hvernig Brown hafi á undanfórnum
vikum umgengizt þetta mikilvæga
mál.
„Hringlandaháttur undanfarinna
þriggja vikna hefur verið Mkust
rússibanareið á kostnað verðbréfa-
markaðarins og rýrt lífeyri fólks
um milljarða punda,“ sagði Lilley,
og bætti við að Brown hefði mis-
tekizt að eyða óvissunni alveg og
að veita peningamörkuðunum þann
stöðugleika sem þeir þurfi á að
halda.
1987 og ætlað er að hindra óstöðv-
andi verðhrun og fjármálaóstöðug-
leika, voru viðskipti stöðvuð í hálf-
tíma.
Það dugði lítt því vísitalan féll
meðan á lokuninni stóð og hafði
lækkað um 405,45 stig er viðskipti
hófust á ný um klukkan þrjú að
staðartíma.
Mike McCurry, talsmaður
Bandaríkjaforseta, hvatti fjármála-
fyrirtæki til að sýna stillingu og
sagði gott ástand bandarískra
efnahagsmála með þeim hætti að
engin hætta ætti að vera á koll-
steypu.
Verðfallið í gær er að megin-
hluta rakið til ólgu á verðbréfa-
Knýja á
um stjórn-
arskipti
UNGIR pólskir hægrisinnar
flykktust í gær að stjórnarráð-
inu í Varsjá til þess að krefjast
skjótra stjórnarskipta og til að
leggja áherslu á að sljórn
kommúnista færi frá óku þeir
hjólbörum. Þær eru táknrænar
fyrir uppsögn í pólsku samfé-
lagi frá því starfsmenn óskil-
virkra og óarðbærra ríkisiyrir-
tækja tóku yfirmenn sína og
óku þeim nauðugum í hjólbör-
um út úr fyrirtækjunum í mót-
mælaskyni við slaka stjórnunar-
hætti.
markaði í Hong Kong en ástandið
þar hefur ýtt undir ótta um að
ótryggt efnahagsástand í ríkjum
Suðaustur-Asíu, þar sem vaxandi
viðskiptahalli hefur leitt til hávaxta
og gengishrans, kynni að skaða al-
þjóðlegt viðskiptaumhverfi. Alþjóð-
legur fjármagnsmarkaður hefði af
þeim sökum verið í „leiðréttingar-
ham“ undanfarnar þrjár vikur og
því hefðu flóðgáttir opnast vegna
verðhruns á verðbréfamarkaðinum
í Hong Kong.
A miðvikudag í síðustu viku var
Dow Jones vísitalan enn yfir 8.000
stigum en hámarki náði hún 6.
ágúst sl. er hún komst í 8.259,31
stig.
Jiang
höfðar til
samstarfs
Honolulu. Reuters.
JIANG Zemin, forseti Kína, hélt í
gær áleiðis frá Hawaii til Banda-
ríkjanna en áður en hann kæmi til
Washington í dag ráðgerði hann að
dveljast 17 stundir í Williamsburg í
Virginíuríki.
Við brottfórina frá Hawaii í gær
lagði Jiang áherslu á sameiginleg
hagsmunamál Kínverja og Banda-
ríkjamanna fremur en ágreinings-
efni á borð við mannréttindamál og
stöðu Tævans.
„Kína og Bandaríkin eiga marga
sameiginlega hagsmuni er varða
frið og framfarir mannkynsins. Ég
er þess fullviss að með sameigin-
legu átaki beggja muni vinátta og
gagnkvæmt samstarf Bandaríkj-
anna og Kína eflast," sagði Jiang í
hádegisverðarboði Jeremy Harris,
borgarstjóra á Hawaii.
■ Reynir að friða/22
-------------
Fjárlag'ahalli
stórminnkar
Washingtou. Reuters
BANDARÍSKIR embættismenn
sögðu í gær, að halli á fjái-lögum rík-
isins hefði í lok síðasta fjárlagaárs
minnkað í 22,6 milljarða dollara.
Fjárlagahallinn hefur ekki verið
minni frá 1974 er hann nam 6,1 millj-
arði dollara. Kemur niðurstaðan á
óvart því ríkisstjórn Bills Clintons
hafði áætlað að hallinn yrði heldur
meiri eða 125,6 milijarðar dollai-a.
Batinn er rakinn til meiri hagvaxtar
en ráð var fyrir gert og mun meiri
skatttekna en jafnvel embættismenn
eiga erfitt með að útskýra hvers
vegna þær eru svo miklar.
Gordon Brown í
ræðustól í gær.
Biðja um umburðarlyndi
TÆPLEGA tvö þúsund stuðnings- Berlfnar í gær og niótniæltu því
menn vísindaspekikirkjunnar í sem þeir kölluðu skort á umburð-
Þýskalandi gengu um miðborg arlyndi í garð lítilla trúfélaga.
Mesta lækkun Dow Jones vísitölunnar í áratug
Viðskipti stöðvuð í
tvígang á Wall Street
Ncw York. Rcuters.