Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ____. Síöasta , Kirkjuþing var sett I gær, en það - er það sfðasta sem Ólafur Skúla- son biskup stýrir. ‘ I ’1 i'1111111 I 11 VELKOMINN að því... Vinnuskúr brann í Kópavogi VINNUSKÚR við Hagasmára í Kópavogi brann til kaldra kola síðastliðinn sunnudag en að sögn lögreglunnar er talið sennilegt að börn sem voru að leik við skúrinn hafi farið ógætilega með eld og kveikt í honum. Skúrinn var í niðumíðslu og ekki talið að um mikil verðmæti hafi verið að ræða. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Samþykkt ríkisstjómar um þróunarsamvinnu íslands Framlög í 0,15% af þjóð- arframleiðslu á 6 árum RIKISSTJORNIN hefur samþykkt, að tillögu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, að fjárveitingar til þróunarsamvinnu íslands verði hækkaðar smátt og smátt næstu árin þannig að hlutfall þeirra af vergri þjóðarframleiðslu (VÞF) verði 0,15% árið 2003 í stað 0,10% í ár. Fjárveiting til Þróunarsam- vinnustofnunar Islands hækki úr 172 milljónum króna í ár í 250-300 milljónir árið 2000 og 400-500 milljónir árið 2003, reiknað á núver- andi verðlagi. Utanríkisráðherra lagði til á rík- isstjómarfundi að failizt yrði á þau markmið, sem sett eru fram í skýrslu um þróunarsamvinnu ís- lands, sem Jónas H. Haralz, fyrr- verandi bankastjóri og fulltrúi Norðurlanda í stjóm Alþjóðabank- ans, skilaði stjómvöldum fyrr á þessu ári. Þar er bent á að varð- andi marghliða þróunarsamvinnu séu framlög íslands ekki lægri en annarra ríkja og hafí stjómvöld staðið við skuldbindingar sínar um fjárframlag tii fjölþjóðlegra stofn- ana sem fara með málefni þróunar- landanna. Hins vegar sé ísland eft- irbátur annarra í framlögum til tví- hliða samvinnu við ríki þriðja heims- ins. Áfram mun lægra hlutfall en í öðrum iðnríkjum Jónas setti fram þau markmið að tvíhliða þróunaraðstoð íslands hækkaði úr 0,035% af þjóðarfram- leiðslu í ár í 0,08% árið 2003 og þróunaraðstoð í heild úr 0,10% í 0,15% á sama tímabili. Þetta verður þó áfram Iangt undir tilsvarandi framlögum flestra iðnríkja, sem vom að meðaltali um 0,3% vegna tvíhliða aðstoðar og 0,4% í heild árið 1995. í skýrslu Jónasar kom fram að þetta væri ekki æskilegt markmið, heldur markmið sem gæti verið raunhæft. Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að skipu- leggja yrði þróunaraðstoð íslands vel. „Það er ekki nóg að leggja fram fé. Það verður að fínna verkefni, sem eru líkleg til að skila árangri. Við þurfum að byija að leita að nýjum verkefnum og þess vegna höfum við lagt til að í því sam- bandi verði miðað við ákveðnar fyár- veitingar á næstu árum,“ segir Halldór. Raunhæf markmið Alþingi samþykkti árið 1971 lög um að framlag íslands til þróunar- samvinnu skyldi verða 0,7% af þjóð- arframleiðslu. Þessi lög voru í sam- ræmi við samþykkt allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna. Með þingsá- lyktun 1985 var markmiðið áréttað og að því skyldi náð á sjö árum. Hæst hefur framlagið hins vegar orðið 0,12% árin 1992 og 1993. Halldór segir að háleit markmið hafí ekki náðst í þessum efnum. „Þess vegna teljum við að hér séum við að setja fram raunhæf mark- mið, sem hægt er að standa við. Jafnframt er mikilvægt að við get- um gefíð þau skilaboð til samstarfs- aðila okkar í þessum málaflokki að við viljum gera betur,“ segir hann. Halldór segist í þessu efni eiga við hin Norðurlöndin, sem ísland vinni mikið með, Alþjóðabankann og jafnvel Matvæla- og landbúnaðar- stofnun SÞ (FAO), en til greina komi að auka samstarfíð við þá stofnun. Fjölskyldan og fyrirtækið Er fjölskyldu- væn starfs- mannastefna til? NÁMSTEFNA verð- ur haldin um fjöl- skylduna og fyrir- tækið á Hótel Loftleiðum á morgun, miðvikudag. Til námstefnunnar efna Dag- vist bama og foreldrasam- tök leikskóla í Reykjavík og er hún hugsuð fyrir stjómendur starfsmanna- mála í fyrirtækjum og stofnunum, að sögn að- standenda, sem og tæki- færi fyrir stjórnendur til þess að öðlast betri þekk- ingu á því hvemig skapa má jafnvægi milli vinnu og velferðar fjölskyidunnar. Meðal annars verður flallað um hvemig íslenskt þjóðfélag býr að foreldrum ungra bama, hvort máli skipti fyrir fyrirtæki og stofnanir að hafa ánægða starfsmenn í vinnu og hvort til sé fjölskylduvæn starfs- mannastefna. Einnig verður rætt hvemig fyr- irtæki og stofnanir geti komið til móts við þarfir foreldra í nútíð og framtíð og hvað íslendingar geti lært af reynslu annarra þjóða. Meðal fyrirlesara eru Gunnar Öm Gunnarsson, framkvæmdastjóri Marels, sem fjallar um hluthafa, starfsfólk og viðskiptavini, og Guðný Björk Eydal og Tómas Bjarnason, þjóðfélagsfræðingar, sem Qalla um fjölskyldu- og starfsmannastefnu. - Hver er aðdragandinn að námstefnunni? „Foreldrasamtök leikskóla- barna í Reykjavík sendu stjórn Dagvistar barna bréf þar sem þeim tilmælum var beint til stofn- unarinnar, að vakin yrði athygli vinnuveitenda á þörfum foreldra fyrir styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Og jafnframt, að auka þyrfti möguleika þeirra á því að samræma vinnu- og foreldrahlut- verk. í framhaldi af því var stofn- uninni falið að standa að ráð- stefnu. Dagvist barna er leiðandi í því að tryggja bömum yngri en sex ára í Reykjavík öruggt og upp- byggilegt leik- og námsumhverfi. Foreldrar barnanna eru mjög margir í hlutverki starfsmanna og því eðlilegt að Dagvist barna og foreldrasamtök sameini krafta sína til þess að vekja athygli vinnumarkaðsins á þessu málefni. Auk þess er unnið að stefnumótun hjá stofnuninni með framtíðarsýn til ársins 2002 og aukið kynningar og upplýsingaátak er eitt þeirra verkefna sem unnið er að.“ - Hvers vegna er þetta málefni tii umræðu nú? „Miklar breytingar hafa orðið á vinnumarkaði, meðal annars auk- in tæknivæðing, vaxandi sam- keppni og nýir stjórnunarhættir. Kröfur stjómenda og ------------ starfsmanna til um- hverfis og möguleikar á því að læra og þróast í starfi hafa líka auk- ist. Þessar breytingar þrýsta á um endurskipulagningu vinnubragða í fyrirtækjum og stofnunum og leiða til þess að stjórnendur og starfsmenn leita úrræða. Notaðar hafa verið ýmsar að- ferðir, svo sem stefnumótun, gæðastjórnun og stofnunarþróun. Þær miða allar að því að auka gæði og árangur í starfí viðkom- andi fyrirtækis, eða stofnunar, og meðal þess sem verið er að skoða er hvaða atriði hafa hvetjandi Anna Hermannsdóttir ► Anna Hermannsdóttir fædd- ist árið 1948 og ólst upp fyrir norðan. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 1971 í Reykjavík og var í framhalds- námi við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn 1973-74. Hún var forstöðumaður athugunar- og greiningardeildar ríkisins í Kjarvalshúsi 1975-1986. Anna stundaði cand. mag. nám á upp- eldissviði við Óslóarháskóla, með ráðgjöf sem valsvið, og hefur tekið að sér námskeið í starfsmannastjórnun. Hún hef- ur verið stundakennari við Fósturskólann og Kennaraliá- skólann og gegnt starfi fræðslustjóra þjá Dagvist barna frá 1991. Anna á tvö börn. Hvað skapar vellíöan í starfi? áhrif á starfsmenn og hvað skapar vellíðan í starfi. Lykilatriði í breyttum áherslum er framsækið og ánægt starfsfólk og í því sam- bandi þarf vinnumarkaðurinn að huga að mörgum þáttum." - Hvað verður fjallað um á námstefnunni? „Meðal þess sem velt verður upp er hvort hægt sé að búa til íjölskylduvæna starfsmanna- stefnu þannig að starfsmenn verði ánægðari og að vinna þeirra skili betri árangri. Hvaða þætti starfs- mannastefna þarf að innihalda til þess að áherslurnar skili sér og hvort hægt sé að samþætta líf fjölskyldunnar og fyrirtækisins svo allir uni við sitt. Þetta eru spurningar sem innlend og erlend fyrirtæki velta fyrir sér í dag.“ - Finnst foreldrum að fyrir- tækjum sé sama um fjölskyldur þeirra? „Nei, en hins vegar er ljóst að oft og tíðum er flókið fyrir ein- stakiinga að sinna báðum þessum ________ hlutverkum vel. Nám- stefnunni er ætlað að vekja athygli á gildi þess að fyrirtæki ástundi fjöl- skylduvæna starfs- mannastjóm, sem lið í því að bæta árangur. Einnig verð- ur skoðað hvað sett hefur verið fram í lögum og reglugerðum sem snúa að þessum þáttum hérlendis, hvað hefur verið gert annars stað- ar og hver reynslan er af því. Kannanir, meðal annars í Svíþjóð, hafa bent til þess að starfsmenn eru ánægðari og sáttari þar sem foreldrahlutverki þeirra er sýndur skilningur. Það leiðir síðan ef til viil til betri árangurs og hagnaðar fyrirtækisins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.