Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Samkomulag er fengið í nefnd fjármálaráðherra um starfsemi lífeyrissjóðanna SAMKOMULAG tókst í líf- eyrissjóðanefnd fjármála- ráðherra um helgina og verður frumvarp til laga um skyldutryggingu lífeyrisrétt- inda og starfsemi lífeyrissjóða lagt fram á Alþingi fljótlega. í frum- varpinu segir að eitt af markmiðum þess sé að auka valmöguleika sjóðsfélaganna. Það er hins vegar lagt í hendur lífeyrissjóðanna að gera það. Ríkisstjórnin ætlar að rýmka heimildir einstaklinga til skattafrádráttar vegna lífeyrisið- gjalda úr 4% í 6%. Nefndin gerði ýmsar breytingar á því frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi sl. vor, en sem kunnugt er urðu um það harðar deilur, sem m.a. varð til þess að nefnd sjö manna var falið að fara nánar yfir það. Meðal þess sem deilt var um var hvernig ætti að skilgreina aðild að lífeyrissjóði. Á síðustu fundum nefndarinnar var gerð breyting á aðildargreininni. Skipt- ar skoðanir eru um hvort greinin feli í sér einhveija breytingu frá núverandi fyrirkomulagi. í núver- andi lögum er talað um að allir séu skyldugir til að greiða í lífeyr- issjóð á sínu „starfssviði". Sam- kvæmt frumvarpsdrögunum fer aðild að lifeyrissjóði eftir því sem segir um í kjarasamningi eða í sérlögum. Taki kjarasamningur ekki til viðkomandi starfssviðs getur viðkomandi valið sér lífeyr- issjóð. Þetta tryggir að þeir sér- eignarsjóðir sem taka við 10% ið- gjaldi í dag geta haldið áfram að starfa með óbreyttum hætti. Flestir sem Morgunblaðið ræddi við töldu að þetta þýddi jafnframt að stærstur hluti launþega myndi ekki geta valið í hvað lífeyrissjóð hann greiðir. Iðgjaldið ræðst af lágmarkstryggingu Hörð átök urðu um ákvæði frumvarpsins um lágmarks ttygg- ingavernd. Um þetta segir í 4. gr. frumvarpsdraganna: „Lágmarks tryggingavemd, sem lífeyrissjóður veitir, skal fela í sér miðað við 40 ára inngreiðslutíma iðgjalds a.m.k. 56% af þeim heildarlaunum sem greitt er af í mánaðarlegan ellilíf- eyri ævilangt frá þeim tíma sem taka hans hefst, þó ekki síðar en frá 70 ára aldri.“ Þetta þýðir að hver og einn líf- eyrissjóður hefur ákveðið svigrúm til að ákveða hversu hátt lífeyrisið- gjaldið á að vera. Sjóðurinn verður einungis að tryggja að iðgjaldið sé það hátt að það tryggi sjóðsfélaga þessi 56% af mánaðarlaunum sem talað er um í textanum. Svo dæmi sé tekið má hugsa sér að Lífeyris- sjóður verslunarmanna komist að þeirri niðurstöðu að 8% iðgjald dugi til að uppfylla ákvæði 4. gr. og taki jafnframt þá ákvörðun að hafa iðgjald til sjóðsins 8%. Versl- unarmaður, sem hefur í kjara- samningi við sinn vinnuveitenda gert samning um að greiða 12% iðgjald, getur þá ráðið því hvert hann ráðstafar þessum 4% sem á vantar. Lífeyrissjóðurinn myndi þó tæplega taka þessa ákvörðun nema að hafa jafnframt tekið ákvörðun um að bjóða sjóðsfélögum upp á að ákvaxta hluta iðgjaldsins í sér- eign. ________ Sú hugsun liggur að baki frumvarpinu að elli- lífeyrir viðkomandi líf- eyrisþega fyrstu árin eft- ir að hann kemst á ellilíf- ——— eyri verði tekinn af séreign, en sameignin taki við eftir það. í heild má gera ráð fyrir að þetta ákvæði frumvarpsins verði til þess að líf- eyrissjóðimir fari að bjóða lífeyris- þegum sínum upp á fleiri valkosti. Hvatt til aukins sparnaðar með skattalagabreytingu I frumvarpinu er að finna það nýmæli að heimila sjóðsfélögum Morgunblaðið/Halldór NEFND fjármálaráðherra um lífeyrismál á næstsíðasta fundi sínum sl. föstudag. Aukið valfrelsi lagt í vald lífeyrissj óðanna Samkomulag náðist í nefnd fjármálaráðheira um lífeyrísmál, en það felur í sér að skref verða stigin í átt til aukins vaifrelsis í lífeyr- ismálum. í umfjöllun Egils Ólafssonar kemur fram að það verður hins vegar í valdi lífeyríssjóðanna að koma slíku valfrelsi á. Búið er þannig um hnútana að reikna má með að sjóðimir farí út í að auka valmöguleika sjóðsfélaganna til töku lífeyris. Ekki dregið úr samtryggingu sjóðanna að yfirfæra ellilífeyrisréttindi til maka eða fyrrverandi maka, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Einnig er í því að finna nýmæli sem gerir ráð fyrir auknu eftirliti með því að allir á vinnumarkaði taki þátt í skyldutryggingu lífeyris- réttinda. Það sem auðveldaði nefndinni að ná samkomulagi var að ríkis- stjórnin lýsti því yfir að hún myndi beita sér fyrir að lögum um tekju- og eignarskatt yrði breytt í þá veru að rýmka heimild- ir einstaklinga til frádráttar líf- eyrisiðgjalda úr 4% í 6%. Með þessari breytingu vonast stjórn- völd til að sparnaður í þjóðfélag- inu aukist. Það má jafnframt _________ gera ráð fyrir að mjög margir af þeim sem nýta sér þennan mögu- leika muni ráðstafa ið- gjaldinu til séreignar og þar með muni fjölbreytni í lífeyristryggingum aukast. Styrkir lífeyrissjóðakerfið „Þessi niðurstaða styrkir að mínu mati lífeyrissjóðakerfið og ýtir jafnframt undir ftjálsan lang- tímasparnað, en hvort tveggja flyt- ur hluta launatekna á starfsævinni yfir í lífeyri eftir að starfsævinni lýkur. Þar að auki gerði nefndin mjög gagnlegar breytingar á frum- varpinu. Eg tel skynsamlegt að fólki sé gefinn kostur á fjölbreyttum lang- tímasparnaði með því að auka skattaafslátt í því skyni. Það ætti að tryggja aukinn sparnað og þar með að búa okkur undir breytta aldursamsetningu þjóðarinnar, sem er fyrirsjáanleg á næstu árum og áratugum. Það tryggir því sátt á milli kynslóða þegar fram í sæk- ir,“ sagði Friðrik Sohusson fjár- málaráðherra. Friðrik sagðist að þetta sam- komulag ætti að auka líkur á að góð sátt næðist um málið á þingi. Frumvarpið yrði væntanlega lagt fram á Alþingi í bytjun næsta mánaðar. Markmið um aukið valfrelsi lögfest Baldur Guðlaugsson, formaður Samtaka áhugafólks um lífeyris- spamað, sagðist telja að með frum- varpinu hefðu ákveðin skref verið stigin í átt að meira valfrelsi í líf- eyrismálum. Það væri að vísu sett í vald lífeyrissjóðanna að stíga þessi skref. Samkvæmt bráða- birgðaákvæði frumvarpsins væri tekið skýrt fram að markmið frum- varpsins væri að valfrelsið yrði aukið að ákveðnu marki og ef sjóð- irnir hunsuðu þetta markmið ættu þeir yfir höfði sér að fjármálaráð- herra legði fram nýtt frumvarp árið 2001. „Það hefur verið tekist á um spurninguna um aukið valfrelsi sjóðsfélaga og segja má að þar hafi tvennt verið upp á borðinu, þ.e. spurningin um rétt manna til að velja sér sjóð til að greiða í eða, ef það næði ekki fram, að hvaða marki menn mættu ráða sjálfir hvernig iðgjaldinu sem inn í sjóðina færi væri ráðstafað. I frumvarpsdrögunum er skil- greint betur en áður hvetjir það eru sem ekki búa við skylduaðild að tilteknum sjóðum. Það er einn- ig opnað á það að lágmarkstrygg- ingaverndin geti staðið saman af samtryggingarþætti og _________ séreign. Hún þarf þó að fela I sér tryggingu á ævilöngum lífeyri upp að vissu marki, en hann getur að hluta til byggst ”“ upp á séreign. Það er hins vegar alfarið lagt í hendur einstakra líf- eyrissjóða hvort þeir opna á þetta eða ekki. Það má því segja að það hafi ekki verið með afgerandi hætti verið staðfest að einstakir sjóðsfélagar réðu hluta af sínum sparnaði inn í lífeyrissjóðunum. Lífeyrissjóðirnir þurfa fyrst að opna á það.“ Baldur sagði að í sínum huga væri bráðabirgðaákvæði sam- komulagsins mikilvægt. Þar segir: „Á árinu 2001 skal fjármálaráð- herra láta gera skýrslu um þróun lífeyrismála í framhaldi af sam- þykkt laga þessara. Sérstaklega skal fjalla um hvernig lífeyrissjóð- ir hafa breytt samþykktum sínum og boðið sjóðsfélögum sínum upp á fleiri valmöguleika í samsetn- ingu lífeyrisréttinda sinna, sbr. 4. gr. enda er það eitt af markmið- um laga þessara að auka valmögu- leika sjóðsfélaga. Komi í ljós að lífeyrissjóðir hafi almennt ekki boðið upp á valmöguleika með hliðsjón af lágmörkum skv. 4. gr. skal fjármálaráðherra láta, í sam- ráði við hagsmunaaðila, undirbúa frumvarp um breytingar á lögum þessum þannig að þetta markmið þeirra náist.“ Baldur sagði að þarna væri ver- ið að staðfesta að markmið lag- anna væri að auka valmöguleika og jafnframt væri gengið út frá því að sjóðimir muni notfæra sér þessa heimild. Baldur sagði að það væri einnig mikilvægt að ríkisstjórnin hefði lýst því yfir að hún myndi beita sér fyrir því að lögum um tekju- og eignaskatt verði breytt í þá veru að rýmka heimildir einstakl- inga til frádráttar vegna lífeyrisið- gjalda úr 4% í 6%. Þetta miðaði að því að auka þjóðhagslegan sparnað, en jafnframt væri ljóst að ráðstöfun á þessari viðbót væri alfarið á valdi einstaklinga, þ.e. hvort hann nýtti sér hana og hvert hann greiddi hana. Aukin samkeppni um viðbótarsparnað „Mér sýnist að þetta sé viðun- andi niðurstaða. Þetta er auðvitað ekki draumaniðustaða fyrir neinn. Sú málamiðlun sem þarna náðist felur í sér að þetta lífeyriskérfi sem við höfum búið við á almenna vinnumarkaðinum getur starfað áfram. En jafnframt opna menn á það að allar viðbætur fari inn í meira samkeppnisumhverfi og einstaklingsbundnara val,“ sagði Kári Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norð- urlands. Kári Arnór sagðist líta svo á að Alþýðusambandið hefði náð fram því meginmarkmiði sínum að samningur sem það hefði gert við vinnuveitendur héldi. Þetta fæli í sér viðurkenningu á því að Iífeyris- réttindi væru hluti af starfskjörum manna. „Það er í frumvarpinu settar „skyldur" á lífeyrissjóðina um að þróa valmöguleika í lífeyrisréttind- um. Það mun sjálfsagt gerast á næstu árum. Ég á ekki von á að það verði neinar stökkbreytingar enda held ég að það sé ekki heppi- legt í svona málum. Ég er hins vegar sannfærður um að það verða breytingar á þessum málaflokki á komandi árum og þá væntanlega aukin samkeppni." Kári Arnór sagði að án efa ættu lífeyrissjóðirnir eftir að breyta reglugerðum sínum á næstu árum yrði frumvarpið að lögum. Þeir myndu væntanlega fara bjóða sjóð- félögum upp á séreignarsparnað. Þeir þyrftu einnig að laga fjárfest- ingastefnu sína að lögunum og __________ sömuleiðis kaflann um rekstur og innra eftirliti. Kári Arnór sagði að ákvæði frumvarpsdrag- anna um lágmarksrétt- indi tryggði svipuð lág: marksréttindi og samningur ASI og VSÍ gerir ráð fyrir. Það væri því ekki verið að draga úr sam- tryggingarþætti lífeyriskerfisins eins og áform hefðu verið uppi um að gera. Þetta væri aftur á móti sá geiri vinnumarkaðarins sem byggi við lélegustu tryggingarnar og þess vegna væru margir þeirrar skoðunar að það þyrfti að auka lágmarkstrygginguna. Hvatt til auk- ins lífeyris- sparnaðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.