Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 20

Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Fimm ný apótek verða opnuð á næstu mánuðum Á næstu mánuðum verða opn- uð að minnsta kosti fimm ný apótek. Að sögn Óskars Magnússonar, forstjóra hjá Hagkaupi, verður opnað apó- tek í húsnæði Hagkaups á Akureyri upp úr áramótum. „Við munum síðan við fyrsta tækifæri opna apótek í Mos- fellsbæ," segir hann. „Ekki er hægt að greina frá því hvenær nákvæmlega af opnuninni í Mosfellsbæ verður því það ræðst af því hvað yfir- völdum þóknast að þvælast mikið fyrir okkur,“ segir Ósk- ar. Bæði apótekin verða með svipuðu sniði og apótekið sem fyrir er í Skeifunni. Um næstu helgi, laugardag- inn 1 nóvember, er stefnt að opnun nýs apóteks við hlið Bónuss á Seltjarnarnesi. „Þetta er fjórða apótekið í keðju Lyfjabúða ehf. en Lyfja- búðir ehf. eiga apótekin við Iðufell, Smiðjuveg og í miðbæ Hafnarfjarðar," segir Jóhann- es Jónsson, kaupmaður í Bón- usi. „Þetta nýja apótek á Sel- tjamamesi verður með svip- uðu sniði og hin þar sem meg- ináherslan verður lögð á lyfja- sölu og að halda verði niðri. Við stefnum síðan að opnun apóteks á Smáratorgi í febrúar eða mars á næsta ári.“ Lyfja opnar apótek í Setbergslandi Fyrirhugað er að opna Lyfju apótek í Setbergslandi upp úr miðjum janúar næstkomandi. Að sögn Inga Guðjónssonar, framkvæmdasljóra Lyfju hf., verður apótekið við hlið nýrrar 10-11 verslunar í Setbergs- landi í rúmlega 180 fermetra húsnæði. „Við munum leggja áherslu á breitt vömval og að lyfja- fræðingar séu sjáanlegir og veiti viðskiptavinum upplýs- ingar. Það er sama fyrirkomu- lag og hefur verið hjá okkur í Lágmúla og gefist vel. Apó- tekið Lyfja í Lágmúla hefur verið opið alla daga frá klukk- an 9-22 en nú stendur til frá og með næstu helgi að hafa opið alla daga ársins frá níu og fram til miðnættis." Frábær fyrirtæki 1. Trésmíðaverkstæði fyrir 1—2 menn með góðri aðstöðu og tækjum. Er í eigin húsnæði sem er til leigu eða sölu. Laust strax. 2. Þekkt kaffistofa til sölu. Selur einnig súpur og smurt brauð. Mögu- leiki á að vera með heimilismat. 50 manns í sæti. Frábærttækifæri fyrir samhæftfólk á besta aldri. 3. Kínverskur matsölustaður með mikla útkeyrslu og heimasölu. Stór salur sem tekur marga í sæti. Góð velta. Laus strax þrátt fyrir mikinn annatíma. Kínverskir kokkar á staðnum áfram. 4. Ótrúlegt. Til leigu sjoppuhúsnæði með öllum tækjum og tólum, nýmálað. Þarna hefurverið sjoppa í áratugi enda umvafin íbúðar- blokkum. Laus strax, þú getur byrjað á morgun. 5. Virðulegur og vinsæll kínverskur veitingastaður með austurlensku yfirbragði. Sæti fyrir 40—50 manns. Gott eldhús með öllum tækj- um. Mjög hagstætt verð. Góð staðsetning. 6. Söluturn í frábæru hverfi, enda mánaðarveltan 5,5 millj. Verðhug- mynd 13,5 millj. 7. Mjög glæsileg blómaverslun til sölu í stórri verslunarmiðstöð á fjölmennum stað, miðsvæðis. Leggur mikla áherslu á afskorin blóm, blómaskreytingar og gjafavörur. Þekkt verslun á góðum stað. Laus strax. Höfum trausta kaupendur að eftirtöldum fyrirtækjum: 1. Fyrirtæki tengt sjávarútvegi. 2. Stórum heildverslunum í ýmsum vöruflokkum. 3. Stóra og góða vélsmiðju á höfuðborgarsvæðinu. 4. Framleiðslufyrirtæki fyrir landsbyggðina 5. Tæknilegt hugbúnaðarfyrirtæki. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. miTTTT7^T?7I^vrr71 SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. LAGER- ÚTSALA Flísabúðarinnar á Dverghöfða 27 Allir afgangar eiga að seljast Ótrúlegt verð Góðar gólfflísar meó 50% afslætti. Jafnvel til í magni Fyrstur kemur — fyrstur fær 27. október til 1. nóvember ‘97. Einnig er um að ræða sértilboð á nokkrum gerðum af flísum t.d. gólfflísum, áður kr. 1.990, nú kr. 1.290. Stórhöfða 17 við Gullinbrú, sími 567 4844. 80 aurar urðu að 195 kr. LESANDI Morgunblaðsins borgar mánaðarlega afborgun af skulda- bréfi upp á rúmlega nítján þúsund krónur. Síðast þegar hann fór í pósthús og borgaði af þessu bréfi voru 80 aur- ar af fjárhæðinni rúnn- aðir af. Nokkrum dög- um síðar kemur kvittun fyrir greiðslu í pósti og annað bréf frá sömu stofnun, veðdeild Landsbank- ans, með rukkun upp á 195,80 krónur. Þessir 80 aurar sem voru rúnnaðir af á pósthúsinu voru því orðnir að 195,80 með kostnaði. Hversvegna er ekki geymt að rukka 80 aurana fram að næstu mánaða- mótum? Svar: „Gjaldkeravélamar hjá bönkum og sparisjóðum eru með svokallaðan OCR lestur sem þýðir að þær lesa sjálfkrafa fjárhæð greiðsluseðilsins án þess að manns- höndin komi nærri. Ef það vantar eitthvað uppá fjárhæðina og þá er sama hvort það eru þúsundir eða aurar fer sjálfvirkt út greiðsluseðill með þeirri upphæð sem vantar", segir Jón Pétursson skrifstofustjóri hjá veðdeild Landsbanka íslands. Hann segir að það hafi komið fyrir hjá Póstgíróstofunni að upphæðimar hafi ekki verið nákvæmar og aurar rúnnaðir af. „Þeir em ekki með skuldabréfakerfi sem allir bankar og sparisjóðir landsins em með,“ segir Jón Pétursson skrifstofustjóri hjá veðdeild Landsbankans. „Sá kostnaður sem felst í að útbúa nýjan seðil er 195 krónur sem ______ leggst ofan á upphæðina hversu há sem hún er.“ - Er algengt að þetta komi fyrir? „Veðdeildin sendir út 674.000 greiðsluseðla á ári og það eru alltaf einhverjir sem skipta við Póstgíró- stofuna en þar hefur aðeins borið á að upphæðir séu rúnnaðar af. Við töluðum við forsvarsmenn þar í bytjun sumars vegna þessa máls og þetta hefur lagast mikið að und- anförnu. Ef fólk vill fullvissa sig um að þetta komi ekki fyrir þá borgar sig að fara með reikninginn í næsta banka eða sparisjóð.“ Spurt og svarað um netendamál Nýtt Handþvottur úr sögunni FYRIR nokkru var farið að flytja inn sérstaka poka sem ætlaðir era fyrir viðkvæman þvott í þvottavélar. Það er Grétar Bergmann hjá Nýlundu ehf. sem flytur pokana inn. „Við eram með fjórar mismunandi tegundir. Fínn vefnaður er á pokum sem henta fyrir undirfatnað, silkiblússur og sokkabux- ur. Frágangur á þessum pokum skipt- ir máli og hann verður að vera vand- aður því annars geta samskeyti t.d. skemmt nælonsokkabuxur. Þá eru pokamir sem era fínt ofnir einnig hentugir fyrir sokka sem eiga annars til að týnast í þvotti. Grófari pokamir era síðan ætlaðir undir ullar- peysur sem teygjast allar og togna séu þær ekki þvegnar í svona pokum. Með pokum sem þessum ætti hand- þvottur því að vera úr sögunni." Grét- ar segir mikilvægt að setja þvottinn í rétta poka og segir að síðan megi hengja pokana til þerris á snúru eftir þvott. Þegar hefur Grétar selt um 20.000 poka, þeir kosta á bilinu 500-600 krónur og fást í verslunum víða um land. Bænapúðar með nöfnum barnanna í TEXTÍLKJALLARANUM era nú fáanlegir litlir bænapúðar sem síðan er hægt að láta mála á nöfn bama. Púðarnir sem em úr bómullarefni em með rennilás svo hægt er að setja þá í þvottavél. Mismunandi bænir era á púðun- um en það er Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður sem ritar þær á púð- ana og handmálaðar myndirnar. Hægt er að koma með séróskir varð- andi bænir eða skilaboð á púðana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.