Morgunblaðið - 28.10.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 28.10.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 27 SJÓR OG SIGLINGAR BÆKUR Ljóðabók HAFRÆNA. SJÁVAR- LJÓÐ OG SIGLINGA Safnað hefur Guðmundur Finn- bogason. Ný útgáfa endurskoðuð í umsjá Finnboga Guðmundsson- ar. Bókaútgáfan Slqaldborg, Reykjavík 1997,279 bls. GUÐMUNDUR Finnbogason var tvímælalaust einn Qölmennt- aðasti húmanisti meðal Islendinga á fyrri hluta þessarar aldar. Hann lagði drjúgan skerf til heimspeki, sálarfræði og uppeldisfræði. Ailra manna var hann best að sér um íslenskar bókmenntir að fornu og nýju, ritaði fjölmargt um þau efni og flutti erindi. Hann þótti hafa öruggan smekk á fagurbók- menntir. Orðhagur var hann vel, hugkvæmur nýyrðasmiður, stílisti góður og lét sér einkar annt um endurreisn íslenskrar tungu. Guðmundur Finnbogason Það var ekki undarlegt þó að maður með menntun og áhugamál Guðmundar léti sér detta í hug að velja til útgáfu þau ljóðmæli sem hann hafði mest dálæti á. í fjögur skipti stóð hann að útgáfu slíkra rita. Voru þau öll mikið les- in að ég hygg. Afmælisdagabók kom út 1907 og 1916 og var val- in snjöll vísa fyrir hvern dag, Dýra- ljóð 1931, Fósturlandsins Freyja 1946 og sú bók, sem hér er til umræðu, Hafræna 1923, og er hún nú endurútgefin. Þijár þessar síð- astnefndu eru það sem kalla má þematískar bækur. Þar er safnað saman úrvalsljóðum um tiltekið efni. Hafræna fjallar um sjó og siglingar. Um það efni hafa íslend- ingar margt ort, eins og nærri má geta, jafn tengdir hafinu og þeir hafa alla tíð verið. Það var því ekki mikill vandi fyrir mann eins og Guðmund að velja saman í bók, þó að allstór væri, fagrar periur íslenskra ijóðmæla. Það er og sannast sagna að þetta ljóða- safn er mikill ununarlestur öllum þeim sem skáldskapar njóta. Af honum sannfærist maður líka - sé þess þörf - að rím og stuðiar þurfa á engan hátt að draga úr eða vera hemill á skáldskapar- gildi. Þvert á móti. í höndum skáldsnillinga gefur formfestan tign sem vandfengin er með öðr- um hætti. Slíkar verða hugleiðingar mín- ar við lestur þessarar hugljúfu bókar. Þær gætu að sjálfsögðu orðið miklu lengri en óþarft er að teygja lopann. Efnið spannar alla skáld- skapartíð Islendinga: allt frá Eddukvæðum og fram á þriðja tug þessarar aldar. Síðasti hluti bók- arinnar er sýnishorn af ferskeytl- um, flestum gullfallegum. Það er gaman að sjá hér marga gamla vini saman komna á einum stað. T.a.m. er gaman að sjá hér öll á einum stað hafískvæðin miklu þijú eftir Hannes, Matthías og Einar Benediktsson. Hversu ólík eru þau ekki, en öll jafn snilldar- lega ort. Rammislagur Stephans G. vekur upp hugljúfar minning- ar, þegar hann var kveðinn af þrótti í sal M.A. til að lengja frí- mínútur. Sigurður skólameistari stóðst það aldrei. Þess má geta að sjór og sigling- ar hafa orðið skáldum mikil upp- spretta líkinga alla tíð. Minna má á hina frægu vísu Þóris Jökuls, Upp skalt á kjöl klífa, og Bólu- Hjálmars, Sálarskip mitt fer hallt á hlið. Fjölmargt er af slíkum ljóð- mælum í þessari bók. Fáránlegt væri af mér að vera með aðfinnslur um bók sem gefin var út fyrir 75 árum. Til þess hef ég hvorki löngun né burði. Aðeins get ég nefnt að ómögulegt er að lesa bók sem þessa án þess að sakna einhvers. Ég hefði gjarnan séð hér fáeinar gamlar snilldarvís- ur, en ég hygg að þær hafi ekki verið til á prenti árið 1923. Ögn er ég montinn af að geta feðrað eina vísu sem Guðmundur vissi ekki faðerni að. Það er víst allt og sumt! í bókarlok eru skýringar á forn- um kveðskap. Þær hefur Finnbogi Guðmundsson endurskoðað eins og rétt var, því að sitthvað skýra fræðimenn gerr nú en áður. Það er einkar ánægjulegt að þessi bók skuli vera gefin út á ný. Hún hefur sjálfsagt verið ófá- anleg mjög lengi. Vonandi fær það einhveija til að muna betur eftir því að skáldskapur liðins tíma geymnir gersemar sem ekki mega falla í fyrnsku. Sigurjón Björnsson Sýning í Ráðhúsinu í DAG, þriðjudag, verður sett upp í Ráðhúsinu sýning nemenda í hönnunardeildum Iðnskólans. Nem- endur sýna málverk,, húsgögn o.fl. Sýningin verður opnuð kl. 16. Sveim í svart/hvítu í Tjarnarbíói Síðastliðin tvö á hefur Unglist staðið fyrir uppákomu sem nefnist Sveim í svart/hvítu. Á henni koma fram svokallaðar „Ambient“-hljóm- sveitir og leika undir þöglum svart/hvítum myndum. Uppákoman verður í Tjarnarbíói og hefst kl. 20.30. í dag, þriðjudag, verður leikurinn endurtekinn og að þessu sinni verða sýndar tvær hrollvekjur eftir Þjóð- veijann Fritz Lang, sem er talinn einn af meisturum kvikmyndagerð- arlistarinnar (gerði meðal annars Metropolis). Þær myndir sem sýnd- ar verða að þessu sinni eru: Nosferatu, frá árinu 1921 sem gerð er eftir sögunni um Dracula eftir Bram Stoker. Hljómsveitirnar Nuance frá Hafnarfirði og Sigur Rós, sem gaf frá sér geisladiskinn Von fyrir stuttu leika undir mynd- inni. Sigur Rós er eina hljómsveitin á Sveimi í svart/hvítu sem er ekki tölvuhljómsveit, en leikur samt ambient-tónlist. M, frá árinu 1931 og fjallar um geðveikan barnamorðingja sem sleppur undan lögreglunni. Hljóm- sveitirnar Vuca (9), sem leikur raf- tónlist í myrkari kantinum, Plastik sem leikur háklassa ambient og Biogen sem leikur líka háklassa ambient, leika undir myndinni. Með laufléttri lipurð TONUST Neski r kja SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Mendelssohn: Fingalshellir Op. 26; Mozart: Flautukonsert nr. 2 i D-dúr K314; Schubert: Sinfónía nr. 5 í B- dúr. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna u. sfj. Olivers Kentish. Neskirkju, sunnudaginn 26. september kl. 20.30. EKKI er við öðru að búast en að annað slagið kveði við einn og einn sár tónn hjá sinfóníuhljóm- sveit, sem auk fáeinna kennara og nemenda er mestmegnis skipuð áhugafólki, og sem æfír aðeins einu sinni á viku án annarrar um- bunar en ánægjunnar. Svo var einnig á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna á sunnudags- kvöldið var, einkanlega framan af, og hlutfallslega mest í flautukon- sertinum, þar sem efri strengir liggja iðulega hátt og berskjaldað- ir án mikils stuðnings frá öðrum röddum, enda ritháttur gisinn og blásarar fámennir. En burtséð frá því var engu lík- ara en að sveitin skartaði nýjum þokka þetta kvöld. Spilamennskan var í heild létt og liðug, innkomur furðu hnökralitlar, og styrk- og tempóbreytingar yfírvegaðri og meira samtaka en oft áður. Þó ekki beri að vanþakka störf braut- ryðjenda, einkarlega framlag Ing- vars Jónassonar, stjórnanda og andlegs leiðtoga sveitarinnar frá upphafi, auk þess sem vera kann að aukin reynsla spilenda og jafn- vel mannaskipti endurspegli stig- hækkandi gæðastaðal úr búðum atvinnumanna, þá virtist augljóst, að „maðurinn með prikið“ að þessu sinni, Oliver Kentish, hafði að öllu samanlögðu lagt hvað drýgsta hönd á plóg. Oliver mun reyndar hafa stjómað sveitinni áður, að vísu ekki í viðurvist undirritaðs, en hver svo sem formleg menntun hans í hljómsveitarstjórn kann að vera, þá mátti leiða að líkum, að auk reynslu í hljómsveitarsamleik á selló hafi ekki sízt bakgrunnur hans í tónsmíðum verið notadijúgt veganesti, því mótun Olivers á gömlu meisturunum bar þess merki, að hann vissi hvað þeir voru að fara, og kunni að draga fram aðalatriði með litlum, látlausum en hnitmiðuðum bendingum, sem skiluðu heyranlegum árangri. í Fingalshelli eða Suðureyjafor- leik Mendelssohns Op. 26 (1829) vaggar seiðandi seglskiparómantík á brimsaltri undiröldu við urgandi kjalsog fortíðar; nærri því óhugnanlega innlifuð tónlist, þrátt fyrir (eða vegna þess?) að tónskáld- ið kvað hafa liðið heljarkvalir af sjóveiki í þeirri för hans til Staffa- eyju sem varð innblástur að verk- inu. SÁ lék með viðeigandi bárusk- vettandi sveiflu, og var meno mosso hæging kódans (við klarí- nettinnkomuna) sérlega falleg og áhrifamikil. D-dúr flautukonsert Mozarts var upphaflega saminn fyrir ein- leiksóbó, og mátti stundum heyra strófur er hefðu gert sig betur á óbó en á flautu. Guðrún Birgisdótt- ir lék sinn part mjög fallega, ekki sízt einleikskadenzurnar eftir Taff- anel-Gaubert (prik til hins penna- lipra tónskrárhöfundar fyrir að geta þeirra), en þó vottaði stundum fyrir togstreitukenndum óstöðug- leika í samleik hennar við hljóm- sveitina í hröðu útþáttunum, líkt og tempóið væri þar aðeins í hæg- ari kantinum fyrir einleikarann. Hljómsveitin fór á kostum í hinni yndislegu Mozartskotnu 5. sinfóníu Schuberts eftir hlé. Schubert var vart kominn af táningsaldri er hann samdi þetta fijóa litla meist- araverk, sem er beinlínis sneisa- fullt af lagrænum frumleika og yndisþokka frá upphafi til enda. Tempóval stjómandans var hvar- vetna „mitt i prick,“ eins og Sixten Nordström í Kontrapunkti myndi kalla það, nema hugsanlega í Menúettinum, Allegro molto, þar sem lögð var dæmigerð brezk áherzla á síðara orðið, án þess þó nokkurn tímann að missa öndina. Hljómsveitin hægði fagurlega á í niðurlagi Andante-þáttarins (II.), og þó að Fínalinn (Allegro vivace) væri síður en svo með varfærnis- legum „áhugamannahraða,“ þá réðu spilarar vel við, og luku tón- leikunum með tiplandi laufléttri Iipurð. Ríkarður Ö. Pálsson Forseti snýst til vamar Mávahlát- ur kemur út í Þýska- landi MÁVAHLÁTUR, skáldsaga eftir Kristínu Maiju Baldursdóttur, hef: ur verið gefin út í Þýskalandi. í tilefni útgáfunar hefur höfundi ver- ið boðið í upplestrarferð um fimm borgir í Þýskalandi. Fjórir aðilar hafa sýnt því áhuga að gera kvik- mynd eftir sögunni. Þar á meðal er danskt kvikmyndagerðarfyrir- tæki sem vill einnig kanna mögu- leika á að gera kvikmynd eftir næstu bók Kristínar Maiju, Hús úr húsi, sem kemur út um jólin. „Mér þykir vænt um að skáld- sagan skuli vera gefín út í Þýska- landi því að hugmyndina að Máva- hlátri má rekja til ritgerðar sem ég skrifaði á námskeiði hjá Goethe stofnuninni í Bremen þegar ég bjó þar árið 1980,“ segir Kristín Matja. Útgefandi er Peterson forlagið í Múnster en forlagið ber sig sérstak- lega eftir verkum norrænna höf- unda. Kristín Maija les upp úr skáldsögu sinni í Hamborg, Sewer- in, Berlín, Frankfurt og Essen ásamt norskum og finnskum rithöf- undum. Fjórir aðilar hafa farið þess á leit við Kristínu Maiju að fá að gera kvikmynd eftir sögunni. Einn íslensku aðilanna hefur nú svo- nefndan skoðunarrétt á sögunni og á meðan bíða hinir. Á meðal þeirra sem bíða er danskt kvikmyndagerð- arfyrirtæki en það hefur auk þess lýst yfir áhuga á nýrri óútkominni skáldsögu Kristínar Matju, Hús úr húsi, með kvikmynd í huga. „Það gleður mig auðvitað að kvikmynda- gerðarmenn skuli sýna sögu minni áhuga en ég geri mér jafnframt grein fyrir því að áhugi er eitt og fjármögnun og framkvæmd ann- að,“ segir Kristín Maija. Mávahlátur hefur einnig verið sendur forlögum á Norðurlöndum og í Hollandi en ekki hefur verið gengið frá útgáfu sögunnar í fleiri löndum. KVIKMYNPIR Sambíóin FORSETAVÉLIN „AIR FORCE ONE“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Wolfgang Petersen. Handrit: Andrew Marlowe. Kvik- myndatökustjóri: Michael Ballhaus. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalhlut- verk: Harrison Ford, Glenn Close, Gary Oldman, Wendy Crewson, Paul Guilfoyle, William H. Macey, Leslie Matthews og Dean Stockwell. Buena Vista Intematíonal. 1997. FORSETAVÉLIN eða „Air Force One“ er síðbúin sumarmynd með Harrison Ford í hlutverki forseta Bandaríkjanna, sem rænt er í emb- ættisflugvél sinni í háloftunum. Sumarmyndirnar voru ekki upp á marga fiska en þessi ágæta hasar- mynd er sárabót þeim sem leiddist í bióunum í sumar, hörkugóður hryðjuverkatryllir, hraður og skemmtilegur með Ford í fínu formi. Hann gerir það sem hann gerir alltaf best í hlutverki sem sniðið er fyrir hann. Indiana Jones og ránið á forsetavélinni væri líka ágætur titill á myndinni. Henni vegnaði mjög vel í miðasölunni vestra í sumar og Ford á örugglega stóran þátt í því. Handritið er kunnuglegur sam- setningur í Hollywood-hasarmynd- unum eftir fall Sovétríkjanna. Bú- inn er til einhver órói í Rússlandi, blóði drifnir kommúnistar vilja seil- ast aftur til valda, foringi er hand- tekinn að undirlagi forseta Banda- ríkjanna, sem talar í Moskvu um að þjóð hans muni ekki framar láta það afskiptalaust þegar konur og börn eru myrt af stjómarherrum annarra landa. Á leiðinni heim til Bandaríkjanna ná vinir kommún- istaforingjans forsetavélinni, Air Force One, á sitt vald og hóta að myrða alla innanborðs ef ekki verð- ur gengið að kröfu þeirra um að félagi þeirra verði látinn laus úr fangelsi. Flugvélin verður vettvang- ur minniháttar styijaldar þegar for- setinn, sem er gamall hermaður, sleppur frá hryðjuverkamönnunum og ræðst gegn þeim vopnaður vél- byssu. Hlutverkin eru jafnkunnugleg og handritið en leikurunum tekst að láta það gleymast. Ford er ofurhetj- an og fer eins og svo oft áður létt með að sannfæra mann um að hann eigi eitthvað í þessa menn, skyn- semin og rósemdin uppmáluð hvað sem á dynur, andlitið rúnum rist af áhyggjum. Gary Oldman er þessi hefðbundni hryðjuverkaforingi has- armyndanna en á kannski auðveld- ara en aðrir með að halda áhorfand- anum í spennu. Glenn Close er vara- forseti Bandaríkjanna, sem stjórnar aðgerðum á jörðu niðri, og er góð viðbót við mjög svo ágætt leikara- lið. Dean Stockwell og fleiri þekkt andlit fylla upp í aukaleikarahópinn og þétta framleiðsluna. Myndin hefur heilmikið skemmti- gildi. Hún er frábærlega vel gerð tæknilega og leikstjórn þýska leik- stjórans Wolfgang Petersens er með miklum ágætum. Hann hefur áður sýnt að hann getur skapað ekta taugaspennu í litlu rými („Das Boot“) og bregst ekki bogalistin í þeim efnum hér. En hasarinn er ekki síður spennandi þegar komið er út fyrir flugvélina og bardagavél- ar eigast við í háloftunum. Það er tignarleg sjón. Svo auðvelt er að mæla með myndinni sem fyrirtaksskemmtun. Þeir sem það ekki þola verða að líta framhjá tilfinningaþrunginni þjóðerniskennd Hollywood-mynda af þessu tagi og ein lykilpersóna myndarinnar er aldrei útskýrð. En eins og Lars von Trier segir verður maður að taka það slæma með því góða og það er miklum mun meira af því góða í „Air Force One“. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.