Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 38

Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR SKOÐUIM Reiðleiðir fyrir hestamenn landsins VARLA er það of- mælt þegar fullyrt er að hestamennska sé orðin ein af vinsælli íþróttagreinum hér- lendis. Á síðustu árum hefur mjög færst í vöxt, ekki síst í þéttbýli, að íjölskyldur eignist hesta og stundi útreið- ~-$x í miklum mæli. Þá hefur vakið athygli hversu kraftmikil fyr- irtæki í ferðaþjónustu hafa haslað sér völl með skemmtilegum, skipulögðum ferðum fyrir hestafólk. Árlega koma þúsundir er- lendra ferðamanna til gagngert í þeim tilgangi að njóta íslenskrar náttúru í hestaferðum. En nú eru ýmsar blikur á lofti. Segja má að ríki skipulagsleysi hvað varðar reiðleiðir með þeim afleiðingum að hestafólk og ferða- menn einfaldlega komast ekki leiðar sinnar um landið. v Girtar jarðir og nýir vegir Hestamennska á sér langa og sögulega hefð hérlendis. Reynslan er sú að nokkrar þekktar reiðleiðir Aðgerða er þörf, segja Hjálmar Árnason og Guðni Ágústsson. Hjálmar Árnason Guðni Ágústsson —sL Koma þarf á samráði ríkisvalds, sveitarstjóm- arvalds og hestafólks. hafa skapast víða um landið, þar sem hestamenn hafa getað farið óhindrað á milli staða. Á síðustu árum hefur orðið sú breyting að einstaklingar, gjarnan úr þéttbýli, festa kaup á jörðum og sýna fornum hefðum lítinn skilning. Eiga þeir til að girða af jarðir sínar og meina öllum hestamönnum umferð um lendur sínar þótt um þær liggi þekktar reiðleiðir. Við lagningu bíl- vega hefur Vegagerðin í sumum ^tilvikum þurft að spilla reiðleiðum, án þess að leggja nýjar í staðinn. Samkvæmt upplýsingum okkar mun það einungis kosta fimmtung af verði ef nýr reiðvegur er lagður samhliða öðrum vegaframkvæmd- um í stað þess að leggja reiðvegi sérstaklega. Segja má að allt þetta stafi af skipulagsleysi hvað varðar stöðu hestaíþróttar í landinu. Lífshætta Vegna þessa óhindraða aðgangs hestafólks um landið má segja að skapist veruleg lífshætta. Sem dæmi má nefna, að þegar fólk úr þéttbýli fer með hross sín í sumar- haga þarf oftar en ekki að fara um fjölfamar umferðargötur þar sem reiðleiðir eru engar. Því miður hafa orðið alvarleg slys í slíkum tilvikum. Við höfum upplýsingar um það að virt fyrirtæki í ferðaþjónustunni hefur orðið að fella niður vinsælar hestaferðir með útlendinga þar sem jarðeigendur hafa bannað ferðir hesta um land sitt. Flestir þekkja hversu viðkvæmur gróður á hálendi landsins er. Hestamenn skilja það flestir og aðilar í ferðaþjónustunni hafa sýnt áhuga á því að breyta ferðum sínum þannig að hlífa megi viðkvæmum gróðri hálendis. Sú ætlan hefur gengið erfiðlega í fram- kvæmd af þeirri einföldu ástæðu að hestamönnum er bannaður að- gangur viða í uppsveitum. Þannig má segja að þetta bann hafi beinlín- is skaðleg áhrif á náttúru landsins. Við höfuðborgina er dásamleg náttúruperla, Heiðmörk. Svæðið er stórt og afgirt og er ætlað almenn- ingi til útivistar. Það hlýtur að telj- ast skjóta skökku við að hesta- mönnum skuli meinaður aðgangur að Heiðmörkinni og þar skuli engar reiðleiðir vera leyfðar. Aðgerða er þörf. ítreka skal að hestafólk á íslandi skiptir þúsundum og ekki eru er- lendir ferðamenn færri sem sækja sér upplyftingu með íslenska hestin- um. Hér hefur verið bent á að nú- verandi skipulag leiðir til hættu fyrir fólk og dýr, það snertir með öðrum orðum öryggisþætti, hindrar eðlilega uppbyggingu mikilvægrar greinar ferðaþjónustunnar og jafn- vel kemur í veg fyrir náttúruvemd. Fleiri rök þarf ekki. Aðgerða er þörf. Það er von okkar að þar til bær stjórnvöld bregðist skjótt við og taki mál þetta föstum tökum þannig að hestaíþróttin megi dafna svo sem reynsla og saga sýna. Koma þarf á samráði ríkisvalds, sveitarstjómarvalds og hestafólks. Úr því samráði þarf að leggja fram gott skipulag þar sem jafnvel þarf að setja þær kvaðir á landeigendur að þeir virði reiðleiðir, skylda Vega- gerðina til að sinna reiðvegum þar sem þeirra er þörf vegna lagningar slitlags fyrir bílaumferð og aðrar aðgerðir sem festa hestaíþróttina í sessi hérlendis. Höfundar eru alþingismenn. SNYRTISTOFAN GUERLAIN REYKJAVÍK RÆSTIVAGNAR RÆSTIÁHÖLD Arnarberg ehf. Fossháls 27, Draghálsmegin Sími 567 7557 • Fax 567 7559 „VERRIEN DÓPSALAR“ NOKKRIR íslenskir dreifingar- aðilar Herbalife ásamt áhuga- mönnum um Herbalife á íslandi vilja nú þegar fara í mál við eigend- ur DV, Lyfjaeftirlit íslands (Guð- rún S. Eyjólfsdóttir) og heilbrigðis- ráðuneytið (Einar Magnússon) fyrir hrottalegustu rógsher- ferð í manna minnum á hendur hinu virta ameríska heilsuvöru- fyrirtæki Herbalife. í blaðinu voru vörur fyr- irtækisins m.a. sagðar innihalda vímuefni, sem ekki aðeins leiða til fíknar, heldur og dauða! Sömuleðis segir blaðið, á sinn viðeig- andi hátt, að seljendur Herbalife séu verri en dópsalar! Enda þótt þetta sé ljótasta dæmi um mis- beitingu opinbers valds og fjöl- miðla á villigötum sem ég man eftir í lýðræðislandi er ég þeirrar skoðunar að áður en menn leita á náðir dómstóla eigi þeir að sjálf- sögðu fyrst að reyna að leita rétt- ar síns í fjölmiðlum. Svo fremi ég fái inni í Morgunblaðinu fyrir stað- reyndir um þetta mál óttast ég ekki eitt andartak að sannleikurinn mun sigra. Að lokum. Það sem meira er. Tíminn vinn- ur með okkur. Tilgangur andstæð- inganna, eins og Japana með árás- ina á Pearl Harbor, er að valda svo miklum usla í upphafi að allt viðnám verði umsvifalaust úr sög- unni. En þar skjátlast þeim. Ég veit að vísu ekki hvort þeim er það ljóst, en allt sem þau héldu fram um þetta mál í fjölmiðlum í síðustu viku er blekking frá rótum. Og ég hyggst taka mér góðan tíma til að sanna það. Hvers vegna? Vegna þess að öfugt við ykkur þremenningana ætla ég að reyna að tryggja að allt sem ég set frá mér sé sannleik- anum samkvæmt og staðfest í bak og fyrir. Enda væri allt annað óeðlilegt úr því dreifing Herbalife á íslandi er orðin lögreglumál. Skoðanir efedrínhópsins Ákæra þremenninganna snýst í stuttu máli um tiltekið efni - efedr- in - sem samkvæmt efnagreining- um (sem DV segist hafa „látið“ fara fram) fínnst í „talsverðu magni“ í einni af vörum Herbalife. DV segir efedrín vera vímuefni (sem verki svipað og amfetamín) og segir það sama efnið og fannst í líkama Díego Maradona knatt- spyrnumanns og varð til þess að hann var útilokaður frá keppni í argentínskri knattspyrnu. Þremenningarnir - efedrínhóp- urinn - telja þetta efni vera vímu- efni og styðja þá skoðun með áliti Þórarins Tyrfíngssonar, yfirlæknis á Vogi og eins helsta sérfræðings landsins í vímu og vímuefnum. Þórarinn er þeirrar skoðunar að úr því að þetta efni finnist í þess- ari vöru Herbalife og neytendur séu ekki varaðir við séu dreifendur Herbalife-afurða „verri en dópsal- ar“. Staðreyndir málsins Staðreyndir málsins eru þær að grænu töflurnar - Original Green - frá Herbalife innihalda sannar- lega efedrín. Ástæðan er sú að í þeim er elsta og jafnframt eitt þekktasta fæðubótarefni jarðar, Ma huang, sem inniheldur þetta efni. Stafa vinsældir Ma huang plöntunnar einmitt af því að efedr- ín (í sama efnaflokki og kaffeín) er frábært meðal m.a. við ofnæmi, þ.á m. heymæði svo og við astma. Eins og nær öll efni með lyfíaverkun getur efedrín haft í för með sér aukaverkanir, þ.á m. hækkaðan blóðþrýsting o.fl. Krafa Guðrúnar um að þetta efni eigi ein- göngu að selja með viðvörunum til þeirra hópa sem viðkvæm- astir eru á því fullan rétt á sér. Það sem blaðinu og Guðrúnu láðist að geta er að í Ma huang er efedrínið í sínu upp- runalega og náttúru- lega formi og um- hverfi og flestar þær rannsóknir sem fram hafa farið sýna að þegar þannig er í pottinn búið sýnir efedr- ínið engar eða nær engar af þeim Enda þótt þetta mál sé ljótasta dæmi um mis- beitingu opinbers valds og fjölmiðla á villigötum sem ég man eftir í lýð- ræðislandi, segir Jón —?--------------------------- Ottar Ragnarsson, þá er ég þeirrar skoðunar að áður en menn leita á náðir dómstóla eigi þeir fyrst að leita réttar síns í fjölmiðlum. aukaverkunum sem efnið gerir í hreinu formi. Þrátt fyrir það hefur Þórarinn Tyrfingsson algerlega rangt fyrir sér þegar hann segir að verið sé að blekkja neytendur. Utan á um- búðum Óriginal Green er einmitt varðað sérstaklega við notkun þessa efnis fyrir ófrískar og mjólk- andi konur, fyrir fólk með blóðrás- arsjúkdóma (hjarta- og æðasjúk- dóma), fyrir fólk með háan blóð- þrýsting og fyrir alla sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum. Jafn- framt er sérstaklega tekið fram að Orginal Green eigi algerlega að halda frá börnum! Og þá er bara eitt eftir. Hvað með magnið af náttúrulegu efedr- íni í Original Green frá Herbalife í samanburði við verksmiðjufram- leidda efedrínið í paradrýli og öðr- um hóstamixtúrum á íslenskum markaði? í beinni útsendingu með Guðrúnu S. Eyjólfsdóttur að Bylgj- unni sl. miðvikudag tilkynnti hún að hún hefði enga hugmynd um hversu mikið efedrín er í grænu töflunum frá Herbalife. Klukku- tíma síðar var tilkynnt í Ríkisút- varpinu að heilbrigðisráðuneytið hefði krafist lögreglurannsóknar á dreifingu Herbalife-afurða á ís- landi. Nú og ekki má heldur gleyma því að DV, sem auðvitað lætur sér annt um íþróttaheiminn, ætti nú í snarhasti að hafa samband við argentínska knattspyrnuráðið og tilkynna því að Maradona hafi ver- ið mikium órétti beittur. Honum hafi einfaldlega óvart orðið það á að taka sopa af hóstasaft barnanna sinna frá Lyfjaverslun íslands eða Original Green töflur frá Herbalife áður en íslenska lögreglan gerði þær upptækar. Herbalife á íslandi Það skondnasta er að það eru liðnir níu mánuðir síðan ég byijaði að vinna að því að fá Lyfjaeftirlit- ið (Guðrúnu) til að skera úr um það hvaða vörur Herbalife ætti að leyfa á íslandi. Og ég fór ekki einu sinni fram á að hún leyfði Original Green. Ekki af því að ég teldi ekki að þessi frábæra afurð ætti ekki eins mikið erindi til Islendinga ein- sog allar hinar. Ástæðan var allt önnur. Ég vissi að Orginal Green er umdeildasta e.t.v. eina umdeilda varan sem Herbalife framleiðir, einmitt vegna þess að hún inniheldur upprunalegt náttúrulegt efedrín (það var reynd- ar aður en ég vissi um efedrínást íslenskra lyíjayfirvalda) og vegna þess að ég taldi réttara að einblína á þær vörur sem leyfðar eru í Sví- þjóð þar sem eftirlit og rannsóknir með fæðubótaefnum eru víðtæk- astar og strangastar. En það var stærra mál sem hékk á spýtunni. Þegar ég bað Lyfjaeft- irlitið um þennan úrskurð var búið að selja Herbalife utan kerfisins í tíu ár á íslandi. Mín ósk um hraðan úrskurð var gerð til þess að unnt væri að selja þessar vörur innan kerfísins og síðan opna landið lög- formlega því einungis þannig er unnt að skikka Herbalife til þess að merkja vörumar á íslensku í sam- ræmi við óskir heilbrigðisyfírvalda. En þetta er bara byijunin. Aug- ljóst er að hvorki Þórarinn - né Guðrún í annálaðri fáfræði - gera sér grein fyrir því að einmitt þetta efni, efedrín, og þá ekki í sinni upprunalegu mynd, heldur í hreinu formi, er einmitt virka efnið í ja, hveiju haldið þið, hvorki meira né minna en hóstasaft sem seld er án lyfseðla til bama, tveggja ára og eldri! Paradrýl með efedríni er einmitt ein vinsæl hóstasaft á íslandi fyrir smábörn. Og hún inniheldur enga smáskammta af efedríni. í einum millílítra af saftinni em hvorki meira né minna en 2 millígrömm af þessu „banvæna vímuefni". Og mælt er með allt að einni teskeið eða 5 millílítrum þrisvar sinnum á dag. Það gera alls 30 millígrömm af hreinu efedríni á dag fyrir bam- ið rétt tveggja ára gamalt! Og ekki nóg með það. Utan á umbúðum stendur hvað? Eina við- vöranin er ekki fyrir börn og ekki fyrir ófrískar konur og ekki fyrir mjólkandi konur og ekki fyrir fólk með háan blóðþrýsting og ekki fyrir fólk með veikt hjarta eða fólk með alvarlega sjúkdóma. Nei, það stendur einungis að saftin sé vara- söm fyrir stjórnendur ökutækja! Hvað skal gjöra? Og nú er ekki annað fyrir Þórar- in að gera en að taka sér frí í vinn- unni í nokkra daga og skunda sem skjótast í lyfjaverslanir landsins og vara fólk við sölumönnunum sem samkvæmt hans eigin skil- greiningu eru miklu, miklu verri en dópsalarnir frá Herbalife. Eða ef hann vill beyta smáhugkvæmni væri fljótlegra að snúa sér beint til lyfjainnflytjenda og Lyfjaversl- unar ríksins og heimta lögbann og lögreglurannsókn á öllum innflutn- ingi og framleiðslu á hóstamixtúr- um. Já, það er stundum betra að staldra við áður en arkað er í fjöl- miðla. Og það er stundum betra fyrir ijölmiðla að hafa á sér and- vara og taka ekki við hvaða dellu sem dettur inn af götunni. Og það er betra fyrir starfsmenn virðu- legrar stofnunar á borð við heil- brigðisráðuneytið að láta a.m.k. einn hlutlausan mann lesa greinina yfir áður en hann rýkur sjálfur í fjölmiðla og hrósar rógberanum Jón Ottar Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.