Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
14 ára hrellir
meistarana
fyrir vel unnið verk og heimtar svo
lögreglurannsókn yfír fómarlömb-
um rógsins.
Nú skilja kannski einhveijir bet-
ur hvers vegna Herbalife er ekki
selt í verslunum heldur eingöngu
maður á mann. Það er til þess að
útiloka að þessar frábæru vörur
falli í rangar hendur og til þess
að þeir sem t.d. þurfa að bæta
heilsuna, t.d. að megra sig, nái
settu marki en verði ekki enn einn
kúrinn sem ekki gekk upp eins og
hinir á undan.
Ef einhver telur Guðrún, Elín
Hirst, Þórarinn og Einar eigi að
halda embættum sínum eftir þessi
ótnílegu axarsköft þætti mér gam-
an að heyra rökin fyrir því opinber-
lega. Eitt er að ásaka hóp manna
um að vera verri en dópsalar og
eitt er að ásaka virtasta heilsufyr-
irtæki heims um að selja svikna,
m.a.s. lífshættulega vöru, en það
er annað að blekkja almenning í
landinu í slíku alvömmáli sem hér
um ræðir og má einu gilda hvort
sú blekking var gerð vísvitandi eða
fyrir slysni. Mistök em mistök og
þegar þau em jafnsvimandi og hér
um ræðir er aðeins ein leið út. Svo
lengi sem þær þúsundir áhuga-
manna um Herbalife og bætta
heilsu um land allt muna þessi
mistök getur ekki öðru vísi farið
en svo að þetta fólk vinni þeim
fyrirtækjum og stofnunum sem
þau stýra meiri skaða en gagn.
Ég hyggst svo taka mér góðan
tíma til að leiðrétta restamar af
raglinu sem DV, Lyfjaeftirlit ríkis-
ins, heilbrigðisráðuneytið og yfír-
læknirinn á Vogi em búnir að
koma inn hjá þjóðinni. Það er af
of mörgu til taka til að það rúmist
allt í minna en fáeinum blaðagrein-
um (og sjálfsagt er ekki allt búið
enn). Og svo lengi sem Morgun-
blaðið heldur áfram að veita mér
pláss á sínum sífellt verðmætari
síðum held ég auðvitað ótrauður
áfram.
Góðu fréttimar em svo þær að
Lyfjaeftirlit ríkisins er loks búið
að leyfa fjórar af bestu gmnnvör-
um Herbalife til dreifíngar á ís-
landi. Það þýðir að nú fer að stytt-
ast í að Islendingar fari að sjá
Herbalife-brúsana og dósir með
íslenskum merkingum.
Já, og eitt að lokum. Þess má
geta að Danmörk er opin fyrir
sölu á Herbalife og hefur verið frá
október 1994. Fullyrðing DV um
hið gagnstæða er m.ö.o. á viðlíka
traustum granni og annað i um-
fjöllun blaðsins.
Með baráttukveðjum frá Los
Angeles, 26. október 1997.
Höfundur er dr. B.Sc. (hons.) M.Sc,
Ph.D., fyrrverandi forstöðumaður
matvælafræðináms við Háskóia
íslands.
SKÁK
tirand Hótel
Rcykjavík
Stefán Kristjánsson, 14 ára, og Bragi
Halldórsson, kennari í MR, byijuðu
glæsilega á Alþjóðamóti Hellis.
8.-22. október.
ÞAÐ ER óhætt að segja að II.
Alþjóðlega Hellismótið fari vel af
stað, en nú hafa þijár umferðir ver-
ið tefldar á mótinu. Óvænt úrslit,
ijörugar skákir og sér-
lega góð frammistaða
hins 14 ára gamla
Stefáns Kristjánssonar
hafa sett svip sinn á
mótið og glatt áhorf-
endur, sem hafa verið
mun fleiri en búist var
við fyrir mótið. Þrátt
fyrir ungan aldur er
Stefán ekki reynslu-
laus. Hann keppti á
Guðmundar Arason-
armótinu fyrir ári og
stóð sig mjög vel á
Politiken Cup í Kaup-
mannahöfn í sumar.
Eftir fyrstu þijár
umferðirnar eru íjóð-
veijinn Ludger Keitl-
inghaus og Svíinn
Jonny Hector efstir með 3 vinninga.
Jonny Hector vakti mikla athygli á
nýafstöðnu VISA bikarmóti (og
Norðurlandamóti) þar sem hann
barðist af fítonskrafti við Jóhann
Hjartarson um sigur á mótinu, þótt
Jóhann hefði betur á lokasprettinum.
Hin góða frammistaða Stefáns
Kristjánssonar hefur vakið mesta
athygli á mótinu, en einnig er vert
að benda á frábæran árangur MR
kennarans Braga Halldórssonar,
sem sigraði stigahæsta keppanda
mótsins, þýska stórmeistarann Jörg
Hickl, í fyrstu umferð og lagði svo
sænska tígrisdýrið, Tiger Hillarp-
Persson, í þriðju umferð.
í fjórðu umferð, sem tefld var í
gærkvöldi, mættust m.a.:
Jonny Hector - Ludger Keitlinghaus
Helgi Áss Grétarsson - Michael Bezold
Helgi Ólafsson - Heikki Westerinen
Jón Viktor Gunnarsson - Jörg Hickl
Erling Mortensen - Sebastian Schmidt-
Schaeffer
Bragi Haildórsson - Christian Wilhelmi
Jón Garðar Viðarsson - Thomas Engqvist
Stefán Kristjánsson - Hannes H. Stefáns-
son
Mótið er haldið í Hellisheimilinu,
Þönglabakka 1 í Mjódd. Teflt er
daglega og umferðir hefjast klukk-
an 17, nema síðasta umferðin sem
verður tefld á laugardaginn. Þá
hefst taflið klukkan 13. Áhorfendur
era velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
Sannfærandi sigrar
Það var ekki neinn heppnisstimp-
ill á sigmm Braga Halldórssonar og
Stefáns Kristjánssonar yfír sér miklu
stigahærri andstæðingum. Þýskur
andstæðingur Stefáns ætlaði líklega
að reyna að mgla hann í ríminu í
vel þekktu Najdorf afbrigði Sikileyj-
arvarnarinnar. Það fór ekki betur
en svo að pilturinn sýndi Þjóðveijan-
um eftirminnilega af hveiju leikjaröð
hans er ónákvæm:
Hvitt: Stefán Kristjánsson
Svart: Christian Wilhelmi
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 -
cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6
6. Bgð - e6 7. f4 - Be7 8. Df3 -
Rbd7 9. 0-0-0 - h6
Þessi leikjaröð er ónákvæm.
Svartur ætti að staðsetja drottning-
una snemma á c7, til að hindra hvít
í að koma biskup á c4.
10. Bxf6 - Bxf6 11. Bc4! - Dað
Nú sýnir Stefán af hveiju Najdorf
afbrigðið er svo vandmeðfarið. Hann
fómar manni til að komast í návígi
við svarta- kónginn. Hárrétt ákvörð-
un sem gerir Þjóðveijanum lífið leitt.
12. eð! - dxeð 13. Rxe6! - fxe6
14. Bxe6 - Rf8 15. Bb3! - Be6?
Hér fatast svarti vömin í erfíðri
stöðu. Auk þeirrar leiðar sem Stefán
velur var nú einnig sterkt að leika
16. Dxb7 - Hd8 17. Ba4+ - Bd7
18. b4! og svartur verður að fóma
drottningunni fyrir ónógar bætur.
16. Bxe6 - Rxe6 17. Dh5+ - Kf8
18. Hd7 - Rd8
Sjá stöðumynd 1
19. Hfl!
Vinningsleikurinn. Nú opnast enn
ein lína að svarta kóngnum, því
svarta peðið á e5 er leppur.
Stefán Bragi
Kristjánsson Halldórsson
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 39
II. Alþjóðlega Hellismótid 1997
Nr Nafn Titill Land Stig 1. 2. 3. Vinn.
1 Keitlinghaus, Ludger AM ÞÝS 2525 111 11 3
2 Hector, Jonny SM svl 2470 1 * 11b 1e 3
3 Helgi Ass Grétarsson SM ISL 2475 1a 1 %k 2%
4 Bezold, Michael IM ÞÝS 2490 1* %e 11e 2Vz
5 Westerinen, Heikki SM FIN 2410 1 ié 12i %3 2Vi
6 Stefán Kristjánsson ÍSL - 1 4b 114 o2 2
7 Mortensen, Erling IM DAN 2455 1i? 116 o1 2
8 Engqvist, Thomas IM SVÍ 2355 1 %4 tá" 2
9 Helgi Ólafsson SM (SL 2505 %16 1v %k 2
10 Bragi Halidórsson ISL 2270 113 0 7 124 2
11 Jón G. Viðarsson FM ÍSL 2380 1“ 0 1 2
12 Jón Viktor Gunnarsson ÍSL 2315 i25 o3 1K 2
13 Hickl, Joerg SM ÞÝS 2565 o1" 1i; 119 2
14 Wilhelmí, Christian IM ÞÝS 2405 1Ji 0 " 1* 2
15 Schmidt-Schaeffer, S. ÞÝS 2365 oé 1K 123 2
16 Hannes H. Stefánsson SM ÍSL 2545 %v 11b o4 1%
17 Sævar Bjamason IM ISL 2265 yj" o“ 126 1%
18 Bjöm Freyr Bjömsson ISL 2220 %* 01e 131 1%
19 Áskell Örn Kárason ISL 2305 1M o2 0 13 1
20 Einar Hjalti Jensson ÍSL 2225 0 1 ^ 30 o14 1
21 Jón Ámi Halldórsson fSL 2160 o" 1ib o41 1
22 Bjöm Freyr Bjömsson ISL 2105 1i4 ob o12 1
23 Kristján Eövarösson ÍSL 2210 o4 123 0 1S 1
24 Hillarp Persson, Tiger IM svl 2445 o22 1* 0 1" 1
25 Siguröur P. Steindórsson ISL - o12 021 144 1
26 Daviö Kjartansson ISL 2130 o2 %'h ov %
27 Jóhann H. Ragnarsson iSL 2115 o7 0 13 Vt 30 %
28 Fredericia, Lousie ÍSL - ob o24 V2
29 Ólafur Kiartansson ÍSL - o6 o23 %
30 Guöfríöur L. Grétarsdóttir ISL - 0 11 oib %v> %
31 Valgaró Ingibergsson ISL - 0 10 %26 0 16 %
32 Mayers, Dan E. BAN 2075 ou 0 16 o‘& 0
Stöðumynd 2
19. - Hc8 20. fxe5 - Hg8 21. Hd5
- Hc5 22. exf6 - Hxd5 23. Rxd5
- Dxa2 24. De5 og svartur gafst
upp.
Það er enginn aukvisi sem getur
leikið alþjóðlegan meistara með
2.405 stig svona grátt.
Bragi Halldórsson lenti í því erfiða
hlutverki í fyrstu umferð að þurfa
að mæta stigahæsta keppandanum
á mótinu með svörtu. Þjóðveijinn
Jörg Hickl er með 2.560 stig og ein-
mitt sérfræðingur í Réti byijuninni
sem verður uppi á teningnum. En
alveg þveröfugt við það sem búist ■*
var við, þá jafnaði Bragi taflið ör-
ugglega og hóf svo aðgerðir á
drottningarvæng þar sem hann hafði
peðameirihluta. Tilraunir Hickl til
að þyrla ryki í augu Braga gerðu
illt verra og hann var yfírspilaður
eftir kúnstarinnar reglum:
Hvítt: Jörg Hickl
Svart: Bragi Halldórsson
Réti byijun
I. g3 - d5 2. Rf3 - c6 3. Bg2 -
Bf5 4. b3 - Rd7 5. Bb2 - Dc7 6.
c4 - e6 7. d3 - h6 8. Rbd2 - ^
Rgf6 9. 0-0 - Be7 10. cxd5 - exd5
II. e4 - dxe4 12. dxe4 - Bg4 13.
e5 - Rd5 14. h3 - Bh5 15. Hcl -
0-0 16. Rc4 - Hfd8 17. De2 - Rf8
18. Hfdl - Re6 19. a3 - a5 20.
h4 - b5 21. Rcd2 - Db6 22. Re4
- Ha7 23. Dc2 - c5 24. Rd6 -
Bxd6 25. Hxd5 - Be7 26. Dd3 -
Hxd5 27. Dxd5
Sjá stöðumynd 2
27. - a4! 28. Rh2 - axb3 29. Dxb3
- Da5 30. Bc6 - Be2 31. Rfl -
Da6 32. Bd5 - c4 33. De3 - Bd3
34. Bxe6 - fxe6 35. Rd2 - Bxa3
36. Hal - b4 37. Dc5 - Ha8 38.
Bcl - Da5 39. Dd6 - Dd5 40.
Bxa3 - bxa3 41. Hxa3 - Hxa3 42.
Dxa3 - Dxe5 43. Dcl - c3 44. *
Rb3 - Bc4 45. Ddl - Bd5 46. Rc5
- c2! og Hickl gafst upp.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
Ragnheiður og Soffía
Islandsmeistarar
BRIPS
Bridshöllin
Þönglabakka
ÍSLANDSMÓT KVENNA
1997
25.-26. október. Nítján pör.
Aðgangur ókeypis.
RAGNHEIÐUR Tómasdóttir og
Soffía Daníelsdóttir urðu íslands-
meistarar kvenna 1997 en mótið fór
fram um helgina. Þær stöllur vom
meðal efstu para allt mótið en lædd-
ust í efsta sætið í síðustu umferð-
inni. Sigur þeirra var samt nokkuð
sannfærandi en þær hlutu 110 stig
yfír meðalskor.
Fyrir síðustu umferðina höfðu
Guðrún Jóhannesdóttir og Bryndís
Þorsteinsdóttir forystu með 97 í
plús og áttu 7 stig á Ragnheiði og
Soffíu. Ragnheiður og Soffía fengu
mjög góða skor í síðustu umferð-
inni og tryggðu sér titilinn. Una
Árnadóttir og Jóhanna Siguijóns-
dóttir skoraðu einnig grimmt í síð-
ustu umferðinni og náðu öðru sæt-
inu. Þátttakan í mótinu var afar
léleg eða 19 pör og vom spiluð 6
spil á milli para.
Lokastaða efstu para:
Rapheiður Tómasd. - Soffia Daníelsd. 110
Una Ámad. - Jóhanna Siguijónsd. 97
Bryndís Þorsteinsd. - Guðrún K. Jóhannesd.94
Gunnlaug Einarsd. - Stefanía Skarphéðinsd.
80
Esther Jakobsd. - Valgerður Kristjónsd. 77
Sigriður Möller - Freyja Sveinsd. 62
Ragnheiður Nielsen - Halldóra Magnúsd. 61
Annaívarsd.-GuðrúnÓskarsd. 57
Jakob Kristinsson stjómaði mót-
inu og sá um útreikninga en Ragn-
ar Magnússon afhenti verðlaun í
mótslok.
Bridsfélag Reyðarfjarðar og
Eskifjarðar
ÞRIÐJA umferðin í aðaltvímenn-
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
VERÐLAUNAHAFAR í íslandsmóti kvenna 1997. Talið frá vinstri: Jóhanna Siguijónsdóttir, Una Árnadótt-
ir, Soffía Daníelsdóttir, Ragnheiður Tómasdóttir, Guðrún K. Jóhannesdóttir og Bryndís Þorsteinsdóttir.
ingi BRE var spiluð þriðjudags-
kvöldið 21. október og urðu úrslit
á þessa leið:
RagnaHreinsdóttir-SvalaVignisdóttir 36
AuðbergurJónsson-HafsteinnLarsen 18
Ami Guðmundsson — ísak Ólafsson 18
Ásgeir Metúsalemss. - Kristj. Kristjánss. 18
Þar sem 14 pör hófu keppni hafa
úrslit síðan verið uppfærð í 14 para
riðil. Staðan að loknum þremur um-
ferðum er þessi:
Ásgeir Metúsalemss. - Kristj. Kristjánss. 72,5
Ragna Hreinsdóttir - Svala Vignisdóttir 45
Ámi Guðmundsson - ísak Ólafsson 29
AuðbergurJónsson-HafsteinnLarsen 21