Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTINN AXELSSON, Áshömrum 30, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu sunnudaginn 26. október. Þóranna Guðmundsdóttir, Daníel Jónsson, Valdimar Guðmundsson, Guðrún Eyland, Axel Guðmundsson, Hafsteinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + -/5% Elskuleg eiginkona mín, INGIBJÖRG HELGADÓTTIR, i f Fornhaga 11, pi fW>" w . t Reykjavík, 'W* f lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi laugar- dagsins 25. október. ^ Jl Jóhann Sæmundsson. t Elskulegur bróðir okkar, ÓLAFUR SIGURÐSSON, Álfaskeið 64, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, á morgun, miðvikudaginn 29. október kl. 13.30. Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður T. Sigurðsson. + Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FREYJA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Ásgarði, Húsavík, lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga sunnudaginn 26. október. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 31. október kl. 13.30. Páil Vigfússon, Gísli Vigfússon, Helgi Vigfússon, Elísabet Vigfúsdóttir, Hjálmar Vigfússon, Sigurður Vigfússon, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Leifur Jósefsson, Hildur Kristjánsdóttir, Dögg Hringsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín og tengdamóðir, ÞORGERÐUR HAUKSDÓTTIR kennari, Hólabraut 20, Akureyri, verður jarðsett frá Akureyrarkirkju föstudaginn 31. október kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Guðmundar Óla Haukssonar, reikningur nr. 322-13-877054 í Búnaðarbanka (slands. Haukur Ingibergsson, Birna Bjarnadóttir, börn og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR, Þingvallastræti 33, Akureyri, sem lést föstudaginn 24. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 30. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Álfhildur Vilhjálmsdóttir, Jón Trausti Björnsson, Friðgeir Vilhjálmsson, íris Svavarsdóttir, Sigrfður Vilhjálmsdóttir, Ingvar Þóroddsson, baranbörn og barnabarnabarn. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR + Sigríður Jóns- dóttir fæddist á Stóra-Seli í Vestur- bænum 9. febrúar 1916. Hún lést á heimili dóttur sinnar I Sevilla 23. september siðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sveinsdóttir og Jón Guðmundsson. Systkini hennar Anna Maack og Sveinn eru á lífi, en Guðmundur, Magn- ús og Ester eru látin. Eiginmaður Sigríðar var Viggó Haraldur Valberg Jóns- son, f. 30. júní 1917, d. 1. mars 1977. Börn þeirra: Viggó Orn, f. 31.1. 1940, d. 28. ágúst 1972, Jón Viðar, f. 9.11. 1942, og Ásdís, f. 17.7. 1944, gift Manuel Coronil, ræðismanni Islands í Sevilla. Barnabörnin eru 6 og barnabarnabörnin 7. Útför Sigríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sigríður var gift móðurbróður mínum Viggó Jónssyni, sem lengi var kenndur við Isafoldarprent- smiðju og síðar sælgætisgerðina Freyju. Viggó var nokkrum árum eldri en ég, en við vorum mjög sam- rýndir, og með svipuð áhugamál á ýmsum sviðum. Þegar Viggó lauk námi í Verzlun- arskólanum (með mjög góðri eink- unn), þurfti hann að leita sér vinnu. Hana fékk hann við afgreiðslustörf í Tóbaksverzluninni London, en í þá verzlun rákust inn alls konar mannvitsbrekkur og einnig útlend- ingar, aðallega á sumrin. Á þann hátt varð verzlunin eins konar fé- lagsmálastofnun, þar sem menn komu til skrafs og ráðagerða. Viggó, sem var músíkmaður góð- ur, átti afar auðvelt með að læra mál, og bætti þá við verzlunarskóla- lærdóminn frönsku, og áratugum síðar spönsku, hvorutveggja málin með fullkomnum árangri. Á London-árunum kynntist hann Sigríði Jónsdóttur, en það var svo sem ekki litið sérlega hýru auga af fjölskyldunni. Sigga var nefni- lega tveim árum eldri en Viggó, og slíkt þótti á þeim árum hin afleit- asta latína. Sigga aftur á móti sýndi strax, hvern ágætismann hún hafði að geyma. Man ég að hún var sí- vinnandi, og t.d. þegar komu á markaðinn sokkavið- gerðarvélar fyrir silki- sokka, kom hún sér upp viðgerðaraðstöðu fyrir slíka sokka, og hamaðist á kvöldin við sokkaviðgerðir til að fröken Reykjavík þyrfti ekki að sýna lykkjufall á sokkunum sínum eins vesælar flugfreyjur dagsins í dag. Eftir það var vegur þeirra einn og sameig- inlegur, þannig að Viggó og Sigga gerðu allt sameiginlega. Viggó var svo lánsamur, að Ólaf- ur Johnsen hinn eldri (OJ&K) gaf því auga, að þessi ungi strákur, sem starfaði í London, hann nennti að leggja það á sig að þvo verzlunar- gólfið eftir vinnu til að vinna sér inn aukapeninga. Svona maður var í hans augum mikils virði sem starfsmaður, og var honum veittur mikill trúnaður með því að ráða hann sem gjaldkera ísafoldarprent- smiðju, en því starfi gegndi hann áratugum saman. Viggó var frískur vel, forfallinn bíladellumaður og reyndar laxveiði- maður líka. Bíladellubakteríuna fékk ég hjá honum í stórum skammti, en þegar hann lét mig veiða vesalings lax í Kjósinni, full- yrði ég, að ekki leið mér betur en laxkvikindinu, og hef aldrei veitt lax síðan. Mér finnst sök sér að drepa dýr sér til viðurværis, en herfilegt að geta haft gaman af að kvelja skepnuna. Þau Sigga efnuðust einnig vel og heimilið var glæsilegt og smekk- legt og gestum vel veitt og þónokk- uð spilað á flygil (auðvitað Steinway) eða önnur hljóðfæri á heimilinu. Músíkáhuginn virðist hafa verið arfgengur, því að Guðjón bryti (Jónsson) var landsþekktur fyrir hljómlistaráhuga, en Guðjón var móðurbróðir Viggós, mikill öðl- ingur og vandaður maður, en synir hans voru þekktir hljómlistarmenn. í öllum þessum rekstri stóð Sig- ríður sem veggur að baki Viggós, og fór með honum í flestar laxveiði- ferðir, og einnig til útlanda, þar sem stærsta ferðin var í bíl yfir þver Bandaríkin, sem reyndar var heldur lengri vegalengd en 4.000 km, en slík vegalengd var í Heljarslóðarorr- ustu skilgreind sem óravegur. Á sinni lífsleið eignuðust þau þrjú böm: Elsta barnið var Viggó Órn, flugmaður, kvæntur Kristínu + Ástkær frænka okkar, ÞÓRDfS DANÍELSDÓTTIR, Hrannarstíg 3, verður jarðsungin í.dag, þriðjudaginn 28. októ- ber, í Fossvogskapellu kl. 10.30, Gunnar Richter og aðrir aðstandendur. + Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN G. SIGURMUNDSSON framkvæmdastjóri, Kvisthaga 27, Reykajvík, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 29. október kl. 13.30. Smári Kristjánsson, Snæbjörn Kristjánsson, Hulda Kristinsdóttir, Erna S. Smáradóttir, Ragnheiður S. Smáradóttir, Silja S. Smáradóttir, Guðný Snæbjörnsdóttir, Kristján Snæbjörnsson og barnabarnabörn. Helgadóttur, og áttu þau 3 börn. Þau skildu, en Skúli Möller kvænt- ist síðar Kristínu og gekk Skúli börnunum í föðurstað og gerði það svo vel, að ekki varð á betra kosið. Skúli er sonarsonur Jakobs Möllers, fyrmm ráðherra, sem var vandaður maður, svo að hann á ekki langt að sækja heilindin. Viggó Örn fórst í flugslysi í Suður-Ameríku. Yngri sonurinn er Jón Viðar, ókvæntur og barnlaus. Hann býr í Ameríku. Yngsta barnið er Ásdís, sólargeislinn í ættinni. Hún er gjft Manuel de Coronil, ræðismanni ís- lands í Sevilla á Spáni, og eiga þau 3 börn. Eins og alltaf eru barnabörnin miklu skemmtilegri en foreldrar þeirra. Svo var einnig hjá Siggu, en þó var hún mest hjá dóttur sinni eftir lát Viggós, sem lézt rétt undir sextugu. Þegar gerð er upp ævi Siggu og Viggós, er niðurstaða sú, að þau skilja eftir sig góðan arf, sem eru börn og heldur betur bamabörnin. Þetta fólk er reglusamt, duglegt og vel hæft á smu sviði hvert og eitt. Jafnvel þótt Ásdís hafi gifst af landi burt, hefur hún komið sér upp góðri ætt á Spáni, á þar fyrirmyndarfjöl- skyldu, sem stendur mjög framar- lega í þjóðfélagsstiganum, og vinna þau öll íslandi þar allt það gagn, sem þau geta (hann sem konsúll), og getan er ekki lítil. Hjá Ásdísi var hún, þegar hún lézt eftir meira en 10 ára baráttu við krabbamein, og sýndi alveg ótrú- legt þrek í þeirri baráttu. Þrekið var líka ekki lítið hjá Ásdísi og hennar fólki að hafa bráðveikan sjúkling á heimilinu til hins síðasta. Þegar Sigga og Viggó ferðuðust um landið, þótti þeim réttilega við hæfi, að framundan væri stjarna ofan á vatnskassanum á bílnum þeirra. Á vegferð þeirri, sem Sigga og Viggó nú ferðast, er framundan heillastjarna, sem sett er saman úr góðum hugsunum allra eftirlifandi vina þeirra, og er sá farkostur hið bezta farartæki á þeim leiðum, þótt ekki hafi hann vatnskassa eða stjömu á vélarhlífinni. Sveinn Torfi Sveinsson. Fyrir 31 ári kom ég í fyrsta skipti til þessa fagra lands til að kynnast og biðja um hönd tilvonandi eigin- konu minnar hjá foreldrum hennar, Sigríði Jónsdóttur og Viggó H.V. Jónssyni. Koma mín til þessa fjarlæga lands var ný upplifun fyrir mig, og allar áhyggjur mínar og efasemdir hurfu fljótlega, þegar ég hafði rætt við Sigríði og Viggó. Þau tóku vel á móti mér, tóku mér með ein- stakri hlýju, sem þau sýndu mér alls ókunnugum. Álla tíma síðan hefur þetta ástand og hlýja verið óbreytt, af hendi þeirra, sem mér fannst helzt geta minnt á sam- skipti við góða fósturforeldra. Eg er ekki öruggur um að geta í fáum orðum lýst manngildi Siggu, en ég verð að lýsa því fyrir vinum hennar á Islandi, hve hún var mik- ils metin á Spáni, heimalandi mínu. Fjölskylda mín naut þeirra for- réttinda, að Sigríður dvaldist hjá okkur á Spáni landdvölurn, sérstak- lega eftir fráfall Viggós. Þær dval- arstundir voru eins og gleðistundir úr hinu fjarlæga norðri, en auk þess var hún hinn bezti fulltrúi ís- lands, vegna fágaðrar og vandaðrar framkomu. Hún bjó einnig yfir út- geislun og hæfileikum til að kynn- ast fólki fljótt, enda talaði hún spönsku sem innfædd. I veikindum sínum komu beztu eiginleikar hennar í ljós. í 10 ára löngu sjúkrastríði kvartaði hún aldrei, og ævinlega reyndi hún að gera gott úr öllu, sem lýsti hinum íslenzka dugnaði hennar vel. Meðal vina á Spáni var missir hennar áfall, og senda þeir beztu samúðarkveðjur við útför hennar hér á íslandi, en hér vildi hún hafa sinn hinzta hvílustað við hlið manns síns og sonar. Ég þakka henni alla viðkynningu og það, sem hún hefur gefíð mér á lífsleiðinni. Manuel Coronil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.