Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 46
— 46 ÞRIÐ.IUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSINGAR ji ý cug spennand.i., t æ k.i f æ. r E I S Hugbúnaðarfólk Vegna aukinna umsvifa opnast enn ný og spennandi tækifæri hjá EJS. Um er að ræða störf á sviði nýjustu upplýsingatækni hjá framsæknu fyrirtæki. ppnnnii---------------------------------------------------------------------------- MSF lausnir (Microsoft Solution Framework) er deild innan hugbúnaðarsviðs EJS. Hún veitir þjónustu í formi ráðgjafar, hönnunar og hugbúnaðarsmíði, sem felst í því að nyta grunnhugbúnaðinn frá Microsoft (Office og BackOffice) til uppbyggingar upplýsingakerfa viðskiptavina. Sérfræðingar - hugbúnaðargerð - MSF lausnir: EJS leitar að hugbúnaðarfólki til þróunar á lausnum fyrir Microsoft Windows NT og BackOffice. Leitað er að áhugasömum einstaklingum sem eiga auðvelt með hópvinnu og hafa brennandi áhuga á nýjustu hugbúnaðartækni, s.s. ActiveX, Java, COM/DCOM og Active Server Pages. Unnið er í Visual Basic, Visual C++, J++, SQL Server, Exchange og Internet Information Server. Sérfræðingar - Netarkitektúr - MSF lausnir: Leitað er að hugbúnaðarfólki til hönnunar, úttektar og ráðgjafar í nettækni. Leitað er að áhugasömum einstaklingum sem eiga auðvelt með hópvinnu og hafa brennandi áhuga á nýjustu tækni í Microsoft Windows NT og BackOffice. Sérfræðingar MSF lausna sækja Microsoft námskeið og gangast undir próf sem veita réttindin “Microsoft Certified Professional'' (MCP). Upplýsingar um störf þessi veitir Ásgrímur Skarphéðinsson, deilchrstjóri MSF lausna (asgrimur@ejs.is). Umsóknir berist EJS fyrir 8. nóvember merktar „Starfsumsókn - MSF lausnir." MMDS - Hugbúnaðarsvið EJS fæst við eitt viðamesta verkefni sem felenskt hugbúnaðarhús hefur tekið að sér. Um er að ræða vörustjórnunarkerfið MMDS (Merchandise Management Database System) fyrir verslanakeðjur í eigu stórfyrirtækisins Dairy Farm International. Nú standa yfir stór verkefni í Ástralíu en einnig er unnið fyrir fyrirtæki í Hong Kong, Singapú r og fleiri löndum. MMDS er þróað með Oracle biðlara-miðlara tækni í Windows NT og Unix umhverfi. Sérfræðingur - Hugbúnaðargerð - MMDS: Leitað er að áhugasömum og vel menntuðum einstaklingum til hugbúnaðargerðar fyrir notendur MMDS. Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á Oracle og Unix. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með hópvinnu og hafa vilja til þess að tileinka sér fagleg vinnubrögð. Upplýsingar um starfið veitir Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs (pall@ejs.is). Umsóknir berist EJS fyrir 8. nóvember merktar „Starfsumsókn MMDS." EJS er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni. Þjó nusta EJS nær til flestra hliða nútíma upplýsinga- og samskiptatækni, allt frá sölu og þjónustu á heimsþekktum vél- og hugbúnaði, til nýsmíða og þróunar á hugbúnaði og lausnum fyrir atvinnulífið, hér á landi sem erlendis. EJS leggur metnað sinn í að bjóða starfsöryggi, jafnrétti, sanngjör n laun og jákvætt, gefandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á fræðslu og þjálfun starfsfólks, sjálfstæði og hópvinnu. f. , \ • ; /S& v Sími 563 3000 • Fax 568 8413 http://www.ejs.is f!| EINAR J. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, sími 563 3000 A KÓPAVOGSBÆR Málefni fatlaðra Liðveisla ^ Auglýst er eftir starfsmanni til liðveislu fyrir rúmlega tvítugan mann, mikið líkamlega fatiaðan. Liðveitanda er ætlað að veita þeim fatlaða persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félags- lega einangrun og auka félagslega hæfni. Leitað er að starfsmanni, 20 ára eða eldri meö reynslu og fagþekkingu á þessu sviði. Liðveislan fer fram seinni part dags, á kvöldin og um helgar. ->■ Allar nánari upplýsingar veitir Helga Þor- leifsdóttir í síma 554 5700 kl. 13.00 -14.00. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu Félagsmálastofnunar Kópavogs, Fannborg 4. Atvinnuráðgjöf Vesturlands Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi leita eftirstarfsmanni við Atvinnuráðgjöf Vest- urlands. Starfsmaðurinn skal hafa háskólapróf eða reynslu á sviði ferðamála. Höfuðstöðvar Atvinnuráðgjafar Vesturlands eru í Borgarnesi, með starfsstöðvar á öðrum stöðum í kjördæm- inu. Viðkomandi mun hafa Snæfellsnes sem kjarnasvæði en sinna öllu kjördæminu í verk- efnum á sviði ferðamála. Aðalstarfsstöð At- vinnuráðgjafar Vesturlands á Snæfellsnesi er í Grundarfirði. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Ingvi Stef- ánsson í síma 437 1318 og skulu umsóknir ber- asttil skrifstofa SSV, Bjarnarbraut 8,310 Borg- arnesi, fyrir 15. nóvember nk. Atvinnuráögjöf Vesturlands er rekin af Samtökum sveitarfólaga í Vesturlandskjördæmi með stuðningi Byggðastofnunar, starfar að uppbyggingu atvinnulífs í kjördæminu, veitir einstaklingum, fyrirtækj- um og sveitarstjórnum ráðgjöf á sviði atvinnumála. Höfuðstöðvar Atvinnuráðgjafar Vesturlands eru í Borgarnesi og mun viðkomandi starfa á öllu Vesturlandi. Hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands starfa 3 einstaklingar. Hver ráðgjafi hefur sitt kjarnasvæði og sitt fagsvið. Starfinu fylgja mikil ferðalög um kjördæmið. Starfið er krefjandi og þarf viðkomandi einstaklingur að geta unnið sjálfstætt og hafa frumkvæði. NÁMSGAGNASTOFNUN Innkaupafulltrúi Námsgagnastofnun óskarað ráða innkaupa- fulltrúa í söludeild. Starfið felst í tollafgreiðslu, verðútreikningum ásamt bréfaskriftum við innlenda og erlenda aðila. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra reynslu af sambærilegum störfum. Jafnframt þurfa umsækjendur að vera vanir tölvuvinnslu, vinnu við viðskiptakerfi og kunna skil á ritvinnslu (Word) og vinnslu í töflureikn- um (Excel). Umsækjendur þurfa að vera reglusamir, snyrti- legir og þægilegir í framkomu ásamt því að vera þjónustuliprir. Námsgagnastofnun er reyklaus vinnustaður og býður upp á góða vinnuaðstöðu. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum, sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, pósthólf 5020,125 Reykjavík, fyrir 5. nóvember n.k. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eiríkur Grímsson, skrifstofustjóri. Heilsugæslustöðin Sólvangi Hafnarfirði Afleysingalæknir Staða afleysingalæknis við Heilsugæslu- stöðina Sólvangi í Hafnarfirði er laus til umsóknar í 6 mánuði frá og með 1. janúar 1998 (möguleiki á framlengingu í 6 mánuði til viðbótar). Staðan er fyrst og fremst hugsuð fyrir lækna sem huga á sérnám í heimilis- lækningum. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember n.k. Umsóknargögn sendist til yfirlæknis Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangi, 220 Hafnarfirði, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Fiæðslumiðstöð Reykjavíkur Engjaskóli Starfsmaður óskast í íþróttahús Engjaskóla til að annast eftirlit, baðvörslu og ræstingu á sal frá 1. nóvember nk. Vinnutími kl. 17:00— 24:00 mánudaga-fimmtudaga og kl. 17:00— 19:00 föstudaga. Upplýsingargefa skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í síma 510 1300. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is Alþjóðlegt snyrtivörufyrirtæki óskar eftir jákvæðum aðilum með glæsilega og örugga framkomu til samstarfs á íslandi. Tungumálakunnátta æskileg. Ferðalög og miklir möguleikar í boði. Umsækjendur hafi samband í síma 887 5565 frá og með 26. október. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Sölumaður Þýskt-íslenskt fyrirtæki, með vörurtil húsbygg- inga og heimilis, óskar eftir hugmyndaríkum sölumanni. Miklir tekjumöguleikar fyrir réttan mann. Áhugasamir leggi inn tilboð á afgreiðslu Mbl., merkt: „S - 2656", fyrir kl. 17.00 þ. 29. okt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.