Morgunblaðið - 28.10.1997, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/GSH
TERJE Aa (með yfirskeggið) og Glen Grötheim eru komnir í
undanúrslit í keppninni um Bermúdaskálina ásamt félögum sínum
í norska landsliðinu.
Heimsmeistaramótið í brids
Evrópa og Ameríka
keppa um titilinn
BRIPS
Hammamet, Túnis
BERMÚDASKÁLIN
Heimsmeistarakeppnin í brids er
haldin í Túnis dagana 18. október
til 1. nóvember.
EFTIR geysispennandi fjórðungs-
úrslit heimsmeistaramótsins í brids,
sem lauk í gær í Túnis, liggur fyrir
að lið frá Evrópu og Ameríku munu
keppa til úrslita um Bermúdaskál-
ina.
í undanúrslitum keppa annars
vegar Norðmenn og Frakkar, og
hins vegar Bandaríkin 1 og 2. I
undanúrslitum í kvennaflokki, þar
sem keppt er um Feneyjabikarinn,
spila Bandaríkin 1 og 2 annars veg-
ar og Frakkar og Kínveijar hins
vegar. Undanúrslitin hefjast i dag
og lýkur á morgun.
Varnirnar hrundu
Undankeppni mótsins lauk á
laugardag og í opna flokknum varð
A-sveit Bandaríkjanna, með Zia
Mahmood í broddi fylkingar, efst
og fékk rétt til að velja sér mót-
heija í fjórðungsúrslitum. Þeir völdu
Kínveija, sem reyndust erfiðir and-
stæðingar, höfðu frumkvæðið lengi
vel í leiknum og áttu 29 impa for-
ustu eftir 64 spil af 96. En varnim-
ar hrundu í síðustu lotunum tveim-
ur, sem spilaðar vora í gær og loka-
staðan varð 241-191 fyrir Banda-
ríkin.
Evrópumeistarar ítala og Norð-
menn áttust við í einum fjórðungs-
úrslitaleiknum. Norska liðið hefur
átt við magakveisu að stríða í Tún-
is og var langt frá sínu besta á
sunnudag þegar fyrstu fjórar lot-
urnar í leiknum voru spilaðar. En
í næstsíðustu lotunni í gærmorgun
vöknuðu Norðmennirnir til lífsins
og komust yfír í leiknum og héldu
svo fengnum hlut í síðustu lotunni.
Lokastaðan varð 229-217.
Leikur Ólympíumeistara Frakka
og Pólveija var allan tímann jafn
og spennandi þótt Frakkar hefðu
yfirhöndina frá byijun og þeir unnu
220-198.
Síðasti leikurinn var milli heims-
meistaranna, B-sveitar Bandaríkj-
anna, og Tæwan. Úrslitin virtust
vera ráðin á sunnudagskvöld því
þá höfðu Bandaríkjamennirnir náð
60 impa forustu en í næstsíðustu
lotunni í gærmorgun náðu Tæw-
anbúarnir 40 impum til baka. Loka-
lotuna unnu Bandaríkjamennimir
og niðurstaðan varð 213-179.
Frakkar í formi
ustuna í upphafi og virtist vera með
unninn leik þegar spilamennska
hófst í gær. Bandaríska sveitin hef-
ur átt í nokkrum erfiðleikum vegna
veikinda Lynn Deas, sem er haldin
hrömunarsjúkdómi og er bundin í
hjólastól. Deas þurfti að leggjast inn
á sjúkrahús í upphafi keppninnar
en náði sér og spilaði í síðari hluta
undankeppninnar og í fjórðungsúr-
slitunum. Og bandaríska liðið lagði
allt undir í gær, skoraði þá 84 impa
gegn 32 og vann leikinn 164-162.
Bresku Evrópumeistararnir í
kvennaflokki töpuðu svo fyrir Kín-
veijum, 231-157. Þær bresku voru
undir allan tímann og töpuðu m.a.
einni 16 spila lotu 0-75.
Danir sátu eftir
Danir komust ekki í úrslita-
keppnina í opna flokknum, urðu í
10. sæti í undankeppninni. Þeir
mættu Norðmönnum á föstudags-
kvöld og þurftu að vinna góðan sig-
ur til að eiga möguleika. Þetta spil
var æsispennandi:
Austur gefur, allir á hættu
Norður
♦ -
▼ KG732
♦ D1054
+ KG43
Vestur
♦ ÁKG9632
▼ 106
♦ 983
♦ 10
Suður
Austur
♦ 108
▼ D984
♦ ÁG762
♦ D2
D754
Á5
’ K
’ Á98765
Við annað borðið sátu Lars Blak-
set og Sören Christiansen NS og
Tor Helness og Geir Heígemo AV:
Vestur Norður Austur Suður
TH LB GH SC
pass 1 lauf
3 spaðar dobl pass 3 grönd//
Helness fann besta útspilið, tígul-
þristinn. Christiansen bað um tíuna
í borði og Helgemo sofnaði augna-
blik: lét tígulgosann svo Christian-
sen fékk á kónginn og átti svo 8
næstu slagi.
Þetta virtist gott spil hjá Dönum
því vömin gat hirt fyrstu átta slag-
ina, en við hitt borðið gerðu Norð-
mennirnir betur. Þar sátu Glen
Grötheim og Teije Aa NS og Mort-
en Andersen og Lauge Schaffer AV:
Vestur Norður Austur Suður
LS GG MA TA
pass 2 lauf
3 spaðar 4 spaðar pass 4 grönd
pass 5 grönd pass 6 lauf//
í kvennaflokki virðast Frakkar í
góðu formi. Þeir unnu undankeppn-
ina, völdu sér Holland sem andstæð-
ing og unnu þann leik örugglega,
253-133.
A-sveit Bandaríkjanna spilaði við
Italíu og leikurinn var jafn allan
tímann. Þær bandarísku voru þó
sterkari á endasprettinum og unnu
214-190.
í leik B-sveitar Bandaríkjanna
við Kanada tók kanadíska liðið for-
Grötheim sló hvergi af, eftir að
Aa opnaði á eðlilegum tveimur lauf-
um, og Norðmennirnir sigldu í
slemmu þrátt fyrir fáa punkta.
Schaffer spilaði út spaðaás og Aa
trompaði og spilaði litlum tígli úr
borði. Andersen lét lítið af einhveij-
um ástæðum, og þegar tígulkóng-
urinn hélt voru 12 slagir auðveldir.
13 impar til Norðmanna sem unnu
leikinn 22-8.
Guðm. Sv. Hermannsson
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Fyrirspurn
„FYRIRSPURN til Gunn-
ars Þorsteir.ssonar í Kross-
inum. Gunnar var gestur
í þættinum Á elleftu
stundu í Sjónvarpinu 21.
okt. Nú langar mig að
spyija hann, hvað hann
meini með því að sjálfsagt
sé að grípa til vopna ef á
þarf að halda. Á hann ekki
við í stríði? Hvað með boð-
orðið þú skalt ekki mann
deyða? Vill hann segja mér
og öðrum til hvers byssur
eru notaðar í stríði? Ekki
er Gunnar Þorsteinsson
trúverðugur guðsmaður,
þó mælskur sé.“
Hallfríður
Georgsdóttir,
Markholti 24, Mosf.
Skósöfnun í
fullum gangi
SVAR við fyrirspurn í Vel-
vakanda 24. október:
„Því miður hefur röð
mistaka átt sér stað þegar
umrædd kona hefur ætlað
sér að gefa skó í skósöfn-
unina „Látum skóna
ganga aftur“. í fyrsta Iagi
þá veit ég ekki af hveiju
starfsmaður í Skóverslun
Steinars Waage hf. hefur
svarað því til að við tækj-
um ekki við skóm, þar sem
við fyilum á hveijum degi
nokkra svarta sorptunnu-
poka með skóm sem fólk
kemur með til okkar.
Hugsanlega hefur hún tal-
að við íhlaupastarfsmann
í versluninni, sem ekki hef-
ur verið með málin á
hreinu, eða það hefur orðið
misskilningur í samtalinu,
þar sem við reynum að
benda öllum, sem hringja
í okkar, á að við tökum
við skóm og sömuieiðis
allar gámastöðvar Sorpu.
Hver sem ástæðan er þá
mun ég ítreka þetta við
alla starfsmenn verslunar-
innar til að fyrirbyggja að
svona mistök endurtaki
sig. Vegna hlutar Sorpu í
þessum málum, þá hefur
ekki orðið nein breyting
á, fólk getur komið á allar
gámastöðvar Sorpu með
notaða skó. Einhver mis-
skilningur eða kunnáttu-
leysi hefur eflaust átt sér
stað. Forsvarsamenn
Sorpu munu einnig ítreka
þetta við sína starfsmenn.
Eg vona að svona mis-
skilningur sé hrein undan-
tekning, því það er ekki
gott til þess að vita að
verðmæti fyrir bágstadda
lendi fyrir misskilning í
förgun.
F.h. Steinars Waage hf.
Snorri Waage.
Brostu á móti
heiminum
„ÉG ER rúmlega þrítug
og hef gaman af því að
fara á ball eins og; margir
á mínum aldri. Eg varð
fyrir leiðinlegri reynslu
þegar ég fór síðast og
fínnst ég verða að fá tæki-
færi til að tjá mig um það.
Ég hef alltaf haldið að
þegar fólk fer út að
skemmta sér þá sé það í
flestum tilfellum í góðum
gír, komið til að skemmta
sér og hafa gaman af lífinu
en því miður virtist fólk
vera þama í öðrum til-
gangi.
Ég horfði á sumt fólk
ryðjast áfram og senda
þeim sem fyrir voru þvílíkt
augnaráð að það hefði
þess vegna getað drepið,
virðingarleysið var al-
gjört. Málið er að mér
finnst fólk vanta hlýju,
umburðarlyndi og vænt-
umþykju sem er öðru
nafni kallað kærleikur.
Hvað er að gerast, er öll-
um sama um náungann,
hvar er samkenndin?
Bara eitt bros á dag til
annarra getur stundum
bjargað deginum hjá þeim.
Þvi ekki að senda fólki í
kringum okkur fallegt
bros? í von um bros á allra
vörum vil ég enda á setn-
ingu sem ég held mikið
uppá: Brostu á móti heim-
inum og heimurinn brosir
á móti þér.“
Sigríður
Sigurðardóttir.
SKAK
Umsjðn Margelr
Pétursson
STAÐAN kom upp á al-
þjóðlega Hellismótinu sem
nú stendur yfir í Hellis-
heimilinu, Þönglabakka 1 í
Mjódd. Hannes Hlífar
Stefánsson (2.545) hafði
hvítt og átti leik, en Björn
Freyr Björnsson (2.220)
var með svart.
19. Bxg6 -
hxg6 20. Dxg6+
- Kh8 21. Bg5!
- Bxg5 22.
Hxe6 - Rd8 23.
He5 - Rf7 24.
Hxg5! - Rxg5
25. Dxg5 (Eftir
sviptingamar er
hvítur kominn
með afar sigur-
vænlega stöðu.
Hann hefur tvö
peð og sterka
stöðu fyrir
skiptamuninn.
Hann á t.d. mjög
góðan reit fyrir riddara á
g4.) 25. - Rxb2 26. Rg4
- Df5 27. Dh6+ - Dh7
28. Dc6 - Hfd8 29. Hel
- Hab8 30. Df6+ - Dg7
31. He7! og svartur gafst
upp, því eftir 31. - Dxf6
32. Rxf6 er hann óveijandi
mát á h7.
Titillausir íslenskir skák-
menn byijuðu vel á mótinu
sem hefur verið frísklega
teflt. Fimmta umferðin fer
fram í kvöld og hefst taflið
kl. 17.
HÖGNIHREKKVÍSI
Víkveiji skrifar...
EITT AF því athyglisverðasta
við úrslit prófkjörs Sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík er sú stað-
reynd, að þeim vegnar bezt í próf-
kjörinu, sem eiga langt starf að
baki í félagasamtökum Sjálf-
stæðisflokksins. Júlíus Vífill Ing-
varsson er eina undantekningin frá
þessu. Ungu mennirnir tveir, Guð-
laugur Þór og Kjartan Magnússon,
sem voru í 7. og 8. sæti hafa báð-
ir starfað mikið og lengi í samtök-
um ungra Sjálfstæðismanna. Aðrir
sem skipuðu eitthvert átta efstu
sætanna, að undanteknum Júlíusi
Vífli, hafa ýmist verið borgarfull-
trúar eða varaborgarfulltrúar á því
kjörtímabili, sem nú stendur yfir.
Ungt fólk, sem orðið hefur þekkt
vegna starfa á öðrum vettvangi
náði ekki þeim árangri, sem marg-
ir gerðu ráð fyrir. Eyþór Amalds
sker sig að vísu úr í þeim hópi.
Þetta sýnir, að sú gamla regla,
að fólk komist til áhrifa innan
Sjálfstæðisflokksins með langvar-
andi þátttöku í félagsstarfi flokks-
ins er enn í fullu gildi. Það er
hægt að benda á nokkrar áberandi
og athyglisverðar undantekningar
frá þessari meginreglu á undan-
förnum áratugum, en þetta er þó
það, sem upp úr stendur.
xxx
EINS OG við mátti búast voru
fyrstu viðbrögð verkalýðsfor-
ystunnar við því, sem kalla má
neyðarkall Vinnslustöðvarinnar
hefðbundin. Þannig sagði Jón
Kjartansson, formaður Verkalýðs-
félags Vestmannaeyja í samtali við
Morgunblaðið í fyrradag: „Ef
menn eru að hugsa um einhveija
hagræðingu í rekstri þá held ég
að það verði varla hægt að taka
hana af þessu fólki. Það hefur
ekki það há laun og vinnan hefur
verið það lítil að undanförnu að
ég held að menn eigi erfitt með
að réttlæta kjaraskerðingu fyrir
sjálfum sér.“
Var einhver að tala um kjara-
skerðingu? Var kjaminn í mál-
flutningi forsvarsmanna Vinnslu-
stöðvarinnar ekki einmitt breytt
vinnutilhögun, sem mundi skila sér
í hærri launum til starfsmanna?
Ef framhald verður á þessari
afstöðu verkalýðshreyfingarinnar
verður búið að loka frystihúsunum
í Eyjum og í Þorlákshöfn innan
árs.
xxx
ÆNSK-ÍSLENZKA félagið
efndi til umræðna í Norræna
húsinu sl. fimmtudagskvöld um
það, hvort enskan yrði samskipta-
mál Norðurlandaþjóða og varð nið-
urstaðan sú, að svo yrði ekki.
Það er útbreiddur misskilningur
að enskan sé orðin ríkjandi heims-
mál. Svo er ekki. Menn þurfa ekki
annað en ferðast um meginland
Evrópu til þess að komast að raun
um að því fer víðs fjarri. Víða um
Evrópu kemur sér betur að tala
þýzku eða frönsku heldur en
ensku.
Það er engin ástæða til fyrir
Norðurlandaþjóðimar að gefast
upp fyrir ásókn enskunnar í okkar
heimshluta.