Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 28.10.1997, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 55 v FÓLK í FRÉTTUM Cra’ ^ rsWVj,Öa i Mun- opuuniua SCHWARZENEGGER brosir í kampinn þegar hann skoðar húðflúr með Tortímandanum á Planet Hollywood í Amsterdam. Holly- wood- plánetur LEIKKONAN Demi Moore kynnir leðurjakka frá Planet Hollywood við opnun veit- ingastaðarins í Miinchen 11. október. J.J. Soul band, J.J. Soul, Ingvi Þór Kormáksson, Eðvarð Lárus- son, Stefán Ingólfsson og Steingrímur Óli Sigurðarson. Verðlaunalag LAGASMIÐIRNIR Ingvi Þór Korm- áksson og J.J. Soul, unnu til verð- launa fyrir skemmstu i alþjóðlegri keppni lagasmiða, USA Songwriting Competition. Verðlaunalagið, City Life, verður á samnefndri breiðskífu sem þeir hyggjast senda frá sér á næstu vikum. Ingvi Þór segist hafa frétt af kepnninni sem opin sé þátttakendum hvaðanæva úr heiminum þótt hún sé bandarísk. „Ég ákvað að senda lagið, enda var það tilbúið, en við höfum áður unnið í slíkri keppni, í alþjóðlegri keppni breskri. Það er ágætt að taka þátt í svona nokkru, til að lyfta sér aðeins upp og safna viðurkenningarskjölum sem fara vel á vegg.“ Ingvi Þór segir að þátttakendur í keppninni hafi verið 400, fern verð- laun veitt og síðan æðstuverðlaun, en lag þeirra fékk verðlaun í rytmablús/jazz-flokki. Ingvi Þór segir að lagið fái ein- hveija spilun í kjölfar verðlaunanna, þá helst á útvarpsstöð sem rekin sé á netinu, en ekki segist hann gera sér neinar sérstakar vonir. „Þetta er mest gert til gamans og líka til þess að halda manni við efnið með því að bera lög undir aðra. Þessi keppni er reyndar vaxandi og verður víst helsta lagakeppni heims á næsta ári,“ segir hann en því er við að bæta að verðlaunalagið, City Life, verður á samnefndri breiðskífu sem hljómsveit þeirra félaga J.J. Soul og Ingva Þórs, J.J. Soul Band, gefur út í næsta mánuði. Irskt kaffihús Sjö rétta hádegis hlaðborð frá mánudegi til föstudags kl. 12 - 15 miYMPBÖMP Lögga meðal bófa Donnie Brasco (Donnie Braseo)__ Spcnnumynd ★ ★ ★ Framleiðandi: Baltimore Pictures. Leikstjóri: Mike Newell. Handrits- höfundur: Paul Attanasio eftir sannri sögu Joseph D. Pistone. Kvikmyndataka: Peter Sova. Tón- list: Patrick Doyle. Aðalhlutverk: A1 Pacino, Johnny Depp, Michael Madsen og Anne Heche. 141 mín. Bandaríkin. Mandalay Ent./Sam myndbönd 1997. Útgáfudagur: 21. október 1997. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. SÖNN saga um alríkislögreglu- þjón sem kemur sér inn í mafíuna með það í huga að uppræta hana. Myndin lýsir vinasambandi lög- regluþjónsins við Lefty, eldri mann neðarlega í virðingarstiga mafíunn- ar, og þeim andlegu átökum sem starfið kostar hann og fjölskyldu hans. Myndin er sérstök sem mafíu- mynd, því vanalega er undirmáls- maður ekki aðalpersóna. Myndin fjallar meira um það andlega of- beldi og álag sem meðlimir mafíunnar þurfa að lifa við, þar sem þeir geta alltaf átt á hættu að verða drepnir þá og þegar. Myndin er per- sónulýsing og lýsing á því samfélagfyrirbæri sem mafía er og er því minna um blóðs- úthellingar en í öðrum mafíumynd- um. Hún er reyndar dálítið lengi af stað og maður bíður eftir að leik- fléttan byiji og spennan í kringum hana, en það fer lítið fýrir því. Myndin er samt góð en hefði mátt vera magnaðri. Persónusköpunin er fín og eru hér úrvalsleikarar í hveiju hlut- verki. Mest er undir þeim A1 Pacino og Johnny Depp komið og eiga þeir góðan samleik. Persóna Pacin- os er mjög heilsteypt, en líðan Depps hefði mátt vera augljósari. Honum tekst ekki að gera áhorf- andum grein fyrir hversu mikið álag þetta er fýrir hann. Anne Heche leikur eiginkonu Depps og er hún mjög sannfærandi sem ung og von- svikin eiginkona. Gaman væri að sjá meira af henni sem fyrst. Donnie Brasco er á allan hátt mjög vel gerð mynd um mannlegar raunir, en hefði mátt vera sterkari þar sem bara gott fólk kemur að gerð henn- ar og sagan er mjög áhugaverð. Hildur Loftsdóttir. Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Verð: 4.995,- Tegund: 4486 Mikið úrval af kuldaskóm Leður í stærðum 41-46 Dömu og herro Svartir og brúnir STEINAR WAAGE Skíðagöngukennari óskast Skíðasamband íslands auglýsir eftir skíðagöngukennara til að sjá um almenningskennslu SKÍ, frá 1. mars til 15. apríl 1998. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið B stigi í skíðagöngu eða hafi sambærilega menntun. Umsóknir óskast skilað til skrifstofu SKÍ, Laugardal 104 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 8. nóvember nk. REY KjAVIK k F S T A U R ú M T B A R fyviz konm Föstudaa 31. oktober. Láttu manninn taka úr þvotta- vélinni og hugsa um börnin. Lyftu þér á kreik og mœttu á konukvöld ársins á Kaffi Reykjavík. Pantið borð tímanlega síma 562 5530.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.