Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HÁSKÓLABÍÓ
HASKOLABIO
Hagatorgi, sími 552 2140
amst:inr»owers.corn
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sýnd kl. 7.
Sýnd kl. 9 og 11. B. i 12 ára
Sýnd kl. 9 og 11. Sýn.
fer fækkandi!
Hootr fr-yójuverkamanrji, netur raent fniove oc heirrrta* ac
h*yðjuve*Kafonngjanum Alexanðer riiiae* veró siepp*. ur hald.
Velir. er AirForce Ont, ftugvél Bandaríkiaforseta. Lngir. mync me:
Harrison Ford í aðalhlutverki hefur opnað jafnstórt i Bandaríkjunum.
Leikarar: Harrison Ford, Gary Oldman og Glenn Close.
Leikstjóri: Wolfgang Petersen (Outbreak, In the Line of Fire)
Ein stærsta mynd ársins!
tilboð
Sýnd kl. 5, 6.45, 9 og 11. b.í. 14. bbcddksual Sýnd kl. 4.30, 6.45y 9 og 11.20.
nd kl. 9.10.
Sýnd kl. 5,
7 oq 9.
BaHDtGTTAL
Sýnd kl. 6.45 og 9.10. B.i 16.
1 '5á5-..0*00 fetum
%=*■ikur stefna
R torsetans í;
8900 og 587 8905
Alfabakka S, simi 58”
www.samfilm.is
tt*
Si
ux
a
V
§-4SA~i
LANDSLIÐ ítalskra poppara.
Hnefaleika-
- kappinn
Tarantino
► LEIKSTJÓRINN Quentin Tarantino
lenti í slagsmálum við kvikmyndafram-
leiðandann Don Murphy á fínu veitinga-
húsi í Hollywood nú á dögunum. Lögregl-
an var kölluð á staðinn eftir að Tarantino
missti sfjórn á sér og réðst á Murphy fyr-
ir að „rægja sig um alian bæ“. Umrætt
mál ku rekja uppruna sinn til bókarinnar
„Killer Instinct" sem félagi Murphys, Ja-
ne Hamsher, skrifaði um gerð myndar-
innar „Natural Born Killers" sem Tar-
antino skrifaði handritið að. í henni er
sagt að Tarantino hafi átt fremur litlaus-
an leikferil og að hann sé helst frægur
fyrir að vera frægur. Að sögn vitna var
það Tarantino sem hóf slagsmálin með
því að ganga að Murphy, banka á öxl hans
og spyrja hvort hann hefði eitthvað að
segja við sig. Því næst ýtti Tarantino
framleiðandanum upp að vegg og byijaði
að slá hann margsinnis. Murphy ku vera
stærri og sterkari en Tarantino en kaus
að slá ekki frá sér. Hann ákvað að kæra
ekki atburðinn eftir að Harvey Weinstein,
stórkall hjá Miramax, bað hann um að
taka við afsökunarbeiðni Tarantinos.
Weinstein var einmitt í þann mund að
snæða hádegisverð með Tarantino þegar
ólætin áttu sér stað. „Ég náði svo sannar-
lega að kýla smá virðingu inn hjá gæjan-
um. Við tókumst í hendur og ákváðum að
tala ekki illa hvor um annan," sagði Tar-
antino eftir slagsmálin en hann er einmitt
þekktur fyrir ofbeldisfullar og blóðugar
kvikmyndir.
QUENTIN Tarantino var heppinn að vera ekki handtekinn
fyrir að nota frumstæða aðferð við lausn deiiu sinnar og
framleiðandans.
Eros Ramazzotti
með 104 mörk
Landslið ítalskra poppara kemur reglulega
saman og spilar ágóðaleiki fyrir börn sem eiga
við alvarlega sjúkdóma að stríða. Sólrún
Guðjónsdóttir var meðal 45 þúsund áhorfenda
á Dall’Ara leikvanginum í Bologna og rekur
sögu þessarar spilamennsku.
URVAL ítalskra poppara hef-
ur nú komið saman í 16 ár
til að leika knattspyrnu í
fjáröflunarskyni fyrir veik böm, en
það var þó ekki fyrr en 5. júní 1987
sem samtökin Landslið ítalskra
söngvara var formlega stofnað með
þetta að meginmarkmiði.
í áranna rás hefur starf þetta
undið verulega upp á sig og hafa
verið skipulagðar yfir 330 uppá-
komur og safnast rúmlega 39 millj-
arðar líra sem runnið hafa óskiptar
til hinna ýmsu félagasamtaka og
rannsóknarhópa. Rúmlega 6 millj-
ónir áhorfenda hafa komið á þessar
skemmtanir og 40 milljónir sjón-
varpsáhorfenda fylgst með hverj-
um hinna fimm knattspymuleikja
„hjartans“ („La Partita del Cu-
ore“).
Arið 1992 vora samankomnir 90
þúsund áhorfendur á Ólympíuleik-
vanginum í Róm til að fylgjast með
hinum fyrsta hjartaleik og sama ár
fylgdust 70 þúsund áhorfendur
með leiknum „Tutti in campo per la
vita“ (allir inn á völl fyrir lífið). Ar-
ið 1995 fylgdust 70 þúsund áhorf-
endur með poppuram leika gegn
dómurum á San Síró leikvanginum
í Mílanó í hinum árlega „hjarta-
leik“. Árið 1996 voru áhorfendur í
Veróna 50 þúsund en þá léku popp-
arar hjartaleikinn gegn Sambandi
ítalskra stjórnmálamanna.
Á vormánuðum þessa árs léku
poppararnir fyrir 100 þúsund
áhorfendur í Napólí í tilefni af ráð-
stefnu um eiturlyfjavanda. Hjarta-
leikurinn í ár var leikinn á hinum
glæsilega Dall’Ara leikvangi í
Bologna sem tekur um 45.000
áhorfendur og var völlurinn troð-
fullur að vanda enda veigra Italir
sér ekki við að leggja í langferðir
til að fylgjast með þessari prýði-
legu skemmtun.
En þetta eru ekki bara leikir, því
af knattleikni poppara fer litlum
sögum. Þetta er fyrst og fremst
gríðarleg skemmtun og ekki spillir
að andvirðið rennur óskipt til að-
stoðar börnum á einn eða annan
hátt. Það er meira að segja svo að
EROS Ramazzotti
og Luca Carboni.
þó að landslið ítalskra poppara reki
stóra skrifstofu þar sem eru að
jafnaði fimm manneskjur í fullu
starfi er hún rekin fyrir fé frá
styrktaraðila liðsins sem er vatns-
framleiðandinn Vera. Á leiknum í
Bologna voru viðstödd um 3 þús-
und fótluð böra og höfðu sum
þeirra ferðast yfir þvera Italíu í
boði styrktaraðila.
En hverjir eru svo í þessum lið-
um poppara og pólitíkusa? Jú, það
era ekki ómerkari menn en Eros
Ramazzotti sem hefur leikið 153
leiki og skorað í þeim 104 mörk,
Luca Barbarossa með 149 leiki og
124 mörk og gamli sjarmörinn Gi-
anni Morandi með 267 leiki og 45
mörk. I liði stjórnmálamanna ern
menn sem við heyrum títt nefnda í
fréttum eins og Massimo D’Alema
og Roberto Marconi.