Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Yfir 100 konur af vinstri væng stj órnmálanna mættu á baráttufund á Hótel Borg
Konnr hvattar
til að snúa
bökum saman
Finnar eyða þjóða
mest i Bretlandi
Meðal ís-
lendingur
eyðir 86
þúsund kr.
FINNAR eru mestar eyðsluklær
meðal ferðamanna frá Evrópulönd-
um sem heimsækja Bretland en
Belgar og Frakkar þykja einna að-
sjálastir eða jafnvel nískastir. Þetta
kemur fram í könnun hagstofunnar
bres'ku meðal erlendra ferðamanna.
Könnunin nær til gesta sem
heimsótt hafa Bretland síðustu tvö
árin og er þeim skipt eftir þjóð-
erni, eyðsla hvers þjóðernis skoðuð
og er hún mjög mismunandi. Finnar
eru efstir á blaði, eyða 951 pundi
eða sem svarar um 113 þúsund ís-
lenskum krónum, íslendingar eyða
725 pundum sem eru liðlega 86
þúsund ísl. kr. og minnstu eyða
Belgar eða kringum 20 þúsund
krónum og Frakkar litlu meira.
Listinn hefur breyst nokkuð milli
ára og þannig ruku Finnar úr sjö-
unda sæti í það fyrsta, Grikkir og
Tyrkir lækkuðu og íslendingar
stóðu í stað. Sé litið til allra þjóða
heims eru það Egyptar sem eyða
mestu í Bretlandi eða rúmlega 211
þúsund krónum og stukku þeir úr
8. sæti, um miðbik 10 efstu þjóð-
anna er fólk frá Kína og Sameinuðu
arabísku furstadæmunum sem eyð-
ir kringum 150 þúsund krónum og
í 10. sæti eru íbúar Tælands sem
eyða rúmum 120 þúsund krónum.
Meðaleyðsla gesta frá Bandarikjun-
um er mun minni eða sem svarar
um 76 þúsundum króna.
Upphæðin skiptist þannig að rúm
36% fara til kaupa á gistingu, 22%
er eytt á veitingastöðum, um fjórð-
ungi í verslunum, 7,2% í ýmsa þjón-
ustu og 2,3% í skemmtanir. í lokin
er bent á að hér sé ekki tekið tillit
til dvalartíma gesta frá hinum ýmsu
löndum.
YFIR 100 konur af vinstri væng
stjórnmálanna komu saman til
fundar á Hótel Borg í Reykjavík í
gær þar sem skorað var á konur
að taka frumkvæðið í þeirri póli-
tísku geijun sem nú ætti sér stað
í stjórnmálum. Hvatt var til þess
að konur sneru bökum saman til
nýrrar sóknar.
Frummælendur á fundinum voru
forystukonur í stjómmálum, ungar
konur og konur úr verkalýðshreyf-
ingunni. Rannveig Guðmundsdóttir
alþingismaður sagði að konur yrðu
að hafa kjark til að reyna nýjar leið-
ir í stjómmálum. Það þyrfti áræði
til að endurskoða vinnubrögðin.
Jóhanna Sigurðardóttir alþingis-
maður tók í sama streng og sagði
að konur yrðu að nýta þetta tæki-
færi. Sameining væri leið til nýsköp-
unar í stjórnmálum og þar gætu
konur gegnt lykilhlutverki. Jóhanna
gagnrýndi harðlega hóp Sjálfstæðra
kvenna, sem hún sagði að yrði sí-
fellt ósjálfstæðari og valdalausari.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði aftur og
aftur hafnað konum í valdastóla inn-
an þings og utan.
Nína Helgadóttir, úr Kvennalista,
sagði að þó að hugmyndir og vinnu-
brögð Kvennalistans væru góð sýndi
sig að það væri ekki nóg þegar fjöld-
inn fylgdi hugmyndunum ekki eftir.
„Ég vil vera viss um að þessum
hugmyndum sé borgið inn í stjóm-
mál framtíðarinnar. Þess vegna vil
ég máta mínar hugmyndir um kven-
frelsi og jafnrétti við hugmyndir
kvenna og karla í öðmm flokkum
og sjá til hvort þær fara saman.“
Þörf á breyttu samfélagi
Sigrún Elsa Smáradóttir, úr Al-
þýðubandalagi, gagnrýndi hug-
myndir um að hugarfarsbreyting
Morgunblaðið/Ásdís
ALLMARGAR alþingiskonur voru á fundinum.
kvenna væri lausnarorðið þegar
rætt væri um jafnrétti karla og
kvenna. Hennar niðurstaða væri að
við væri að eiga praktísk pólitísk
vandamál sem þyrfti að takast á
við og það yrði ekki gert nema
skapaður yrði stór vettvangur þar
sem konur hefðu völd og áhrif. Éitt
mikilvægasta verkefnið væri að
skapa konum og körlum jafnan rétt
til fæðingarorlofs.
„Það þarf konur til að breyta því
samfélagi sem við búum í; samfé-
lagi sem er hannað af körlum; sam-
félagi sem er að mestu sniðið fyrir
karla og samfélagi sem hefur ekki
tekið mið af breyttum áherslum
fólksins," sagði Þórunn Svein-
björnsdóttir, formaður Sóknar. Hún
sagði það lýsandi fyrir þetta samfé-
lag að 20 árum eftir að konur fóru
almennt út á vinnumarkaðinn væri
verið að koma á heilsdagsskóla.
Samfélagið tæki ekki tillit til hags-
muna fjölskyldunnar því konan
hefði verið skilin eftir með sektar-
kennd þegar hún fór út á vinnu-
markaðinn.
Eyðsla evrópskra
ferðamanna í
Bretlandi árið 1996
Samtals eyðsla í hverri £
Nr. var ferð til Bretlands (pund)
1. (7.) Finnland 951
2. (3.) Rússland 877
3. (1.) Tyrkland 873
4. (2.) Grikkland 762
5. (5.) Island 725
6. (4.) Júgóslavía 686
7. (8.) Sviss 575
8. (-■) Spánn 571
9. (9.) Ítalía 515
9. (10.) Austurríki 515
2-3% lækkun Rafmagnsveitu Reykjavíkur
Heildarlækkun til við-
skiptavina 120 milljónir
STJÓRNARFORMAÐUR veitu-
stofnana og rafmagsstjóri í samráði
við borgarstjóra ákváðu í samein-
ingu lækkun á raforku frá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Þetta kem-
ur fram í svari við fyrirspurn borgar-
ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
borgarráði um hvar ákvörðunin hafi
verið tekin.
Fram kemur að lækkunin muni
að öllum líkindum hafa í fór með sér
120 milljóna króna heildarlækkun til
viðskiptavina og að reikningur á
meðalnotanda í íbúðarhúsnæði muni
lækka um 905 krónur á ári.
í svarinu kemur jafnframt fram
að stefnt er að 2-3% lækkun en að
yfirstandandi vinna við fjárhagsáætl-
un muni leiða í ljós endanlega niður-
stöðu. Gert sé ráð fyrir að lækkunin
taki hugsanlega gildi 1. janúar.
Spurt var hvort til væru gögn og
útreikningar að baki þeirri staðhæf-
ingu að unnt væri að mæta lækkun-
inni með hagræðingu þannig að hún
hefði ekki áhrif á tekjur Rafmagns-
veitunnar. Þeirri spumingu er svarað
á þann veg að vinna við gerð fjár-
hagsáætlunar standi yfir og að tæm-
andi útreikningar í einstökum liðum
liggi ekki fyrir. Ýmsar athuganir og
skýrslur hafi þó verið gerðar sem
styðji sparnaðar- og hagræðingarað-
gerðir.
Loks segir að 3% lækkun á raforku
til meðalnotanda í íbúðarhúsnæði
muni lækka kostnað heimilanna um
905 krónur á ári eða um 150 krónur
á hvem útsendan rafmagnsreikning.
Hjá meðalstórum notanda eins og
t.d. matvömverslunum mun reikning-
urinn lækka um 45 þús. á ári og hjá
stómotanda, t.d. iðnaðarfyrirtæki eða
banka, mun reikningurinn lækka um
187 þús. á ári.
Undir þak
fyrir
áramót
FRAMKVÆMDUM við nýbygg-
ingu Verslunarskóla Islands við
Listabraut miðar vel en þar
verður nýr verslunarháskóli til
húsa. Það er Byrgi ehf. sem sér
um framkvæmdina og sagði
Þorvarður Elíasson skólastgóri,
að gert væri ráð fyrir að húsið
yrði komið undir þak fyrir ára-
mót en áætlað er að hefja
kennslu í nýbyggingunni næsta
haust. „Þetta hefur gengið
ljómandi vel og enn erum við
undir kostnaðaráætlun en eftir
er að semja við verktaka sem
mun taka við og ljúka húsinu
að innan,“ sagði hann.
Morgunblaðið/Þorkell
Lítil von til
að Rolling
Stones komi
ROKKHUÓMSVEITIN Roll-
ing Stones er nú á miklu tón-
leikaferðalagi um heiminn
sem stendur yfir í tæpt eitt
ár. Á lista yfir viðkomustaði
sveitarinnar, sem birtur er á
alnetinu, kemur fram að
hljómsveitin haldi tónleika í
Reykjavík 2. ágúst næstkom-
andi.
Ragnheiður Hansson, sem
unnið hefur að því að fá
hljómsveitina hingað til lands,
segir að þama sé um mistök
að ræða. Ekkert sé ákveðið
um hljómleikahald hérlendis
og kveðst hún frekar vondauf
um að af því geti orðið.