Morgunblaðið - 06.11.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.11.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 41" ' AÐSENDAR GREINAR Meðferðarúrræði framtíðarinnar ÉG ER með bréf í hendi sem ég var að fá frá Barnavemdarstofu þar sem mér er boðið til fundar um meðferð- arúrræði framtíðarinn- ar fyrir börn og ungl- inga. Þetta er raunar í fyrsta sinn sem ég hef fengið slíkt boð eftir að ég hætti forstöðustörf- um við Unglingaheimili ríkisins. Hjartað slær örar. Skyldu menn nú ætla að fara að læra af fyrri reynslu? þetta rekur mig til þess að stinga loks nið- ur penna en það hef ég nokkuð lengi verið að velta fyrir mér að gera en ekki orðið af. _ Ég hef ekki alltaf verið alls kostar sáttur við þróun mála unglinga sem taldir eru til vandræða í samféiag- inu. Þar ber hæst vaxandi réttinda- leysi unglinga sem eru sviptir frelsi um tíma. Steininn tók úr þegar sjálf- ræðisaldur var hækkaður upp í 18 ár. Það er merkilega hljótt um það að ennþá skuli barnaverndamefndir úrskurða/dæma unglinga til lengri eða skemmri frelsissviptingar á svo- kallaðar lokaðar eða hálflokaðar meðferðarstofnanir. Fullorðið fólk hefur þann sjálfsagða rétt að vera ekki svipt frelsi lengur en einn til tvo daga án úrskurðar dómara og er þá jafnan skipaður veijandi. Barna- vemdaryfirvöld teljast hins vegar til framkvæmdavalds en hafa sam- kvæmt lögum þann djöful að draga að vera með úrskurðarvald um frels- issviptingu ungmenna sem er í algerri mótsögn við annað hlutverk þeirra. Ég veit ekki bet- ur en að samráð for- eldra og starfsmanns félagsmálastofnana eða barnaverndarnefnda leiði einnig til frels- issviptingar unglinga með fundarsamþykki barnaverndaryfirvalda síðar. Unglingur á ekki lagalegan rétt á veij- anda og engin lög segja tii um það svo ég viti hve lengi má svipta hann frelsi. Rétt er hér að taka fram að á áttunda ára- tugnum, þegar lokuð móttökudeild var tekin í notkun á Unglingaheimili ríkisins, var sett sú regla af mér og öðru starfsfólki stofnunarinnar að innan tveggja sólarhringa frá vistun lægi fyrir formlegur úrskurður til- svarandi barnaverndarnefndar. Einnig að ekki væri ákveðin lengri vistun en 14 dagar í senn. Stjómvöldum er vel kunnugt um lögleysu þess að framkvæmdavald og dómsvald fari saman og að það er mannréttindabrot. Svo sem kunn- ugt er hafa slík mál verið rekin fyr- ir mannréttindadómstól og neyddust okkar lýðræðislegu stjórnendur til að aðskilja að fullu framkvæmdavald og dómsvald hinna fullorðnu. Ungl- ingar hafa hvorki fé né afl til að leita til mannréttindadómstóls og e.t.v. er engin von til þess að stjórn- völd eða Alþingi leiðrétti þennan órétt ótilneydd. Lög um hækkun sjálfræðisaldurs voru sett til þess að hægt væri að beita þeirri frelsissviptingu sem stangast á við mannréttindi allt til átján ára aldurs og eingöngu þess vegna. Allt annað sem nefnt hefur verið jákvætt við þessi nýju sjálfræð- islög er hægt að framkvæma og uppfylla án þess að seinka sjálfræðis- aldri. Það er dapurleg staðreynd að þau réttindi, sem ungmenni á íslandi Leggja skal höfuð- áherzlu á að hjálpa for- eldrum og ungmennum með meðferð og án vist- unar, segir Krislján Sigurðsson, með því að efla meðferðarstarf á göngudeildum. áttu fram yfír unglinga nágranna- landanna þ.e. 16 ára sjálfræðisaldur í stað 18 ára og þar með meira sjálfs- öryggi og ábyrgð sem jafnan fylgir sjálfræði, eru með einu pennastriki þurrkuð burt. Það er umhugsunar- efni að sumir alþingismenn, sem vilja láta geta sin sem talsmanna alþýðu og jafnaðar í samfélaginu, lögðu sitt atkvæði til að svipta ungmenni okkar dýrmætum réttindum kinnroðalaust. Nú er spurt um hvað skal gera við alla þá sem sviptir verða frelsi sínu eftir gildistöku nýju laganna. Þeir hjjóta að verða miklu fleiri en fyrr. A að byggja fleiri eða stærri stofnanir - meðferðarheimili - í þéttbýli eða úti um allt land? Kannski ættum við að horfast í augu við að hægt er að breyta um stefnu án þess að fara í hringi. Kannski væri hægt eða rétt að nefna hlutina réttum nöfnum. Lokuð heim- ili fyrir fullorðna sem bijóta lög og eru dæmdir til frelsissviptingar heita hegningarhús eða fangelsi. Eg held að ég fari rétt með að enn sé það svo að margir unglingar sem talið er að þurfi að gæta á lokuð- um eða hálflokuðum stofnunum hafi framið brot gegn hegningarlögum eða ónáðað umhverfí sitt svo gróf- lega að þurfa þykir að halda utan um þá. Þessa unglinga tel ég að eigi að leiða fyrir dómara með veijanda og að dómari úrskurði eða dæmi í máli þeirra. Sé unglingur dæmdur til frelsissviptingar fer hann í ungl- ingafangeisi með góðum möguleika á menntun og meðferð sem er að sjálfsögðu bara nafnbreyting á lok- aðri meðferðarstofnun en meira sér- hæft. Unglingar sem fyrst og fremst eru í vanda vegna vímuefna þurfa sérmeðferð. Ég legg þetta til vegna þess að andlega heilbrigðir unglingar gera sér fulla grein fyrir því hvenær þeir hafa brotið lög, a.m.k. frá 12-13 ára aldri. Þeim þykir því jafn eðlilegt að taka afleiðingum gerða sinna og hinum eldri og orsök frelsissviptingar er augljósari og betra að vinna úr vandanum. Ég tek skýrt fram að ungmenni eiga ekki að fara í fang- elsi með fullorðnum svo sem nú tíðk- ast enda hef ég oftar en einu sinni bent yfírvöldum á þörfína fyrir sér- stakt fangelsi fyrir unga afbrota- menn. Unglingar sem af öðrum hegð- unarástæðum geta ekki dvalist heima hljóta að fá aðstöðu við eðlileg- ar aðstæður á foreldraheimili eða á sambýli o.s.frv. Af fyrri reynslu er ég á móti stofnunum með fjölda starfsfólks á vöktum þar sem ungl- ingar dvelja langdvölum enda hafa rannsóknir bent til þess að þær séu ekki heppilegar uppeldisstöðvar. Geðrænir erfiðleikar hjá unglingum tilheyra að sjálfsögðu læknum og spítölum. Leggja skal höfuðáherslu á að hjálpa foreldrum og ungmenn- um með meðferð án vistunar með ® því að efla meðferðarstarf á göngu- deildum. Aðalniðurstöður þessarar greinar skulu vera þær að frelsisskerðing skuli ákveðast af dómstólum, ann- aðhvort í núverandi dómskerfi eða sérstökum unglingadómstól, með til- heyrandi réttargæslu og legg ég til að nú þegar verði undirbúnar laga- breytingar sem til þarf. Höfundur erfyrrv. forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins. SUl£P varmaskiptar stjórnbúnaður Þú finnur J varla betri j lausn. ij = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 n——————s—r————— Kristján Sigurðsson „...fjörutíu pör af augum er lágmarkið og álíka margar hárkollur.“ s; Valgerður Þ. Jónsdóttir hittir fólk sem hefur valið sér óvenjulegan starfsvettvang. Daglegt líf á föstudaginn. lC
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.