Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 253. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sendimenn SÞ ræða við íraska ráðamenn í Baghdad Viðræður hefjast „í mjög góðum anda“ HILLER B. Zobel, dómari í máli bresku barnfóstrunnar. Urskurður á mánudag Cambridge. Reuters. HILLER B. Zobel, dómari í máli bresku barnfóstrunnar sem fundin hefur verið sek um morð í Banda- ríkjunum, mun ekki greina frá af- stöðu sinni til ómerkingarbeiðni verjenda bamfóstrunnar fyrr en í fyrsta lagi á mánudag, að því er full- trúar réttarins greindu frá í gær. Kviðdómur úrskurðaði barn- fóstruna, Louise Woodward, seka um morðið á Matthew Eappen, átta mánaða gömlum dreng sem hún gætti, og samkvæmt lögum í Massachusettsríki átti dómarinn í málinu því ekki annars úrkosti en dæma hana í lífstíðarfangelsi. Verjendur barnfóstrunnar fóru þess á leit við dómarann að hann ómerkti úrskurð kviðdómsins og lýsti hana saklausa, boðaði til nýrra réttarhalda eða breytti ákærunni í manndráp af gáleysi, en því fylgir vægari refsing. Verður úrskurður Zobels dómara sendur bréflega til verjenda bam- fóstrunnar og saksóknara, en með rafrænum hætti til tíu fjölmiðla, þ.á m. Reuters, til birtingar. Baghdad, Washington. Reuters. EINN AF þremur sendimönnum Sameinuðu þjóðanna, sem fóm til Baghdad í gær, sagði að fyrsta fundi þeirra með íröskum ráðherrum um vopna- eftirlit samtakanna í Irak hefði lokið „í mjög góðum anda“. Annar fund- ur var haldinn í gærkvöldi en ekki hafa borist fregnir af árangri á honum. on sagði einnig, að könnunai'flugi yrði haldið áfram, stöðvun þess hefði einungis verið tímabundin. Irösk dagblöð milduðu í gær gagnrýni sína á Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar vegna deil- unnar. „Við emm ekki á móti Bandaríkjamönnunum vegna þjóð- ernis þeirra,“ sagði al-Thawra, mál- gagn stjórnarflokks Saddams Husseins Iraksforseta. Blaðið bætti við að stjórnin í Baghdad hefði neyðst til að vísa bandarísku eftir- litsmönnunum úr landi og sakaði þá um njósnir í þágu Bandaríkja- stjórnar. Stjórnarerindrekar í New York hafa sagt að sendimennirnir kunni að bjóða Aziz að kynna málstað Iraka á fundi með öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna í næstu viku, að því tilskildu að stjórnin í Baghdad afnemi bannið við þátttöku Banda- ríkjamanna í vopnaeftirlitinu. „Lesa Saddam pistilinn“ Bill Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að sendimennirnir hefðu ekki umboð til neinna samn- ingaviðræðna við íraka, en myndu „lesa Saddam pistilinn" vegna þeirrar ákvörðunar hans að meina bandarískum eftirlitsmönnum þátt- töku í vopnaeftirlitinu. Fyrir fundina í gær neituðu sendimennirnir í Baghdad að svara spurningum fréttamanna um hvort þeir hygðust hóta hernaðaraðgerð- um gegn Irökum ef þeir leyfðu ekki Bandaríkjamönnunum að taka þátt í vopnaeftirlitinu. Martin Indyk, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem var í Kúveit í gær, kvað ekki útilokað að hervaldi yrði beitt. Almenningur hamstrar matvörur og bensín „Tareq Aziz aðstoðarforsætisráð- heira hitti okkur að máli og við af- hentum honum bréf frá fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna til Saddams Husseins for- seta,“ sagði sendimaðurinn, Lakhd- ar Brahimi, eftir að fyrstu lotu við- ræðnanna lauk. „Við héldum fund og honum lauk í mjög góðum anda.“ Með Brahimi voru tveir fyrrver- andi sendiherrar hjá Sameinuðu þjóðunum, Argentínumaðurinn Emilio Cardenas og Svíinn Jan Eli- asson. Könnunarflugi frestað Tugir manna hafa slasast í verkfalli vörubflstjóra í Frakklandi Reuters BÍLSTJÓRI í verkfalli reisir vegatálma í borginni Lille í norðurhluta Frakklands. Vegatálmar eru þéttastir nyrst og syðst í landinu. Ber mest á vöruskorti þar. Vopnaeftirlit Sameinuðu þjóð- anna í írak lá niðri í gær, þriðja daginn í röð, þar sem Irakar mein- uðu enn tíu bandarískum embætt- ismönnum að taka þátt í því. Sam- tökin hættu einnig við ílug banda- rískra könnunarflugvéla af gerð- inni U-2 yfir landinu. Irakar höfðu hótað að skjóta njósnavélarnar nið- ur. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær að hann vildi sýna þolinmæði í deilunni við íraka og hvatti bandamenn sína til að gera hið sama. Forsetinn viðurkenndi þó að þessari stefnu væri ekki auðfylgt, því hún gæti valdið skapraun. Clint- Reuters Þjálfun í efnahernaði París. Morgunblaðið. Á ÞRIÐJA tug vörubílstjóra í Frakklandi hefur slasast í átökum vegna verkfalls sem hófst á sunnu- dagskvöld. Spenna ríkir milli bíl- stjóra í verkfalli og annarra sem vilja vinna eða komast ekki hjá því, einnig milli verkalýðsleiðtoga og vinnuveitenda og milli ráðamanna og lögreglu sem oft þarf að grípa til aðgerða. Ekki ríkir síður mikil spenna meðal almennings og hafa margir Frakkar verið stórtækir í innkaup- um undanfarið af ótta við vöru- skort. Þá eru „bensínveiðar" nú sagðar vinsælasta íþróttin þar sem víða er skammtað bensín og undan- tekningar aðeins gerðar vegna slökkviliðs og sjúkrabíla. Síðdegis í gær voru um 170 tálm- ar á vegum Frakklands, flestir „sigti“ sem stoppuðu einungis aðra vörubfla. Verkfallsmenn lögðu bif- reiðum sínum þvert á akbrautir, einkum við bensínbirgðastöðvar og olíuhreinsistöðvar, en líka við vöru- flutningamiðstöðvar, stórmarkaði, kolanámu, flugvelli og hafnir. Viðræður deiluaðila hófust að nýju í samgönguráðuneytinu í gær- morgun og mikilvæg ski-ef voru tekin, að sögn Joel Le Coq, tals- manns stærsta verkalýðsfélagsins. Aðalsamtök atvinnurekenda hurfu frá hugmyndum um laun og vinnu- tíma á ársgrundvelli og buðu trygg- ingu ákveðinna lágmarkslauna á mánuði. Lionel Jospin forsætisráðherra lofaði í fyrradag að tryggja að stað- ið yrði við samninga. Le Coq sagði það vera allt sem hann vildi fá frá stjómvöldum, samningai-nir myndu koma öllum bílstjórum til góða, einnig þeim sem ekki tækju þátt í verkfallinu. Samningaviðræðum var haldið áfram fram á nótt og voru vonir bundnar við að lausn fyndist í dag. Forseti landsins, Jacques Chirac, bað stjórnvöld um að tryggja óhefta umferð í landinu, en veruleg- ar tafir hafa orðið víða. Fyrsti vega- tálminn í París, við Porte des Lilas, tafði umferð inn í og út úr borginni í klukkustund í gær. ÍSRAELSKIR kvenhermenn taka þátt í 20 km göngu í fullum herklæðum á æfingu fyrir hernað með efnavopnum. Gangan markar lok þriggja mánaða grunnþjálfunar ísraelska hersins. Að henni lokinni öðlast þátttakendur réttindi til starfa í kjarnorku- og efnavopnadeildum hersins. ■ Senda fleiri/24 „Skólabók- arnauð- lending“ FLUGSTJÓRA Airbus A-340 þotu breska flugfélagsins Virgin Atlantic var hælt á hvert reipi í gærkvöldi eftir að hann nauðlenti þotunni á He- athrow-flugvelli í London vegna þess að ekki tókst að koma vinstri aðalhjólum vélar- innar niður. Engan af þeim 116 sem voru um borð sakaði alvarlega. Vélin var að koma frá Los Angeles. Að sögn vitna varð mikið neistaflug og reykur gaus upp er vélin lenti. Fulltrúi Virgin sagði að nauðlendingin hefði verið „skólabókardæmi" um hvernig fara ætti að. Flug- stjórinn, Tim Barnby, stundar listflug í frístundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.