Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 49 MINNINGAR JONA SIGRIÐUR PÁLSDÓTTIR + Jóna Sigríður Pálsdóttir var fædd í Vík í Seyluhreppi 22. október 1903. Hún lést á Land- spítalanum í Reykjavík 17. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 27. október. Nú er hún amma mín gengin. Þar er farin kona, sorfin af hörðu sveita- lífinu á íslandi á fyrrihluta aldarinn- ar. Hún var fyrir mér eins og fjall í náttúrunni, sem var þarna í kyrrð sinni og fegurð og ekkert gat haggað. Lífsskoðanir hennar voru fastmót- aðar og hreinar, þar sem vinnan var öllu öðru göfugri ásamt skyldurækni og umhyggju fyrir ættingjum sínum og vinum. Sá sem vann heiðarlegast- ur í sveita síns andlits, var mestur. Hún hafði þann sið að heimsækja börn sín og barnabörn, þau sem bjuggu úti á landi, á hveiju sumri allt til enda og naut þá dyggilegrar aðstoðar dóttur sinnar sem var óþreytandi við að aka henni austur í Rangárvallasýslu og norður í land og reyndar hvert sem amma þurfti að fara. Ég og fjölskylda mín vorum ein ASGEIR SKÚLA- SON + Ásgeir Skúlason fæddist í Reylqavík 22. júlí 1927. Hann lést 17. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 24. októ- ber. í 4 4 4 H H H H H H H H H Erfidrykkjur af þeim sem nutum þessara heim- sókna hennar. Amma hafði gott skopskyn og það var jafnan stutt í kímnina hjá henni og hún hélt lífsgleðinni alla tíð og þrátt fyrir liðagigt í höndum og fót- um frá unga aldri þá gekk hún að störfum sínum með einurð og sam- viskusemi og heyrðist aldrei kvarta né kveinka sér. Hún amma mín var þetta sterka og göfuga sem Island hefur getið af sér. Helgi. Sól rís, sól sest segir í einu þekktu erindi og vissulega er gangur lífsins líkt og sól er rís í austri og hverfur inn í sinn eigin kvöldroða að kvöldi. Nú er sólin hennar ömmu minnar gengin til viðar en geislar hennar skína vissuiega áfram komandi kyn- slóðum að leiðarljósi. Það leiðarljós sem hún hefur skil- ið eftir handa okkur er hinn sérstaki styrkur hennar sem fólst í ró og æðruleysi, sem hún bar alla tíð og sátt hennar við lífíð og tilveruna eins og hún var. Að taka hlutunum var henni jafn sjálfsagt og að vakna til daglegra starfa á hveijum morgni, það var hluti af tilverunni og rask- aði því ekki hennar sálarró. Hún var ákaflega flölskyldurækin hún amma mín, því tengslin við af- komendurna skiptu hana miklu máli, að rækta þessi bönd var sjálfsagt og því kom ekkert annað til greina. Engin læti þar, hún bara kom til veislu eða mannfagnaðar og fór aft- ur til sín heima jafn rólega og hún kom. Þar getur hún verið, ekki bara okkur afkomendum sínum heldur allri þjóðinni til fyrirmyndar. Með þökk fyrir og minningu um pössun og sprengda lopasokka kveð ég þig amma mín og vona að góð- vild þín og æðruleysi verði að ljósi í hjörtum okkar um alla framtíð. Embla Valberg. Góður vinur er fallinn frá. Það er ljúft og skylt að festa nokkur kveðjuorð á blað og þakka fyrir sam- fylgdina sem hefur staðið í meira en 40 ár. Eftir situr minningin um mætan og ljúfan dreng sem ávallt vildi hafa góð áhrif á umhverfi sitt og samferðafólkið. Hann mun aldrei gleymast okkur. Er þá helst að minn- ast margra góðra samverustunda, ferðalaga hérlendis og erlendis er við áttum með þeim hjónum Ásgeiri og Sigrúnu. Ekki má gleyma unaðs- reitnum þeirra á Laugarvatni, þar var gott að vera. Sigrún mín, við viljum votta þér og fjölskyldu þinni innilega samúð. Blessun Guðs sé með ykkur. Af eilífðar ljósi bjarmann ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Ásta Kristinsdóttír, Gréta og Kjartan. öarðskom v/ Possvogski»‘kjugat*ð Símii 554 0500 H H H H H H H H H H t Eiginmaður, faðir og bróðir, JÓHANN HALLDÓR HERMANNSSON, er látinn í Bandaríkjunum. Bálför hefur farið fram. Pamella Hermannsson, Thor Hermannson, Dóróthea Jóhannsdóttir, Guðmundur Hermannsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR PÉTUR ÁGÚSTSSON frá Djúpuvík, Mýrargötu 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði, föstudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, láti líknar- stofnanir njóta þess, Ester Magnúsdóttir. Ágúst Guðmundsson, Ása Sigurjónsdóttir, Magnús Guðmundsson, Jóhanna Ragnarsdóttir. t Elsku litli drengurinn okkar, GABRÍEL HJALTALÍN ANDRASON, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu- daginn 7. nóvember kl. 13.30. Dögg Hjaltaiín, Andri Úlriksson, Dröfn Hjaltalín, Örn Hjaltalín, Margrét Á. Halldórsdóttir, Úlrik Ólason, María Hjaltalín, Halldór Óli Úlriksson, Reynir Einarsson, Inga Dóra Þorkelsdóttir, Óli E. Björnsson. Simi 562 0200 LJXXYXXIXXXin t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK JÓNSSON organisti, frá Halldórsstöðum í Reykjadal, verður jarðsunginn frá Einarsstaðakirkju Reykjadal laugardaginn 8. nóvember 14.00. kl Sigurður Kr. Friðriksson, Emilía J. Friðriksdóttir, Páll Friðriksson, Kristjana G. Friðriksdóttir, Ómar Friðriksson, Sólrún Hansdóttir, Kristján Eysteinsson, Ragnar Eggertsson, Snjólaug Ármannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, HANNA SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Ásfelli, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóð um móður hennar, Sigríði R. Sigurðardóttur. Minningarkort fást í Bókaskemmunni. Ágúst Hjálmarsson, Jóhann Ragnar Ágústsson, Sunna Davíðsdóttir, Sunneva, Hanna Bára og Sæunn Jódís Jóhannsdætur, Elfsabet Jóhannsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVI SAMÚELSSON vélvirki, Álfheimum 42, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 7. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Anna K. Friðbjarnardóttir, Dóra Ingvadóttir, Samúel Ingvason, Anna K. Pétursdóttir, Guðrún P. Ólafsdóttir, Hlynur Ingvi Samúelsson, Ólafur Oddsson, Sabína Jónsdóttir, Hjörtur Þór Grjetarsson, Helga G. Ólafsdóttir, Halldóra K. Hjartardóttir. t Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, BENEDIKTS SIGVALDASONAR, Hamrahlíð 31, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir frábæra umönnun. Adda Geirsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VIKTORS ÞORVALDSSONAR fyrrv. vélgæslumanns á Vífilsstöðum, Smyrlahrauni 12, Hafnarfirði. Guðrún Ingvarsdóttir, Ingvar Viktorsson, Birna Blomsterberg, Guðmunda Viktorsdóttir, Ingunn Viktorsdóttir, Sigurður Ólafsson, Matthías Viktorsson, Inga Andreassen, Þorvaldur Jón Viktorsson, Magnhildur Gísladóttir, Gunnar Viktorsson, Harpa Hrönn Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, EINARS ODDBERGS SIGURÐSSONAR (Begga). Magnús Þór Einarsson, Sigurlín Einarsdóttir, Sigurrós Einarsdóttir, Fríða Einarsdóttir, Unnur Einarsdóttir, Rafn Einarsson, Málhildur Sigurbjörnsdóttir, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Ásta Sigurbjörnsdóttir, Maria Theresa B. Einarsson, Jón Sigbjörnsson, Már Elíson, Gunnar Haraldsson, Elfn Ó. Eiríksdóttir, Arthúr Eyjólfsson, Hafsteinn M. Sigurðsson, Unnur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.