Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Apótekin á Akureyri Breyttur af- greiðslutími APÖTEKIN á Akureyri, Stjörnu apótek og Akureyrarapótek, hafa breytt afgreiðslutíma sínum. Apótekin skiptast á að hafa vakt eina viku í senn. í vaktapóteki er opið frá kl. 9 til 19 og um helgar er opið frá kl. 13 til 17 bæði laugar- dag og sunnudag. Þessa viku er vaktin i Akureyrarapóteki og verður opið þar um næstu helgi, en Stjörnu apóteki helgina þar á eftir og svo koll af kolli. Það apótek sem á vakt- vikuna sér um að hafa opið í tvo tíma í senn, frá kl. 15 til 17 þegar helgidagar eru. Morgunblaðið/Kristján iðstöð íslands á Akureyri stefna um S róttir á Islandi Alþýðuhilsið á Akureyri 13. * 15. nóvemb'er 1997 K y n n i n g a r í ráðstefnulok 13:30 Skautasvellið á Akureyri Fimmtudagur 13. nóvember 16:00 16:15 16:30 17:00 17:30 18:00 18:30 Ávarp - Björn Bjamason, menntamálaráðherra. Ávarp - Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Setning - Þórarinn E. Sveinsson, formaður stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar Islands og forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Stefna og markmið Vetraríþróttamiðstöðvar íslands. -Tómas Ingi Olrich, alpingismaður og varaformaður stjórnar Vetraríþróttamiðstöðvar íslands Skilgreining á hefðbundnum vetraríþróttum. -Stefún Konrdðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ Iþróttir, útivist og heilbrigði. -Dr. Ingvar Teitsson, dósent við heilbrigðisdeild Hdskólans d Akureyri ogformaður Fcrðafélags Akureyrar Fyrirspurnir Föstudagur 14. nóvember 09:00 09:50 10:00 • Skipulags- og markaðsmál skíðasvæða. • Hlutverk skíðasvæða í dag. • Skíðasvæði framtíðarinnar. -Guðmundur Karl jónsson, skíðarekslrarfræðingur og aðstoðarforstjóri Lenko Kaffihlé 10:50 11:10 11:40 12:10 13:30 • Skipulags- og öryggismál skíðasvæða. • Snjóframleiðsla; kynning og möguleikar á Islandi. -Guðmundur Karl Jónsson, skiðarekstrarfræðingur og aðstoðarforstjóri Lenko Fyrirspurnir fmynd, almenningsálit og útbreiðslustarf. -Sigurður Magnússon, fræðslustjóri ÍSÍ -Guðjón Arngrímsson, Athygli ehf. Almenn útivist að vetrinum. • Skíðaíþróttir -Kristinn Svanbergsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands íslands • Skautaíþróttir -Magnús E. Finnsson, formaður Skautasambands íslands •Vetraríþróttir fatlaðra -Svanur Ingvarsson, fonnaður Vetrarfþróttanefndar íþróltasambands fatlaðra Matarhlé Kynning á kennslu 6-15 ára bama og unglinga á skautum á náttúmís. -Claes Göran Wallin, lektor við íþróttahdskólann í Stokkhólmi. 15:30 16:45 17:30 Gert verður stutt kaffihlé um kl. 14:30. Fyrirspurnir Vetraríþróttir fatlaðra. -Paul Speight, Spokes 'n Motion Fyrirspumir Móttaka Laugardagur 15. nóvember 09:00 Kynning - íþróttir og útivist yfir vetrarmánuðina. • Hestaíþróttir • Jeppaferðir • Vélsleðar • Skíðabretti • Dorgveiði • Curling • Útilífsmiðstöð skáta Kaffihlé Samantekt fundarstjóra og ráðstefnulok. Rnöstefnan er haldin í samstnrfi við: 11:00 11:30 Iþróttasamband Islands • Skíðasamband íslands Skautasamband Islands • Iþróttasamband fatlaðra wÉimmiÉiiÉÉmmmimmmmmmm Tólf húsasmiðir fá afhent sveinsbréf TÓLF nýbakaðir húsasmiðir á Akureyri fengu sveinsbréf sín afhent fyrir skömmu. Sjö þeirra voru mættir í hóf á Fiðlaranum til að taka við sveinsbréfum sínum og var myndin tekin við það tæki- færi. F.v. Guðmundur S. Jóhannsson, formaður prófnefndar, Hólm- steinn Snædal prófdómari, Sverr- ir Björgvinsson, Ingólfur Björns- son, Pálmi Laxdal, Eyjólfur Ivars- son, Kári Magnússon, Skarphéð- inn Aðalsteinsson, Pétur Róbert Tryggvason, Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna Eyjafirði og Stef- án Jónsson, formaður Meistarafé- lags byggingamanna Norður- landi. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra Markmið um 12.000 ný störf fyrir alda- mót mun nást KJÖRDÆMISÞING framsóknar- manna á Norðurlandi eystra var haldið í Hótel Reynihlíð í Mývatns- sveit um síðustu helgi. í stjórnmála- ályktun þingsins er árangri ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum fagnað og bent á að atvinnutækifær- um hafi fjölgað um 7.000 það sem af er kjörtímabilinu og útlit fyrir 2.000 störf á ári næstu 2-3 árin. Markmið framsóknarmanna um að skapa 12.000 ný störf fyrir aldamót muni því nást. Bætta afkomu þjóðarbúsins beri að nota til að efla félagslega sam- hjálp. Styrkja þurfi fjölskylduna, svo sem með aðgerðum í skattamálum og húsnæðismálum. Þá þurfi að tryggja að heilbrigðisstofnanir í landinu geti veitt þá þjónustu sem þeim er ætlað. Auka beri samstarf þessara stofnana og lýsir þingið yfir stuðningi við uppbyggingu Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri sem öflugs sérgreinasjúkrahúss. Styrkja þurfi menntakerfið og tryggja jafnan aðgang allra til náms. Mikilvægi Háskólans á Akureyri til jöfnunar námsaðstöðu er ítrekað og hlutverk hans í þróun byggðar. Áhyggjum er lýst af stöðugri byggðaröskun og áframhaldandi fólksflutningum til höfuðborgar- svæðisins. Snúa þurfi vörn í sókn og leita til þess allra tiltækra ráða, m.a. þurfi að auka fjölbreytni at- vinnulífs, flytja opinberar stofnanir og staðsetja nýja opinbera þjónustu utan höfuðbogarsvæðisins, flytja verkefni heim í héruð, auka sam- starf og stuðla að sameiningu sveit- arfélaga, treysta samgöngur og hraða uppbyggingu vegakerfís. ♦ ♦ ♦- Stöðug endurskoðun kvótakerfis Hvað sjávarútvegsmál varðar tel- ur þingið að koma eigi í veg fyrir að fiskveiðiheimildir safnist á of fáar hendur. Hafnar það almennu veiði- leyfagjaldi sem jafnist á við skatt- lagningu er harðast komi niður á landsbyggðinni, en minnt er á að núverandi kvótakerfí þurfí stöðugrar endurskoðunar við. Styrkari stoðum verði að renna undir íslenskan landbúnað og búsetu í sveitum. Tryggja þurfi stöðu bænda með búvörusamningum í sauðfjár- rækt og mjólkurframleiðslu. Styðja þurfi við landbúnað svo íslenskir bændur búi ekki við lakari skilyrði en bændur í nágrannalöndum, þegar búast megi við aukinni samkeppni. Huga þurfi sérstaklega að leiðum til að tryggja nýliðun í bændastétt t.d. með jarðabréfum sem væri fjár- mögnunarleið til lengri tíma en nú er í boði. Kristniboðs- samkomur Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta kl. 14 á sunnudag í Grenivíkurkirkju. Messuheim- sókn frá Ólafsfírði, séra Sigríður Guðmarsdóttir prédikar. Kirkju- kór Ólafsfjarðarkirkju syngur, organisti Jakub Kolosowski. Kirkjuskóli á laugardag kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Kirkjuskóli kl. 11 í Svalbarðskirkju. Kyrrð- ar- og bænastund kl. 21 á sunnu- dagskvöld. \ i I i I I KRISTNIBOÐSSAMKOMUR á veg- um KFUM og K verða haldnar í félagsheimilinu í Sunnuhlíð dagana 7., _8. og 9. nóvember næstkomandi. Á samkomunum sem hefjast öli kvöld kl. 20.30 verða sýndar myndir frá starfi íslenskra kristniboða í Eþíópíu. Ræðumaður verður Karl Jónas Gíslason, kristniboði. Kristni- boðsdagurinn er á sunnudag, 9. nóv- ember og tala fulltrúar frá kristni- boðssambandinu við messur í Akur- eyrarkirkju og Glerárkirkju. Allir eru velkomnir á þessar sam- verur og eru Akureyringar og nær- sveitamenn hvattir til að mæta og kynnast íslensku kristniboði. [ 1 i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.