Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR í ljósaskiptunum, Qrðið í norðri - norræn bókasafns- og menningarvika Samtímis lesið úr Egils sögu á öllum Norðurlöndum ÚTLIT norrænu bókasafns- og menningarvikunnar er hannað af nýútskrifuðum grafiskum hönnuði, Auði Björnsdóttur. MÁNUDAGINN 10. nóvember kl. 18, að íslenskum tíma, verður sam- tímis lesinn kafli úr Egils sögu í yfir 1.000 bókasöfnum á öllum Norðurlöndunum, allt frá Græn- landi í vestri til Finnlands í austri. Tilefni upplestrarins er norræn bókasafnsvika undir yfírskriftinni í ljósaskiptum, Orðið í norðri, sem ætlað er að beina athygli fólks, ekki síst ungmenna, að sameigin- legum menningararfi norrænna bókmennta og frásagnarhefð. Raf- ljós verða slökkt og kveikt á kertum og saman verður lesinn á öllum Norðurlöndunum kaflinn úr Egils sögu þar sem segir frá dauða Böðv- ars og harmi Egils og því hvernig Þorgerður dóttir hans beitir sam- talstækni til að sefa sorgir föður síns. Á þessu heillandi dæmi um mátt orðsins hefst norræna bókasafns- og menningarvikan sem er á vegum Kynningarfélags norrænu bóka- safnanna og norrænu bókavarðafé- lögin í samvinnu við norrænu félög- in og NORDLIV-verkefnið. Nor- rænu félögin hafa staðið að verk- efninu undanfarin 3 ár sem miðar að því að efla norræna vitund og styrkt er af norrænu ráðherra- nefndinni. Setningarathöfn fer fram í Þjóðarbókhlöðunni kl. 18 mánudaginn 10. nóvember. Upples- ari verður frú Vigdís Finnbogadótt- ir. Leikin verður tónlist og leikhóp- urinn Bandamenn sýnir leikþætti unna upp úr Njálu og Laxdælu. Fjölbreytt dagskrá bókasafna um allt land í tilefni vikunnar hyggst Lands- bókasafn íslands, Háskólabókasafn setja upp sýningu tengda Agli Skalla-Grímssyni og Egils sögu en 60 bókasöfn víðs vegar um landið bjóða upp á sérstaka dagskrá tengda Norðurlöndum þessa vik- una. í Norræna húsinu verður sýn- ing um Norðurlöndin og íbúa þeirra, Á norrænni slóð, saga landanna til dagsins í dag sem farið hefur um öll Norðurlöndin. Frá Finnlandi kemur sýningin Kropssprog, Lík- amstjáning, sem fjallar um það hvernig manneskjan tjáir sig með fasi og framkomu og hvernig tíska og tíðarandi ólíkra staða setur mark sitt á útlit fólks. Hópur ungra ljóð- skálda, Nuori Voima, les upp úr verkum sínum á finnsku og sænsku með íslenskum þýðingum. Hópurinn skipar stóran sess í fínnskum nú- tímabókmenntum og innan hans starfa ungir og framsæknir rithöf- undar og listamenn. Árið 1994 stofnaði hópurinn ljóðaklúbb í sam- starfí við stærsta bókaforlag í Finn- landi, WSOY, sem ferðast hefur með upplestra víðs vegar um Finn- land. Dagskrá ljóðaklúbbsins verður á miðvikudag kl. 18. Alit frá bókmenntum til matarmenningar Það er norræna félagið á íslandi sem stendur að Norrænu bóka- safnsvikunni. Að sögn Kristínar Kvaran, formanns félagsins, hefur hugmyndin vakið athygli um öll Norðurlönd, undirtektir hafa verið framar vonum og áherslur landanna hveijar með sínu sniði. „Svo skemmtilega vill til að sænski barnabókahöfundurinn, Astrid Lindgren, verður níræð í vikunni og verður hún heiðruð með vegleg- um hætti um öll Norðurlönd. Fjallað verður um menningu Norðurland- anna í víðum skilningi, allt frá bók- menntum, tónlist, myndlist og kvik- myndum til matargerðarlistar," segir Kristín. Bókasöfnin bjóða t.d. upp á kynningu á norrænum nóbels- skáldum, á norrænu jólahaldi, menningu víkinganna, norrænum þjóðbúningum, listsýningar, sögu- stundir og upplestra úr verkum norrænna höfunda, leikþátta, kvik- mynda og ljóðasamkeppni barna og unglinga. Mikið af kynningarefni hefur verið unnið og sent frá íslandi í tilefni bókasafnsvikunnar og Krist- ín segir að alls hafi um 7 tonn af pappír, í formi bæklinga, póstkorta og plakata, verið dreift til hinna Norðurlandanna. Félagið leitaði til útskriftarnema í grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands með hönnun kynningarefnis- ins og fyrir valinu varð tillaga Auð- ar Björnsdóttur. Einkennismynd verkefnisins sýnir sólarlag í Grafar- voginum út um glugga í Bergen. Sýningnm lýkur Þjóðminjasafn íslands SÍÐASTA sýningarhelgi á ljósmyndum finnans Tapio Heikkálá sem staðið hefur yfir í Bogasal frá því í september og nefnist „Finnskt búsetu- landslag" verður nú um helg- ina. Sýningunni lýkur á sunnu- dag. Þjóðminjasafnið er opið þriðjudag, fímmtudaga, laug- ardag og sunnudaga frá kl. 12-17. Gallerí Stöðlakot Sýningu Ingu Rósu Lofts- dóttur á bláprentsmyndum lýkur á sunnudag. Stöðlakot er opið daglega frá kl. 14-18. Gallerí Listakot 8. einkasýningu Önnu Gunnlaugsdóttur, Er guð kona? lýkur mánudaginn 10. nóvember. Galleríið er opið alla daga frá kl. 12-18, nema sunnudag frá kl. 14-18. Gallerí Handverk & hönnun Tréskurðarsýningu Þórhalls Hólmgeirssonar lýkur á laug- ardag. Galleríið er opið þriðjudaga til föstudaga kl. 11-17 og laugardaga kl. 12-16. Gallerí Fold Málverkasýningu Elínar G. Jóhannsdóttur, Gjár og gjótu- líf, í baksal gallerísins lýkur nú á sunnudag. I kynningarhorninu sýnir Sara Vilbergsdóttir pastel- myndir. Þeirri sýningu lýkur einnig á sunnudag. Gallíið er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14-17. Damasksýning í Safamýri Damasksýningu Ragnheiðar Thorarensen, umboðsmanhs Georg Jensen Damask, lýkur á sunnudag. Sýningin er opin laugardag og sunnudag, frá kl. 13-18 í Safamýri 91. Listsköpun í Sviss,Ung- verjalandi og á Islandi Sviss. Morgunblaðið. SÝNINGARSALURINN shed im eisenwerk er í gamalli verksmiðju í iðnaðarhverfí Frauenfeld í Sviss. Ég var ekki viss um að ég væri á réttum stað þegar ég kom inn í salinn. Lítil eimreið ók hring eftir hring um járnbrautarteina sem lágu í gegnum grænt teppi sem hafði verið stillt upp eins og indí- ánatjaldi. Gulir áhorfendastólar stóðu á litlum palli. Það var hálf- dimmt. David Bosshard aðstoðar- sýningarstjóri sagði að ég væri á réttum stað. Grár kassi var á borðinu sem hann sat við. Þar ofan í voru geymdar fílmur að myndum sem einn listamannanna hafði tekið á meðan sýningin var sett saman. Fjórtán listamenn frá þremur lönd- um tóku þátt í henni, þar á meðal Katrín Sigurðardóttir, Haraldur Jónsson og Steingrímur Eyfjörð frá íslandi. Hinir listamennimir voru frá Sviss og Ungveijalandi. Harm Lux skipulagði sýninguna í samvinnu við Beatrix Ruf, Bama- bas Bencsik og Halldór Björn Run- ólfsson. Þau standa að sams konar sýningum í Búdapest og Reykjavík á næsta ári. Listamennimir höfðu aldrei unn- ið saman fyrr. Hugmyndin var að Listamennirnir fóru í fjallgöngu þar sem þeir skiptust á hug- myndum þeir kæmu saman, hver úr sinni áttinni og sköpuðu listaverk í sam- einingu úr efni og í rými sem var til staðar. Myndband, sem gengur stöðugt á sýningunni, sýnir hvern- ig verkið þróaðist. Það var tekið á vél sem eimreiðin ýtti á undan sér á meðan listamennirnir unnu. Þeir svissnesku undirbjuggu komu er- lendu listamannanna lauslega en innísetningin eða sköpun lista- verksins sjálfs stóð í þá 10 daga sem listamennirnir voru saman í Frauenfeld. Þau vissu við komuna að svart tjald, spennt í hring í sýn- ingarsalnum var rammi verksins. Sýningin dró nafn sitt af því og var kölluð Roundabout. Listamennimir byijuðu á því að fara í fjallgöngu til að kynnast og skiptast á hugmyndum. Bosshard sagði að fjallgangan hefði líklega leitt til þess að græna teppinu var stillt upp. Það var alls ekki indíána- tjald heldur fjall sem sveitavegur með tré á báðar hliðar lá um. Eim- reiðin ók í gegnum fjallið og þegar betur var að gáð var hellir - eða önnur jámbrautargöng - neðst í því. Myndband Haraldar Jónssonar gekk stöðugt inni í fjallinu. Innísetningin átti að vera sam- eiginlegt verk listamannanna og listsköpun þeirra sem einstaklinga átti ekki að skipta máli. Þó benti Bosshard á nokkra hluti og nefndi hver hefði átt hugmyndina eða gert verkið. Myndasaga eftir ung- versku hjónin Agnes Szepfalvi og Zsolt Veress skreytti til dæmis góðan part svarta tjaldsins, keramík plattar með hugmyndum Steingríms Eyfjörðs um litla hluti sem em ókeypis lágu undir járn- brautarteinunum _og það fór ekki fram hjá mér að íslendingar höfðu verið að verki við töflu sem einnig var á sýningunni. Roundabout í Frauenfeld stóð í sex vikur. Listamenn frá sömu löndum og unnu að sýningunni þar hittast í Búdapest á næsta ári og setja upp sýningu þar. Síðasta sýn- ingin í þessari samvinnu verður haldin í Nýlistasafninu í Reykjavík næsta haust. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir KEILULAGA fjall með járnbrautargöngum var áberandi á sýn- ingunni Roundabout sem þrír íslendingar tóku þátt í í Frauen- feld í Sviss í haust. Myndband Haraldar Jónssonar gekk stöð- ugt inni í fjallinu. GULIR áhorfendastólar, grár kassi, róla, krot á gólfinu og tafla með íslenskum setningum voru hluti af listaverkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.