Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 35
34 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VOND BYGGÐASTEFNA STJÓRN Byggðastofnunar hefur ákveðið að starfsemi þróunarsviðs stofnunarinnar verði flutt frá Reykjavík til Sauðárkróks, þvert gegn vilja forstjóra Byggðastofnun- ar og forstöðumanns þróunarsviðsins og án þess að starfs- fólkið hafi verið spurt álits. Hér virðist vera um illa ígrund- aða ákvörðun að ræða, sambærilega við þá ákvörðun Guð- mundar Bjarnasonar umhverfisráðherra á síðasta ári að flytja Landmælingar íslands til Akraness, án samráðs við starfsfólkið. Rétt eins og þegar ákveðið var að flytja Landmælingar til Akraness virðast ekki vera önnur rök fyrir flutningi þróunarsviðsins en að hann eigi að þjóna illa skilgreindu markmiði um flutning ríkisstofnana út á land í þágu byggðastefnu. Það er ekki nóg að lýsa því yfir að treysta eigi byggðirnar með flutningi stofnana þangað, eins og Egill Jónsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, gerir í Morgunblaðinu í gær. Menn flytja ekki stofnanir án þess að huga að áhrifum þess og afleiðingum. Stjórn Byggðastofnunar virðist ekki hafa leitað upplýs- inga um áhrif flutningsins á starfsemi þróunarsviðsins. Stjórnin virðist ekki hafa athugað, hvort hæft starfsfólk fáist til þróunarsviðsins, verði það flutt. Hefur hún kannað hvort reksturinn verði dýrari á Sauðárkróki eða hversu mikla peninga flutningarnir muni kosta skattgreiðendur? Við höfum mörg dæmi um misheppnaða byggðapólitík, þar sem starfsemi hefur verið flutt út á land eða sett þar á fót án þess að nokkur fjárhagslegur eða faglegur grund- völlur væri fyrir henni. Það er alvarlegt mál að sjálf stjórn Byggðastofnunar skuli enn vera föst í þessu gamla fari vondrar byggðastefnu. ÁBYRG OG SKYN- SAMLEG AFSTAÐA SÚ AFSTAÐA Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra, að til greina komi að draga úr sókn íslenzkra skipa í Barentshaf vegna versnandi stöðu þorskstofnsins þar, er ábyrg og skynsamleg. ísland ber að sjálfsögðu þá skyldu með öðrum ríkjum að vernda auðlindir hafsins og umgangast þær með varúð. Með nýjum úthafsveiðilögum hefur sjávarútvegsráðherra fengið heimild til að setja reglur um veiðar íslenzkra skipa utan lögsögu í því skyni að fullnægja þeirri skyldu. Það er sjálfsagt að ráðherra beiti þeirri heimild, hyggist útgerð- armenn hunza varúðarregluna og láta veiðivonina ráða sókninni, eins og Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, segir í Morgunblaðinu í gær að verði gert. FJALLAFERÐIR OG FYRIRHYGGJA SÍÐASTLIÐINN mánudag hófst leit að tveimur mönnum, sem lagt höfðu leið sína í Landmannalaugar á föstu- dag, einbíla og án allra fjarskiptatækja. Þyrla Landlielg- isgæzunar, TF-SIF, fann mennina á þriðjudag við Snjóöld- ur, norður af Landmannalaugum, vestan Tungnaár. Bíll mannanna var benzínlaus, þeir svangir orðnir en ekki illa haldnir. Mildi var að ekki fór verr. Frásagnir af týndum mönnum á fjöllum og ijúpnaslóð eru nánast „daglegt brauð“ í fjölmiðlum á þessum árs- tíma. Kostnaðarsamar og mannfrekar leitir, á stundum við hinar erfiðustu aðstæður, leiða sem betur fer oftast til farsælla lykta. Spurning er hins vegar, hvort við höfum lært nægilega vel af reynslunni. Fyrirhyggjuleysi í fjalla- ferðum, haust hvert, bendir ekki til þess að svo sé. Hnattstaða landsins og náttúra krefst fyrirhyggju og vandaðs undirbúnings þegar menn leggja leið sína úr byggð, ekki sízt á vetrartíð, því á skammri stund skipast veður í lofti. Á þessum árstíma býður það hættunni heim að leggja á hálendið, einbíla og án fjarskiptasambands. Á þessum tíma - og þarf raunar ekki vetur til - getur fjalla- ferð, sem ekki er undirbúin af fyrirhyggju, verið feigðar- flan. Það er of seint að iðrast þegar í óefni er komið. Morgunblaðið/Sigurgeir Úr vinnslusal Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, Framlegð bolfisk- vinnslu ÚA tvöfölduð Erfíð rekstrarstaða bolfískvinnslu í landi og óskir forráðamanna greinar um breytingar á vinnutímafyrirkomulagi verkafólks hafa verið í umræðunni undanfarið. Pétur Gunn- arsson kynnti sér bakgrunn málsins og ræddi við forsvarsmenn í greininni ogtrúnað- armenn starfsmanna. RJÚ fiskvinnslufyrirtæki á landinu hafa undanfarna mánuði samið við starfsfólk sitt um tilraunir með breytt vinnutíma- og bónuskerfí í því skyni að ná fram hagræðingu. Þetta eru ísfélag Vestmannaeyja, Útgerðarfé- lag Dalvíkinga og Útgerðarfélags Akureyringa. ÚA gerði hinn 5. ágúst tilraunasamning til tveggja mánaða sem framlengdur hefur verið um tvo mánuði til viðbótar. Hvatinn að breyt- ingunum hjá ÚA var sá að ný flæði- lína var tekin í notkun. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri ÚA, segir að frá 5. ágúst hafi fram- legð bolfiskvinnslu ÚA til afskrifta og fjármagnskostnaðar tvöfaldast. „En betur má ef duga skal,“ segir Guðbrandur. „Við teljum að á þessum þremur mánuðum höfum við náð helmingi af þeim árangri sem mögu- legt er að að ná með þessum tækjum. Spurningin er hvað það tekur langan tíma og þar skiptir áframhaldandi gott samstarf við starfsfólk afskap- lega miklu máli.“ Líkt og í hinum fyrirtækjunum tveimur hafa breytingarnar hjá ÚA falið í sér breytt skipulag vinnudags- ins. Greitt er 5% álag á meðaltalshóp- bónus frá áramótum og 5% hækkun á reiknitölu bónuss, alls 140 kr. á tím- ann, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. í lok reynslutímans liggja fyrir staðlar og þá verður verkafólki greitt fyrir allan reynslutímann ef nýi grunnurinn reynist því hagstæðari en fyrrgreindur útreikningur. Matthildur Sigurjónsdóttir, vara- formaður Verkalýðsfélagsins Eining- ar, kannast við að uppi séu hugmynd- ir um að innleiða útgáfu af einstakl- ingsbónus fyrir starfsfólk í snyrtingu hjá ÚA, en þá til viðbótar hópbónuss. Hópbónusinn verði jafnframt lág- marksgreiðsla. Matthildur leggur áherslu á að engin breyting hafi enn verið gerð á bónuskerfinu og ekkert sé frágengið í því sambandi. Hún segir að starfsfólk og verka- lýðsfélag hafi lýst sig tilbúin í viðræð- ur og reynslutíma meðan fyrirtækið var að taka nýjar vélar í notkun og samstarfið við fyrirtækið hafi gengið vel. „Við stóðum frammi fyrir því að starfsfólki yrði fækkað í húsinu eða þá að semja um hálfa vakt til viðbót- ar,“ segir Matthildur. 35% álag á síðdegisvakt Samkomulagið, sem gert var, felur í sér að reglulegur vinnutími fisk- vinnslufólksins hjá ÚA stendur nú frá 7 að morgni til 19 og skiptist niður á eina og hálfa vakt. Dagvinnutíma þess sem vinnur fullan vinnu og mætir klukkan 7 lýkur klukkan 15.10 en laun eru greidd í kaffitíma til kl. 15.30. Vinni maður frá 7 og fram yfir 15.30 er greitt fyrir með yfirvinnu eins og áður. Klukkan 15.10 hefst síðdegisvakt sem greitt er fyrir með 35% álagi til þeirra sem hafa síðdegis- vaktina að föstum vinnutíma. Síðdeg- isvaktin stendur til 19 en greitt er fyrir pásu til 19.10. Fjölmargar útgáf- ur eru til af ráðningartíma innan ram- mans frá 7-19. Matartími styttur og vinnudagurinn með í umfjöllun um aðalfund Vinnslu- stöðvarinnar kom fram að vilji stæði til að fækka pásum og gera breytingu á neysluhléum. Breytingin sem gerð var í þeim efnum hjá ÚA var sú að matartími er nú hálftími í stað klukkutíma áður og styttist vinnudagurinn sem því nemur. Pásur og kaffihlé eru hins vegar eins og áður nema hvað það dregur úr áhrifum þeirra á starfsem- ina vegna þess að vaktin sem hættir við upphaf kaffitíma kl. 15.10 er leyst af með nýjum mannskap. Bætt er við kaffitíma frá kl. 17-17.15 fyrir seinni vaktina og sú vakt vinnur af sér pásu en fær í staðinn greidd laun til 19.10. Kaffitímar eru eins og áður frá kl. 8.40-9 og 15.10-15.30 og pásur teknar frá kl. 8.40-8.49, 10.40- 10.47, 13.55-14.02. Einstaklingsbónus Þær breytingar sem rætt er um á bónuskerfinu snúa eins og fyrr sagði að því að koma á fót einstaklingsbón- us í snyrtingu á þann hátt að samein- aðir verði kostir beggja kerfanna og að hópbónusinn þjóni hlutverki lág- marksgreiðslu. Þegar frystihúsin tóku að fjárfesta í flæðilínum var farið út í hópbónus og bónusdrottningar ein- staklingsbónussins heyrðu til liðnum tíma. Arnar Sigurmundsson segir að víða um land sé mikill vilji til að hverfa aftur til einstaklingsbónuss og sá vilji sé ekki síst meðal verkafólksins. Ástæður þess að menn vilja gera breytingar eru þær að ekki sé nægi- legur hvati innbyggður í hópbónus- kerfið. Arnar Sigurmundsson segir að ein- staklingsbónus byggist á auknum af- köstum og nýtingu og því að verð- launa starfsmenn sem ná góðum ár- angri. Bónusdrottningarnar lyfti auk þess hópbónusnum. „Margt fólk í fisk- vinnslu er vant því að vinna undir álagi og vill hafa það þannig. Bónus- drottningarnar hafa ekki verið sáttar við flæðilínurnar," segir hann. Jafn- framt kemur fram hjá Arnari að munur sé á afstöðu fólks til þessa máls eftir byggðarlögum og jafnvel landshlutum. Einna mest fylgi telur hann að sé við einstaklingsbónus á Suðurlandi og Vesturlandi. Dregur úr fjölbreytni Það kom fram hjá viðmælendum blaðamanns úr hópi fiskverkafólks að einn ókostur breytinganna væri sá að þær hefðu dregið úr fjölbreytileika starfanna. Fólk fengi ekki í sama mæli og áður að flytja sig milli vinnu- stöðva og verkefna. Guðbrandur Sig- urðsson segir að hjá ÚA sé einhæfnin í sjálfu sér ekkert meiri en verið hefði. „Þeir sem voru í snyrtingu eru áfram í snyrtingu," sagði hann. Einhæfni starfa sé vandamál sem fleiri en físk- vinnslan þurfi að fást við og gera ráðstafanir vegna. „Það sem ég held að skipti mestu máli er að upplýsa starfsfólkið sjálft og nota upplýsingar sem hvatningu." 2% lækkun launahlutfalls? Eins og fram kemur á öðrum stað í opnunni er það mat margra að sú þróun sem nú er að fara af stað sé liður í því að efnahagslega traust fisk- vinnslufyrirtæki leggi áherslu á aukna framleiðni til þess að standa betur að vígi í síharðnandi samkeppni um hrá- efni. Hvaða ávinningi geta fyrirtækin hugsanlega náð fram með nýju vinnu- tímafyrirkomulagi? „Ef allt sameinast - betra skipulag og nýting, sveigja í vinnutíma og nýtt bónuskerfi - erum við að tala um 2% lægra launahlut- fa.ll, að hámarki,“ segir Arnar Sigur- mundsson. Guðbrandur Sigurðsson, vill hins vegar setja það sem markmið að koma heildarlaunahlutfalli niður í 12-13% í bolfiskvinnslunni. STAÐA BOLFISKVINNSLUIMNAR Viðræður hófust í Vinnslustöðinni í gær VIÐRÆÐUR milli Vinnslustöðvarinnar hf. og verkalýðsfélaga og starfsmanna um breytingar á vinnu- tímafyrirkomulagi eiga að hefjast í dag, að sögn Arndísar Páls- dóttur, trúnaðar- manns Verkakvenna- félagsins Snótar, vegna starfsstúlkna hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Hún segir að enn sé lítið farið að ræða möguleika á breyting- um í hópi starfsfólks- ins. Fyrst eftir umfjöll- un á aðalfundi fyrirtækisins hafi borið á óánægju fólks. Það hafi talið að verið væri að kenna því um að ekki væri gróði af rekstrin- um. „En við erum allar hlynntar einstaklingsbónus, þ.e. þær sem eru vanar því að vinna í bónus,“ segir Arndís. Hún segir að rætt hafi verið um einstaklingsbónus í snyrtingu og pökkun hjá Vinnslustöðinni. „Hópbónusinn gaf vel í upphafi en síðan hefur hann farið lækkandi. Eg kenni því um að konur sem koma nýjar inn eru óvanar að vinna í bónus og hafa ekki hraðann sem við höfðum sem vorum í einstaklings- bónus. Þær þekkja ekki einstakl- ingsbónus og kæra sig kannski ekki um hann og þá erum við óánægðar, sem vitum að við getum gert vel og gerum vel en fáum ekki það borgað sem okkur finnst við eiga skilið.“ Hver passar börnin? Um hugsanlegar breytingar á vinnu- tímafyrirkomulagi, neysluhléum og pás- um vildi Arndís lítið segja því hún hefði ekkert heyrt um það frá forsvarsmönnum fyrirtækisins, aðeins lausafregnir utan úr bæ. Viðræður um málið eiga að hefjast í dag. í þeim taka þátt, auk Arndísar og annarra fulltrúa starfsmanna, fulltrúar starfsmanna fyrirtækisins í Þor- lákshöfn og forsvarsmenn verka- lýðsfélaganna tveggja í Vest- mannaeyjum og verkalýðsfélags- ins Boðans í Þorlákshöfn. Arndís bendir á ýmis vand- kvæði sem kunni að fylgja því að hefja vinnudaginn fyrr, t.d. klukkan sex eða sjö á morgnana. „Það er mikið af konum með börn á leikskóla og í skóla. Hver á að passa þau meðan mamma er í vinnunni? Það er margs að gæta,“ sagði Arndís Pálsdóttir. Arndís Pálsdóttir Morgunblaðið/Kristján Trúnaðarmaður hjá ÚA segir fólk vilja taka þátt í að halda fyrirtækinu í bænum Starfið einhæfara SUNNA Árnadóttir, trúnaðar- maður starfsfólks hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa, segir að þegar fyrirtækið sagði í sumar upp vinnutímafyrirkomulagi og óskaði eftir samstarfi um breytt vinnu- tímafyrirkomulag hefðu undir- tektir starfsfólks verið góðar. „Fólk vildi taka þátt í því að halda fyrirtækinu í bænum, beijast með því og byggja þetta upp og fá að taka þátt í þessu. Það er mikið talað um hvað fólk er þolinmótt í sambandi við þessar breytingar þótt alltaf séu að koma upp ein- hver atriði sem þarf að leysa,“ segir Sunna. „Það er verið að umbylta þessu fyrirtæki í annað og meira en venjulegt frystihús því það er alltaf verið að fullvinna fiskinn meira og meira og það treyst meira en áður á hvern og einn starfsmann." Sunna segir að ágætur andi sé milli yfirmanna og starfsfólks. I upphafi hafi mörgum ekki líkað að þurfa að gangast undir próf til að afla gagna í nýjan bónus- grunn og margir hafi óttast að standa sig ekki. „Það er búið að eyða því og fólkið er öruggara um sig núna. Það er ekki eins mikill kvíði og var í upphafi. Þá þurfti fólk að Iæra margt og hugsa um margt.“ Hún segist telja að fyrirtækið hafi unnið vel úr þeim málum. Einhæfara starf Varðandi breyttan vinnutíma sagðist Sunna telja að fólk væri yfirleitt ánægt með að geta feng- ið fjölbreyttan vinnu- tíma, sem taki tillit til aðstæðna hjá hveijum og einum og geri mörgum auðveldara fyrir, t.d. með barna- pössun. „En fyrir vikið finnist fólki að starfið verði einhæfara. Það sé ekki eins mikil hreyfing milli starfa innan fyrirtækisins og fólki finnist ekki nógu margir starfsmenn fá að breyta til og fara t.d. úr snyrtingu yfir í pökkun." Sunna segir að í nýja rýminu í vinnslu- sal ÚA sé ekki aðstaða fyrir leik- fimi starfsfólksins. Nú virðist Ijóst að bætt verði úr því þannig og boðið upp á leikfimi í pásum, 6-7 mínútur, einu sinni fyrir hádegi og einu sinni eftir hádegi. „Eg held að eymsli í herðum og hálsi hafi aukist með þessari nýju línu. Það þarf að laga það,“ segir Sunna. Bónustölur ekki opinberar Um einstaklingsbónusinn segir hún að margir séu hræddir við einstaklingsbónusinn af því ekki er alls staðar hægt að koma hon- um við. „Það er spurning hveijir eiga að bera meira úr býtum en aðrir. Þess vegna hefur verið lagt upp með að hafa fastan hópbónus en að þeir sem leggja eitthvað á sig og fara upp fyrir það fengju umbun enda hækka allir þegar einhver fer upp fyrir.“ Sunna segir að óánægja hafi m.a. komið upp með að bónustölur allra voru sýndar á vinnustaðn- um fyrst eftir reynslu- samningjnn. Hún seg- ist hafa beitt sér fyrir því að bónustölur yrðu birtar undir kennitölu þar til kom- in væri reynsla á breytingarnar og fólk næði að sætta sig við nýtt kerfi. Nú biðji hver um sína stöðu en fyrirtækið flaggi ekki saman- burði. Ekki sé hægt að segja að bónustölurnar séu notaðar eins og svipa á fólkið. Eins og fram er komið hafa Vinnslustöðvarmenn í Vest- mannaeyjum m.a. rætt um að ná fram breytingum á pásum og neysluhléum en hjá ÚA urðu ekki aðrar breytingar á þeim en að með nýrri vakt, síðdegisvakt, frá 15.10-19 kom kaffitími frá 17-17.17 og matartími er nú hálf- tími í stað klukkutíma. „Fólkinu finnst miklu betra að hafa hálf- tíma í mat og losna fyrr á dag- inn,“ sagði Sunna. Hún segir að breyttur matartími hafi leitt til þess að nú sé undantekning að fólk fari heim í mat í hádeginu sem áður var mjög algengt á Akureyri eins og víðast á lands- byggðinni. si Sunna Árnadóttir Vandi vegna samkeppn- isstöðu og hráefnisverðs ENN er vandi bolfiskvinnslu í landi í brennidepli. Fisk- vinnslustöðvarnar eru margar og fjárfestingin mikil. Meðaltalsfrystihúsið er nú rekið með 10% halla að mati Þjóðhagsstofn- unar. Forsvarsmenn Vinnslustöðvar- innar hf. hafa lýst því yfir að vegna vinnutímaákvæða kjarasamninga fái þeir ekki næga nýtingu út úr húsum, tækjum og starfsfólki. Breytingar á vinnufyrirkomulagi hafa þegar verið gerðar til reynslu hjá þremur fyrir- tækjum í landinu og verkalýðsfélög í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn hafa fallist á að ræða við Vinnslustöðina um sams konar breytingar. En vandinn er margþættari. Erfið- lega gengur að tryggja fiskvinnslunni nægilegt hráefni. Hráefniskostnaður er nú 57-58% af heildarkostnaði vinnslunnar og það ber hún ekki, segja forsvarsmenn greinarinnar. Það er ekki nægur fiskur til skiptanna og fiskverðið er hátt, ekki síst vegna þeirrar hörðu samkeppni um hráefnið sem nú mætir landvinnslunni frá frystitogurum, sem fullvinna aflann úti á sjó. Jafnvel að teknu tilliti til betri hráefnisnýtingar í landvinnsl- unni er afkoman af því að fullvinna fiskinn úti á sjó betri en í landi. Launakostnaður á sjó og landi „Aðstöðumunur landvinnslunnar og sjóvinnslunnar er meðal annars sá að í frystitogurum eru það sömu starfs- mennirnir sem veiða fiskinn og vinna úr hráefninu," segir Arnar Sig- urmundsson. „Þar er unnið á vöktum allan sólarhringinn og ekki spurt hvað klukkan er. Ef maður lítur á launa- kostnað í frystitogurunum og Ieggur hins vegar saman launakostnað hjá ísfisktogara og landverkafólki kemur í ljós að sá samsetti launakostnaður er miklu hærri, munurinn er um 10%. Að auki fæst meiri nýting á fram- leiðslutækjunum í sjóvinnslunni en hjá þeim sem verka í landi og þurfa að kaupa hráefni af eigin skipum eða slást um það á markaði," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa, segir að markmið fyrirtækisins sé að fá sem besta nýtingu úr sínum kvóta, hvort sem það sé með sjófrystingu, saltfisk- verkun eða bolfiskvinnslu í landi. „Við lítum til þess hver er hin raun: verulega framlegð á hráefniskíló. í dag er best að vinna karfa, grálúðu og rækju á sjó en fyrir landvinnsluna borgi sig frekar að vinna þorsk og ýsu.“ Útkoman í þeirri verkun sé þó ekki jafngóð og úti á sjó. „Það, sem er erfiðara í landi, er að á frystitogara er hráefni og laun ákveðið hlutfall af kostnaði. Þótt var- an lækki og þótt gengið lækki er hlut- fallið alltaf það sama,“ segir Guð- brandur. „Ef menn frysta úti á sjó er al- gengt að framleiðsluverðmætið sé 130 kr. fyrir hvert hráefniskíló. Á þokka- lega velreknu frystiskipi skilar það 28% framlegð í afskriftir og fjár- magnskostnað, þ.e. 36 króna fram- legð fyrir hvert kvótakíló. í góðri vinnslu í landi geta menn fengið 153 króna framleiðsluverðmæti á hvert hráefniskíló, þ.e. aukið verðmætið um 23 krónur. Raunhæft markmið í land- vinnslu er 18% framlegð, þ.e. 27,50 krónur." Guðbrandur segir að kaup á fiski af eigin skipum séu forsenda land- vinnslunnar hjá ÚA því frystingin standi aldrei undir því að keppa við það verð sem greitt er á markaði og er í grennd við 100 kr/kg. Með land- vinnslu vilji fýrirtækið ná sem bestri nýtingu úr þeim eignum sem til eru. „I ár endurnýjaði ÚA landvinnslu sína fyrir 215 milljónir króna. Það hefði dugað til að borga 73 af kostnaðinum við það að breyta ísfiskskipi í frvsti- togara,“ segir hann. Hlutabréfamarkaður Samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar er meðaltalsfrystitogarinn nú rekinn á núlli en meðalfrystihúsið með 10% halla. Forsendum Þjóðhagsstofnunar er þannig háttað að fyrirtæki telst rekið með halla ef ávöxtun eiginfjár er minni en 6%. Þá eru vextir af afurða- lánum teknir með I reikninginn en ekki afskriftir og vextir af stofnlánum, þ.e.a.s. fjárfestingalánum. Arnar Sig- urmundsson segir að hjá meðaltals- frystihúsinu vegi þeir liðir upp á móti 6% ávöxtunarkröfunni. Nú eru flest stærstu sjávarútvegs- fyrirtæki landsins komin á almennan hlutabréfamarkað. í máli forsvars- manna Vinnslustöðvarinnar hefur komið fram að það hafi m.a. í för með sér að sú afdráttarlausa krafa sé gerð til stjómenda fyrirtækjanna að grípa til þeirra aðgerða sem skila bestum árangri til skemmri eða lengri tíma. Þeir hagsmunir sem eru bundnir við það að halda uppi landvinnslu, þ.e. atvinnuhagsmunir byggðarlaganna, verði hugsanlega að víkja fyrir nauð- syn þess að skila arði. „Það er ekki lengur kostur að halda uppi landvinnslu sama hvað gengur á. Við emm í bolfiskvinnslu til lands og sjávar,“ segir Guðbrandur og vísar eins og fyrr til þess markmiðs að ná sem bestri nýtingu út úr hvetju kvótakílói. Hráefnisskortur í fiskvinnslunni hefur leitt til þess að hlutfall hráefnis- verðs er hærra en nokkru sinni fyrr. Arnar Sigurmundsson segir að það sé til sú þumalputtaregla að hlutfall hráefnis í kostnaði megi ekki fara mikið yfir 50% til þess að reksturinn standi undir sér. Þetta hlutfall sé nú 57-58% í frystingu að meðaltali. Hjá ÚA er hráefnishlutfallið nú um 55% og launahlutfall er um 20%. Hráefn- isskortur hefur ekki verið vandamál hjá ÚA en mörg fyrirtæki, þar á meðal Vinnslustöðin, hafa átt erfítt með að tryggja nægilegt hráefni til að halda uppi stöðugri vinnslu. Guðbrandur segist eiga erfitt með að sjá að fyrirtæki sem ekki getur tryggt hráefni geti náð fram betri nýtingu á fjárfestingu með lengri vin- nutíma. Fyrir liggi að almennt þurfi að borga 35% álag á dagvinnutaxta fyrir þær síðdegisvaktir sem samið hefur verið um. „Landvinnsluna vantar fyrst og fremst leiðir til að auka af- köst og það held ég að sé annars veg- ar hægt með því að auka tæknistig og sjálfvirkni og hins vegar með því að vinna með starfsfólkinu og hjálpa því með þjálfun til að auka afköstin." Of mörg frystihús Guðbrandur og Amar neita því ekki að segja megi sem svo að vandi botnfískvinnslunnar sé sá að of mörg fiskvinnsluhús séu að verka of fáa físka. „Þetta er hluti af vandanum; það eru of margir að vinna of lítið magn af físki,“ segir Arnar. Rússa- fiskur og Smuguveiðar hafi aukið hráefnisframboðið og mörg fyrirtæki hafí gert góða hluti í sérhæfingu og' í vinnslu uppsjávarfiska. Fyrirtækin í hefðbundinni bolfískvinnslu séu engu að síður of mörg. Guðbrandur tekur í sama streng og segir að vegna vinnu ÚA við hagræð- ingu undanfarið ár finni fyrirtækið ekki fyrir þeirri niðursveiflu sem end- urspeglist í afkomutölum Þjóðhags- stofnunar fyrir greinina. Ýmsir aðrir hafí á sama tíma lagt áherslu á upp- byggingu í loðnufrystingu jafnhliða bolfiskvinnslu. Aðspurður hvort ný gjaldþrota- eða sameiningarhrina geti verið í aðsigi í fiskvinnslunni segist Guðbrandur lengi hafa verið svartsýnn á framtíð milli- stærða af frystihúsum, en í þann flokk falla flest frystihús hér við land. Besta framtíð telur hann í stórar verksmiðjur eiga, svo sem ÚA; fyrirtæki sem vinni úr miklu magni. Einnig eigi lítil, sér- hæfð fyrirtæki framtíð fyrir sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.