Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Silungsveiði í Veiðivötn- 'um á Landmannaafrétti Stórvaxinn urriði Veiðivötn eru klasi um 50 vatna á Land- mannaafrétti, í um 560 til 600 m. h. y. s. Af- rennsli vatnanna er um Vatnakvísl til Tungna- ár en mörg þeirra eru þó án frárennslis. Vötnin eru mismun- * andi að stærð en eru flest innan við 1 km2. Stærst er Litlisjór, 9,2 km2. Veiðivötn eru frá náttúrunnar hendi hrein urriðavötn. Veiðivatnaurriði er stórvaxinn og síðkyn- þroska. Á hveiju sumri veiðast allt að 10-15 pd fiskar. Vöxtur er góð- ur þrátt fyrir stuttan vaxtartíma. Góður vöxtur og stór urriði er eflaust bundið í genum fískanna en stafar að hluta til af ríkulegu fæðu- framboði og því hversu rúmt er á fiski. Fiskrannsóknir > Veiðimálastofnun hefur rannsak- að fisk í Veiðivötnum árlega síðustu 12 árin. Rannsóknir þessar eru unnar fyrir Veiðifélag Landmanna- afréttar. Þær hafa sýnt að náttúru- leg nýliðun urriða er mjög lítil í sumum stærri vatnanna, en virðist betri í þeim minni. Skýringin virðist vera skortur á góðum hrygningar- stöðum þar sem saman fer renn- andi súrefnisríkt vatn og gróf möl. Veiðisaga og - veiðifyrirkomulag Veiðivötn hafa lengi verið nytjuð. í fyrstu nýttu bændur vötnin með netaveiði. Eftir stofnun Veiðifélags Landmannaafréttar, árið 1965, var farið að selja stangveiðileyfí og nú eru vötnin nytjuð með stang- og netaveiði. Veiðitímabilið er að jafn- aði frá 20. júní til 20. september. Magnús Jóhannsson Stangveiði er til 20. ágúst en eftir það og fram til 20. september veiða bændur í net. Af 22 vötnum, sem veiði er stunduð í, eru 12 lokuð fyrir netum. Netaveiði er einkum leyfð í stærstu vötnun- um. Sókn í stangveiði hefur stöðugt verið að aukast. Á árunum 1965 til 1980 var stangafjöldinn tak- markaður við 20 stangir á dag en síðar allt að 70 stangir. Sveiflukennd veiði Veiði í Veiðivötnum hefur ætíð verið sveiflukennd. Oft fékkst þó mikill afli. Áður fyrr þóttu þrjátíu hestburðir (3.000 kg) góður afli. Samkvæmt aflaskýrslum, sem eru samfelldar frá 1965, er minnsta skráða veiði innan við 1.000 urriðar en mest var veiði á miðjum 8. ára- tugnum, tæplega 19.000 urriðar. Á þeim tíma var Stóra-Fossvatn afla- sælast. Upp úr 1990 óx aflinn á ný, eftir að hafa verið í lægð milli 1980 og 1990. Veiði hefur nokkuð dalað síðustu árin (mynd 1). Á árun- um 1992-1996 hafa um 65% urrið- anna að jafnaði verið veidd á stöng og 35% í net (mynd 2). Sömu ár hefur langmesta veiðin verið í Litla- sjó, en þar hafa að jafnaði um 43% urriðaaflans verið dregin á land. Bleikjuveiðin hefur verið að jafnaði um 750 fiskar á ári og einungis 13% þeirra hafa veiðst á stöng. Endanlegar tölur um veiði í sumar (1997) liggja ekki fyrir. Bráða- birgðatölur um stangveiði eru rösk- lega 3.900 urriðar og um 100 bleikj- ur. Meðalþungi urriða í veiðinni hefur oftast verið um 1,0 kg. Þyngdin hefur hins vegar farið vax- andi frá 1991 og var 1,6 kg á síð- asta ári. Sveiflur í stærð fisk- stofna af náttúrulegum orsökum eru vel þekkt- ar. Magnús Jóhanns- son gerir grein fyrir hvernig nokkrir þessara þátta koma við sögu í Veiðivötnum. Orsakir fyrir sveiflum í veiði eru margvíslegar Sveiflur í stærð fiskstofna af náttúrulegum orsökum eru vel þekktar þar sem hitafar virðist hafa talsverð áhrif. Þá getur innbyrðis samkeppni í viðkomandi stofni og samkeppni við aðrar tegundir haft áhrif. Sjúkdómar, afræningjar, veiðisókn, seiðasleppingar og nýt- ingarform geta einnig haft sitt að segja. Þegar rætt eru um stang- veiði sem byggist á því að fiskur taki agn, getur fæðuframboð og dreifing fæðu í viðkomandi vatni haft þýðingu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir hvernig nokkrir þessara þátta koma við sögu í Veiði- vötnum og reynt með því að varpa ljósi á veiðisveiflur í urriðaveiði síð- ustu ára. Seiðasleppingar hafa aukið veiði Vegna erfiðra nýliðunarskiljTða í vötnunum hefur verið reynt að auka veiði með sleppingum urriðaseiða. Flest hafa seiðin farið í stærri vötn- in, Litlasjó, Grænavatn og Ónýta- vatn, enda náttúruleg nýliðun urriða lítil þar og vötnin stór. í kjölfar sleppinga hefur veiði aukist. Veiði í Litlasjó jókst úr 188 urriðum (808 Silungsveiði í Veiðivötnum 1965-1996 20.000 15.000 10.000 5.000 0 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 Hlutfallsleg skipting urriðaveiði í Veiðivötnum á netaveiði og stangveiði árin 1986-1996 100%- Netaveiði Stangveiði o -i—i-—i—t-—|—i—1—i—i—|- 1986 1990 1995 kg) árið 1986, í 3.752 urriða (8.067 kg) árið 1996. Aflaaukninguna má rekja til seiðasleppinga, en á árunum 1986 til 1989 var sleppt um 120.000 smáseiðum í Litlasjó. Á árunum 1990 til 1993 voru sleppingar litlar í kjölfar nýmaveikismits sem greind- ist í klakfíski svo farga varð hrogn- um. Afleiðingar þess að ekki var sleppt þessi ár hafa verið að koma fram í minni veiði síðustu árin. Þar sem veiði í Litlasjó byggist nær ein- göngu á sleppingum og vatnið er orðið mesta veiðivatnið, hefur sam- dráttur í veiði þar vegna minni slepp- inga meiri áhrif en í öðrum vötnum. Veiði í vatninu byggist nú á stórum 7 til 10 ára sleppiurriðum (50 cm og stærri) sem fer eðlilega fækk- andi vegna veiði og af náttúrulegum orsökum. Inn í veiðina eru að koma þriggja og fjögurra ára sleppifiskar en 5 og 6 ára urriðar fínnast ekki, því engu var sleppt þessi ár. Þess má geta að Látlisjór var talinn físk- laus áður en þar var sleppt seiðum. Náttúruleg nýliðun hefur verið mjög lítil í Litlasjó. Svipaða sögu er að segja um Ónýtavatn. Seiðarann- sóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að náttúrulegt klak hefur heppnast í Litlasjó árin 1996 og 1997, sem gefur von um að minni þörf verði fýrir sleppingar næstu árin. Sveiflur í náttúrulegri nýliðun Urriðinn í Veiðivötnum býr við erfíð náttúrufarsleg skilyrði og sumrin eru stutt. Afkoma árganga virðist ráðast á fyrsta ári. Árið 1993 var talsvert af fiski yfir 30 cm í Stóra-Fossvatni. Þetta voru mest 5 til 8 ára urriðar, klakárgang- ar frá 1985 til 1988. Þessir árgang- ar eru að hverfa úr veiðinni og veik- ari árgangar frá 1989 og 1990 að taka við sem eðlilega kemur fram í minni veiði. Árgangur 1991 virð- ist hins vegar vera sterkari. Svipað- ar sveiflur í árgangastyrk náttúru- klakinna urriða koma fram í öðrum vötnum. Vor og sumar 1991 var tiltölulega hlýtt en að sama skapi var svalt árin 1989 og 1990. Tíðar- farið kann því að hafa áhrif á af- komu smæstu seiðanna. Fyrirtækið greiðir FORSÆTISRAÐ- -jHERRA krafðist þess í ” síðustu viku, að Póstur og sími h.f. lækkaði á ný gjaldskrá sina. Þeg- ar samgönguráðherra tilneyddur tilkynnti ör- litla lækkun á símgjöld- um umfram boðaðar hækkanir, sagði hann að fyrirtækið tæki á sig að greiða þann kostnað, sem af þessu hlytist. Þetta er að hafa enda- skipti á sannleikanum. Póstur og sími greiðir ekki eitt eða neitt fyrir almenning. Símnotend- ur greiða fyrirtækinu og málið snýst um það * *hvað fyrirtækinu er leyft að okra mikið á neytendum. Þrátt fyrir það, að síminn fái ekki, tilneyddur af for- sætisráðherra, að okra eins mikið á almenningi og fyrirhugað var, þá er hækkun símþjónustu innanlandssím- tala allt of mikil og engar skýringar hafa komið á nauðsyn hennar. Þrátt fyrir boðaða lækkun hafa þá algeng- ustu símtöl, þ.e. símtöl á dagtaxta, hækkað um 88% á tíu mánuðum. Ég þekki ekki önnur dæmi um jafn svívirðilegar verðhækkanir hjá öðrum söluaðilum. Þess þá heldur þegar 3 fyrirtækið skilaði 3 milljarða hagnaði á síðasta ári vegna símþjónustu. Engin þörf á hækkun símgjalda Miklar tæknibreytingar í símþjón- ustu, hafa leitt til verulegrar lækk- unar raunkostnaðar símtala. Fjar- lægð skiptir m.a. stöðugt minna ^ynáli. Nú kostar nokkra aura að flytja símtal milli landa hveija mínútu og ekki er það dýrara innanlands. Þessar tæknibreytingar áttu að skila sér í stór- lækkuðu verði til sím- notenda, en svo er ekki. í desember s.l. hækk- uðu innanlandssímtöl í verði. Á þeim tíma hlaut forráðamönnum Pósts og síma að vera ljóst að gróði fyrirtæk- isins af símþjónustu stefndi í algjört met. Það skipti ekki máli, símgjöld skyldu samt hækka. Skoðað í ljósi ársreiknings fyrirtæk- isins árið 1996, þá ligg- ur fyrir, að símamálaráðherra, Hall- dór Blöndal, hefur ekki gætt emb- ættisskyldu sinnar og bæði ráðherr- ann og stjórn fyrirtækisins hafa brotið 10. gr. laga nr. 103/1996 um stofnun hlutafélags um rekstur Pósts og símamálastofnunar, en lög- in tóku gildi í september á síðasta ári. Hækkun símgjalda í desember var langt umfram það sem viðmiðun laganna kveður á um. Ráðherra ber að staðfesta gjaldskrá fyrirtækisins og ber því ábyrgð á henni sem slík- ur og er eini fulltrúi almannavalds, sem hefur beint um málið að segja og getur m.a. lækkað gjaldskrána í beinni útsendingu. Slíkt er að vísu einnig þvert á lög um þetta einokun- arfyrirtæki, en hvaða máli skiptir það snöfurmannlegan ráðherra. Óvinir landsbyggðarinnar Símamálaráðherra hefur haldið því fram. að mótmæii gegn verð- Hvemig má það vera að fyrirtæki sem hagn- ast um 3 milljarða af sölu símaþjónustu, spyr Jón Magnússon, skuli líðast að hækka algeng- ustu símtöl um 88% á tíu mánuðum? hækkunum símgjalda feli í sér hags- munagæslu þéttbýlisbúa á Reykja- víkursvæðinu gegn hagsmunum landsbyggðarinnar. Þannig veittist ráðherrann í blaðaviðtali á þessum forsendum að framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna. Þau ummæli ráðherrans eru honum til skammar. Mótmæli gegn okurverði á símþjón- ustu er gæsla almannahagsmuna, sem ráðherrann á að sinna en hefur vanrækt. Staðreynin er sú í þessu máli, að hafi einhver látið hjá líða að gæta hagsmuna landsbyggðar- innar í símamálum þá er það Hall- dór Blöndai. Hefði símamálaráð- herra kynnt sér tæknibreytingar í símþjónustu, þá hefði hann komist að raun um það, sem nú hefur verið upplýst, að það kostar og hefur kost- að um alllangt skeið nánast það sama að hringja frá húsi á Grettis- götu í Reykjavík í hús á Njálsgötu í sama bæjarfélagi og kostar að hringja frá Helga magra stræti á Akureyri í annaðhvort fyrrnefndu Jón Magnússon. húsanna í öðrum landshluta. For- sendur fyrir mismunandi gjaldtöku fyrir símþjónustu í innanlandssím- tölum voru löngu brostnar. Síma- málaráðherrann lét Pósti og síma líðast að leggja sérstakan auka- kostnað á landsbyggðina með því að selja símþjónustuna á hærra verði milli landshluta án þess, að raun- kostnaðurinn við það væri hærri. Ef einhver hefur brugðist lands- byggðinni þá er það Halldór Blönd- al. Það er ömurlegt að horfa upp á það enn einu sinni, að þegar kemur að réttlætismáium, þá skulu menn eins og Halldór Blöndal grípa tæki- færið til að drepa þeim á dreif með því ranglega að reyna að búa til ein- hveija hagsmunaárekstra milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæð- is. Slíkt er í þessu máli óheiðariegt og ráðherrann á að vita það. Viti hann það ekki þá er hann ekki starfí sínu vaxinn. Hagsmunir lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis fara saman í málinu. Hagsmunir Pósts og síma fara hins vegar ekki saman við hagsmuni fólksins í landinu. Enginn má vita Einvaidskonungar á 18. öld stjórnuðu í samræmi við hugmynd- ina, sem endurspeglaðist svo vel í orðtakinu „Vér einir vitum“. Þýðing þess var að fólkið átti ekki að vera að skipta sér af, þegar hinn alvaldi hafði ákveðið eitthvað. Forráðamenn Pósts og síma h.f. stjórnast af sömu hugmyndafræði og einvaldskonung- arnir á 18. öld að öðru leyti en því, að margir konunganna vildu að þegnarnir væru sem upplýstastir, en forráðamenn símans vilja ekki láta neinn vita neitt. Meira að segja al- þingismenn mega ekkert fá að vita. Svo virðist sem forsætisráðherra megi heldur ekkert fá að vita. For- ráðamenn Pósts og síma h.f. fara með mál fyrirtækisins eins og um launhelgar væri að ræða. Ekki fæst upplýst hver raunkostnaður er við símtal. Ekki fæst upplýst hve stórt hlutfall símgjalda hefur greiðst vegna innansvæðissímtala og hve mikið vegna millisvæðasímtala, sem ætti þó að vera einfaldar tölfræðileg- ar upplýsingar. Alltaf er því sama borið við. Vegna væntanlegrar sam- keppni kemur það ekki til mála. Hvaða samkeppni? Við höfum séð mótmæli fyrr í viðræðum Neytendasamtakanna við forráðamenn Pósts og síma h.f. í s.l. viku kom það fram, að þeir óttuðust ekki mótmæli almennings og þau mundu engu skipta. Þeir höfðu á orði og nefndu dæmi um, að þeir hefðu nú mætt mótmælum fyrr. Það mundi ekki hrífa frekar nú en áður. Ég velti því fyrir mér þegar ég hlustaði á þetta hvort ég hefði ekki villst í tímanum inn á annað sögusvið. Sögusvið gömlu Sovétríkjanna. Þannig hefði Bres- hnev vel getað sagt, við höfum nú séð mótmæli fyrr, t.d. þegar við kæfðum uppreisnina í Ungveijalandi og síðan þegar við réðumst inn í Tékkóslóvakíu. Við óttumst það ekki. Mótmæli hafa engin áhrif á okkur. Viðhorfin eru þau sömu. Hvernig má það vera Hvernig má það vera, að fyrir- tæki, sem hagnast um 3 milljarða af sölu símþjónustu eða um helming eigin fjár, skuli líðast að hækka al- gengustu símgjöld um 88% á tíu mánuðum? Sú verður raunin ef gjaldskránni verður nú breytt til lækkunar frá enn meira okri. Þessi hækkun er ekki ásættanleg. Ég á bágt með að trúa því, að maður með skaplyndi Davíðs Oddssonar, sem á þó þakkir skildar fyrir að beita sér í málinu, sætti sig við að fyrirtækið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.