Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umræður um húsnæði Sjómannaskólans Húsnæðið í eigii íslensku sj ómannastéttarinnar ÞAÐ mun kosta um 20 milljónir króna að flytja búnað Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands úr Sjómannaskólahúsinu og koma honum fyrir í öðru húsnæði, samkvæmt lauslegri áætlun Framvæmdasýslu ríkisins. Þetta kom m.a. fram í svari Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra við fyrirspumum Steingríms J. Sigfússonar og Guðrún- ar Helgadóttur, þingmanna Alþýðubandalags og óháðra, um húsnæðismál Sjómannaskólans, á Al- þingi í gær. Mótmæltu þau fýrirhuguðum flutningi skólanna úr húsi Sjómannaskólans að Rauðar- árholti og lögðu áherslu á að húsnæðið væri í eigu íslensku sjómannastéttarinnar. Þá sagði Steingrím- ur ráðherra hafa farið ógætilega af stað í þessu máli og að hann hefði skapað óþarfa tortryggni og úlfúð sökum þess að hann hefði ekki unnið frá byijun í fullkomnu samstarfí við skólastjómendur og nemendur í Sjómannaskólanum. í máli sínu lagði ráðherra hins vegar áherslu á að unnið hefði verið að hugmyndinni um flutning skólanna úr Sjómannaskólahúsinu á faglegan hátt og tók í því sambandi undir bréf skólanefnda Stýri- mannaskólans og Vélskólans frá því í byijun þess- ara viku, þar sem, að sögn ráðherra, segir m.a. að leggja beri áherslu á að endurskoðun húsnæðis- aðstöðu skólanna fari fram með ítarlegri undirbún- ingsvinnu hóps manna sem hefðu sérþekkingu á málefnum skólanna. Að mati skólanefndanna gæti slík vinna leitt til skoðunar á þremur valkostum í húsnæðis- málum skólanna, þ.e. hvort hanna og byggja ætti nýtt skóla- húsnæði frá granni, hvort endur- bæta ætti núverandi húsnæði og vinna áfram á grandvelli sam- þykkt deiliskipulags fyrir Kenn- araháskóla Jslands og Sjó- mannaskóla íslands og að síð- ustu hvort koma ætti skólunum fyrir í öðra hentugu húsnæði. Sagðist ráðherra gera ráð fyrir að niðurstaða slíkrar vinnu lægi fyrir fyrir áramótin. Endurbætur utanhúss um 60 milljónir í svari menntamálaráðherra kom einnig fram að áætlað hefði verið að viðgerðir Sjómannaskólans utanhúss kostuðu að minnsta kosti 60 milljónir króna og að því væri spáð að kostnaður við endur- bætur á húsinu öllu myndi varla kosta undir 300 milljónum króna en ættu ekki að þurfa að kosta meira en 400 milljónir. „Viðgerð hússins að utan er á engan hátt tengd því hvaða skóii eða skólar hafa þar aðsetur, sú viðgerð mun því hefjast strax þegar nægar fjárveitingar eru fyrir hendi," sagði hann. „Hluti af endurbótum innanhúss er hins vegar háður því hveijir notendurnir verða.“ Eins og áður kom fram er áætlaður flutningskostnaður á búnaði skólanna úr Sjómanna- skólahúsinu 20 milljónir króna, að því er kom fram í máli ráð- herra. í framhaldi af því sagði hann ljóst vera að hluti tækja- búnaðar skólanna, einkum Vél- skólans, þarfnaðist endurnýj- unar, en sú endurnýjunarþörf réðist að mjög litlu leyti af því hvar skólarnir störfuðu, þótt flutningur myndi væntanlega verða til þess að flýta endumýjun sumra véla og tækja. Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sagði m.a. í umræðum um Sjó- mannaskólann í gær að starfsemi Vélskólans og Stýrimannaskólans ætti að vera þar áfram. Krist- ján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mót- mælti einnig flutningi skólanna og sagðist vona að menntamálaráðherra endurskoðaði hugmyndir ráðuneytisins um að svo verði gert. Steingrímur J. Sigfússon hvatti að síðustu til þess að hafist verði handa um það að ráðast „í löngu tímabærar endurbætur á sjómannaskólahús- inu". Það væri öllum til skammar hvernig það hefði verið látið drabbast niður. ’ i -i' '7 iii—r A ' '^ f~ .. .... ffyíi • uíi / .11;! iíi :íí.! fu ; | i 1 mm u itífl ALÞINGI Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftir- farandi mál eru á dagskrá: 1. Skýrsla utanríkisráð- herra um utanríkismál. Ein umræða. 2. Friðlýsing íslands fyr- ir kjarnorkuvopnum. 1. umr. 3. íslenskt sendiráð í Jap- an. Fyrri umr. Alþingi Stutt Halldór baðst afsökunar HALLDÓR Blöndal sam- gönguráðherra kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar Alþingis í gær til að biðjast afsökunar á því að hafa rangnefnt Astu R. Jóhannes- dóttur, þingmann þing- flokks jafnaðarmanna, í umræðum um málefni Pósts og síma í fyrradag. „Mér varð það á í gær (fyrradag) að fara vitlaust með nafn eins háttvirts þingmanns og vil biðjast afsökunar á því. Mér var bent á það eftir umræðurnar að það hefði komið fyrir mig fjórum sinnum í ræðu minni og mér er það algjörlega óskiljan- legt og biðst afsökunar,“ sagði Halldór. Morgunblaðið/Knstmn NEMENDUR Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands fjölmenntu á áhorfendapalla Al- þingis í gær þegar umræður um húsnæði Sjómannaskólans fóru fram. Að þeim loknum afhentu fulltrúar nemenda menntamálaráðherra undirskriftalista, með um 240 undirskriftum, þar sem flutn- ingi skólanna að Höfðabakka 9 er mótmælt. Halldór gefur ekki upp launakjör stjómenda P&S HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að honum bæri ekki skylda til og að honum brysti heim- ild til þess að veita upplýsingar, sem Ögmundur Jónasson alþingismaður bað um, um launakjör stjómenda Pósts og síma hf. Vísaði hann m.a. máli sínu til stuðnings í niðurstöðu lögfræðilegs álits Stefáns M. Stef- ánssonar_ prófessors við lagadeild Háskóla íslands þar sem segir m.a. að samgönguráðherra sé ekki skylt og jafnframt óheimilt gagnvart fé- laginu Pósti og síma hf. að gefa Alþingi upplýsingar sem hann telji að leynt eigi að fara og ekki geti talist til þeirra upplýsinga sem eigi að vera opinberar lögum sam- kvæmt. Ráðherra sagði ennfremur að samkvæmt bréfi stjórnarformanns Pósts og síma hf., Péturs Reimars- sonar, væri ekki unnt að veita upp- lýsingar um kjör einstakra starfs- manna án þess að bijóta undirritað- an samning um gagnkvæman trún- að. Halldór sagði hins vegar að forstjóri og fimm framkvæmda- stjórar Pósts og síma hf. hefðu hver um sig til ráðstöfunar nýjan bíl sem félagið ætti og ræki, en viðkomandi stjómendur greiddu skatta af eins og lög og reglur kveddu á um. Ráðherra hafi heimildina Kristín Ástgeirsdóttir, þingmað- ur Kvennalistans, sagði að ef ráð- herra teldi sig ekki hafa lagalegar heimildir til að veita umbeðnar upp- lýsingar yrði einfaldlega að breyta lögunum. „Það hlýtur að vera skylda okkar að fylgjast með fyrir- tækjum og stofnunum ríkisins.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingfiokki jafnaðarmanna, tók í sama streng og benti á að fyrir Alþingi lægju tvö frumvörp stjórn- arandstæðinga þar sem lagt væri til að það verði gert skylt að veita upplýsingar um hlutafélög í eigu ríkisins. Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, sagði það hins vegar rangt að Halldór hefði ekki heimild til þess að gefa umræddar upplýsingar. Það kæmi fram í lögfræðilegu áliti að honum bæri ekki skylda til þess, en hann hefði á hinn bóginn heimildina, nema það væri til þess að skaða stofnun- ina. Ögmundur velti því síðan fyrir sér hvernig Póstur og sími hf. gæti skaðast af því að greint yrði frá kjörum stjómenda félagsins. Utandagskrár- umræða um RÚV Ráð- herra vill endur- skoða lög BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra telur óhjákvæmilegt að hafin verði samhliða endurskoðun á lögum um ijarskipti og útvarpsrekstur þar sem stefnt sé að því að afnema laga- og tæknilegar hindranir í fjarskipt- um og tryggja að ekkert hamli eðli- legri þróun í hvers kyns boðskiptum. Þetta kom m.a. fram í máli ráðherra í utandagskrárumræðu um stefnu í málefnum Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær. Sagði ráðherra ennfremur að út- varpsréttarnefnd hefði vakið athygli hans á því að nauðsynlegt væri sem allra fyrst að setja skýrar og skil- merkilegar reglur um réttindi og skyldur eigenda og eða rekstraraðila kerfa sem dreifi útvarps- og sjón- varpsefni um þráð. Næstu skref verði að útfæra þessar hugmyndir með það fyrir augum að ieggja fram framvarp um þau efni á Alþingi. Málshefjandi, Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags, krafði ráðherra um svör við því hver væri framtíð Ríkisútvarpsins, m.a. hvort það væri stefna ráðherra að selja hluta af starfsemi Ríkisútvarpsins í hendur einkaaðila. Einnig gagnrýndi Svavar nýlegar mannaráðningar á Ríkisútvarpinu, til dæmis ráðningu framkvæmdastjóra Sjónvarps, og taldi Svavar að fagleg sjónarmið hefðu ekki ráðið þar ferðinni. Ásak- aði Svavar Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa lagt Ríkisútvarpið í einelti. Menntamálaráðherra svaraði því að ekki væru uppi áætlanir um að leggja Ríkisútvarpið niður eða selja hluta af því. Það hefði aldrei verið á dagskrá hjá honum sem mennta- málaráðherra. Hvað varðaði ráðn- ingu starfsfólks að Ríkisútvarpinu sagði ráðherra að þar réðu ákvarð- anir sem byggðust á málefnalegum sjónarmiðum með hliðsjón af mennt- un, reynslu, skólagöngu, hæfni og öðrum persónulegum eiginleikum. Sagði hann auk þess engin rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt Ríkisútvarpið í einelti. Sjónvarp og hyóðvarp undir sama þak Þá kom fram í máli menntamála- ráðherra að hann hefði þegar kynnt þær hugmyndir á vettvangi ríkis- stjómar að sameina bæri sjónvarp og hljóðvarp á einum stað við Efsta- leiti. Hann sagðist telja að nú bæri að taka ákvarðanir um þessa fram- kvæmd, en sagði hins vegar umdeil- anlegt hvað hún kostaði mikið. Þar væra nefndar tölur frá 600 milljónum upp í einn milljarð króna. Isólfur Gylfí Pálmason, þingmaður Framsóknarflokks, velti því upp í utandagskrárumræðunni í gær hvor útvarpsráð væri hreinlega nauðsyn- legt og hvort það tilheyrði ekki fortíð- inni. „Við þekkjum öll umræðuna um ráðningu starfsmanna og þar fram eftir götunum," sagði hann. „Pólitísk íhlutun þessa miðils er engum til góðs og á vissan hátt stofnuninni til vansa,“ sagði hann. ísólfur fagnaði ennfremur þeim ummælum menntamálaráðherra að nú stæði til að sameina Ríkisútvarpið undir einu þaki. Hjálmar Árnason, Framsóknar- flokki, tók í svipaðan streng og ísólf- ur og sagði að útvarpsráð og ráðherr- ar ættu að hætta afskiptum af mann- aráðningum, dagskrárgerð og innri málefnum Ríkisútvarpsins. Þess í stað þyrfti að koma á skilvirku stjórn- unarmynstri þar sem yfirmenn hefðu vaid til að stjóma án afskipta ann- arra en svöruðu jafnframt fyrir og tækju ábyrgð á gjörðum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.