Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÁ HANN Guðjón ekki bara vera í leikgrindinni hjá honura Steina litla, það er svoddan slorlykt af honum . . . Bygging hreinsivirkis álvers Norðuráls Islendingar geta unnið verkið INGÓLFUR Sverrisson, deildai’- stjóri hjá Samtökum iðnaðarins, seg- ir það rangt sem fram kemur í máli Guðmundar Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Johan Rönning, að útlit hafí verið fyrir að ekki fengist íslenskt vinnuafl til að byggja hreinsivirki álvers Norðuráls. Ingólf grunar að með þessu sé ætlunin einvörðungu að flytja inn ódýrara vinnuafl en fyrir sé í land- inu. Fram kom í Morgunblaðinu í vikunni að ABB, einn undirverktaka við byggingu álversins á Grundar- tanga, hafi ásamt Norðuráli sótt um atvinnuleyfi fyrir 60 rúmenska jám- iðnaðarmenn til að reisa hreinsivirki við álverið. Johan Rönning er um- boðsaðili ABB. Ingólfur bendir á að Stálverktak hf. og nokkur önnur íslensk málm- iðnaðarfyrirtæki hafi unnið við sams- konar verk í álverinu í Straumsvík og staðið sig mjög. „ABB hefur verið í sambandi við innlenda aðila í greininni síðan í vor og athygli fyrirtækisins hefur margoft verið vakin á því að þetta vinnuafl sé til staðar í landinu. Pað er því fjarri öllu lagi að halda því fram að útlit hafi verið fyrir að ís- lenskt vinnuafl fengist ekld til verks- ins,“ sagði Ingólfui’. /fáttfh ... frá 20. nóvember. Helgarkvöld (föstudagar og laugardagar) Verb 3.390 kr. Önnur kvöld Verb 2.890 Hádegi, 12., 13. og 14. des. Verb 2.890kr. Þakkargjörbarhlabborb 27.-30. nóv. (Thanks giving) Rannsóknastofa í kvennafræðum Mótun kvenleik- ans á Islandi eftir kynslóðum ANNADIS Gréta Rúdólfsdóttir félags- sálfræðingur flytur fyrirlestur í Odda í dag sem nefnist Mótun kvenleikans á íslandi. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræð- um, í stofu 101, og er öllum opinn. Hann hefst klukkan 17.15. I fyrirlestrinum, sem byggir doktorsritgerð Önnudísar, er fjallað um mótun kvenleikans og hvernig myndir hans hafa breyst milli kynslóða. Gengið er í smiðju femínista og fræðimannsins Michel Foucault, einkum um það hvernig þekking um sjálfið og vald eru sam- tvinnuð. Athygli er beint að stöð- unni sem hinu kvenlega sjálfi er gefið í orðræðum samfélagsins og hvernig breytt staða konunnar hefur leitt til togstreitu milli kyn- slóða. Ritgerðin byggir m.a. á innihaldsgreiningu 209 minning- argreina sem birtust frá 1922- 1992 og viðtölum við 18 konur á aldrinum frá 16 til 88 ára, bæði úr höfuðborginni og af lands- byggðinni. - Hvaða hugmyndir um kven- leikann koma fram? „I hverju samfélagi verða til söfn eða mynstur þekkingar sem kalla má orðræðu. Helstu niður- stöður voru að í minningargrein- unum, sem í mínu úrtaki fjölluðu mest um líf karla og kvenna af eldri kynslóðinni, mátti greina að minnsta kosti tvær orðræður. Annars vegar orðræðu sem kall- ast sálarorðræðan, þar sem ein- staklingar voru mærðir fyrir hversu vel þeir leyfðu öðrum að njóta sín og jafnvel fórnuðu sér fyrir aðra. Rík áhersla var lögð á hlýju þeirra og tilfinninganæmi. Ég hef stundum kallað þetta hið skuggasækna sjálf sem þarna er lýst. f höfðingjaorðræðunni er með- fæddur persónustyrkur hins látna dásamaður. Þar er fjallað um víðsýni, sjálfstæði og braut- í’yðjendastarf. Þessi orðræða nær hámarkinu í leiðtoganum, hinum rökræna einstaklingi sem hefur góða og mikla stjórn á til- finningum sínum, er víðsýnn og fremstur meðal jafningja. Bæði konur og karlar eru staðsett í orðræðunni, en þó að konum sé lýst út frá höfðingslund þeirra og skörungsskap fá þær aldrei þau eftirmæli að hafa verið leiðtog- ar, brautryðjendur eða framsýnar.“ - Hvers vegna “ henta minningargreinar þessa? „Þær gefa auðvitað mjög fegraða mynd af einstaklingum og oft gripið til hátíðlegs orðfæris til þess að lýsa fólki. En þær eru dýrmætar að því leyti að gefa vís- bendingu um gildi og viðmið sem einstaklingar eni metnir eftir í samfélaginu. Viðtölin draga hins vegar skýrt fram að þessar hug- myndir falla ekki endilega inn í líf einstaklingsins sléttar og felldar. Þau sýndu líka fram á togstreitu milli kynslóða. Sumar konur lýstu mæðrum sínum til dæmis sem þröngsýnum, meðan konur af eldri kynslóð sökuðu þær yngri um að vera sjálfselskar eða heimtufrekar.“ - Er eitthvað í ímynd kven- Annadís Gréta Rúdólfsdóttir ► Annadís Gréta Rúdólfsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1984 og BA-prófi frá Háskóla íslands í sálfræði árið 1989. Ár- ið 1991 lauk Annadís MSc gráðu í félagssálfræði frá London School of Economics og varði doktorsritgerð í sömu grein frá skólanum í maí á þessu ári. Hún hefur kennt inngang að kvenna- fræðum við Háskóla íslands frá 1996 og er stundakennari við stofnunina auk þess að gegna rannsókuastöðu hjá Rannsókna- stofu í kvennafræðum. Vinnur hún að rannsókn á sjálfsmynd ungra mæðra. Konum aldrei lýst sem leiðtogum til leikans sem ekki hefur breyst? „Skilgreiningar á móðurhlut- verkinu byggja enn mikið á göml- um hugmyndum um fórnarlund og tilfmningasemi. Áður var að vísu talað um móðurhlutverkið sem eitt af skyldum móðurinnar en nú er litið á það sem val. Inni- haldsgreiningar sem gerðar hafa verið á uppeldisbókum leiða í ljós að einungis er talað um þarfir barnanna en ekki mæðranna sem auðvitað eru oft ekki þær sömu. Konur eru oft fangaðar í þessari orðræðu eftir að þær eignast börn sem skapar innri togstreitu og vekur sektarkennd. Þrýstingur á íslenskar konur um að eignast böm er mikill hér, ef marka má hversu mörg börn konur fæða að meðaltali. Við eignumst fleiri börn en konur í nágrannalöndunum, þar með taldar kaþólskar konur á írlandi. Lífsgildakönnun Félagsvís- ________ indastofnunar árið 1990 leiddi í ljós sterka skoðun þess efnis að konur þyrftu að eign- ast böm til þess að öðl- ast lífshamingju. Töldu 42% þeirra sem lentu í úrtakinu böm nauðsynleg til þess og slíkt viðhorf var mun sterkara á Is- landi en í öðrum löndum. Það er því ýmislegt sem styður þá hug- mynd að meiri þrýstingur sé hér en víða annars staðar á konur að ganga inn í þetta hlutverk.“ - Getur maður ekki ákveðið að meðtaka ekki skilaboðin sem um- hverfið sendir manni? „Það er alltaf svigrúm til þess að velja og hafna og ég tel að konur séu bæði þolendur og ger- endur í eigin lífi. En það hvernig gerendur við emm hlýtur dálítið að takmarkast af möguleikunum sem eru í kringum okkur. Kvennabaráttan snýst meðal annars um að opna sem flesta möguleika fyrir konur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.