Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson FRÁ afhendingn bókanna f.v. Svava Pálsdóttir safnvörður, Helga Run- ólfsdóttir og Guðrún Emilsdóttir, formaður stjórnar bókasafnsins. Vegleg bókagjöf Hrunamannahreppi - Nýlega af- henti Helga Runólfsdóttir Bóka- safninu á Flúðum veglega bókagjöf sem eiginmaður hennar Gísli Hjör- leifsson, bóndi frá Unnarholtskoti, ánafnaði safninu eftir sinn dag. Hér er um að ræða 82 innbundn- ar bækur sem hafa að geyma blöð sem Gísli safnaði á árunum 1962-1994. Petta eru Lesbók Morgunblaðsins, Sunnudagsblað Tímans, íslendingaþættir Tímans og héraðsblaðið Þjóðólfur. Aður hafði hann gefið safninu blaðið Suð- urland en það blað byrjaði hann á að binda inn. Gísli hafði ekki alveg lokið frágangi þessara bóka þegar hann lést 6. júlí 1995. Nú hefur því verki verið lokið og er frágangur bókanna vandaður og eru blöðin að sjálfsögðu í sínu upprunalegu broti. Gísli var alltaf mikill áhugamaður um bókasafnið og sat í stjóm þess um tíma, Guðrún Emilsdóttir bóka- safnsstjóri sagðist vera afskaplega þakklát fyrir hönd safnsins og allrar sveitarinnar fyrir þessa stórhöfð- inglegu gjöf. Petta sýndi best þann hlýhug og velvilja sem Gísli sýndi safninu alla tíð. Furuhjalli - Kópavogi Glæsilegt 208 fm einbýli með innbyggðum 32 fm bílskúr. Frábær staðsetning, innst við lokaða götu. Skipti möguleg. Ákveðin sala. Ahv. húsbréfalán 5,8 millj. innst í botnlanga. Áhvílandi 5,8 millj. Verð 17,5 millj. Fasteignasalan nýbýlavegi 14 «»5641400 Fax 554 3307 KJORBYLi Opið virka daga 9.30-12 og 13-18 0SEIGNAME)LOMN __________________________ Starfsmenn: Sverrir Kristinsson Iðgg. fasteignasali, sölustjóri, Þorleifur St.Guðmundsson.B.Sc., sólum., Guðmundur Sigurjónsson Iðgfr. og Iðgg.fasteignasali, skjalagerö. Stefán Hrafn Stefánsson lögfr., sðlum., Magnea S. Svernsdóttir, lóag. fasteignasali, sðlumaður, Stefán Arni Auðólfsson. sölumaður, Jóhanna Valdimarsdóttir, auglysingar, sfmavarsla og ritari, ólðf Steinarsdóttir, ðflun skjala og gagna. Ragnheiður Síini 5J{}{ 9090 • Fax ö«}{ 9090 • SíAumúln 2 I NETHYLUR - ARTUNSHOLT Vorum að fá í einkasölu þessar glæsilegu verslunar- þjónustu- og vöruskemmur u.þ.b. 1000 fm. Mjög góð lofthæð. Innkeyrsludyr. Stór lóð með góðri aðkomu og athafnarsvæði. Hentar sérlega vel undir ýmis konar þjónustustarfsemi, lager, iðnað o.fl. Gott verð. Nánari uppl. veitir Stefán Hrafn. 5404 DUGGUVOGUR. Vorum að fá í einkasölu atvinnuhúsnæði sem er kjallari (jarðhæð), 1. hæð og 2. hæð samtals um 1034 fm. Inn- keyrsludyr á jarðhæð, vörudyr á 1. hæð. Plássið þarfn- ast töluverðar lagfæringar og er laust nú þegar. Verð 32,0 m. Mjög góð kjör. 5395 HBH—M———BE LANDIÐ Gerð snjóflóðavarnargarða við Flateyri á lokastigi Lokið við efri þver- garða Flateyri - Þriðjudaginn 5. nóv lauk verktakinn Klæðning ehf. við efri þvergarðinn. Eru þá eingöngu eftir framkvæmdir við neðri þvergarðinn sem mun liggja næst byggð og verða hlutföllin á honum lægri, miðað við þann efri. Hæsti punktur efri þvergarðsins er 118 metrar yfir sjávarmáli, en sjálfur garðurinn er 30 metra hár frá innri hluta garðsins en 20 metrar frá ytri hlutanum. Að sögn Gunnars Birgissonar hafa framkvæmdir gengið þokkalega, en veðurfar hefur sett dálitið strik í reikninginn. Framkvæmdir við neðri þvergarðinn hefjast í næstu viku og er stefnt að því að ljúka framkvæmdum í desember ef veðurfarsaðstæður leyfa. Jafnframt því munu hefjast framkvæmdir við drenskurði hvorn sínum megin við garðana. Morgunblaðið/Egill Egilsson HORFT yfir varnargarðana ofan frá þvergarði. Efstu hæðarmörk þvergarðsins eru 118 metrar yfir sjávarmáli. ÞEGAR eru hafnar framkvæmdir við neðri þvergarðinn. í forgrunni sjást gömlu varnargarðarnir sem fyrir voru. HÉR sést Gunnar Birgisson standa í þeim hluta þvergarðsins sem eftir er að fylla upp. Ertu búinn að skipta um kúplingsdisk? ískoðun Nýbýlavegi 4-8 S. 563 4400 TOYOTA QBESDBZ3 Samstarf fram- haldsskóla á Austurlandi SKÓLAMEISTARAR framhalds- skóla á Austurlandi undirrituðu í gær samkomulag til þriggja ára (1997-2000) um skipulegt samstarf skólanna og fer undimtun fram í Ráðhúsinu á Reyðarfirði. Samkomu- lagið má rekja til frumkvæðis Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, frá seinsta ári og hafa skólarnir og menntamálaráðuneytið unnið saman að undirbúningi málsins. Samningurinn er liður í þeirri stefnu menntamálaráðherra að efla samvinnu og verkaskiptingu á milli framhaldsskóla og skapa með því grundvöll að auknum gæðum náms og betri nýtingu fjár þegar til lengri tíma er litið, segir í fréttatilkynn- ingu. Petta er í fyrsta sinn sem gengið er frá formlegum samningi í þessa veru en nokkur hefð er fyrir samstarfi framhaldsskóla eftir lands- svæðum að frumkvæði þeirra sjálfra. Menntamálaráðherra hefur skipað Samstarfsnefnd framhaldsskóla á Austurlandi til þriggja ára og ber hún ábyrgð á framkvæmd samnings- ins. Fulltrúi menntamálaráðuneytis- ins í nefndinni er Helga Hreinsdótt- ir, framkvæmdstjóri, og er hún for- maður nefndarinnar. Auk hennar eiga í sæti í nefndinni Eyjólfur Guð- mundsson, skólameistari Fram- haldsskólans í A-Skaftafellsýslu, Helga Steinsson, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, Helgi Ómar Bragason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum og Margrét Sigbjörnsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. » I I » ! f t I I F I t I j I I fe I" i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.