Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 6. NÖVEMBER 1997 23
Upplýsa
Rabin-
morðið
ÍSRAELSK stjórnvöld
greindu frá því í gær, að þau
hygðust í þessari viku lyfta
leynd af upplýsingum um nið-
urstöðu sérstakrar rannsókn-
amefndar, sem kannaði morð-
ið á Yitzhak Rabin, fyrrver-
andi forsætisráðherra lands-
ins, sem ráðinn var af dögum
fyrir tveimur árum. Benjamin
Netanyahu, sem varð forsæt-
isráðherra hálfu ári eftir lát
Rabins, fyrirskipaði rann-
sóknina í þeim tilgangi að
uppræta sögusagnir um að
menn innan leyniþjónustunn-
ar Shin Bet hefðu verið
viðriðnir samsæri um að
myrða forsætisráðherrann.
Dæmdar bæt-
ur fyrir nauð-
ungarvinnu
ÞÝZKUR dómstóll ákvað í
gær að ríkisstjóminni væri
skylt að greiða aldraðri gyð-
ingakonu 15.000 mörk, um
600.000 krónur, í sárabætur
fyrir að hafa verið neydd til
vinnu í Þýzkalandi nazismans
fyrir meira en 50 ámm. Þykir
dómurinn geta haft fordæmis-
gildi fyrir fjölda annarra, sem
vilja bætur fyrir að hafa unnið
nauðungarvinnu íýrir nazista.
Dómurinn hafnaði hins veg-
ar kröfu 20 annarra gyðinga-
kvenna, sem höfðu þrælað í
vinnubúðum sem tilheyrðu
Auschwitz-fangabúðunum, þar
sem þær höfðu áður hlotið
bætur samkvæmt sérstökum
lögum um bætur til fómar-
lamba nazismans, sem sett
vora í Vestur-Þýzkalandi
1953. Lögmaður kvennanna
20, Klaus von Munchhausen
barón, hyggst áfrýja dómnum.
Brezk
varnarútgjöld
ekki aukin
ÚTGJÖLD til varnarmála í
Bretlandi verða ekki aukin á
næstunni. Þetta sagði George
Robertson, varnarmálaráð-
herrann brezki, á ráðstefnu
um brezka varnarstefnu í
gær. Bretar verja um 2,7%
vergrar þjóðarframleiðslu
sinnar til varnarmála, sem er
hærra hlutfall en hjá öðram
Evrópuþjóðum, en hefur ekki
verið lægra frá því um miðjan
fjórða áratuginn.
Iranir stað-
festa efna-
vopnabann
ÍRÖNSK stjórnvöld hafa
staðfest alþjóðlegan sáttmála
um bann við framleiðslu,
geymslu og notkun efna-
vopna, sem gekk í gildi 29.
apríl sl. Stofnunin sem hefur
eftirlit með framkvæmd
samningsins, OPCW, greindi
frá því í gær, að fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna hefði borizt staðfest-
ing Iransstjórnar í hendur
fyri- í vikunni. AIls hafa nú 103
þjóðir staðfest sáttmálann. 65
þjóðir aðrar hafa undirritað
hann en ekki staðfest hann
formlega.
Kosningar í Bandaríkjunum
Repúblikanar kjörn-
ir í helstu embættin
Washinffton. Reuters.
REPUBLIKANAR sóttu í sig
veðrið í kosningum í Bandaríkjun-
um á þriðjudag, tryggðu sér emb-
ætti ríkisstjóra New Jersey og
Virginíu, fengu eina þingsætið sem
kosið var til, á Staten Island í New
York, og fóra með sigur af hólmi í
mikilvægustu borgarstjórakosn-
ingunum, í New York-borg.
Repúblikanar unnu öraggan sig-
ur í þremur af fjóram mikilvæg-
ustu kosningunum en mjótt var á
munum í ríkisstjórakosningunum í
New Jersey, þar sem Christine
Whitman var endurkjörin með 47%
atkvæðanna. Fylgi ríkisstjóraefnis
demókrata, James McGreevys, var
46%.
Whitman vai- álitin ein af efni-
legustu stjórnmálamönnum
repúblikana þegar hún lækkaði
tekjuskattana í New Jersey um
þriðjung en McGreevy gagnrýndi
hana hins vegar fyrir að hækka
eignarskatta til að halda tekjum
ríkisins óbreyttum og láta hjá líða
að gera ráðstafanir til að lækka há
bílatryggingagjöld í ríkinu. Whit-
man er andvíg banni við fóstureyð-
ingum og margir repúblikanar
ákváðu því að kjósa annan fram-
bjóðanda, frjálshyggjumanninn
Murray Sabrin, sem fékk 5% fylgi.
Giuliani
endurkjörinn
Repúblikaninn Jim Gilmore
vann öraggan sigur í ríkisstjóra-
kosningunum í Virginíu eftir að
hafa lofað að afnema óvinsælan
eignarskatt á bifreiðar. Rudolph
Giuliani var endurkjörinn borgar-
stjóri New York með 56% atkvæð-
anna og frambjóðandi demókrata,
Ruth Messinger, fékk 42%.
New York-borg hefur yfírleitt
verið eitt af sterkustu vígjum
demókrata en kosningabarátta
Messinger þótti mjög óskipulögð.
Mjög hefur dregið úr glæpum í
borginni frá því Giuliani tók við
borgarstjóraembættinu og hann
lofaði að ná sama árangri í barátt-
unni gegn eiturlyfjasölu næsta
kjörtímabil.
Repúblikaninn Vito Fossela
vann öruggan sigur á demókrat-
anum Eric Vitaliano á Staten Is-
land og fær sæti í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings. Repúblikanar
hafa haft það sæti í 17 ár og eru
nú aftur með 22 sæta meirihluta í
deildinni.
Ungverjaland
Meirihluti
fylgjandi
NATO-aðild
Búdapest. Reuters.
STUÐNINGUR almennings í
Ungverjalandi við aðild lands-
ins að Atlantshafsbandalaginu,
NATO, fer vaxandi samkvæmt
niðurstöðum skoðanakönnunar,
sem birtar verða síðar í vik-
unni. Hinn 16. þessa mánaðar
fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla
um NATO-aðildina. Skoðana-
könnunin bendir til að þátttaka
verði með minna móti.
Samkvæmt skoðanakönnun-
inni, sem Median-stofnunin í
Búdapest gerði, styðja 64%
Ungverja aðild að NATO, en í
skoðanakönnun Gallup, sem
birt var á mánudag studdu að-
eins 57% aðildina.
En samkvæmt Median-könn-
uninni virðast aðeins 52% Ung-
verja ætla sér að neyta atkvæð-
isréttar síns í þjóðaratkvæða-
greiðslunni.
NÝ SPARPERA
sem kveikir og slekkur
Söluaðilar um land allt
* ; f
1 ^tll ■k
Reuters
RUDOLPH Giuliani, borgarstjóri New York, heldur á eintaki af New York Post þar sem skýrt er frá endur-
kjöri hans í kosningunum á þriðjudag.
Forsætisráðherrafundur Norðurlanda
Hugmyndir Rússa
um öryggistrygg-
ingar ræddar
Helsinki. Reuters.
FORSÆTISRAÐHERRAR Norður-
landanna munu á reglulegum fundi
sínum í tengslum við þing Norður-
landaráðs í Helsinki efth’ helgina
ræða tilboð Rússlandsstjómar um
öryggistryggingar til handa strand-
ríkjum Eystrasaltsins. Öll Eystra-
saltsríkin þrjú, Litháen, Lettland og
Eistland, hafa þegar hafnað tilboðinu
og á Norðurlöndunum hefur hug-
myndin fengið dræmar undirtekth-.
Mikko Norros, talsmaður finnsku
ríkisstjórnarinnar, greindi frá því að
þessar hugmyndir Rússa yrðu á dag-
skrá forsætisráðherrafundarins, sem
Davíð Oddson mun sitja ásamt
starfsbræðrum sínum frá hinum
N orðurlöndunum.
Forsætisráðherrar Eystrasalts-
ríkjanna þriggja, Eistlands, Lett-
lands og Litháens, eru einnig boðnir
til fundarins, fyrst og fremst til að
ræða tilvonandi stækkun Evrópu-
sambandsins til austurs, en öryggis-
mál á Eystrasaltssvæðinu verða
einnig rædd.
Norros sagði að tillögur Rússa
væru ekki enn kunnar í smáatriðum,
en boð hefðu borizt um það frá
Moskvu að finnska stjórnin myndi fá
þær í hendurnar fyrir fund ráðherr-
anna.
Það sem vitað er um tillögurnai- er
það, að Boris Jeltsín Rússlandsfor-
seti vakti máls á því í síðustu viku að
Rússland gæti boðið öryggisti-ygg-
ingar til handa Eystrasaltsþjóðunum
þremur, sem áður tilheyrðu Sovét-
ríkjunum en sækjast nú eftir aðild að
Atlantshafsbandalaginu, og hlut-
lausu löndunum Svíþjóð og Finn-
landi stæðu þær jafnframt til boða.