Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
_________________________FRÉTTIR_________
Dregur íslensk mjólk úr nýgengi
SKÝRING á mun lægra nýgengi á insúlín-
háðri sykursýki á íslandi en á hinum Norður-
löndunum kann að vera sú að minna er af
ákveðnum próteinhluta í íslenskri kúamjólk en
stórum kúakynjum á Norðurlöndum. Um er
að ræða svonefnt beta-kasein A1 prótein sem
finnst í Htlum mæli í íslenskum kúm.
Arni V. Þórsson, yfirlæknir göngudeildar
sykursjúkra bama og unglinga á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, segir að nýgengi insúlínháðrar
sykursýki meðal bama á Islandi, þ.e. fjöldi ný-
greindra á ári af hverjum 100 þúsund, sé um
10, í Finnlandi sé hann um 40, tæp-
lega 30 í Svíþjóð og um 23 í Dan-
mörku og Noregi.
„Nýgengi sjúkdómsins og algengi
fara mjög vaxandi í heiminum ekki
síst í nágrannalöndum. Þar sem hér
er á ferðinni alvarlegur sjúkdómur
sem krefst ævilangrar meðhöndlunar hafa
menn lagt mikla áherslu á að grafast fyrir um
hugsanlegar orsakir,“ segir Ámi.
Þarf að rannsaka betur
Á alþjóðlegri ráðstefnu í Finnlandi síðastlið-
ið sumar kynnti nýsjálenski læknirinn Robert
Elliot niðurstöður sínar á rannsóknum á
próteinþáttum í kúamjólk en hann fékk sýni af
íslenskri kúamjólk. „Tilgáta Elliots er sú að
hugsanlega megi skýra mismun á nýgengi
sykursýki á íslandi og öðrum Norðurlöndum
með mismunandi samsetningu kúamjólkur,“
segir Árni ennfremur og er hann jafnframt
spurður hvaða þýðingu þessar líklegu niður-
stöður hafi: „Eg get ekki fullyrt neitt án frek-
ari rannsókna en þetta er í meira lagi áhuga-
vert fyrirbæri sem þarf að rannsaka betur.“
Inga Þórsdóttir, dósent í næringarfræði við
matvælafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla
Islands, segir að til að skýra mun á
nýgengi insúlínháðrar sykursýki
hafi menn meðal annars rannsakað
erfðafræðilega þætti auk sýkinga
sem böm verði fyrir á unga aldri.
Ekki er veralegur munur á þessum
þáttum milli Norðurlandanna.
„Þessir þættir era því ekki líklegar skýring-
ar á þeim mun sem við sjáum milli íslands og
Skandinavíu. Augu manna hafa, sérstaklega á
síðari árum, einnig beinst að mataræði sem er
stærsti umhverfisþátturinn. Líklega er það
samspil margra þátta sem leiðir til insúlín-
háðrar sykursýki, eins og til margs annars
heilsubrests, til dæmis hefur ákveðinn hluti
fólks gen sem eykur líkur á sykursýki þannig
að ef til vill má segja að erfðir skapi möguleika
og umhverfið eða mataræði sé orsökin.
Inga segir að munur sé á mataræði milli
Norðurlanda, m.a. er kúamjólkurneysla mun
meiri hérlendis. „Fyrir allnokkram áram vh-t-
ist mönnum brjóstagjöf geta minnkað líkur á
insúlínháðri sykursýki. I því sambandi vora
settar fram tilgátur um að matvæli, eins og
kúamjólk, sem ungum börnum era gefin í stað
brjóstamjólkur leiði til sjúkdómsins. I fram-
haldi af þessu sást einnig fylgni milli kúa-
mjólkumeyslu og sjúkdómsins í
nokkram löndum. Menn töldu því að
kúamjólkin eða efni sem hún inni-
heldur settu sjúkdóminn af stað. ís-
land passaði hins vegar engan veg-
inn inní þessa mynd þar sem kúa-
mjólkurneysla er mikil en algengi
sykursýki mikið minna en meðal skyldra
þjóða.“
Lítið af próteini sem skemmir
frumur í brisi
„LMegasta skýringin er sú að lítið sé af
ákveðnum próteinhluta í íslenskri kúamjólk
sem getur leitt til þess að framur í brisi, sem
sykursýki?
mynda insúlín, skemmist," segir Inga um
lægra nýgengi insúlínháðrar sykursýki hér-
lendis. Inga segir lítið af þessum próteinhluta í
mjólk íslenskra kúa í samanburði við það sem
gerist hjá stóram og kynbættum kúakynjum,
m.a. á hinum Norðurlöndunum. Hjá þeim sé
mikið af beta-kasein A1 próteini en lítið í ís-
lenska kúakyninu sem hafi aftur á móti meira
af beta-kasein A2. Þetta þurfi að rannsaka
mun betur. Sambærilegar mælingar hafa ekki
verið gerðar á mjólkinni en frumniðurstöður
tveggja athugana benda til þessa.
Rannsóknir á þessu fara fram
víða í heiminum, m.a. á Nýja Sjá-
landi. Vísindamenn frá sjö Evr-
ópulöndum, þ. á m. íslandi, hafa
einnig unnið að rannsóknum á
tengslum milli mataræðis og al-
gengi sykursýki og segir Inga ráð-
gert að halda þeim áfram ef fjármagn fæst til
þeirra. Inga sagðist aðspurð telja að þetta
skipti miklu máli næringarfræðilega, menn
væra að uppgötva að mjólk og mjólk væri ekki
sami hluturinn. „Við eram hér með hágæða-
mjólk sem gæti til dæmis orðið ákjósanlegasta
hráefni til að búa til þurrmjólk fyrir ungböm,"
segir Inga.
Hágæða hrá-
efni I þurr-
mjólk fyrir
ungbörn
Augu beinast
að mataræði
sem umhverf-
isþætti
Obrigðuli leitarhund-
urinn 1 Hvammi
Kaffon gelti þegar kindurnar voru lifandi
og þagði þegar þær voru dauðar
ÞEGAR rætt er við bændur í
Skaftártungu um óveðrið, sem
brast á að kvöldi sunnudags með
þeim afleiðingum að sennilega
hafa að minnsta kosti 250 kindur
drepist, verður mörgum tíðrætt
um afrek fjárhundsins Kaffons í
Hvammi, sem hafði óbrigðult
skyn á það hvar kindur grófust í
fönn.
Það reyndi fyrir alvöru á hæfí-
leika Kaffons í óveðri, sem brast á
í upphafi vetrar árið 1961. Þá
grófust tugir fjár í fönn, en fyrir
þefvísi Kaffons bjargaðist stór
hluti þess.
Kaffon hljóp að þeim stað, sem
kindur voru grafnar, og væru
þær á lífí gelti hann um Leið og
hann krafsaði í snjóinn með lopp-
unum, en væru þær dauðar stein-
þagði hundurinn á meðan hann
gróf eftir þeim.
Sigfús Siguijónsson, bóndi á
Borgarfelli í Skaftártungu, sagði
að Kaffon hefði verið þekktur
víða um sveitir. Hann hefði verið
mórauður að lit og fundvísi hans
mögnuð. Hundurinn var stoppað-
ur upp og um árabil var hann
geymdur á íslenska dýrasafninu.
til Akureyrar, Ecjilsslaða
og fsafjarðar
Við fljúgum þángað
alla daga vlkunnar.
Ný heimasíða
utanríkisráðu-
neytis
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur opnað nýja heimasíðu á alnetinu.
Þar er að finna margvíslegar upp-
lýsingar um utanríkisþjónustuna og
utanríldsmál íslands.
Á heimasíðunni má m.a. nálgast
æviágrip, helztu áherzluatriði og
ræður Halldórs Ásgrímssonar utan-
ríkisráðherra, upplýsingar um
starfsemi og skipulag utanríkis-
þjónustunnar og um alþjóðlega og
tvíhliða samninga, sem Island á að-
ild að.
Heimasíðan er hluti af heimasíðu
Stjórnarráðs íslands. Slóð hennar
er http://www.stjr.is/.
Að minnsta kosti 250 kindur dauðar
eftir áhlaupið í Skaftártungu
Tvær ær á lífí
eftir þrjá daga
SVO virðist sem bærinn Ljótarstað-
ir hafi farið verst út úr óveðrinu,
sem brast á að kvöldi sunnudags
með þeim afleiðingum að sennilega
drápust að minnsta kosti 224 kindur
á átta bæjum í Skaftártungu í Vest-
ur-Skaftafellssýslu. 31 kind hefur
fundist dauð á bænum og 43 er
saknað, en í gær gerðust þau
óvæntu tíðindi að tvær fundust lif-
andi í djúpum skafli. Leit hefur
gengið erfiðlega en í gærkvöldi var
von á að minnsta kosti einum leitar-
hundi af Akranesi til að aðstoða
bændur í Skaftártungu við að finna
féð, sem saknað er.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir frá
Ljótarstöðum og Siggeir Ásgeirsson
frá Framnesi í Mýrdal fundu tvær
kindur fremst í skafli skammt frá
bænum síðdegis í gær. Höfðu kind-
urnar þá verið í skaflinum í tæpa
þrjá sólarhringa.
Gengu að bænum
„Þær vora í skafli rétt fremst í
Krossgili," sagði Ásgeir Sigurðsson
á Ljótarstöðum í gærkvöldi. „Þar
stungu þau inn í hliðina á skaflinum
og fundu þar tvær lifandi kindur.
Það var allt í fínu lagi með þær og
þær gengu heim. Það fór vel um
þær og var þurrt undir þeim og orð-
ið það mikið hús í kringum þær að
þær gátu staðið."
Ekki var mikinn snjó að sjá í
Skaftártungu þegar komið var að í
gær og í raun virtist með ólMndum
að svo mikill fjárskaði hefði orðið.
Hins vegar var mikill snjór í lautum,
giljum og skorningum og þar leitaði
féð skjóls þegar óveðrið brast á fyr-
irvaralaust.
Á Ljótarstöðum má glöggt sjá
hvað gekk á í óveðrinu. Steinsnar
frá bænum stendur beitarhús þar
sem kindur virðast hafa leitað
skjóls. Vindurinn var hins vegar
slíkur að þær hröktust í átt að Bæj-
argili, sem er nokkra tugi metra frá
húsinu, og niður í gilið. I gilbakkan-
um era miklir skaflar og mátti í gær
enn sjá för eftir spörk kindanna
þegar þær börðust við vindinn.
Sennilega eru 15 metrar niður í gil-
botninn þar sem rennur lækur, sem
í gær virtist sakleysislegur, en var
bólginn og fullur af krapa á sunnu-
dag, og hafa kindurnar drepist fljótt
eftir að niður kom
Ekki er ljóst hvað skaðinn er mik-
ill, en á níu bæjum í Skaftártungu -
Borgarfelli, Búlandi, Gröf, Hemru,
Hvammi, Ljótarstöðum, Múla, Snæ-
býli og Úthlíð - hafa 132 kindur
fundist dauðar og 117 er saknað.
Ekki er ljóst hvað margar kindur
hafa bjargast lifandi úr sköflum, en
þær skipta tugum á sumum bæjum.
Ekki er talið að þær kindur, sem
saknað er séu lífs, en þess finnast þó
dæmi að kindur hafi lifað allt að einn
mánuð í fónn. Sigfús Sigurjónsson í
Borgarfelli sagði í gær að í fyrra
hefði hann saknað kinda 29. október
og talið þær af. Mánuði síðar hefðu
þær hins vegar birst heilar á húfí
eftir að hafa verið grafnar í fönn. _
Valur Oddsteinsson, bóndi í Út-
hlíð, var ásamt Trausta Fannari
Valssyni, syni sínum, og Ama Guð-
björnssyni að grafa úr fönn sjö kind-
ur, sem fundist höfðu skammt frá
bænum.
Hann sagði að áhlaup á auða jörð
væri það versta, sem gæti gerst.
Hann hafði fundið 10 kindur dauðar í
gær, en saknaði sjö. Hann sagði að
eftir mikið óveður árið 1961, þegar
varð nokkur fjárskaði, þótt ekki hefði
verið jafn mikill og nú, hefði hann
heitið því að láta slM ekki koma fyrir
aftur. Síðan hefði hann ávallt haft
vai-ann á og oft smalað í fjárhús án
þess að þess hefði verið þörf. Á
sunnudag hefði verið kraparigning
og gránað í rót, en hann hefði metið
stöðuna þannig að ekki bæri að að-
hafast, enda hefði því verið spáð að
frekar myndi hlýna. Um kvöldið
hefði hins vegar gert öskubyl.
Veðurspá gaf ekki tilefni
til aðgerða
Ásgeir á Ljótarstöðum gagnrýndi
veðurspána. Spáð hefði verið hlýn-
andi veðri, en síðan gert slM bál að
fé fennti á túninu við bæinn. Hann
sagði að skyggni hefði ekki verið
nema nokkrir metrar. Benti því til
staðfestingar á heyrúllur rétt fyrir
utan eldhúsglugga sinn og sagði að
vart hefði mátt greina þær.
Komið með leitarhund
Komið var með leitarhund í Skaft-
ártungu í gærkvöldi. Hundurinn
heitir Tommi, er fjögurra ára og af
sehafer-kyni. Eigandi hans er Þór-
arinn Gunnarsson, sem býr á Kyndli
í Mosfellsbæ. Hann sagði að hund-
urinn væri sérþjálfaður til leitar að
fólki, en hann hefði einnig leitað að
sauðfé. Hann kvaðst ekki hafa
áhyggjur af því að leit að fé mundi
eyðileggja hæfni hans til að hafa
uppi á mönnum.
Valur sagði að verið gæti að kom-
ið yrði með fleiri hunda, en vildi ekki
fullyrða um það að svo stöddu máli.