Morgunblaðið - 06.11.1997, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Apótekin á Akureyri
Breyttur af-
greiðslutími
APÖTEKIN á Akureyri, Stjörnu
apótek og Akureyrarapótek, hafa
breytt afgreiðslutíma sínum.
Apótekin skiptast á að hafa vakt
eina viku í senn. í vaktapóteki er
opið frá kl. 9 til 19 og um helgar
er opið frá kl. 13 til 17 bæði laugar-
dag og sunnudag. Þessa viku er
vaktin i Akureyrarapóteki og verður
opið þar um næstu helgi, en Stjörnu
apóteki helgina þar á eftir og svo
koll af kolli. Það apótek sem á vakt-
vikuna sér um að hafa opið í tvo
tíma í senn, frá kl. 15 til 17 þegar
helgidagar eru.
Morgunblaðið/Kristján
iðstöð íslands á Akureyri
stefna um
S
róttir á Islandi
Alþýðuhilsið á Akureyri
13. * 15. nóvemb'er 1997
K y n n i n g a r í
ráðstefnulok
13:30 Skautasvellið á Akureyri
Fimmtudagur 13. nóvember
16:00
16:15
16:30
17:00
17:30
18:00
18:30
Ávarp - Björn Bjamason, menntamálaráðherra.
Ávarp - Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ.
Setning - Þórarinn E. Sveinsson, formaður stjórnar
Vetraríþróttamiðstöðvar Islands og forseti bæjarstjórnar
Akureyrar.
Stefna og markmið Vetraríþróttamiðstöðvar íslands.
-Tómas Ingi Olrich, alpingismaður og varaformaður stjórnar
Vetraríþróttamiðstöðvar íslands
Skilgreining á hefðbundnum vetraríþróttum.
-Stefún Konrdðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ
Iþróttir, útivist og heilbrigði.
-Dr. Ingvar Teitsson, dósent við heilbrigðisdeild
Hdskólans d Akureyri ogformaður Fcrðafélags Akureyrar
Fyrirspurnir
Föstudagur 14. nóvember
09:00
09:50
10:00
• Skipulags- og markaðsmál skíðasvæða.
• Hlutverk skíðasvæða í dag.
• Skíðasvæði framtíðarinnar.
-Guðmundur Karl jónsson, skíðarekslrarfræðingur
og aðstoðarforstjóri Lenko
Kaffihlé
10:50
11:10
11:40
12:10
13:30
• Skipulags- og öryggismál skíðasvæða.
• Snjóframleiðsla; kynning og möguleikar á Islandi.
-Guðmundur Karl Jónsson, skiðarekstrarfræðingur
og aðstoðarforstjóri Lenko
Fyrirspurnir
fmynd, almenningsálit og útbreiðslustarf.
-Sigurður Magnússon, fræðslustjóri ÍSÍ
-Guðjón Arngrímsson, Athygli ehf.
Almenn útivist að vetrinum.
• Skíðaíþróttir
-Kristinn Svanbergsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands íslands
• Skautaíþróttir
-Magnús E. Finnsson, formaður Skautasambands íslands
•Vetraríþróttir fatlaðra
-Svanur Ingvarsson, fonnaður Vetrarfþróttanefndar
íþróltasambands fatlaðra
Matarhlé
Kynning á kennslu 6-15 ára bama og unglinga á skautum
á náttúmís.
-Claes Göran Wallin, lektor við íþróttahdskólann í Stokkhólmi.
15:30
16:45
17:30
Gert verður stutt kaffihlé um kl. 14:30.
Fyrirspurnir
Vetraríþróttir fatlaðra.
-Paul Speight, Spokes 'n Motion
Fyrirspumir
Móttaka
Laugardagur 15. nóvember
09:00
Kynning - íþróttir og útivist yfir vetrarmánuðina.
• Hestaíþróttir • Jeppaferðir
• Vélsleðar • Skíðabretti
• Dorgveiði • Curling
• Útilífsmiðstöð skáta
Kaffihlé
Samantekt fundarstjóra og ráðstefnulok.
Rnöstefnan er haldin í samstnrfi við:
11:00
11:30
Iþróttasamband Islands • Skíðasamband íslands
Skautasamband Islands • Iþróttasamband fatlaðra
wÉimmiÉiiÉÉmmmimmmmmmm
Tólf húsasmiðir fá
afhent sveinsbréf
TÓLF nýbakaðir húsasmiðir á
Akureyri fengu sveinsbréf sín
afhent fyrir skömmu. Sjö þeirra
voru mættir í hóf á Fiðlaranum
til að taka við sveinsbréfum sínum
og var myndin tekin við það tæki-
færi.
F.v. Guðmundur S. Jóhannsson,
formaður prófnefndar, Hólm-
steinn Snædal prófdómari, Sverr-
ir Björgvinsson, Ingólfur Björns-
son, Pálmi Laxdal, Eyjólfur Ivars-
son, Kári Magnússon, Skarphéð-
inn Aðalsteinsson, Pétur Róbert
Tryggvason, Guðmundur Ómar
Guðmundsson, formaður Félags
byggingamanna Eyjafirði og Stef-
án Jónsson, formaður Meistarafé-
lags byggingamanna Norður-
landi.
Kjördæmisþing framsóknarmanna
á Norðurlandi eystra
Markmið um 12.000
ný störf fyrir alda-
mót mun nást
KJÖRDÆMISÞING framsóknar-
manna á Norðurlandi eystra var
haldið í Hótel Reynihlíð í Mývatns-
sveit um síðustu helgi. í stjórnmála-
ályktun þingsins er árangri ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum
fagnað og bent á að atvinnutækifær-
um hafi fjölgað um 7.000 það sem
af er kjörtímabilinu og útlit fyrir
2.000 störf á ári næstu 2-3 árin.
Markmið framsóknarmanna um að
skapa 12.000 ný störf fyrir aldamót
muni því nást.
Bætta afkomu þjóðarbúsins beri
að nota til að efla félagslega sam-
hjálp. Styrkja þurfi fjölskylduna, svo
sem með aðgerðum í skattamálum
og húsnæðismálum. Þá þurfi að
tryggja að heilbrigðisstofnanir í
landinu geti veitt þá þjónustu sem
þeim er ætlað. Auka beri samstarf
þessara stofnana og lýsir þingið yfir
stuðningi við uppbyggingu Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri sem
öflugs sérgreinasjúkrahúss. Styrkja
þurfi menntakerfið og tryggja jafnan
aðgang allra til náms. Mikilvægi
Háskólans á Akureyri til jöfnunar
námsaðstöðu er ítrekað og hlutverk
hans í þróun byggðar.
Áhyggjum er lýst af stöðugri
byggðaröskun og áframhaldandi
fólksflutningum til höfuðborgar-
svæðisins. Snúa þurfi vörn í sókn
og leita til þess allra tiltækra ráða,
m.a. þurfi að auka fjölbreytni at-
vinnulífs, flytja opinberar stofnanir
og staðsetja nýja opinbera þjónustu
utan höfuðbogarsvæðisins, flytja
verkefni heim í héruð, auka sam-
starf og stuðla að sameiningu sveit-
arfélaga, treysta samgöngur og
hraða uppbyggingu vegakerfís.
♦ ♦ ♦-
Stöðug endurskoðun
kvótakerfis
Hvað sjávarútvegsmál varðar tel-
ur þingið að koma eigi í veg fyrir
að fiskveiðiheimildir safnist á of fáar
hendur. Hafnar það almennu veiði-
leyfagjaldi sem jafnist á við skatt-
lagningu er harðast komi niður á
landsbyggðinni, en minnt er á að
núverandi kvótakerfí þurfí stöðugrar
endurskoðunar við.
Styrkari stoðum verði að renna
undir íslenskan landbúnað og búsetu
í sveitum. Tryggja þurfi stöðu bænda
með búvörusamningum í sauðfjár-
rækt og mjólkurframleiðslu. Styðja
þurfi við landbúnað svo íslenskir
bændur búi ekki við lakari skilyrði
en bændur í nágrannalöndum, þegar
búast megi við aukinni samkeppni.
Huga þurfi sérstaklega að leiðum
til að tryggja nýliðun í bændastétt
t.d. með jarðabréfum sem væri fjár-
mögnunarleið til lengri tíma en nú
er í boði.
Kristniboðs-
samkomur
Messur
LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta kl. 14 á sunnudag í
Grenivíkurkirkju. Messuheim-
sókn frá Ólafsfírði, séra Sigríður
Guðmarsdóttir prédikar. Kirkju-
kór Ólafsfjarðarkirkju syngur,
organisti Jakub Kolosowski.
Kirkjuskóli á laugardag kl. 13.30
í Grenivíkurkirkju. Kirkjuskóli
kl. 11 í Svalbarðskirkju. Kyrrð-
ar- og bænastund kl. 21 á sunnu-
dagskvöld.
\
i
I
i
I
I
KRISTNIBOÐSSAMKOMUR á veg-
um KFUM og K verða haldnar í
félagsheimilinu í Sunnuhlíð dagana
7., _8. og 9. nóvember næstkomandi.
Á samkomunum sem hefjast öli
kvöld kl. 20.30 verða sýndar myndir
frá starfi íslenskra kristniboða í
Eþíópíu. Ræðumaður verður Karl
Jónas Gíslason, kristniboði. Kristni-
boðsdagurinn er á sunnudag, 9. nóv-
ember og tala fulltrúar frá kristni-
boðssambandinu við messur í Akur-
eyrarkirkju og Glerárkirkju.
Allir eru velkomnir á þessar sam-
verur og eru Akureyringar og nær-
sveitamenn hvattir til að mæta og
kynnast íslensku kristniboði.
[
1
i
I