Morgunblaðið - 23.11.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.11.1997, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ fttargtntfrifafeib VIKAN 16/11 - 22/11 ►HLUTABRÉF í Flugleið- um lækkuðu um 15% íkjöl- far þess að félagið birti tölur yfír afkomu sfna fyrstu níu mánuði þessa árs. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 341 milljón kr. og minnkaði hann um 547 milljónir milli ára. Þetta er lakasta afkoma Flugleiða frá árinu 1993. ►GERHARD Schröder, for- sætisráðherra Neðra- Saxlands, sem kom í opin- bera heimsókn hingað til lands í vikunni, sagði í erindi sem hann héit á föstudag að hann skildi vel blendna af- stöðu íslendinga til Evrópu- sambandsins. Islendingar nytu nú allra kosta aðildar án þess að eiga í þeim vanda sem búast mætti við að fylgdi aðild. ►STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að hækka hcildsöluverð á rafmagni til almenningsveitna um 1,7% frá næstu áramótum og kemur sú hækkun til viðbót- ar 3,2% hækkun á rafmagni 1. apríl sl. Verð á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun til almenningsveitna hefur þannig hækkað um nærri 5% á niu mánaða tímabili. ►MENNTAMÁLARÁÐHER RA hefur veitt Rfkisútvarp- inu skriflega heimild til að flytja starfsemi stofnunar- innar á einn stað, í útvarps- húsið í Efstaleiti. Hafist verður handa fljótlega um að flyfja starfsemi Sjón- varpsins af Laugavegi. RÚV hefur óskað eftir lántöku- heimild til að geta lokið flutningnum af á sem skemmstum tíma og er beðið eftir því að sú heimild verði afgreidd í lánsfjárlögum. Sameiginleg Schengen-stefna ÍSLENSK og norsk stjómvöld hafa komið sér saman um sameiginlega stefnu í samningaviðræðum við Evrópu- sambandið um þátttöku ríkjanna í hinu breytta Schengen-vegabréfasamstarfi, en ákveðið hefur verið að Schengen- samningurinn verði hluti af stofnsátt- mála ESB og að stofnanir þess taki við framkvæmd hans. Sendiráð Noregs og íslands í Brussel hafa á síðustu dögum kynnt fastafulltrúum aðildarríkja ESB hjá stofnunum sambandsins áherslur ríkjanna í viðræðunum sem framundan eru. Ríkin vilja m.a. áfram eiga aðild að öllum viðræðum innan ESB sem snerta vegabréfasamstarfíð og tillögurétt um nýjar Schengen-reglur. Flak Goth fundið eftir 49 ár REYKHÁFUR af breska togaranum Goth frá Fleetwood, sem fórst norðnorðvestur af Hala í desember 1948 með 21 manns áhöfn, kom í troll Helgu RE nýverið. Mikil leit var gerð að breska togaranum á sínum tíma en án árangurs. Fundur flaksins hefur vakið mikia at- hygli í Fleetwood og nágrenni og til stendur að reykháfurinn verði fluttur þangað. Helga RE hélt aftur á miðin á föstudag og hafði meðferðis blómsveig, sem kastað var út á síðasta legstað Goth til minningar um hina látnu. Búrhval rak á land í Steingrímsfirði BÚRHVAL rak upp í grynningar í Steingrímsfirði á miðvikudag og þar sem hann var mikið særður var ákveðið að aflífa hann. Þegar líffræðingar skoð- uðu hann kom í ljós að búrhvalurinn var vanskapaður að því leyti að neðri kjálk- ann vantaði á hann. Til stendur að úr- beina hvalinn og koma beinagrindinni fyrir í nýju hvalasafni á Húsavík. 58 ferðamenn myrtir í Egyptalandi A.M.K. sex múslimskir öfgamenn myrtu 58 erlenda ferðamenn í Hatsepsut-hofinu í Lúxor í Egyptalandi á mánudag. Þetta er blóðugasta tilræð- ið í landinu frá því heittrúaðir múslimar hófu uppreisn gegn stjóm Hosnis Mub- araks forseta árið 1992 til að stofna ísl- amsktríki. Tilræðið er mildð áfall fyrir stjóm Mubaraks, sem hafði talið að samtök öfgasinnaðra múslima hefðu verið gerð nánast óvirk nema á mjög afmörkuðum svæðum syðst í landinu. Hundmð er- lendra ferðamanna forðuðu sér úr land- inu vegna tilræðisins, margar ríkis- stjómir vömðu þegna sína við ferðum til Egyptalands og þúsundir manna hafa hætt við að ferðast þangað. Mubarak gaf út fyrirmæli um að hert yrði á öryggisráðstöfunum við ferða- mannastaði og vék Hassan el-Alfi úr embætti innanríkisráðherra. Klaus Kin- kel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að þótt það væri allt að því ógjömingur að stöðva „öfgasinnaða hryðjuverkamenn" yrðu egypsk stjóm- völd að gera betur en hingað til. Irakar gefa eftir í deilunni við SÞ ÍRAKAR féllust á fimmtudag á að leyfa Bandaríkjamönnum að taka þátt í vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna í írak þar sem Rússar Iofuðu að beita sér fyrir því að slakað yrði á refsiaðgerðum samtakanna gegn írak. Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, þakkaði Jevgení Prímakov, rús- seskum starfsbróður sínum, fyrir þátt hans í að leysa deiluna en aðrir banda- rískir embættismenn sögðu að írakar hefðu fyrst og fremst gefíð eftir vegna „pólitískrar og hemaðarlegrar stað- festu Bandaríkjamanna". Clinton Bandaríkjaforseti kvaðst ekki vilja hrósa sigri, heldur bíða og sjá hvort írakar stæðu við orð sín og hindruðu ekki störf eftirlitsmanna. Bandaríkja- her sendi aukinn liðsstyrk á Persaflóa- svæðið þrátt fyrir eftirgjöf íraka. ► DÚMAN, neðri deild rúss- neska þingsins, samþykkti á flmmtudag að fresta umræðu um fmmvarp stjómarinnar til fjárlaga næsta árs þar til f byijun desember. Aður hafði Borís Jeltsfn forseti ákveðið að víkja Anatolf Tsjúbajs frá sem fjármálaráðherra en hann verður áfram aðstoðar- forsætisráðherra. Fijálslynd- ur hagfræðingur, Mfkhafl Zadomov, var skipaður fjár- málaráðherra. ► SKÝRT var frá því á mánudag að atkvæðamiklir stjórnmálamenn f Likud- bandalaginu f ísrael væm búnir að fá sig fullsadda á forystu Benjamins Netanyah- us forsætisráðherra og ynnu að þvf að hrekja hann frá völdum. ► Kfnverski andófsmaðurinn Wei Jiangsheng var látinn laus úr fangelsi í Kíha á sunnudag af heilsufarsástæð- um og fór á sjúkrahús í Bandaríkjunum. Wei hefur verið nefndur „faðir lýðræðishreyflngarinnar" í Kína. ► STJÓRN norsku miðflokk- anna og Hægriflokksins náðu samkomulagi um nýtt fjárlagafrumvai-p á mánu- dag. Gengið var að kröfu hægrimanna um skattalækk- anir sem nema milljarði norskra króna. ► BRESKI íhaldsflokkurinn varð fyrir miklu áfalli í tvennum aukakosningum á flmmtudag. Flokkurinn tap- aði miklu fylgi í öðm kjör- dæmanna, Winchester, þar sem Fijálslyndir demókratar unnu stórsigur, en hélt þing- sæti sínu í Beckenham naum- lcga þrátt fyrir mikið fylgis- tap. FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell HILDUR Þórisdóttir, 6 ára, klippti á borðann, en á honum héldu Óskar Magnússon forsljóri Hagkaups og Örn Kæmested forsljóri Alftáróss. Kjarni í Mosfellsbæ opnaður KJARNI, ný verslunar- og þjón- ustumiðstöð við Þverholt í Mos- fellsbæ, var opnaður í gærmorgun við hátfðlega athöfn. Miðstöðin er um 4.400 fermetrar að stærð en samtengd henni er 3.600 fermetra skrifstofubygging, sem tekin var í notkun árið 1993. Saman mynda þessar byggingar átta þúsund fer- metra miðbæjarhús, Kjarna. Með opnun Kjarna Iýkur Álftarós hf. miklum byggingar- framkvæmdum á svæðinu, sem hafa tekið sjö ár og kostað um 960 miHjónir króna á núvirði. 1.600 fermetra stórversiun Hag- kaups er uppistaðan í Kjarna en þar er einnig veitingastaðurinn Pizzabær, lyfjabúðin Lyfjakaup, bókabúðin Asfell, hárgreiðslustof- an Pflus, snyrtistofan Fatíma og fataverslunin Bliss. Þá mun heilsugæslustöð sveitarfélagsins flyfjast í húsið á næstunni. I miðju verslunarhússins er innitorg og stefnt er að því að opna þar kaffi- hús innan skamms. Samræmd próf í íslensku Stúlkur með betri árangur en piltar STÚLKUR í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla náðu að jafnaði betri árangri en piltar í sami'æmdum könnunarprófum í íslensku sem fram fóru 14. og 15. október sl. Lítill mun- ur er hins vegar á árangri kynjanna í stærðfræði í 4. bekk yar meðaleinkunn stúlkna 5,2 en 4,8 hjá piltum. í 7. bekk var meðaleinkunn stúlkna í ís- lensku 5,3 en 4,7 hjá piltum. Óverulegur munur er á milli kynj- anna í stærðfræði. í 4. bekk var með- aleinkunn stúlkna 4,9 en 5,1 hjá pilt- um. í 7. bekk er meðaleinkunn stúlkna 5,1 en 4,9 hjá piltum. Séu niðurstöður bornar saman við könn- unarpróf sem fram fóru í fyrra í 4. og 7. bekk kemur í ljós að kynjamunur í ár er svipaður og í fyrra. í könnun sem Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála gerði með- al skólastjóra kom í Ijós að um 90% þeirra töldu framkvæmd prófanna hafa tekist mjög vel. Olafur Haukur Símonarson hlaut verðlaun í Caen ÓLAFUR Haukur Sím- onarson rithöfundur hlaut í gær aðalverðlaun norrænnar bókmennta- hátíðar í háskólaborg- inni Caen í Normandí í Frakklandi. Um tíu nor- rænar bækur eru til- nefndar til verðlauna vegna hátíðarinnar, sem haldin er annað hvert ár. Líkið í rauða bflnum, eftir Ólaf Hauk, var til- nefnd fyrir íslands hönd að þessu sinni. Hún kom út hérlendis árið 1992. „Þessi bók mín er komin út í Frakklandi Olafur Haukur núna og þetta hlýtur að Símonarson vekja einhverja athygli á henni,“ sagði Ólafur Haukur, spurður um þýðingu verðlaunanna fyrir hann. „Áuðvitað er ágætt að veifa þessu þegar maður á frekari samtöl við út- gefendur, þetta greiðir alltaf fyrir. En ég er ekki farinn að þreifa á því hvað þetta þýðir og hvað þessu fylgir,“ sagði Olafur Haukur þegar Morgunblaðið ræddi við hann í síma í gærmorgun, skömmu áður en honum voru veitt verðlaunin við at- höfn ytra. „Þetta er mjög gam- an vegna þess að þessi bók er ekki alveg ný af nálinni. Þetta er sú leið sem bækur vilja fara; þær eru oft neðanjarðar dálítið lengi og svo birt- ast þær allt í einu,“ sagði Ólafur Haukur. Hann mun halda fyrirlestra á hátíðinni og sitja fyrir svörum næstu daga. Þá verður haldin kynn- ing á verkum hans. GilJirtil 30.11 'Q7 s ta ðg re iðslu afsíá ttur af öllum vörum yfir 2.000,- Ur. SILFURBÚÐIN KRINGLUNNI 8-12 S: 568-9066 Benz eyði- lagðist í bruna MERCEDES Benz bíll er tal- inn ónýtur eftir að bflskúr við Hörgshlíð í Reykjavík brann í fyrrinótt. Eldurinn kom upp laust fyrir klukkan þrjú á laugar- dagsmorgun. Slökkvistarf tók skamma stund og bflskúrinn skemmdist talsvert. Að sögn lögreglu var inni i skúrnum Mercedes Benz skutbifreið bifreið, um það bil 10 ára gömul og er hún talin ónýt. Eldsupptök eru ekki Ijós en rannsóknarlögreglumenn unnu að rannsókn málsins á vettvangi í Hörgshlíð í gær- morgun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.