Morgunblaðið - 23.11.1997, Page 12

Morgunblaðið - 23.11.1997, Page 12
12 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Böndum komið Þriggja gljúfra-áætlunin, stíflugerð í Yangtze og risastórar virkjanir, er fram- kvæmd, sem jafnast aðeins á við byggingu Kínamúrsins fyrir meira en 2.000 árum að því er fram kemur í grein Niels Peter Arskog, fréttaritara Morgunblaðsins í ----------7---------------------------- Peking. Ymis umhverfísverndarsamtök hafa gagnrýnt hana, en Kínverjar sjálfír trúa því, að hún verði stórt stökk í átt til aukinnar velmegunar í landinu. ETTA ár, sem nú fer senn að kveðja, hefur verið merkilegt fyrir margra hluta sakir fyrir Kínverja. Þeir fylgdu Deng Xiao-ping, arf- taka Maós, til grafar snemma á ár- inu og um mitt árið buðu þeir vel- komnar sex milljónir manna þegar breska krúnunýlendan Hong Kong sameinaðist gamla landinu. í sept- ember kastaði kommúnistaflokkur- inn í raun fyrir róða einum af horn- steinum hugmyndafræðinnar, áætlunarbúskapnum, og nú í haust var byrjað á einu mesta mannvirki í heimi fyrr og síðar, stíflu og vatnsorkuveri við Gljúfrin þrjú í Yangtze-fljóti. I Kina jafnast það aðeins á við Kínamúrinn, sem reist- ur var fyrir meira en 2.000 árum. Yangtze er þriðja lengsta fljót í heimi, 6.300 km frá upptökunum í fjallendinu í Vestur- Kína til ósanna við Shanghai, og það hefur alla tíð skipt Kína í tvennt, jafnt menningar- lega sem landfræðilega. Þriggja gljúfra-verkefnið dregur nafn sitt af einni fegurstu nátt- úruperlu landsins, gljúfrunum miklu í Hubei-héraði, sem fljótið rennur um, en þau hafa lengi haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. 70 ára gamall draumur að veruleika Með stíflunni er verið að gera að veruleika 70 ára gamlan draum um að koma böndum á Yangtze, en um þúsundir ára hafa orðið stórflóð í fljótinu öðru hvoru, sem líkja má við miklar náttúruhamfarir. Aðeins á þessari öld hafa þau kostað meira en 300.000 manns lífíð. 1931 fórust 145.000 manns og fjórum árum síð- ar 142.000 manns. 1954 týndu 33.000 manns lífinu og 18 milljónir manna urðu heimilislausar. Sun Yat Sen, stofnandi hins nýja Kína, lagði til árið 1919, að reist yrði stífla í Yangtze og virkjun, sem lýsa skyldi upp kínversk heim- ili og örva iðnvæðingu í landinu. Að auki myndi stíflan draga úr flóða- hættu og tryggja öruggari sigling- ar. Það var þó ekki fyrr en 1993, að kínverska þingið ákvað að hrinda þessari áætlun í framkvæmd. Eins og áður segir var Yangtze fyrr á öldum eins konar landa- mæri, sem skipti landinu í tvennt, en á þessari öld hefur það verið brúað mjög víða. Um brýrnar streymir fólk og varningur og hafa þær átt sinn þátt í auka samkennd allra Kín- verja. Skammt frá vfrkj- unarstaðnum hafa verið byggðar þrjár brýr og flughöfn og ný hrað- braut, sem sums staðar hefur verið sprengd í gegnum fjöllin, tengir Wuhan, höfuðborg Hubei-héraðs, við Þriggja gljúfra-svæðið. Hafa orðið miklar breytingar þarna á fá- um árum. A síðustu áratugum hafa verið reistar margar litlar virkjanir við Yangtze og þverár þess. Sú stærsta var reist 1984 við bæinn Yichang, en Þriggja gljúfra-virkj- unin verður 38 km fyrir vestan hann. A skömmum tíma hefur íbúatala bæjarins tvöfaldast, farið SJÁ SÍÐU14 Fljótið skiptir Kína í tvennt Morgunblaðið/Kong Qing Yan YANGTZE-fljót hefur um aldabil verið ein helsta samgönguæð Kína. Það mun ekki breytast með virkjun fljótsins. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki eftir tólf ár og eru stórvirk vinnutæki notuð við þær. HUNDRUÐ milljóna Kín- verja fylgdust með í beinni út- sendingu er lok- ið var við stíflu yfír Yangtze. Ottast afleiðingar stíflugerðar Deilt er um hvort takast muni að koma í veg fyrir eyðilegg- ingu af völdum flóða með stíflugerð í Yangtze VIÐA um heim hafa menn lýst áhyggjum vegna hugsanlegra áhrifa risastíflunnar á umhverfið en þeir svartsýnustu segja að hún kunni að bresta og verða milljónum manna að bana. For- mælendur stíflugerðarinnar segja hana hins vegar svara brýnni orkuþörf og gera mönn- um mögulegt að beisla fljótið. Það er einmitt hugmyndin um það að ná stjórn á flæði Yangtze sem er einna umdeildust. Á hveiju ári flæðir fljótið yfír bakka sína og verður hunduðum, jafnvel þúsundum manna að bana, auk þess sem það veldur gríðarlegri eyðileggingu. Kín- verskir verkfræðingar fullyrða að með stíflugerðinni beisli þeir fljótið og hægt sé að koma í veg fyrir flóðin. Fyrri tilraunir Kínveija á sjötta áratugnum til að ná tökum á Yangtze með því að selja upp 62 stíflur höfðu skelfilegar af- leiðingar. Er vatnið tók að rísa í fljótinu og starfsmenn hugðust opna stíflurnar, reyndist það ómögulegt vegna þess að slý og rusl hafði safnast í þær. Stíflum- ar brustu á endanum og tugir, jafnvel hundrað þúsunda manna drukknuðu. Óttast hættu á jarðskjálftum Bandarískir sérfræðingar sem skoðuðu framkvæmdiraar í Yangtze fyrir skemmstu komust að því að botnleðja safnast hrað- ar upp en gert hafði verið ráð fyrir og gijót hrynur úr veggjum bráðabirgðastíflunnar. Þá er hún hvorki hönnuð til að standast flóð né jarðskjálfta. Stíflan er á sprungusvæði og ýmsir óttast að hún muni auka þrýstinginn á jarðskorpuna og þar með auka hættuna á jarð- skjálfta. Breskur jarðfræðingur spáði því fyrir skemmstu að hún myndi hreinlega hrynja í skjálfta. Milljónir manna myndu drukkna er hið gríðarlega mann- virki léti undan. Bættar samgöngur og hreinna andrúmsloft Mikil skipa- og bátaumferð er um Yangtze en hún hefur verið nokkrum erfiðleikum háð vegna straumþunga og fallhæðar. Með beislun fijótsins og skipaskurð- um verður skipaumferð auðveld- ari og samgöngur við Sichouan- hérað batna til muna. Yfirvöld binda miklar vonir við iðnaðar- uppbyggingu í héraðinu, ekki síst í borginni Chonqing, sem er stærsta sveitarfélag í heimi, en þar búa um 33,4 milljónir manna. Kínversk yfirvöld segja mikla þörf á rafmagninu sem vatns- orkuverið í Yangtze mun skila og enginn efast um að það sé rétt. Hvergi í heiminum er brennt meira af kolum en í Kina og mengunin leynir sér ekki í borg- um landsins. Um 75% orkunnar fást með kolabrennslu sem hefur skelfileg áhrif á umhverfið. Hins vegar hafa kínversk stjórnvöld vísað á bug tillögum um að byggðar yrðu fleiri og minni stíflur í fljótinu. Slík fram- kvæmd er ekki eins stórfengleg og bygging stærsta orkuvers heims. Þetta og fjölmörg önnur vafa- atriði sem komið hafa upp í tengslum við stíflugerðina hafa orðið til þess að Kínveijar verða sjálfir að borga reikninginn. AI- þjóðabankinn og bandaríski inn- og útflutningsbankinn hafa hætt við að veita kínverskum stjórn- völdum lán vegna framkvæmdar- innar. Eru Kínveijar afar ósáttir við ákvarðanir þessara lánastofn- ana og segja þær eingöngu byggjast á því að Bandaríkja- menn vilji ekki að Kínverjar verði ríkir og valdamiklir. • Byggt á: The Daily Telegraph, Reuters og Aftenposten.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.