Morgunblaðið - 23.11.1997, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Bandaríkjamönnum að leika í
hveiju liði og ég hélt ég fengi ekki
að spreyta mig eins mikið og til
stóð. Þá var ákveðið að skoða eitt-
hvað annað.
Ég fór til Houthalen í Belgíu þar
sem framheiji hafði slitið krossband
í hné um vorið og ljóst að hann
yrði ekki tilbúinn fyrr en um ára-
mót. Mér var boðinn mjög góður
samningur til tveggja mánaða, þar
til hann væri tilbúinn, og vilyrði
fyrir því að reyna að koma ungum
miðheija til liðs í neðri deildinni og
hafa mig áfram. Sirrý var ólétt
þannig að mér fannst ekki hægt
að vaða heim með hana þegar hún
væri nýbúin að eiga.
Því næst lá leiðin til Hamborgar
þar sem topplið i 2. deildinni hafði
áhuga á mér. Félagið lagði áherslu
á að komast upp í 1. deild og metn-
aðurinn var til staðar þannig að ég
ákvað að taka tilboði félagsins.
Daginn eftir að ég skrifaði undir
hringdu forráðamenn Trier í mig,
en liðið leikur í 1. deild. Þar sem
ég var búinn að skrifa undir varð
ekkert meira úr því.
Mjög ánœgð í Hamborg
Okkur líkar vel hér í Hamborg
og það hefur allt staðið sem stafur
á bók og ef eitthvað er hefur félag-
ið gert heldur meira en lofað var.
Ég ákvað samt að sjá til í sumar
en Hamborgarar vildu endilega að
ég skifaði undir áður en ég færi
heim í frí. Við ákváðum að vera
áfram, bæði vegna þess að við
kunnum vel við okkur og svo líka
vegna þess að ég fékk enn betri
samning en ég hafði áður. Samn-
ingurinn gilti frá 1. maí þannig að
ég var á launum i allt sumar, en
hefði maður farið að athuga með
önnur lið veit maður aldrei hvað
hefði komið upp á. Ég hefði í það
minnsta ekki verið á launum í sum-
ar, en ég veit að tvö lið í 1. deild
spurðust fýrir um mig en maður
veit aldrei hvernig það hefði farið.
Það var nokkur óvissa á meðan á
þessu öllu stóð og konan kasólétt
heima. Það var meðal annars ein
af ástæðum þess að við ákváðum
síðasta vor að vera hér áfram frek-
ar en fara aftur á flakk.
Ég held líka að það sé betra fýr-
ir mig að vera í örlítið slakara liði
og fá að spila mikið heldur en vera
í miðlungsgóðu liði í 1. deildinni og
fá kannski lítið að spila. Maður á
ekki það mörg ár eftir og vill því
fá að spila. Það er líka skemmti-
legra að vera í liði sem fer upp á
milli deilda en liði sem fellur um
deild.
Hamborg er eina „alvöru“-körfu-
boltaliðið í borginni og virðist vel
statt. Það er auðvitað ekki sjálfgef-
ið að við förum upp, en við eigum
ágæta möguleika og ef það gerist
verður mjög gaman. Það eru tals-
verðir peningar í húfi því félagið
mun eiga auðvelt með að gera enn
betri samninga við ýmis fyrirtæki
verði það í fyrstu deildinni."
Gaman aö geta gefíð sér tíma
með stráknum
Er ekki mikið mál að rífa sig upp
og flytja til útlanda?
„Það er dálítið mál, en þó ekkert
mjög mikið, og við sjáum alls ekki
eftir því að hafa drifið í þessu því
þetta er búinn að vera mjög
skemmtilegur tími. Við erum bæði
þannig gerð að okkur þykir gaman
að ferðast og kynnast nýju fólki og
svo munar auðvitað mjög mikið um
vinnutímann. „Heima vann ég tíu
til tólf tíma á dag og síðan voru
æfíngar eftir það og leikir þannig
að ég var eiginlega aldrei heima.
Hér hef ég mikinn tíma til að vera
með fjölskyldunni og það er mjög
gaman, sérstaklega eftir að strák-
urinn fæddist. Það er mjög gott og
gaman að geta verið svona mikið
með honum; farið út að leika við
hann eða fara í sund. Svo kann ég
bara vel við konuna eftir að ég fór
að kynnast henni,“ segir Guðmund-
ur og glottir.
Hann segist ekki finna mikið
fyrir því að fara frá Grindavík, þar
sem um 2.500 manns búa, til Ham-
borgar þar sem íbúarnir eru 1,8
milljónir. „Við búum í svo rólegu
hverfí þannig að við finnum lítið
fyrir stórborgarbragnum. Hér er
allt í göngufæri þannig að maður
þarf ekki að fara víða. Það er helst
þegar gestir koma að maður fer
niður í miðbæ.“
Ættum að vinna deildina heima
Hvemig kemur DHL-deildin
heima út í samanburði við 2. deild-
ina hér í Þýskalandi?
„Bestu liðin í annarri deildinni
hér ættu að vinna deildina heima.
Munurinn liggur _að miklu leyti í
hæð leikmanna. Ég er til dæmis
fjórði hæstur í liðinu; einn strákur
er 2,12 metrar, annar er 2,08 og
sá þriðji 2,06. Ég byija samt alla
leiki sem miðheiji og er alltaf að
dekka mér stærri menn. Ég er
reyndar ekkert óvanur því að leika
á móti stærri mönnum því það er
venjan með landsliðinu, en núna
geri ég það um hveija helgi, og
raunar á hverri æfingu því ég er
alltaf á móti þessum sem er 2,12.
Ég kann vel við að leika á móti
stærri mönnum og fínnst það raun-
ar skemmtilegra, sérstaklega í
sókninni því þar hef ég kannski
meiri snerpu en þeir.
Ég held ég hafí lært heilmikið á
að leika héma, bæði í vörninni og
við að dekka stærri menn. Mér
hefur eiginlega alltaf tekist að halda
miðheijum mótheijanna ágætlega
niðri þannig að þeir skora yfírleitt
minna á móti okkur en þeir gera
að meðaltali. Það er svo bara við-
bót ef ég dett niður á leiki þar sem
ég geri 15 til 20 stig. Ég var mjög
ánægður þegar við lékum í Salz-
kotten í bikarkeppninni. Þá voru
liðin borin saman í leikskránni og
þar var ég sagður alhliða leikmaður
og kallaður „defensiv monster".
Maður hefur reynt að halda uppi
baráttu og réttum anda í liðinu og
það er trúlega ein af sterku hliðun-
um hjá mér.“
Nú er stíli þinn í vítaskotum dálít-
ið öðruvísi en hjá flestum, hefur
ekkert verið dæmt á það hér?
„Nei, en ef fyrsta vítaskot mitt
mistekst fæ ég alltaf annað skot
því það eru allir komnir inn í teig-
inn. Það hefur bjargað nýtingunni
enda er ég með mjög góða nýtingu.
Menn kvörtuðu dálítið yfír þessu í
fyrra og sögðu að ég væri að plata
menn til að fara inn í vítateiginn,
en þetta er bara minn stíll og þegar
dæmt er á menn núna hlæja þeir
og segjast hafa verið búnir að
gleyma skotstílnum."
Hvernig er svo framhaldið hjá
ykkur?
„Ég er með samning út þetta
tímabil, þeir vildu gera tveggja ára
samning, en ég vildi það ekki, enda
veit ég ekki í hvaða deild liðið verð-
ur. Það eru mjög miklir peningar
hér í Hamborg og ef við förum upp
er búist við að miklir peningar komi
i reksturinn, enda mun félagið ekki
sætta sig við að falla aftur, heldur
verður liðið styrkt verulega þannig
að það verði enn sterkara. Þýska
HANDKNATTLEIKUR - MFL - KARLA
HLÍÐARENDI
KL. 20.00 í KVÖLD
VALUR
Valsmenn, mætum í rauðu!
Gísli Jónsson ehf.
Morgunblaðið/Skúli Unnar Sveinsson
KÖRFUKNATTLEIKSFJÖLSKYLDA í Hamborg í Þýskalandi í búningum félaga slnna. Grindvíking-
arnir Stefánía Jónsdóttir, Guðmundur Bragason og „au-pair“ stúlkan Stefanía Ásmundsdóttlr
er lengst til hægri.
sambandið vonar líka að við förum
upp því Hamborg er eina stóra
borgin sem er ekki með lið í efstu
deild. Það er verið að byggja tólf
þúsund manna íþróttahöl! í Ham-
borg og við förum beint þangað ef
við förum upp. Það verður því mjög
spennandi ef við komumst upp og
þá verð ég hérna og félagið vill
hafa mig áfram.“
Vildi ekki verða fyrirliði
Nokkrir útlendingar eru í liði BCJ
og má eiginlega kalla það alþjóð-,
legt. Þrír Bandaríkjamenn eru þar
á meðal en einn þeirra er með enskt
vegabréf og annar írskt því aðeins
er leyfilegt að vera með einn Banda-
ríkjamann í hveiju liði. Einn Rússi
er í liðinu, en hann er giftur þýskri
stúlku og er með þýskt ríkisfang
og svo eru tveir sem fluttu frá Afr-
íku fyrir sex árum og eru með þýskt
ríkisfang. „Ég er varafyrirliði en
strákarnir vildu að ég yrði fyrirliði
í vetur. Það var skoðanakönnun
innan liðsins og það var stungið upp
á mér sem fyrirliða. Ég neitaði því
þar sem ég var ekki orðinn nógu
góður í þýskunni og það eru tveir
leikmenn í liðinu sem tala enga
ensku og ég taldi nauðsynlegt að
fyrirliðinn gæti talað við alla leik-
mennina.
Ef við förum ekki upp mun ég
skoða mín mál gaumgæfilega. Það
þyrfti talsvert mikið að breytast til
að ég yrði áfram, t.d. að fá nýjan
þjálfara. Það verður gert ef við för-
um upp; þá verður fenginn fær
þjálfari."
Ert þú kannski að hugsa um að
taka liðið að þér?
„Ég veit það nú ekki, en forráða-
menn félagsins vita að ég þjálfaði
heima. En það er ekki algengt í
efstu deildunum í Þýskalandi að
menn séu bæði leikmenn og þjálfar-
ar. Eftir að ég þjálfaði hjá Grinda-
vík settist ég niður og velti því fyr-
ir mér hvort ég vildi þjálfa og spila,
og vera útbrunnin um þrítugt, eða
snúa mér fyrst að því að spila og
síðan þjálfun einhvern tímann síð-
ar. Ég hef alltaf skrifað hjá mér
það sem ég hef lært hjá þjálfurum
og safnað þannig að mér fróðleik,
og sjálfsagt enda ég á því að þjálfa.
Hvar og hvenær það verður á eftir
að koma í ljós.“
Hef það gott en verð
ekki milljónamæringur
Er eitthvað upp úrþessu að hafa?
„Við höfum það ágætt og sjáum
fram á að eiga einhvern afgang
þegar við komum heim, enda væri
annað óeðlilegt því við fáum íbúð
og bíl og það eina sem maður borg-
ar er bensín, matur og sími. Það
kemur síðan í ljós hversu miklu við
höfum safnað þegar heim kemur,
en við verðum engir milljónamær-
ingar á þessu. Það sem er best við
þetta allt er að ég er að gera það
sem ég hef gaman af, spila körfu-
bolta, og lifi vel af því og sé fyrir
fjölskyldunni og maður getur lagt
eitthvað fyrir. Það er varla hægt
að hafa það betra,“ sagði Guðmund-
ur Bragason.
Loks útisigur hjá Chicago
Michael Jordan var heldur
betur í sviðsljósinu þegar
meistarar Chicago Bulls unnu sinn
fyrsta útisigur, 111:102. Til þess
þurfti að framlengja leik liðsins
við Los Angeles Clippers í tvígang.
Leikmenn Clippers voru yfir
102:100 og höfðu knöttinn þegar
20,5 sek. voru eftir af fyrri fram-
lengingunni.
Þegar 15,7 sek. voru eftir var
brotið á Jordan og hann fékk tvö
vítaskot. Hann hitti ekki úr fyrra
skotinu, heldur ekki því síðara -
náði sjálfur frákastinu, lék á Brent
Barry og skoraði þegar 8,9 sek.
voru eftir.
í seinni framlengingunni fór
Jordan á kostum og skoráði öll
níu stig meistaranna, en leikmenn
Clippers náðu ekki að skora. Hann
lauk leiknum með því að skora
49 stig - hæsta skor í NBA-deild-
inni í vetur. Af þessum stigum
skoraði hann 40 í seinni hálfleik
framlengingar.
Þetta er í 150. skipti sem Jord-
an skorar yfir 40 stig í leik í
NBA-deildinni. Luc Longley skor-
aði 22 stig fyrir Chicago, en þeir
Lamond Murray
24 og Barry 17
fyrir Clippers.
Vin Baker
skoraði 22, tók
sjö fráköst og
Hersey Hawkins
skoraði 18 stig
þegar Seattle
SuperSonics
vann San Ant-
onio Spurs,
94:75. Larry Johnson skoraði 23
stig og John Starks 15 þegar New
York Knicks skellti Washington
Wizards, 104:82.
Antoine Walker skoraði 24 stig,
tók tólf fráköst og átti fimm stoð-
sendingar fyrir Boston Celtic, sem
notaði alla tólf leikmenn sína gegn
New Jersey Nets.
Wesley Per-
son skoraði 22
stig fyrir Cleve-
land Cavaliers,
sem rústaði Min-
nesota Timberw-
olves, 103:80.
Cedric Hend-
erson skoraði 19
og Shawn Kemp
tók 19 fráköst
fyrir Cavaliers.
NBA
Leikir í fyrrinótt:
Charlotte - Miami........119:102
Washington-NewYork .......82:104
Minnesota - Cleveland.....80:103
Boston - New Jersey.......101:93
Seattle - San Antonio.... 94: 74
Vancouver-Denver......... 99: 96
La Clippers - Chicago ...102:111
• í tvíframlengdum leik.