Morgunblaðið - 23.11.1997, Page 24
24 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
___________________LISTIR
Einsemd sálarinnar
BÓKMENNTIR
Skáldsaga
GÓÐA NÓTT, SILJA
eftir Siguijón Magnússon. Bjartur.
Reykjavík 1997.120 bls.
GÓÐA nótt, Silja er athyglisverð
saga um sálarkreppu fólks í
Reykjavík samtímans. Sagan tekur
á þema sem hefur verið aigengt í
borgarskáldsögum fyrr og síðar,
þema sem mætti lýsa með orða-
tvenndinni einsemd/samvera. Per-
sónurnar eiga allar í erfiðleikum
með samskipti við annað fólk, ná
ekki að tengja sig við aðrar mann-
eskjur, við umhverfí sitt, við heim-
inn. Þessa einsemd sálarinnar nær
höfundur að túlka á sannfærandi
hátt, ekki síst með því andrúmi sem
yfirvegaður og kaldur frásagnar-
hátturinn nær að skapa.
Bókin er fyrst og fremst saga
Jónatans næturvarðar, þótt annað
sé gefið í skyn í frekar slæmum
titli hennar (að mínu mati segir
titillinn allt of mikið um örlög
Silju). Jónatan er næturvörður í
einhvers konar athvarfi fyrir af-
vegaleidda menn. Þrátt fyrir að
hann sé þar innan um heldur van-
sæla einstaklinga virðist hann vera
sá aumasti af þeim, og þá einkum
vegna þess að hann stendur utan
hópsins, er sá sem sker sig úr, er
einn eins og fyrsta setning bókar-
innar gefur svo sterkt til kynna:
„Enginn þekkir næturvörðinn."
Jónatan er holdgervingur einsemd-
arinnar. Hann stendur einn í upp-
hafi sögu, og í lok
hennar.
Hjónin Sölvi og
Alma standa Jónatani
næst en samskipti
hans við þau eru brot-
hætt. Haraldur, sonur
þeirra hjóna, hefur
hom í síðu hans, eins
og raunar flestra og
flests þess sem hann
snertir. Haraldur er
veiklundaður og lætur
ósætti sitt við um-
hverfið bitna á vin-
konu sinni, Silju. Þar
er komin konan sem
tengir örlagaþræði
þessa fólks en sagan
fjallar einmitt öðrum þræði um það
hvernig fólk tengist hvert öðru,
hvernig örlög eins ryðjast inn í líf
annars, hvernig veiklyndi eins
styrkir annan eða slær öll vopn
úr höndum hans.
Eins og aðrar persónur sögunn-
ar á Silja erfitt með að aðlagast
heiminum, hún á erfitt með „að
vera bundin öðrum“, eins og hún
segir sjálf. En um leið sækir hún
í samveru, hún er haldin þessu
„ofstækisfulla trygglyndi“, sem
Jónatan þekkir líka svo vel, löng-
uninni „til að vera öðrum allt, skilja
og líða með þeim sem manni standa
næst“.
Bókin er stutt en innan síns
takmarkaða ramma tekst höfundi
að gæða persónur sínar lífi og at-
burði trúverðugleika.
Það hefur færst í vöxt undanfar-
in ár að íslenskir höfundar glími
við þetta nóvelluform.
Og iðulega hefur tek-
ist vel upp; nægir að
nefna Ástin fiskanna
eftir Steinunni Sigurð-
ardóttur og Snigla-
veislu Ólafs Jóhanns
Ólafssonar. Bygging
þessara skáldsagna
hefur oft verið heil-
steyptari en í viða-
meiri sögum íslenskra
höfunda. Bygging
bókar Siguijóns
Magnússonar er engin
undantekning á þeirri
reglu, bæði innri og
ytri bygging sögunnar
er afar markviss og
skýr. Það má með sanni segja að
sagan sé þéttofinn vefur.
Eins og áður sagði er það ekk-
ert nýtt að höfundar skrifi um til-
vistarkreppu og firringu fólks í
nútímasamfélagi. Þetta er djarf-
lega valið umfjöllunarefni hjá höf-
undi sem er að senda frá sér sína
fyrstu bók en það verður ekki ann-
að sagt en að vel hafi tekist til.
Efnistökin eru kannski ekki ný en
bókin er bæði vel skrifuð, yfirveguð
og skemmtileg aflestrar.
Við eigum vafalaust eftir að
heyra gagnrýnendur segja að þessi
bók segi svo sem ekki merkilega
sögu og hún sé svolítið reyfara-
kennd, jafnvel of opin og blátt
áfram en það eru engin rök þegar
bókin er ein af þeim fáu sem halda
lesandanum við efnið allt til loka.
Þröstur Helgason
Sigurjón
Magnússon
Sambandið
er mjög gott
Nú er rétti tíminn til að fá sér GSM frá Siemens
því að verðið á þessum glæsilegu og vönduðu
símum hefur aldrei verið betra.
SIEMENS
S6 er vinsælasti GSM sem
við höfum selt frá upphafi,
enda einstaklega léttur
(165 g), þunnur (16/22 mm)
og meðfærilegurfarsími.
Hljómgæðin í S6 eru
framúrskarandi.
22.SOO fcr. stgr.
Þessi er sá nýjasti frá Siemens
- nýkominn á markað í Evrópu og
hefur þegar hlotið mikla athygli
og góðar móttökur, enda hlaðinn
nýrri tækni. Til dæmis hefur
hann stóran og skýran litaskjá
og möguleika á hljóðupptöku á
styttri skilaboðum.
46.100 fcr. stgr.
... með Siemens símtækjum!
SIEMENS
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 5113000
www.tv.is/sminor
ERLENPAR BÆKUR
*
A nætur-
vaktinni með
Ed McBain
Erf M Dkrifa eíns
Ed McBam sem
Ed McBain: „Nocturne".
Hodder og Stoughton 1997.
291 síða.
f~VER sá sem skrifað hef-
■""I ur meira en 80 skáld-
sögur eins og banda-
ríski rithöfundurinn Evan Hunt-
er, sem einnig er þekktur undir
nafninu Ed McBain, er orðinn
ansi sjóaður höfundur. Ekki þarf
að lesa sig langt inní nýjustu
Iögreglusögu hans, „Nocturne“,
til þess að finna
að hér er góður
sögumaður á
ferð, öruggur
með sig, ein-
beittur en líka
hæfilega væru-
kær, skjótur að
kjarna málsins
og spar á orð-
in, alltaf gam-
ansamur og
skemmtilegur
aflestrar.
Söguna
skrifar hann
undir McBa-
in heitinu
enda er hún
í flokki lög-
reglusagna
hans úr 87.
hverfi, þær
sem McBa-
in er fræg-
ur fyrir,
og hún
veldur
ekki von-
brigðum
þeim sem
kunnugir
eru sögunum úr
því hverfinu. Aðrir ættu að
gera sjálfum sér greiða og leita
þær uppi.
Glæpir um nótt
Hunter/McBain starfaði eitt
sinn sem handritshöfundur í
Hollywood og það gætir nokkurs
misskilnings hjá sumum persón-
um „Noctume" þegar þær halda
því fram að Alfred Hitchcock
hafi skrifað handritið að Fuglun-
um eða „The Birds“. Hunt-
er/McBain gerði það sjálfur og
hefur skrifað litla minningarbók
um reynsluna af að starfa með
leikstjóranum og kallar hana
Ég og Hitch. Líklega er höfund-
urinn að minna á að handrits-
höfundar gleymast mjög auð-
veldlega en Ieikstjórar lifa.
„Þetta er saga sem gerist um
nótt,“ er haft eftir McBain í ein-
hveiju tímaritinu um nýjustu
söguna, „og næstum því allir í
henni eru skítseiði.“ Tveir glæp-
ir eru framdir sömu nóttina í
„Nocturne“, sem gerist svo að
segja öll að næturþeli eins og
nafnið gefur til kynna. Gömul
kona af rússneskum ættum er
skotin til bana í íbúð sinni. í ljós
kemur að hún var eitt sinn fræg-
ur píanóleikari. Engu virðist
hafa verið stolið. Kötturinn
hennar var myrtur í leiðinni.
Skammt frá heimili hennar
kaupa þrír skólapiltar þjónustu
vændiskonu og myrða hana.
Ósköp venjuleg nótt í borginni.
Ósköp venjuleg nótt í 87. hverfi.
Lögreglumennirnir fara af stað,
ræða við vitni, aka um hverfið,
púsla saman brotum héðan og
þaðan, reyna að hafa uppi á
morðingjunum með því að safna
saman upplýsingum hversu
smávægilegar sem þær virðast,
vinna sína vinnu á næturvakt-
inni.
Fáir skrifa eins hnitmiðuð og
skemmtileg samtöl og McBain
og hann er í essinu sínu í þess-
ari sögu. Hann þekkir líka sögu-
sviðið og söguefnið eins og putt-
ana á sér og hann þekkir vel
persónurnar
og
Heitúm E^HuTte? ZP^túrZS
SllSa han® heitir JoctunfJ*SUl McBain~
. morðmáJum Í 8™ve% se^ af
á götunum og
börunum og lögreglu-
stöðvunum. Hann hefur auðvit-
að skrifað um allt þetta mörgum
sinnum áður, en tekst að finna
ný sjónarhorn, fleiri athyglis-
verðar persónur, aðrar dularfull-
ar ráðgátur og koma því saman
í stemmningssögu úr næturlífi
stórborgar.
Hann hefur lag á að skipta
óvænt um sjónarhorn, lýsa
hugsunum persónanna um leið
og þær segja frá. Og hann er
með húmorinn í lagi. Hættu að
kalla mig Nell, ég er ekki alin
upp úti í skógi, er ein af spaugi-
legum tilvísunum hans í bíó-
myndir (hann vitnar einnig
skemmtilega í „Pulp Fiction" án
þess þó að nefna hana á nafn).
Það er rétt hjá McBain að flest-
ir í þessari sögu hans eru skít-
seiði og hann hefur nokkra unun
af að útmála þær sem slíkar,
oftast háðslega.
Saga þessi gefur raunsanna
svipmynd af lífi rannsóknarlög-
reglumanna vestra og fólkinu
sem þeir bæði kynnast og eltast
við og er að því leyti að nokkru
andlega skyld t.d. sögum Wa-
hlöö og Sjöwall hinna sænsku.
„Nocturne“ er kannski ekki mik-
illa sanda, hún er ekki gerð til
þess að leysa neinar af lífsgát-
unum, en hún er lipurlega sam-
in af höfundi sem sannarlega
kann sitt fag.
Arnaldur Indriðason