Morgunblaðið - 23.11.1997, Page 40
- 40 SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
A UTGERÐIN PENING
FYRIR AUÐLINDAGJALDI?
UNDANFARIÐ hefur farið
fram mikil umræða um auðlinda-
gjald í sjávarútvegi. Margir hafa
geyst fram á ritvöllinn og útlistað
sínar skoðanir á þessu máli. Þarf
ekki að koma neinum á óvart að
sitt sýnist hverjum um réttlæti
þess að útgerðarmenn séu rukkað-
ir um aðgangseyri að þeirri auðlind
sem fískistofnarnir við Island eru.
Skoðun þessa höfundar er að að-
gangur að náttúruauðlind, hvort
sem hún nefnist fiskur, jarðhiti eða
eitthvað annað, skuli ekki vera
ókeypis. Eigandi auðlindarinnar á
rétt á því að rukka aðgangseyri eða
notendagjald. Þessi aðgangseyrir
er ekki skattur, heldur greiðsla til
eiganda fyrir þá þjónustu sem fæst
af auðlindinni. En nóg um hvort
auðlindagjald sé réttlátt eður ei.
Tilgangur þessarar ritsmíðar er
ekki að telja upp rök með eða á
móti auðlindagjaldi. Margir ágæt-
ismenn hafa á síðum Morgunblaðs-
ins, sem og annars staðar, gert
þeim málum ágæt skil. Þessum
greinarstúf er á hinn bóginn beint
að þeirri spurningu hvort þeir út-
gerðarmenn sem stunda fiskveiðar
í dag hafi hreinlega mátt til þess að
standa skil á auðlindagjaldi, hversu
réttlátt sem það gjald annars kynni
að vera.
Lltið til baka
Til að svara þessari spumingu er
nauðsynlegt að líta til baka til þess
tíma er kvótakerfinu var fyrst
komið á. Gamla sóknardagakerfið
olli háum kostnaði fyrir útgerðina
þar sem sjómenn stunduðu í raun
kappveiðar. Börðust þeir við að ná
sem mestum afla á þeim tíma sem
þeir máttu vera á sjó. Flýtirinn
sem hlaust af þessu kerfi kallaði á
ýmsa óhagkvæmni í rekstri og
einnig varð aflinn lakari að gæðum
en nauðsyn krafði. Leiddi þetta til
að farið var að leita að betra kerfi
sem veitti möguleika á auknum
hagnaði af veiðunum; hagnaði sem
var ekki til staðar í gamla kerfinu.
Kvótakerfið var álitið lausnin á
vandanum. Hugmyndin að baki því
kerfi er að þar sem hver útgerðar-
maður veit í upphafi fiskveiðiárs
hversu mikinn afla hann má veiða,
þá muni hann hætta hinu gegndar-
lausa kappi sem áður var lýst og
reyna að ná aflanum á sem hag-
kvæmastan hátt. Ef þetta gengur
eftir, þá lækkar kostnaður útgerð-
Án nákvæmra rann-
sókna á kvótatilfærsl-
um og afkomu útgerða
er erfítt, segir Vil-
hjálmur Wiium, að
svara þeirri spurningu
hvort þær hafí mátt til
greiðslu auðlindagjalds.
armannsins og hann situr eftir með
hagnað, þ.e. tekjur umfram gjöld.
Hverjum útgerðarmanni var síðan
úthlutað kvóta og var kvótinn veitt-
ur endurgjaldslaust. Ymsar ástæð-
ur lágu að baki því að útgerðar-
menn þurftu ekki að borga fyrir
kvótann, t.d. var álitið að erfitt yrði
að fá útgerðina til að samþykkja
kerfi þar sem byrja þyrfti að
standa í miklum útgjöldum. Einnig
þótti sýnt að margir útgerðarmenn
hefðu ekki riðið feitum hesti frá
veiðum þar sem hagnaði hafði verið
sóað í óþarfa útgjöld. Því þótti ekki
stætt á að láta borga fyrir kvóta.
Á ég að selja
kvótann minn?
Fyrst um sinn var kvótinn
óframseljanlegur. Þetta var reynd-
ar aðeins i orði en ekki á borði.
Kvóti var bundinn skipum og ef
skip var selt þá fylgdi kvóti skips-
ins með í kaupunum. Ýmsar kvaðir
voru settar á sölu af þessu tagi, en
ef hugur fylgdi verki þá var vel
mögulegt að selja. Síðar voru
smátt og smátt kvaðir á sölu kvóta
felldar niður.
I kvótakerfi standa útgerðar-
menn frammi fyrir tveimur val-
kostum. Annar er að stunda veiðar
og ná inn þeim hagnaði sem hlýst
af spamaði vegna kvótakerfisins.
Hinn er að selja kvótann. Ef seinni
kosturinn er valinn, þá vaknar sú
spuming hversu hátt verð á að
rukka fyrir sölu af þessu tagi. Til
að svara því verður að bera val-
kostina tvo saman. Annars vegar
að róa og taka sjálfur inn hagnað-
inn; hins vegar að selja kvótann og
snúa sér að öðmm verkefnum. Það
segir sig sjálft að ef kvótaverðið er
lægra en hagnaðurinn af því að
veiða, þá mun enginn selja. Til að
selja verður útgerðarmaðurinn að
fá a.m.k. jafngildi þess
hagnaðar sem hann
hlyti ef hann héldi
áfram í útgerð. Þessi
hagnaður er sá sem
eftir er þegar útgerð-
armaðurinn hefur
reiknað sér sín eigin
laun. Það er mikil-
vægt að átta sig á því
að hér er um að ræða
þann hagnað sem út-
gerðarmaðurinn býst
við að fá í framtíðinni.
Með öðmm orðum,
það sem skiptir máli í
þessari umræðu er
væntanlegur hagnað-
ur. Gróðinn af sölu
kvótans verður að jafngilda núvirði
þess hagnaðar sem vænst er um
ókomna framtíð. Annars borgar sig
ekki að selja því útgerðarmaðurinn
er betur settur með því að halda
áfram í útgerð.
Á ég að kaupa kvóta?
Setjum okkur nú í spor þess sem
hugleiðir hvort kaupa eigi kvóta
eður ei. Spumingin sem snýr að
þessum aðila er hversu hátt verð
eigi að greiða fyrir kvótann. Þá er
litið á væntanlegar tekjur af tilvon-
andi veiðum og dregin frá þau út-
gjöld sem hljótast af því að veiða
og landa aflanum. Ef einhver af-
gangur er þegar hinn tilvonandi út-
gerðarmaður er búinn að reikna
sér laun, þá er komin sú upphæð
sem hæst verður boðin í kvóta.
Eins og í tilviki þess sem vill selja
kvóta þá er um að ræða væntanleg-
an hagnað um ókomna framtíð. Til-
vonandi kaupanda skiptir engu
hvort gamh útgerðarmaðurinn
hagnaðist á veiðunum eða ekki;
framtíðin skiptir sköpum.
Hver græðir?
Ef af kvótasölu á að verða, þá
má sá hagnaður sem hinn tilvon-
andi útgerðarmaður býst við ekki
vera lægri en sá hagnaður sem
gamli útgerðarmaðurinn reiknar
með í framtíðinni. Ekki er ástæða
til að ætla að miklu muni á þeim
hagnaðartölum sem þessir tveir að-
ilar reikna út. Því er líklegt að nýi
útgerðarmaðurinn greiði megnið af
þeim hagnaði sem hann býst við að
fá af framtíðarveiðum fyrir kvót-
ann. Hann sér engu að síður hag í
viðskiptunum, því hann býst við
framtíðartekjum sem
duga fyrir útgjöldum
og sínum eigin laun-
um. Allur hagnaður
þar umfram væri vel-
komin búbót en ekki
nauðsynlegur til að
hann vilji kaupa.
Gamh útgerðarmað-
urinn situr sáttur eftir
því hann hefur aflað
vel með því að selja
kvótann. I krafti eign-
arréttar yfir kvótan-
um hefur hann náð að
krækja í þann fram-
tíðarhagnað sem
reiknað er með að
hljótist af veiðunum.
Hann hefur eignast það sem má
kalla umskiptagróða (þetta hefur
verið nefnt á ensku transitional
gain). Umskiptagróði hlýst af því
að skipt er um stjórnkerfi; horfið
er frá stjómkerfi sem ekki eru
framseljanleg veiðileyfi og skipt yf-
ir í stjómkerfi sem veitir slík leyfi
endurgjaldslaust. Rétt er að geta
þess að þetta er ekki afleiðing
kvótakerfisins sem slíks. Öll fisk-
veiðistjómunarkerfi sem veita
ókeypis en framseljanleg veiðirétt-
indi hefðu sams konar áhrif.
Umskiptagróði
og auðlindagjald
Hvemig tengjast svo umskipta-
gróði og auðlindagjald? Geram
augnablik ráð fyrir að nýi útgerð-
armaðurinn hafi greitt fyrir kvót-
ann sinn nákvæmlega jafnvirði
væntanlegs hagnaðar. Ef vænting-
amar era réttar, þ.e. ef nýi útgerð-
armaðurinn hefur reiknað framtíð-
ina rétt út, hvað situr hann eftir
með? Jú, hann aflar sér nægilegra
tekna til að eiga upp í þann kostnað
sem hann þarf að leggja út fyrir
veiðunum. Eins fær hann launin
sín. En ... meira fær hann ekki. All-
ur umframhagnaður sem myndast
vegna þess að kvótakerfi er við lýði
í stað sóknardagakerfis fór í að
borga fyrir veiðiréttinn; fyrir kvót-
ann. Hversu mikið getur þessi nýi
útgerðarmaður greitt í auðlinda-
gjald? Nákvæmlega ekki neitt.
Þegar hann er búinn að borga
reikningana sína þá er ekkert af-
gangs til að mæta auðlindagjaldi.
Hvernig stendur á þessu? Ástæðan
er sú að nýi útgerðarmaðurinn er
búinn að greiða aðgangseyrinn að
Vilhjálmur
Wiium
auðhndinni. Hann greiddi gamla
útgerðarmanninum aðgangseyr-
inn, vegna þess að sá gamli átti
miðann - öðru nafni kvótann - til
að öðlast aðgang að auðlindinni.
En nú má spyrja sem svo hvort
nýi útgerðarmaðurinn hafi greitt
fyrir kvótann allan hagnaðinn sem
hann bjóst við að fá. Gæti hann
ekki átt einhvern hagnað afgangs?
Erfitt er að fá úr þessu skorið, til
þess þarf viðamikla rannsókn á
högum þeirra sem hafa keypt
kvóta síðan kvótakerfið var sett á
laggirnar. Hins vegar er vert að
benda á að hægt er að færa rök
fyrir því að nýi útgerðarmaðurinn
okkar hafi greitt meira en sem
nam þeim hagnaði sem hann raun-
veralega fékk eftir að hann hóf út-
gerð. Ýmsir hafa bent á að sjó-
menn og útgerðarmenn séu með
eindæmum bjartsýnir menn. Áður
en kvóti komst á héldu allir sjó- og
útgerðarmenn sífellt í vonina um
að fá „þann stóra“. Ef ekki í þess-
um túr, þá í þeim næsta. Bjartsýni
af þessu tagi gæti auðveldlega leitt
tilvonandi útgerðarmenn til að of-
reikna væntanlegan hagnað. Því
gætu þeir greitt of hátt verð fyrir
kvóta og sætu eftir í tapi. Hvaðan
eiga þá peningar að koma fyrir
auðhndagjaldi?
Aldrei auðlindagjald?
Ber þá svo að skilja að aldrei sé
hægt að setja á auðlindagjald?
Nei, ekki er það nú alveg svo. Ef
satt er að umskiptagróði hafi tekið
megnið af hagnaði vegna núver-
andi kvóta, þá er nokkuð ljóst að
fyrir þann kvóta er tómt mál að
tala um að innheimta auðlinda-
gjald. Hins vegar horfir ekki svo
við um nýjan kvóta. Ef fiskistofn-
ar, sem kvóti er á, stækka þá
mætti úthluta nýjum kvótum og
krefjast aðgangseyris að þeim.
Eins með nýja fiskistofna sem hafa
verið utan kvótakerfis. Þegar kvót-
ar era settir á er hægt að rakka
aðgang að þeim stofnum.
Lokaorð
Hversu réttlátt sem auðlinda-
gjald þykir, þá verður að horfast í
augu við staðreyndir. Spyrja þarf
hvort útgerðin hafi hreinlega mátt
til að greiða auðlindagjald. Án ýt-
arlegra rannsókna á kvótatilfærsl-
um og afkomu útgerðarmanna er
erfitt að svara þessari spurningu.
Er ekki nokkur vafi á að í þessu
máli, sem og öðram sem tengjast
fiskveiðum, era skiptar skoðanir.
Hér hafa verið færð rök fyrir því
að ókeypis úthlutun framseljan-
legra kvóta hafi leitt af sér um-
skiptagróða fyrir þá sem fyrstir
fengu kvóta. Mögulegt er að þessi
umskiptagróði hafi valdið því að út-
gerðarmenn í dag séu ekki þess
megnugir að greiða fyrir aðgang að
auðlindum sjávarins við Island.
Höfundur er hagfræðingur og
starfar við Háskólann l Galway
á írlandi.
<
(
(
I
<
(
(