Morgunblaðið - 23.11.1997, Síða 48
SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
[TF(6mKLAápr?fftí'ANNAÐti\toier
)Fo&W(%, Emæ epa EerE&aFyMi},
Grettir
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
^ MERE, YOU \ 10 3 ''PEAR 5N00PY..
601 A \ WHAT MAPPENED T0
LETTERFROM | ANPY AND OLAF?
YOLIR BROTHER I TH0U6MT THEY
„ 5PIKE.. /' # U/ERE COMING
OUT HERE.."
Gjörðu svo vel, þú
fékkst bréf frá Sámi
bróður þínum.
„Kæri Snati...
Hvað kom fyrir Kát
og Lubba? Eg hélt
að þeir ætluðu að
koma hingað..."
„Mikki mús, vinur
minn, kom hér við
og skildi eftir gjafir
handa þeim.“
Snotrir skór ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Lyfjasala og
lyfjafölsun
Frá Ásmundi Brekkan:
RÍKISSJÓNVARPIÐ sýndi í gær
(18. nóvember) fyrri þátt hasar-
myndar úr flokki mynda um bresku
tollvörsluna, en slíkar myndaraðir
hafa verið sýndar þar áður. Þessar
hasarmyndir hafa yfirleitt snúist
um baráttu tollaranna við eitur-
lyfjabófa, með misjöfnum árangri,
en í þessari mynd var tekið á nýju
viðfangsefni, sem vert er að vekja
athygli á. Hér var nefnilega toll-
vörðunum att á rannsókn á og bar-
áttu við glæpahringi sem markaðs-
setja, dreifa og selja fölsuð og
gagnslaus lyf undir því yfirskini
að um ósvikna og virka vöru sé að
ræða. í þessum þætti var drepið á
aðferðir og aðfarir, sem byggðust
á raunverulegum atburðum, svo
sem frásögnin um ósótthreinsaðar
lyfjainndælinganálar, sem seldar
voru til Afríku fyrir nokkrum árum
og ollu þar miklum usla. Þá var
líka skýrt frá aðferðum þessara
glæpahringja við fölsun töflulyfja,
annaðhvort með algjörlega óvirkum
meðulum eða mikilli uppblöndu.
Auðvitað er það í eðli og náttúru
svona spennumynda að draga upp
skarpar línur og mála í sterkum lit-
um. Engu að síður iiggur þarna að
baki stórhættuleg þróun og við-
skiptahættir, sem eru að verða æ
algengari í óheftum alþjóðasam-
skiptum, og greiniiegt markmið höf-
unda að vekja almenning til vitund-
ar og umhugsunar um, að ekki þarf
allt að vera með felldu á lyíjamark-
aðnum, meira að segja í landi sem
Bretlandi, þar sem er sterkt og virkt
eftirlit og verulegt aðhald.
Ekki er vitað um slík tilvik sem
þessi hérlendis, en með auknum og
breyttum umsvifum í lyfjasölu og
lyfjadreifingu gæti vitanlega leynst
misjafn sauður í mörgu fé, og gróða-
von getur verið talsverð. Þetta á
bæði við um lyfseðilsskyld lyf og
sérlyf og ekki síður um öll þau fim
af allskonar fæðubóta- og skottu-
lækningalyfjum, sem falboðin eru
hér eins og víðast hvar annars stað-
ar í auknum mæli.
Við eigum mjög gott og sterkt
lyfjaeftirlit og eigum að geta haft
góða yfirsýn yfir lyfjamarkaðinn.
Engu að síður er rétt að vara við
þessari vá, ekki síst á þessum niður-
skurðartímum, þegar það er beinlín-
is stefna og hvatning stjórnvalda til
þeirra, sem mesta ábyrgð bera
gagnvart almenningi, lækna og
sjúkrahúsa, að ganga framhjá hin-
um stærstu og virtustu lyfjafram-
leiðendum og -seljendum og leita
eftir tilboðum í ódýrari samheitalyf.
Þessi lyf þurfa ekki að vera „verri“.
Kostnaðarmunurinn liggur oft í því,
að hlutaðeigandi framleiðendur hafa
sloppið við óhemju þróunar- og
framleiðslukostnað, sem önnur fyr-
irtæki hafa borið.
Á þann hátt er hægt að beita sér
fyrir öðruvísi og ódýrari markaðs-
setningu, stundum til hagsbóta, en
væntanlega líka stundum til bölvun-
ar.
Eins og tekið var fram, eru ekki
handbær nein dæmi um falsaðar
vörur í þeim flokkum sem lyfjaeftir-
lit ríkisins hefur umsjá með, en all-
ur er varinn góður, og ofannefnd
sjónvarpsmynd er því góð áminning
og upplýsing, þrátt fyrir hasar-
kennda framsetningu.
ÁSMUNDUR BREKKAN,
prófessor,
Þorragötu 7, Reykjavík.
Intemet - millinet
Frá Jóni Baldri Þorbjörnssyni:
FIMMTUDAGINN þegar þetta er
ritað hefur rithöfundurinn Kristján
Jóhann Jónsson nýskrifað grein um
nauðsyn hreintungustefnu í DV og
Össur tileinkar meðal annars tung-
unni leiðarann í því sama blaði
undir heitinu „Alnetið og íslensk
menning". Nýlokið er málþingi um
íslenska tungu í nútíð og framtíð,
þar sem meðal annars var rætt um
notkun orðabanka á „Netinu“, og
rétt í þessu er Steingrímur J. að
nefna internetið í viðtali í útvarp-
inu. Ekki að undra þótt íslenskan
sé mér áleitin á þessum síðustu tím-
um.
í upphafi síðasta mánaðar átti
ég þess kost að sækja áhugaverða
og þarfa ráðstefnu um nútíma sam-
skiptamöguleika sem haldin var í
Loftkastalanum og hét „Markaðs-
setning á Internetinu“. Latneska
forskeytið „inter“ þýðir í raun
„milli", á sama hátt og „intra" þýð-
ir „innan“. Það er umhugsunarvert
að árvökulum íslenskulóðsum, lærð-
um og leikum, skuli hingað til ekki
hafa tekist að festa íslenskt orð í
sessi í stað internets. í þessu sam-
hengi kemur að mínu mati „alnet“
ekki til greina; alnet mun það verða
þegar örgjörvar undir stjórn manna
tengjast þráðlaust og e.t.v. gagn-
virkt örgjörvum dauðra hluta, t.d.
véla, eða eitthvað í þá veruna.
Mannkynið hefur enn ekki náð svo
langt; við notumst núna við boð-
skiptakerfi sem stendur allavega
einu þrepi neðar.
Á áðurnefndri ráðstefnu hefði
gefist einstaklega gott tækifæri til
að nota millinet í stað internets,
meir að segja í stuðluðu samhengi:
„Markaðssetning á millinetinu“. En
ef nota á internet í stað millinets
og intranet í stað innnets má leiða
hugann að því hvernig íslensk tunga
hefði getað þróast ef fólk fyrr á
tímum hefði ekki haft dulítið meiri
hugmyndaauðgi heldur en við-
gengst í dag. „Interfærslur“ hefðu
orðið til milli bankanna, en „intra-
færslur" innan þeirra og „interteng-
ingar“ hefðu orðið allsráðandi í raf-
lagnamáli. Framtíðarhugtök eins
og „milliför", sem menn munu þeyt-
ast á um geiminn milli hnatta, verða
á sama hátt „interför" - sem mér
þætti afturför.
Höldum okkur því við góð íslensk
orð á meðan þau eru auðfundin,
eins og t.d. millinet í stað internets.
JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON,
bíltækniráðgjafi og áhugamaður um
íslenska tungu.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.