Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýsköpunarverðlaun forseta Islands afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum V er ðlaunahafinn vill tengja heim- speki og náttúru- fræðikennslu NÝSKÖPUNARVERÐLAUN for- seta Islands voru afhent við hátíð- lega athöfn á Bessastöðum í gær. Fyrstu verðlaun hlaut Brynhildur Sigurðardóttir fyrir verkefnið Tengsl heimspeki og náttúru- fræðikennsíu ígrunnskólum. Að athöfninni lokinni sagðist Brynhildur að vonum vera ánægð með verðlaunin og þá sérstaklega að þetta viðfangsefni skyldi vekja þessa athygli. Hún teldi að heim- spekin gæti gert mjög margt fyrir skólana og þjóðfélagið almennt og að hún vonaði að þetta yrði til þess að vekja athygli fólks á henni. Heimspekinám samhliða kennslu Brynhildur, sem er kennari að mennt og með tveggja ára reynslu af kennslu, hefur lagt stund á heimspekinám samhliða kennslunni og er nú á leið í fram- haldsnám f barnaheimspeki. Hún segist því verða áfram í tengslum bæði við heimspekina og grunn- skólana. Hún viti hins vegar ekki hvað hún geri meira í náttúru- fræðum. Ahugi hennar hafi leitt hana inn á þá braut en hún hafi í raun mjög Iítinn grunn í náttúru- fræðum. Sex verkefni voru tilnefnd til verðlaunanna og voru verkefni Aðalheiðar Sigursveinsdóttur Rannsókn á biðlistum sjúkrahúsa. Hvernig eru biðlistar í heilbrigð- isþjónustu uppbyggðir? veitt önn- ur verðlaun og verkefni Gísla Reynissonar og Hálfdáns Guðna Gunnarssonar Bestun flokka- marka fyrir loðnu og síld voru veitt þriðju verðlaun. Önnur verk- efni sem hlutu viðurkenningar voru Leitað leiða til að kynna menningararfínn sem unnið var af Andra Snæ Magnasyni og Sverri Jakobssyni, Prófun á efn- um úr íslenskum fléttum með til- liti til verkunar á krabbameins- frumur og bólguviðbrögð, unnið af Gunnari Má Zoega og Virk efni í sjávarfangi og sjávargróðri, unnið af Hans Tómasi Björnssyni. Náttúruspekin endurborin Verðlaunaafhendingin á Bessa- stöðum hófst á því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, ávarpaði gesti. Sagði hann verð- launin hafa öðlast traustan sess í íslensku þjóðfélagi og að verkefni undanfarinna ára hefðu leitt það í Ijós að á meðal ungs fólks á ís- landi væri mikil hugmyndaauðgi og frjó hugsun sem leitt gæti til jákvæðra breytinga á atvinnu- Mogunblaðið/Þorkell ÞAU SEM tóku við viðurkenningum fyrir nýsköpunarverkefni síðasta árs voru Gunnar Már Zoega, Sverrir Jakobsson, Andri Snær Magnason, Lotta Ellingsen (fyrir hönd Hans T. Björnssonar), Gísli Reynisson, Hálf- dán Guðni Gunnarsson, Brynhildur Sigurðardóttir og Aðalheiður Sigursveinsdóttir. VINNINGSHAFINN Brynhildur Sigurðardóttir tekur við verðlaunun- um úr höndum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands. háttum, stjómsýslu og þjóðfélag- inu öllu. Því næst tók Baldur Þórhalls- son, formaður sljórnar Nýsköpun- arsjóðs, tíl máls og loks Kristín Einarsdóttir, formaður dóm- nefndar. Kristín sagði m.a. um verkefni Brynhildar: „Fræði- greinar hafa sundrast í sérgrein- ar og þær aftur í enn sérhæfðari fræði. Fræðimenn sem vísindin stunda verða sífellt sérhæfðari og helga sig oft umfangsmiklum rannsóknum á þröngum sviðum. [... ] f [verkefninu] er stefnt sam- an á ný náttúruvísindum og heim- speki, náttúmspekin er hér end- urborin." Félagsstofnun stúdenta gaf verðlaunagripinn sem nefnist Hliðskjálf og er unninn af Ófeigi Bjömssyni. Viðamikil rannsókn stendur nú yfír á bemþynningii sjötugra kvenna Yfír íjögur hundruð konur boðaðar í rannsóknina GUNNAR Sigurðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Islands og sérfræðingur í efnaskipta- sjúkdómum, stýrir um þessar mundir víðtækri rannsókn á því hvemig beinþéttni sjötugra kvenna tengist næringarástandi þeirra. Rann- sóknin hófst í september sl. og er áætlað að henni ljúki í júní nk. A þessum tíma verða allar þær konur sem urðu sjötugar á síðasta ári og búsettar eru í Reykjavík boðaðar í rannsóknina eða yfir fjögur hundruð konur, að sögn Gunnars. Verkefni þetta er unnið í samvinnu við aðila í Svíþjóð og Noregi, en þar er unnið að svipuðum rannsóknum. Þegar hafa rúmlega hundrað konur mætt í rannsóknina, en í henni er mæld beinþéttni kvennanna sem og viss atriði í blóðinu eins og til að mynda kalk, að sögn Gunnars. Auk þessa eru konurnar spurðar um mataræði og þætti eins og til dæmis reykingar og hreyfingu. Tilgangurinn er að athuga hvort einhver fylgni sé á milli bein- þéttni annars vegar og mataræðis og annarra þátta hins vegar. Þá segir Gunnar að fróðlegt verði að vita hvemig þessu sé háttað hér á landi samanborið við það sem gerist í Svíþjóð og Nor- egi. Inntur eftir því hvers vegna sjötugar konur væm' kallaðar til sagði Gunnar að beinþynning auldst með aldrinum og því væri fróðlegt að vita hversu algengt þetta vandamál væri þegar konur væra um sjötugt. Þannig mætti líka sporna við aukinni beinþynningu áður en konumar yrðu eldri. Aðspurður sagði Gunnar ennfremur að vel gæti farið svo að konur utan af landi yrðu kallaðar til í framhaldi þessarar rannsóknar til að athuga hvort þær væra eitthvað frábragðnar konum í Reykjavík að þessu leyti. Rannsóknin fer fram á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur, en auk Gunnars vinna að rannsókninni Díana Óskarsdóttir röntgentæknir, Laufey Steingríms- dóttir forstöðumaður Manneldisráðs íslands og Guðrán Kristinsdóttir ritari. Þá mælir starfsfólk rannsóknardeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur kalkið í blóðinu og fleiri efni. Loðnan fryst í Neskaupstað Morgunblaðið/Ágúst Blöndal LOÐNAN fryst í Neskaupstað að nýju eftir hlé um jól og áramót. Flug FÍ frá Akureyri Hugsanlegt framhald flugs til Egiísstaða HUGSANLEGT er að Flugfélag ís- lands haldi áfram áætlunarflugi út frá Akureyri til Egilsstaða og jafnvel Raufarhafnar en félagið hafði nýver- ið tilkynnt að hætta yrði fluginu þar sem hætt er að flytja póst með vél- um félagsins. Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir þetta flug háð fjárhagslegum stuðningi. „Málið er í biðstöðu, við höfum að- eins rætt við fulltráa samgönguráðu- neytisins og ég á von á frekari fund- um eftir helgina og ég veit að sveita- stjórnarmenn hafa einnig rætt við ráðuneytismenn," sagði Páll í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöld. Hann sagði ekki grandvöll fyrir þetta áætlunarflug nema með ein- hverjum styrk sem ráðast myndi af því hversu umfangsmikið flugið yrði. Sagði hann þrjár ferðir í viku árið um kring vera lágmarksþjónustu en mögulegt væri að skoða aðra tíðni og kannski breytilega eftir árstíðum. Páll sagði þetta fyrst og fremst eiga við Egilsstaði en hugsanlega líka Raufarhöfn. ------------- Sinubrunar í Hafnarfírði NOKKUÐ var um að sinueldar væra kveiktir í Hafnarfirði í gær og fór slökkviliðið í nokkur útköll vegna þessa. Að sögn lögreglunnar þar urðu hvergi alvarleg vandræði vegna sinueldanna en hún varar sterklega við slíkri iðju enda geti farið illa. Af- ar sjaldgæft er að bregðast þurfi við sinueldum á þessum árstíma. LOÐNUSKIPIN Beitir NK og Þor- steinn EA lönduðu tæpum 1.000 tonnum af loðnu hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað í fyrradag. Loðnan er nokkuð blönduð og verður flokkuð og fryst á Rússlandsmarkað en smælkið fer í bræðslu. Ástandið á loðnumiðunum hefur ekkert breyst og vora nótaskipin öll í landi í gær. Beitir og Þorsteinn fiska báðir í flottroll en flottrollsskipin hafa fengið loðnu djúpt austur af Dalatanga síðustu daga. Að sögn Gísla Runólfssonar, skipstjóra á Bjarna Ólafssyni AK, var lítil veiði hjá flottrollsskipunum í gær. Hann sagði aflann vera mjög misjafnan, frá 20-70 tonn í hali eftir langan togtíma. Hafrannsóknaskipið Arni Friðriksson fann talsvert af síld á svokölluðum Fæti, skammt austur af Litladýpi, fyrr í vikunni en þá stóð síldin djúpt og var óveiðanleg í nót. í gær var ísfisktogarinn Barði NK að veiðum á sömu slóð og togaði í gegn- um stórar síldartorfur. Sveinn Bene- diktsson, skipstjóri á Barða, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að síldin stæði nú ofar og jafnvel væri hægt að ná til hennar í nót. Þorskurinn mikið í sfldinni „Þetta voru stórar torfur en það vora 90 faðmar niður á þær. En við voram þama í björtu veðri og líklegt að síldin komi enn ofar í myrkrinu. Nótaskipin geta auk þess fundið toppa á torfunum með fiskleitar- tæl^jum sínum.“ Sveinn sagði þorskinn hafa verið mikið í síldinni á þessu svæði síðan í nóvember en þá hefði hún ekki verið í torfum. „Hér er auk þess mikið af hval en hann hefur ekki sést hér lengi. Aðstæður virðast því hafa ) breyst. Sömu sögu er að segja af ) loðnunni. Þorskurinn er fullur af I loðnu en hún hefur enn ekki þétt sig í torfur."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.