Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 6

Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Margháttuð áhrif, jákvæð og neikvæð, vegna góðviðrisins fyrri hluta vetrar hafa sýnt sig m 'IKLAR fjárhæðir sem annars hefðu farið í snjómokstur spar- ast, en á móti kemur meira slit ■þar sem ekið er á nagladekkjum á auðum og rökum götum. Víðs vegar um land voi-u jólin ekki aðeins rauð, heldur bók- staflega græn. Frést hefur af bændum sem hafa verið að taka upp rófur og plægja akra og dæmi eru til þess að tún séu farin að lifna eins og að vori, en mikil hæto er á kali ef frystir harkalega á auða jörð. Á skíðasvæð- unum er beðið í ofvæni eftir snjó en þrátt fyrir snjóleysið virðist ekki hafa verið selt minna af skíðabúnaði fyrir þessi jól en áður. Kostnaður Reykjavíkurborgar við snjó- hreinsun og hálkueyðingu á tímabilinu frá september til desember sl. var ekki nema um 20 milljónir, að sögn Sigurðar Skarphéðins- sonar gatnamálastjóra, en á sama tímabili haustin 1995 og 1996 var þessi kostnaður um og undir 40 milljónum, og árin 1993 og 1994 rúmar 50 milljónir hvort haust. „Reyndar er- um við í nokkuð annarri stöðu en margir aðr- ir, vegna þess að við byggjum okkar snjó- hreinsun og hálkueyðingu mjög mikið á for- vörnum og í því eru fastir starfsmenn á laun- um. Hins vegar spörum við auðvitað feikilega mikið í tækjanotkun þegar svona viðrar. Á móti kemur að nú slitna göturnar mun verr, þegar ekið er á auðu og röku yfirborði, sem er það versta sem til er þegar menn eru á nagladekkjum. Því má búast við að götumar fari mjög illa í vetur,“ segir gatnamálastjóri. Sparnaðurinn ekki ýkja mikill þegar allt kemur til alls Hjá Vegagerð ríkisins verður fyrir svörum Andri Áss Grétarsson viðskiptafræðingur, sem segir spamaðinn nú fyrst og fremst fel- ast í því að ekki þurfi ekki að nota tækin jafnmikið í snjómokstri og annars, auk þess sem ekki þurfi að ráða utanaðkomandi verktaka til þess að moka snjó. „Hins vegar er alltaf fastur kostnaður vegna starfsmanna og svo bætist við ýmis kostnaður vegna sumarþjónustu, t.d. hafa ver- ið að falla aurskriður hér og þar, sem yfirleitt gerist ekki á þessum tíma, og einnig er meiri hætta á skemmdum á bundnu slitlagi, sem þarf þá hugsanlega meira viðhald í framtíðinni. Auk þess höfum við víða verið að hefla malarvegi fram í desember, sem er mjög óvenjulegt. Þannig að þegar allt kemur til alls sýnist mér spamaðurinn ekki vera ýkja mikill. Svo má auðvitað segja að stóri spamaðurinn, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, sé sá að umferð er öll greiðari, og það hefur í för með sér spamað fyrir þjóðfé- lagið. Þá er mun minna salti dreift á götur og þar af leiðandi verða minni skemmdir á bílum,“ segir Ándri Áss. Hann bendir þó jafn- framt á að enn geti margt breyst, yfirleitt hafi mánuðimir janúar til mars verið þyngstir, en innan við fjórðungur af kostnaði við vetrar- þjónustu hafi verið á tímabilinu frá september til desember. Metsala á skiðum í desember þrátt fyrir snjóleysið Á skíðasvæðum landsins era menn í viðbragðsstöðu og bíða í ofvæni eftir snjónum. Þorsteinn Hjaltason, fólkvangs- vörður í Bláfjöllum, hefur umsjón með skíða- svæðinu þar og er ásamt fjómm starfsmönn- um að gera klárt fyrir skíðatímabilið. Þar era yfirleitt ekki ráðnir fastir starfsmenn fyrr en um áramót, og því aðeins að kominn sé snjór. Á aðalskíðatímabilinu eru þar 14 manns í föstu starfi auk lausamanna um helgar. Þor- steinn kveðst vera í samningaviðræðum við veðurguðina um snjó svo að líf færist í skíða- brekkumar í Bláfjöllum. Svipaða sögu er að segja úr Hlíðarfjalli við Akureyri. Þó að úrhellisrigningar hafi verið á Akureyri að undanfömu, m.a. með þeim afleiðingum að þrettánda- brennu var frestað vegna aur- bleytu, hefur úrkoman í fjallinu verið í snjóformi. Ivar Sigmunds- son, forstöðumaður Skíðastaða, metur stöð- una svo að aðeins þurfi nú eina snjógusu og þá geti Akureyringar farið á skíði. Þar hefur raunar nú þegar verið opnuð göngubraut sem gönguskíðafólk er farið að nýta sér. Ætla mætti að sala á skíðum og öðram vetrarútivistarbúnaði væri minni nú en á venjulegum vetri en verslunarmenn sem rætt var við bera sig þó ekki illa af þeim sökum. Minni snjd- mokstur - skemmdir á slitlagi vega Milt tíðarfar það sem af er vetri hefur margvísleg áhrif, víða til góðs en annars staðar þó jafnvel til hins verra. Margrét Sveinbjörnsdóttir ræddi við menn um veðrið, sparnað í snjómokstri, slit á malbiki og óvænta metsölu á skíðabúnaði. Morgunblaðið/RAX LANDGRÆÐSLUSTJÓRI segir það áhyggjuefni að menn freistist til að beita hrossum ótæpilega nú þegar jörð er auð og þar með viðkvæm fyrir átroðningi. Hann hvetur bændur og aðra eigendur hrossa til að gefa þeim hey til þess að vernda beitilandið. Þessir hestar voru einmitt að gæða sér á heyrúllu þegar ljósmyndari hitti þá fyrir á Skeiðunum. I baksýn eru Bjarnarfell og Jarlhettur. Beðið eftir snjó á skíðasvæð- unum „Þetta er vissulega veðurháð grein, en hér var samt ótrúlega mikil sala á skíðum, skíðafatn- aði og snjóbrettum fyrir jólin miðað við tíðar- farið. Reyndar var fólk líka að kaupa ýmsar sumarvörur eins og t.d. línuskauta og tennis- spaða, sem yfirleitt er ekki mikil hreyfing á á þessum tíma árs,“ segir Tómas Bjarnason, verslunarstjóri í Útilífi. Hann telur að fólk haldi sínu striki og sé ekki farið að örvænta þó að snjórinn láti á sér standa, enda hefjist aðal- skíðatíminn oft ekki fyrr en í febrúar. Svipaða sögu er að segja úr Skátabúðinni, -------- en að sögn Hilmars Más Aðal- steinssonar framkvæmdastjóra var þar slegið met í sölu á skíðum í des- ember. „Skíði eru vinsæl jólagjöf, sérstaklega fyrir böm, og þar hefur ________ frami Kristins Bjömssonar á skíða- brautinni sitt að segja. Við seljum mjög mikið til krakka sem keppa, svo við kvörtum ekki, og vonum bara það besta,“ seg- ir Hilmar, bjartsýnn á að brátt fari að snjóa. Jörð blaut á láglendi og viðkvæmari fyrir traðki Hjá Landgræðslu ríkisins hafa menn stað- ið í minniháttar girðingarframkvæmdum allt fram undir þennan dag og þar var einnig ver- ið að sá melfræi fram eftir öllum nóvember, sem er mjög sérstakt, að sögn Sveins Run- ólfssonar landgræðslustjóra. Hann kveðst aftur á móti uggandi vegna þess hve snjólétt hefur verið það sem af er vetri, og sér í lagi hefur hann áhyggjur af hálendinu og landinu á mörkum hálendis og byggðar. „Þegar fraus í haust varð víða heil- mikil frostlyfting og ísnálamyndun. Venju- lega fer þetta land síðan undir snjó og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því, en það hefur hins vegar ekki gerst nú. Þess vegna höfum við verið uggandi um það að ef hvessti yrði mikið sand- rok. Það hefur sem betur fer lítið verið um það fram að þessu,“ sagði landgræðslustjóri þegar rætt var við hann á miðvikudag. Þann dag- inn var þó hvasst á austnorðaust- an og mikill sandbylur innan af sunnanverð- um Landmannaafrétti, svokölluðu Sölva- hraunssvæði. „Það hefur verið mikill mökk- ur yfir Rangárvallasýslu í dag og hann virð- ist eiga upptök sín á þessum slóðum, sem allajafna hefðu verið undir snjó á þessum tíma.“ Sveinn kveðst vonast til þess að fari að snjóa sem fyrst og að ekki komi miklar frost- Hætta á kali ef frystir harkalega á auðajörð hörkur. „Því að það er ljóst að sá gróður sem byrjaður er að lifna núna er alls ekki undir það búinn að taka við skyndilegum frost- hörkum. Ef frystir harkalega núna á auða jörð gætum við alveg átt von á einhverju kali.“ Átroðningur hrossa á viðkvæma jörð er landgræðslustjóra einnig nokkurt áhyggju- efni. „Nú er jörð blaut á láglendi og við- kvæmari fyrir traðki, og ég óttast að menn hafi allvíða freistast til að beita hrossum ótæpilega. Það er auðvitað misjafnt eftir jörðum og bændum, en ég er hræddur um að menn hafi ekki gefið hrossum sem skyldi til þess að vernda beitilandið. Sem betur fer era menn þó yfirleitt mjög vel heyjaðir og það gæti bjargað einhverju," segir hann. Smáfuglarnir hafa það gott Orðsending Sólskríkjusjóðsins, „Gleymið ekki smáfuglunum," heyrist oft í útvarpi þeg- ar hart er í ári. Þau orð heyrast ekki nú, þar sem smáfuglamir hafa víðast hvar nóg að kroppa. Að sögn Þorsteins Erlingssonar hjá Sólskríkjusjóðnum hefur þó samkvæmt venju verið sent korn til grannskóla um allt land, og þar sem snjór er hefur fuglunum verið gefið. Amór Sigfússon fuglafræðingur segir milda vetur vissulega góða fyrir fuglana sem hér hafa vetursetu. „Nú er víða opið vatn fyr- ir t.d. endur, og þegar autt er opnast meira af fæðulendum fyrir fugla. Snjótittlingar sem flykkjast inn í þéttbýli þegar harðna fer á dalnum sjást varla núna,“ segir hann. Skordýralífíð sem að öllu eðli- legu er heldur fáskrúðugt á þessum árstíma hefur tekið kipp. „Það er eins og alltaf er þegar koma hlý- indakaflar, að þá fer allt af stað,“ segir Erling Ólafsson skordýra- fræðingur. „Það eru ákveðnar teg- undir sem fara á kreik, t.d. er núna mikið um bjöllur, köngulær og jarðvegsdýr. Svo em margar aðrar tegundir sem sofa, sama hvað á bjátar, og láta ekki plata sig. En það er bara svo mikið af tækifær- issinnum í smádýralífinu, sem fara af stað þegar hentar," segir Erling. Spurður um hvort ekki megi búast við skordýraplágu í vor ef ekki frystir almennilega í vetur segir hann erfitt um það að segja þar sem engin fordæmi séu fyrir slíku. „Það er ekkert hægt að segja fyrir um hvað gerist ef þessi hlýindi verða áfram, því það er engin reynsla af því.“ Milt veðurfar enn eingöngu til góðs fyrir trjágróður Aðalsteinn Sigurgeirsson, sér- fræðingur hjá rannsóknastöð Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá, segir veðurfarið það sem af er vetri nær eingöngu hafa verið til góðs. „Sum- ar barrtrjáategundir geta t.d. fært sér milt veðurfar á þessum árstíma í nyt og eru að Ijóstillífa um miðjan vetur og byggja upp sykraforð- ann,“ segir hann. „Það eru raunar mjög fáar trjá- tegundir sem þetta milda veður hefur haft slæm áhrif á. Ég hef að vísu spurnir af nokkram fremur fá- gætum rannategundum sem hafa eitthvað byrjað að laufgast, og vissar ribstegundir eru komnar með þrútið bram, en það þarf ekki að þýða neitt. Akveðnar ribstegundir geta jafnvel þolað frost þó að þær virki allaufgað- ar á vorin,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að jafnvel þó að veður hafi ver- ið eins milt og raun ber vitni, þá þurfi trén að fara yfir ákveðinn kuldaþröskuld, eða kæl- ingartímabil með svölu veðri, a.m.k. undir fimm gráðum, áður en þau geti farið að laufgast. „Þetta er breytilegt eftir tegundum og getur verið upp í nokkra mán- uði, sem þau þurfa áður en þau fara að laufgast. Þess vegna er það nú ekki mjög algengt að tré laufgist þó að það sé mild tíð í nóv- _________ ember, desember og jafnvel fram í janúar. Það er frekar ef tíðin verð- ur mjög mild í mars-apríl, sem það fer að hafa einhver veraleg áhrif,“ segir Áðalsteinn. Að sögn Unnar Olafsdóttur veðurfræðings á Veðurstofu íslands er gert ráð fyrir heldur kólnandi veðri fram yfir helgi en svo telur hún allt eins víst að aftur hlýni eitthvað með suðlægum áttum í næstu viku. Lengra vill Unnur ekki spá, en áfram halda landsmenn að tala um veðrið og minni elstu manna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.