Morgunblaðið - 09.01.1998, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Mowlam til við-
ræðna við fanga
Belfast. Reuters.
Boeing 737
þotur verði
skoðaðar
Óvíst hvort ástæða er til að skoða
Flugleiðaþotumar sérstaklega
Washington. Reuters.
LEIÐTOGAR stjórnmálaflokks
mótmælenda á Norður-írlandi,
Lýðræðisflokks Ulster (UDP),
reyndu í gær árangurslaust að fá
skæruliða úr röðum öfgasinnaðra
mótmælenda, er afplána refsingu í
Maze-fangelsinu, ofan af andstöðu
sinni við áframhaldandi friðarum-
leitanir.
Skæruliðarnir, sem eru úr röðum
tveggja helstu skæruliðasamtaka
mótmælenda, hafa látið af stuðn-
ingi við friðarviðræðumar en þær
eiga að hefjast á ný á mánudag.
Telja þeir bresk stjómvöld hafa
gefið of mikið eftir gagnvart kaþ-
ólikkum. Einn helsti leiðtogi
skæruliðanna, Billy Wright, var
skotinn til bana í Maze í lok síðasta
árs.Ræddu þeir við leiðtoga UDP í
gær en að þeim fundi loknum var
greint frá því að viðræðurnar hefðu
verið árangurslausar.
Mo Mowlam, ráðherra N-ír-
landsmála, hyggst heimsækja
fanga í Maze í dag og eiga við þá
viðræður. Þrátt íyrir að vera á bak
við lás og slá hafa fangarnir veruleg
áhrif á gang mála í friðarviðræðun-
um.
Fulltrúar Irska lýðveldishersins
(IRA) sögðu í yfirlýsingu, sem birt
var í blaði Sinn Fein, hins pólitíska
arms IRA, í gær, að Bretar yrðu að
herða róðurinn ef ná ætti sam-
komulagi um frið á Norður-írlandi.
Gjósandi
svarthol
STJÖRNUFRÆÐINGAR í
Washington skýrðu í fyrradag
frá einni merkustu uppgötvun-
inni, sem gerð hefur verið að
undanfömu með aðstoð Hubble-
geimsjónaukans. Hér er um að
ræða svarthol sem hagar sér líkt
og goshver, enda gáfu vísinda-
mennirair fyrirbærinu heitið
„Old Faithful“-svarthoI, eftir
hæsta goshver heims í Yellowsto-
ne-þjóðgarðinum í Kalifomíu.
Svartholið sogar til sín efni úr
nálægri fylgistjörnu, og „gýs“
með nokkuð reglubundnu milli-
bili. Þessi mynd er tekin úr tölvu-
kvikmynd, sem gerð var til að
skýra fyrirbærið. Á henni er
svartholið (til hægri) í þann
mund að gleypa í sig efni úr
stjörnunni til vinstri.
BANDARISKA loftferðaeftirlitið
(FAA) mun fara fram á að skoðun
verði gerð á sumum Boeing 737
þotum í ljósi upplýsinga um flug-
slys sem varð í Indónesíu í síðasta
mánuði, að því er heimildamenn hjá
eftirlitinu greindu frá í gær.
Farið verður fram á að flugfélög
láti athuga festingar, eða hnoð, sem
halda ytra byrði við grind á fram-
brún stélvængja. Þessar festingar
fundust ekki í flaki 737-300 þotu
singaporíska flugfélagsins SilkAir
sem fórst á eynni Súmötru í
Indónesíu 19. desember og með
henni 104. Vélin var einungis tíu
mánaða gömul.
Snertir 737 þotur af
undirgerðunum 300, 400 og 500
Er þess vænst að FAA gefi út
leiðbeiningar um bráðaskoðun í
dag. Það, að festingamar fundust
ekki á slysstað, gæti verið vísbend-
ing um að einn helsti stjómflötur
flugvélarinnar hafi orðið óvirkur á
flugi. Gott veður var er slysið varð
og vélin var miðja vegu milli
Jakarta í Indónesíu, þaðan sem hún
var að koma, og Singapore, sem var
áfangastaður hennar.
Ekki hefur verið greint frá því
nánar hvaða gerðir Boeing 737
þotna er um að ræða eða hversu
margar flugvélar þurfi að skoða, en
samkvæmt heimildarmönnum sem
sagðir em innvígðir í áform FAA
snerta þau 737-þotur af undirgerð-
unum 300,400 og 500.
Aukið hefur áhuga á SilkAir-
slysinu að niðurstöður rannsókna á
hrapi tveggja 737-þotna í Banda-
ríkjunum bentu til að stélfletir
hefðu ekki látið að stjóm og það
hafi átt þátt í að orsaka hrap vél-
anna, en engar vísbendingar hafa
fundizt um að þetta eigi við um
hrap SilkAir-þotunnar.
Boeing-verksmiðjurnar sendu
Flugleiðum skeyti
Krístinn Halldórsson, flugvéla-
verkfræðingur hjá Flugleiðum,
staðfesti í samtali við Morgunblaðið
í gær að Boeing-verksmiðjurnar
hefðu látið þau boð út ganga til
allra flugfélaga sem hafa 737-þotur
í rekstri að þau mættu búast við því
að beiðni bærist fljótlega frá
bandarískum flugmálayfirvöldum
þess efnis, að taka bæri þær til
skoðunar í tengslum við rannsókn
SilkAir-slyssins.
Skoðun sennilega bundin
við nýjar þotur
í flugflota Flugleiða era nú fjórar
737-400 vélar og ein 737-300 fragt-
þota. Þær era framleiddar á áran-
um 1989 og 1991, en SilkAir-vélin
var aðeins tíu mánaða gömul. Krist-
inn sagðist frekar búast við að
beiðni um skoðun myndi verða tak-
mörkuð við afmarkaðan fjölda 737-
véla, sennilega þær sem framleidd-
ar voru um sama leyti og sú sem
fórst.
En berist slík skoðunarbeiðni Flug-
leiðum sagði hann ekkert vera því
til fyrirstöðu að skoðunin fari fram
strax. Hann sagðist ekki búast við
að slíkt myndi hafa í för með sér
neina röskun á rekstri Flugleiða
sem orð væri á gerandi.
Reuters
ftalir harðlega gagnrýndir fyrir að taka á móti kúrdískum flóttamönnum
Róm, London. Reuters.
Dregur fram
galla Schengen
samningsins
Kanaríeyjar
Komið í
veg fyrir
Qölda-
sjálfsmorð
LÖGREGLA á Kanaríeyjum
handtók í gær þýzkan sál-
fræðing sem granaður var um
að ætla að leiða sértrúarsöfn-
uð með sér í dauðann með
fj öldasj álfsmorði.
Fulltrúi spænska innanrík-
isráðuneytisins á Kanaríeyj-
um staðfesti að síðdegis í gær
hefði Heide Fittkau-Garthe
verið handtekin á grandvelli
grans um að hafa haft í
hyggju að hvetja til sjálfs-
morðs.
Þrjátíu fylgismenn hennar,
29 Þjóðvarjar og einn Spán-
verji - þar á meðal fimm
börn á aldrinum 6 til 12 ára -
hefðu samkvæmt upplýsing-
um yfirvalda ætlað að svipta
sig lífi fyrir kl. átta í gær-
kvöldi, þar sem þeir trúðu því
að þá væri heimsendir í nánd.
Meðlimir í hópnum hefðu
greint frá því að þeir tryðu því
að þá myndi geimskip sækja
lík þeirra á Teide-fjall á
Tenerife.
Lopez Ojeda sagði að lík-
legast væri talið að hópurinn
væri angi af „Reglu hofs sól-
arinnar", en áhangendur
hennar hafa áður ffamið
fjöldasjálfsmorð í Kanada,
Frakklandi og Sviss.
ITALIR hafa fullvissað þýsk yfir-
völd um að þeir muni taka umsókn-
ir kúrdískra flóttamanna um hæli á
Italíu fyrir eina í einu en ekki allar
í senn. Reyna Italir með öllum ráð-
um að slá á ótta Þjóðverja við að
straumur flóttamannanna muni
liggja til Þýskalands, þar sem fyrir
er um hálf milljón Kúrda. Attu
Helmut Kohl, kanslari Þýskalands,
og Romano Prodi, forsætisráð-
herra Íralíu, „langt, innilegt og
uppbyggilegt" samtal í síma á
þriðjudagskvöld um málið og í kjöl-
farið lýstu ítalir því yfir að þeir
hygðust halda Schengen-sam-
komulagið, sem þeir undirrituðu í
október sl. Margar aðildarþjóðir
Schengen hafa gagnrýnt ítali harð-
lega fyrir að standa ekki við sinn
hluta samkomulagsins og óttast að
það verði til þess að erfitt reynist
að koma í veg fyrir flóttamanna-
strauminn.
Italska strandgæslan hefur auk-
ið viðbúnað sinn mjög í kjölfar þess
að rúmlega 1.200 kúrdískir flótta-
menn frá Tyrklandi og írak komu
til Ítalíu en strandgæslan hefur
fyrir því heimildir að mikill fjöldi
Kúrda kunni að vera á leið til ítal-
íu, allt að 10.000 manns.
Sú ákvörðun ítala að opna dyr
sínar íyrir kúrdískum flóttamönn-
um, sem ítalir segja hafa sætt of-
sóknum í Tyrklandi og írak, hefur
kallað á hörð viðbrögð annarra
Evrópusambandsríkja og Tyrkja,
sem fullyrða að Vesturlönd skilji
ekki hvemig málum sé háttað þar í
landi og neita því að „Kúrdavanda-
mál“ sé fyrir hendi.
Flóttamennimir era flestir frá
suðausturhluta Tyrklands, þar sem
blóðug átök kúrdískra skæraliða
og tyrkneskra stjómarhermanna
hafa geisað í þrettán ár og kostað
um 27.000 manns lífið. Staða
Kúrda í Tyrklandi er ein megin-
ástæða þess að Evrópusambandið
(ESB) hefur ekki enn boðið Tyrkj-
um til aðildarviðræðna, þótt þeir
hafi sótt um aðild fyrir mörgum ár-
um. Era Tyrkir ESB afar reiðir
vegna þessa. Þeir lýstu því hins
vegar yfir í gær að þeir myndu
herða eftirlit á landamæram sínum
til að koma í veg fyrir frekari
flóttamannastraum.
ítalska mafían flytur
flóttamennina
I samtalinu við Kohl sagði Prodi
að ítalska stjórnin hygðist leggja
fram breytingu á innflytjendalög-
um. Þau kveða nú á um að fái
flóttamaður ekki hæli, hefur hann
fimmtán daga frest til að koma sér
úr landi. A þeim tíma er ekki haft
eftirlit með fólki og hafa margir
nýtt sér tækifærið til að halda til
annarra ESB-ríkja.
En vandinn snýst ekki eingöngu
um lögin, flestir flóttamennimir
hafa komið til Calabríu og Puglia-
héraðs á Suður-Italíu, þar sem
mafían hefur sterk ítök. Er fullyrt
að hún standi á bak við komu
flóttamannanna og að ítalska mafí-
an hagnist vel á þeim. Er talið að
ástæða þess hve margir flóttamenn
hafa komið til Italíu nú, þegar
ástandið er með skásta móti á
Kúrdasvæðunum í Tyrklandi, sé sú
að mafían hafi viljað notfæra sér
slakt eftirlit um hátíðarnar.
Taka landamæraeft-
irlit upp að nýju
Kúrdísku flóttamennimir hafa
minnt aðildarríki Schengen
óþyrmilega á galla samkomulags-
ins og minna þau ennfremur á
ósættið og tortryggnina sem ríkir
milli aðildariandanna. Enginn hef-
ur tekið eins djúpt í árinni og inn-
anríkisráðherra Neðra-Saxlands,
Gerhard Glogowski, sem hefur
krafíst þess að Schengen-sam-
komulaginu verði rift. Innanríkis-
ráðherra Þýskalands, Manfred
Kanther, hefur sagt að Þjóðverjar
muni ekki sætta sig við að deilur og
átök annars staðar á hnettinum
leiði til straums ólöglegra flótta-
manna og innflytjenda til Þýska-
lands.
Þá hafa nokkur aðildarlönd
Schengen séð ástæðu til að taka að
nýju upp landamæraeftirlit, sem
leyfilegt er í undantekningartilvik-
um samkvæmt samkomulaginu.
Hverju aðildarlanda Schengen-
samkomulagsins er í sjálfsvald sett
hvemig það túlkar undantekning-
arákvæði þess en þau eiga þó ekki
að gilda til langframa. Á síðustu
dögum hafa Austurríkismenn og
Frakkar hert eftirlitið á ítölsku
landamæranum og Þjóðverjar hafa
aukið eftirlitið á austurrísku landa-
mæranum. Þá era Hollendingar
einnig á varðbergi gagnvart
kúrdískum flóttamönnum.
Veikasti hlekkurinn
Schengen-löndin hafa gagnrýnt
ítali harðlega fyrir að gæta ekki
landamæra sinna sem era um leið
hluti af ytri landamærum
Schengen en forsenda þess að
Schengen-ríkin fella niður
landamæragæslu hvert gagnvart
öðru, er aukin gæsla á ytri landa-
mæram Schengen; landamæram
ríkja sem standa utan samkomu-
lagsins. Þá horfa mörg aðildarlönd
með hryllingi til þess að Grikkir fái
aðild að Schengen, sem verður lík-
lega á næstu mánuðum, en þeir
hafa verið harðlega gagnrýndir
fyrir slælegt landamæraeftirlit og
eru ásamt ítölum taldir veikasti
hlekkurinn í Schengen-samkomu-
laginu.
ítalir hafa beðið ESB um aðstoð
vegna straums kúrdísku flótta-
mannanna en litlar hkur eru á því
að sambandið bregðist vel við,
enda er engin sameiginleg ESB-
stefna í málefnum flóttamanna.
ESB-löndin hafa verið treg til að
deila byrðunum eins og Þjóðverjar
komust að er þeir tóku á móti vel-
flestum flóttamannanna frá Bosníu
fyrr á þessum áratug.