Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 23 Reynt að leyna of- drykkju Pauls? BARÞJÓNN á Ritz-hótelinu í París hefur skýrt frönsku lög- reglunni frá því að stjórnend- ur hótelsins hafi vitað að Henri Paul, er ók bifreiðinni sem Díana prinsessa fórst í, hefði verið ofdrykkjumaður og reynt að koma í veg fyrir að hann segði rannsóknarlögregl- unni frá því. Rannsóknir leiddu í ljós að Paul var með þrefalt meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er þegar slysið varð í París 31. ágúst. Ritz-hótelið er í eigu Mo- hameds al Fayeds, eiganda Harrods-verslananna í London og fóður Dodis, sem fórst einnig í slysinu. Sjö ára fangelsi SVÍI sem ákærður var fyrir að hafa staðið að sprengjuherferð gegn tilraunum Sviþjóðar til að fá aðhalda Ólympíuleikana 2004 var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi. Maðurinn var handtekinn í september og hafði þá undir höndum sprengiefni sem hann ætlaði að koma fyrir við styttu sem notuð hafði verið sem tákn- mynd væntanlegra Ólympíu- leika í Svþjóð. Ábyrgð dreg- in til baka MEÐLIMUR róttæks hóps danskra kvenréttindasinna sem kallar sig Radikal Fem- inistisk Fraktion dró í gær til baka fyrri yfirlýsingu um að hópurinn væri ábyrgur fyrir afhöfðun litlu hafmeyjarinnar í Kaupmannahöfn. Konan, sem talaði máli FAA í símtali við fréttamann danska ríkisút- varpsins, sagðist hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum í því skyni eingöngu að vekja at- hygli á málstað félagsskaps- ins. Hefja hnatt- flugstilraun BANDARÍSKU æfintýra- mennirnir Dick Rutan og Dave Melton ætla í dag að hefja til- raun til að fljúga í loftbelg án millilendinga umhverfis jörð- ina. Þeir ætla að hefja för sína í borginni Albuquerque í New Mexico-ríki, og höfðu upphaf- lega áætlað að fara í loftið á þriðjudaginn var, en frestuðu því vegna óhagstæðra vinda. Biðjast ekki afsökunar ÁSTRÖLSK stjórnvöld til- kynntu í gær að þau myndu ekki feta í fótspor kanadískra stjórnvalda og biðja frum- byggja afsökunar á þeirri meðferð sem þeir hefðu sætt af hendi innflytjenda. Ástralir hafa boðið frumbyggjum pen- inga í skaðabætur en í fyrra- dag báðust kanadísk stjórn- völd „innilega afsökunar" á að hafa reynt að samsama börn frumbyggja lífsháttum evr- ópskra innflytjenda. ERLENT Ekkert lát á fjármálakreppunni í Suðaustur-Asíu S-Kórea reynir skuld breytingasamninga Miklar gengis- lækkanir á fjár- málamörkuðum París, Singapore. Reuters. RÁÐAMÉNN Suður-Kóreu öttu í gær kappi við klukkuna í von um að ná samningum við erlenda lána- drottna um skuldbreytingar, en landið skuldar gífurlegar fjárhæðir í formi skammtímalána sem mörg hver gjaldfalla á næstu vikum og mánuðum. Hin alvarlega fjármála- og efna- hagskreppa margra ríkja Suðaustur- Asíu, sem hófst fyrir nokkrum mán- uðum, hélt áfram að versna í gær. Gengi verðbréfa í Indónesíu hafði fallið um 18,5% þegar áliðið var við- skiptadagsins, en náði sér aðeins á strik fyrir lokun kauphalla. Gengi gjaldmiðils Indónesíu og fleiri ríkja á svæðinu hélt áfram að falla. í þvi skyni að draga úr gjaldþrota- hættunni sem vofir yfir suður- kóreskum fjármálafyrirtækjum vegna hinnar miklu skammtíma- skuldabyrði flaug Lee Kyung-shick, seðlabankastjóri S-Kóreu, í gær á fund bankamanna í Evrópu. Fyrst kom hann við í Lundúnum, þar sem hann átti viðræður við Eddie George, aðalbankastjóra Englandsbanka. Því næst hélt hann til Parísar, þar sem hann hitti hinn franska starfsbróður sinn, Jean-Claude Trichet, og full- trúa franskra viðskiptabanka. Dag- skrá gærdagsins lauk Lee svo í bæki- stöðvum þýzkra bankamanna í Frankfurt. Naumur tími til stefnu Evrópskir bankar eiga mikið láns- fé útistandandi í Suður-Kóreu, eða um 36 milljarða bandaríkjadala (mið- að við mitt ár 1997). Japanskir bank- ar eiga um 23 milljarða dala og bandarískir um 10 milljarða. Um næstu mánaðamót gjaldfalla um 20 milljarða dala skuldir á suður- kóreska aðila. Jafn háar upphæðir gjaldfalla aftur í febrúar og marz næstkomandi, svo að vandinn er Reuters STARFSMENN líftryggingafyrirtækis Samsung-samsteypunnar í Suður- Kóreu taka sporið á götu í Seoul í gær og hrópa slagorð til uppbygging- ar sjálfstraustinu, svo sem: „Ég get það! Ég get uirnið bug á efnahags- kreppunni!" Stjórnendur fyrirtækisins fyrirskipuðu starfsmönnunum að grípa til þessara aðgerða til að láta krepputalið ekki buga sig. stór. Talsmaður fjármálaráðuneytis- ins í Seoul sagði ljóst að það yrði að takast að semja um skuldbreyting- ar á þessum lánum, en vegna neyð- arástandsins væru S-Kóreumenn í lélegri samningsaðstöðu. En vonir standa eigi að síður til að samkomulag náist við hina alþjóð- legu lánardrottna. Slíkt myndi gefa S-Kóreumönnum meira svigrúm til að hrinda í framkvæmd umbótum sem þeir hafa skuldbundið sig til sem hluta skilyrðanna fyrir fjárhags- aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórn sjóðsins fundaði í Washington í gær um það hvort sjóðurinn ætti að veita S-Kóreu tvo milljarða banda- ríkjadala í neyðaraðstoð til viðbótar við þá 58,35 milljarða sem samið var um í desember. Ólga í Indónesíu En Suður-Kórea er ekki eina ríkið í Suðaustu-Asíu sem skuldar mikið. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðlega greiðslubankans (BIS) í Zurich, sem birtar voru í gær, er meðaltalshlut- fall skammtímaskulda Asíuríkja um 62%. Skuldir sem gjaldfalla innan árs eru um 60% allra skulda indónesískra banka. Þótt þetta hlut- fall sé þannig lítið eitt hagstæðara en nágrannaríkjanna er hvergi meiri ólga í efnahagsmálum á svæðinu en einmitt nú. Mikið verðfall varð á verðbréfum í kauphallarviðskiptum gærdagsins í landinu. Gengi rúpíunn- ar, indónesíska gjaldmiðilsins, gagn- vart bandaríkjadollara féll niður í 10.000 rúpíur, en um mitt ár í fyrra fékkst dollarinn fyrir 2.500 rúpíur. Gengi verðbréfa féll einnig á mörkuðum í Hong Kong, Singapore og á Filippseyjum, í kjölfar krepp- unnar í Indónesíu, sem tók nýja dýfu í upphafi þessarar viku eftir að ríkis- stjórnin lagði fram fjárlagafrumvarp sem ekki þykir til marks um að hún sé því mikla verkefni vaxin að gi’ípa til réttra aðgerða til að rata út úr kreppunni. Borís Jeltsín Jeltsín líður velu Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín Rússlandsfor- seti hyggst flytja stefnuræðu í þinginu síðari hluta febrúar- mánaðar, að því er fréttastofan Interfax greindi frá í gær. Verður ræðunni sjónvarpað beint um allt Rúss- land. Henna heimildir fréttastofunanr að í ávarpinu muni hann greina frá „ákveðnum nýmælum“ við stjórn efnahagsmála. Jeltsín, sem verður 67 ára 1. febrúar, er í leyfí á sveitar- setri norðvestur af Moskvu til 19. febrúar á meðan hann er að jafna sig eftir veikindi. Fyrirhugaðri ferð til Indlands í janúar hefur verið aflýst. Einn talsmanna forsetans sagði í gær að honum „liði vel“. Þá hefur verið greint frá því að forsetinn sinni störfum sínum nokkrar klukkustundir á dag, auk þess sem hann fari í gönguferðir eða á snjósleða út á vatn til að veiða fisk. Sagði talsmaður forsetans Jeltsín hafa verið fengsælan í veiðiferðum sínum. Þá horfi hann töluvert á sjónvarp og myndbönd. Á síðasta ári flutti Jeltsin stefnuræðu sína þann 6. mars en þá hafði hann verið lengi í burtu vegna hjartauppskurð- ar og lungnabólgu. I þeirri ræðu hét hann því að koma aftur á röð og reglu í Rúss- landi og gera umfangsmiklar breytingar á ríkisstjórninni. f kjölfarið var stjórnin stokkuð upp og umbótasinnunum Anatolí Tsjúbajs og Boris Nemtsov veitt embætti að- stoðarforsætisráðherra. r»»ú5 ■** sA* \ miklu rsS. »6 6flo KSrfubottas**-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.