Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FEÐUR og synir er nú- tímaleg saga þótt hún hafi fyrst komið út fyrir rúm- um 130 árum (1862). Árekstramir sem hún fjallar um á milli feðra og sona er raunar sígilt viðfangsefni. Synir munu alltaf gera uppreisn gegn feðrum sínum og feð- ur munu alltaf óskapast yfir nýj- ungagirni sona sinna. En þær deilur sem Túrgenjev lýsir í verki sínu gætu allt eins hafa átt sér stað í dag, að breyttu breytanda. Synirnir trúa ekki á neitt. Þeir afneita öllum gömlum gildum, rífa niður heims- mynd feðranna. I staðinn kemur ekkert, tómið. Það er enginn sann- leikur til, enginn tilgangur og síst af öllu guð. Þeir kalla sig níhílista, tómhyggjumenn. Feðumir sjá enga glóm í þessu. Það kemur Alexsei Borodin leik- stjóra ekki á óvart þegar ég segi að þessar deilur minni nokkuð á orða- hnippingar sem urðu hér fyrr í vet- ur á milli póstmódemista og rök- greiningarheimspekinga. Hinir síð- arnefndu sökuðu póstmódernistana um að fylgja öfgafullri niðurrifs- stefnu og afstæðishyggju sem hlyti að enda með því að éta sjálfa sig, hlyti að enda í algjöm tilgangsleysi og tómi. Og póstmódernistamir svömðu fyrir sig með því að segja að gagnrýni rökgreiningarheim- spekinganna byggðist á fordómum gagnvart nýjum straumum og mistúlkun á helstu forsprökkum hennar. Póstmódernistar vora hér í hlutverki hinna uppreisnarfullu sona sem vilja kollsteypa viðteknum gildum en rökgreiningarheimspek- ingarnir í hlutverki feðranna sem telja sig hafa fundið leiðina að réttu svörunum, sannleikanum, og eiga erfitt með að umbera aðför að þeirri staðfestu. „Ég er samþykkur því,“ segir Borodin, „að átökin á milli feðra og sona eru sígilt viðfangsefni. Þetta er eilíft vandamál. Ef þessi barátta milli kynslóða væri ekki fyrir hendi myndi lífið stöðvast. Feður og syn- ir em náttúrulegar andstæður. Og að mínu mati er ekki hægt að segja til um hvorir þeirra hafa rétt fyrir sér. Hvorirtveggju hafa rétt fyrir sér á sinn hátt. Feðurnir standa ekki á sínu að gamni sínu heldur em þeir líka að leita fyrir sér, þeir eru að leita sér leiðar. Ég þekki þetta sjálfur, bæði persónulega og af vinum mínum af sömu kynslóð. Ég þekki líka uppreisnargirni yngri kynslóðarinnar, bæði barna minna, nemenda og ungra leikara. Uppreisnargirni þeirra gleður mig mjög því að hún færir okkur eitt- hvað nýtt. Unga fólkið er heldur ekki að afneita því gamla bara til að afneita einhverju. Þeim þykir allt vera orðið úr sér gengið og em að leita nýrra leiða. Þessar deilur feðra og sona mega bara ekki snú- ast upp í illindi. Eg held að það sé boðskapur Túrgenjevs: Þessar deilur mega ekki verða til þess að sundra okkur. Þessi barátta er nauðsyn, hún er lífið. Verkið lýsir þeirri sannfæringu að allt sé ein heild og henni megi ekki sundra. Sú niðurstaða Túrgenjevs dregur hins vegar ekkert úr alvöra þessa vandamáls, að feður og synir eiga eilíft í deilum." SKÁLDSAGAN Feður og synir kom fyrst út í Rúss- landi árið 1862. Nokkrar leikgerðir hafa verið gerðar eftir sögunni en sú sem hér verður sýnd er eftir leikstjórann, Borodín. Það var hugmynd Þórhildar Þor- leifsdóttur að taka til sýningar leik- gerð upp úr Feðrum og sonum, að sögn Borodíns. „Ég las fjölda annarra leikgerða á sögunni en mér þótti þær allar fara heldur frjálslega með textann, ekki sýna Túrgenjev nægilega holl- ustu. Mér fannst áferð skáldsög- unnar vera ýtt út í hom. Ég ákvað því að gera þetta sjálfur. Ég veit ekki hvernig hefur til tekist en mér þótti þetta mjög skemmtileg vinna. Ég þurfti að fara varlega og þurfti líka að neita mér um margt, ég þurfti að velja úr það sem skipti máli. Rökræðumar og deilumar skipta miklu máli í sögunni en þeg-, ar ég fór að skoða hana betur sá ég Tj ái mig í gegnum líf leikarans I kvöld verður leikgerð eftir einni kunnustu skáldsögu Rússa, Feður og synir eftir Túrgenjev, frumsýnd í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri sýningarinnar er rússneskur, Alexsei Borodín, sem er listrænn stjórnandi við Rússneska akademíska æskulýðsleikhúsið í Moskvu. Þröstur Helgason ræddi við hann um túlkun hans á verkinu og leikstjórnaraðferð þar sem hann segist leggja áherslu að tjá sig í gegnum líf leikarans. Morgunblaðið/Kristinn „Ég er samþykkur því,“ segir Borodin, „að átökin á milli feðra og sona em sígilt viðfangsefni. Þetta er eilíft vandamál. Ef þessi barátta milli kynslóða væri ekki fyrir hendi myndi lífið stöðvast." Sonurinn Arkadí (Bjöm Ingi) og hinn uppreisnargjarni vinur hans Bazarov (Kristján Franklín) deila við foðurinn (Eggert) og frænd- ann (Þorstein) um níhflisma. „Rökræðurnar og deilurnar skipta miklu máli í sögunni," segir Borodín, „en þegar ég fór að skoða hana betur sá ég að ástríðumar skipta líka mjög miklu máli, ástríður milli kvenna og karla." Ástríðurnar em eldheitar á milli Bazarovs (Kristján Franklín) og Önnu (Halldóra). að ástríðumar skipta líka mjög miklu máli, ástríður milli kvenna og karla. Það liggur mjög djúpt á þessum ástríðum en þær skipta miklu máli. Mér finnst þær stækka verkið." TÚRGENJEV fæddist árið 1818. Hann var yngri en Púshkin (1799) og Gogol (1809). Átti raunar eftir að vera dæmdur í útlegð fyrir minningargrein sem hann rit- aði um þann síðamefnda. Hann var hins vegar þremur árum eldri en Dostojevskí, tíu áram eldri en Tolstoj og tölu- vert eldri en bæði Tsjekhov (1860) og Gorkí (1868). Hann átti eftir að hafa áhrif á alla þessa eftirmenn sína en hann var einkum kunnur fyrir raunsæjar en hlýlegar lýsing- ar á rússnesku bændalífi og beitta greiningu á samfélagi rússneskra menntamanna sem vildu óðir og uppvægir flytja land sitt inn í nýja öld. Feður og synir gerist í Rússlandi um miðja nítjándu öld. Eins og mörg önnur verk Túrgenjevs fjallar þetta um tilfinningar nútímans: til- gangsleysi, upplausn, sundr- ungu, merkingarleysi og ang- istarfulla leit. Ungur stúdent, Arkadí, kemur með bráðgáf- aðan læknastúdent og skólafélaga sinn, Bazarov, heim á sveitaóðal föður síns. Bazarov gerir árangurs- lausar tilraunir til að vekja þessa rótgrónu og efnuðu fjölskyldu af óhagganlegu andvaraleysi. Honum er uppsigað við hinn staðnaða heim óðalsbændanna, lítur á staðfestu þeirra og öryggi sem hugmynda- kreppu og afturhaldssemi. Hann sést hins vegar ekki fyrir í upp- reisnargimi sinni og afleiðingarnar verða þungbærar. Borodín segir að hann hafi viljað sýna þessi átök kynslóðanna á aktífan hátt í leiksýningunni. „Við erum að reyna að gera þetta þannig að fólk heyri hvað í öðra og út frá því fæðist þessi barátta. Vegna þessa eru áhrifin af sýningunni kannski ekki mjög kröftug en það á að vera ákveðið jafnvægi í sýning- unni. Þegar Túrgenjev skrifaði verkið var hann mest hræddur við að hún vekti einhver tilfinningaleg viðbrögð. Það urðu allir mjög reiðir þegar bókin kom út í Rússlandi. Feðurnir sögðu að þetta væri ekki sannleikurinn um sig og það sama sögðu synimir. Túr- genjev varð sárlega móðgað- ur og spurði: Hvemig er hægt að segja svona? Sann- leikur lífsins fæðir af sér sannleik listarinnar og það er eftir honum sem ég fer. Túr- genjev var 44 ára þegar hann skrifaði þessa sögu og sagðist auðvitað vera alveg eins og þessir feður. En ég sjálfur get gert grín að sjálfum mér og þeim um leið, og það þrátt fyrir að ég sé í sömu stöðu og þeir. Baz- arov er mér aftur á móti al- gjörlega ókunnur. Samt lað- ast ég að honum. Mér líkar við hann og ég set mig í hans spor. Það er þetta jafnvægi sem ég vil að sé í sýningunni.“ ÞAÐ hefur væntan- lega ekki farið fram hjá íslenskum leik- húsáhugamönnum að síðastliðin ár hafa litháískir leikhúsmenn sett upp þrjár sýningar í Þjóðleikhúsinu. Leikstjórinn Rimas Tuminas hefur þótt beita óvenjulegum og nýstárlegum aðferðum við uppsetningu sýninganna enda hafa þær vakið mikla athygli og deilur á meðal íslenskra leikhúsgesta og gagnrýnenda. Aðferð Tuminasar hefur verið kennd við leikstjóraleikhús þar sem hann hefur þótt leggja mik- ið upp úr sinni persónulegu túlkun á verkunum. Sýningarnar hafa verið afar sjónrænar; myndmál leikhúss- ins hefur verið látið vinna með túlk- un leikstjórans á textanum. Fyrir bragðið hefur sumum þótt sem text- inn, inntak hans og bókmenntalegt gildi, fengi ekki að njóta sín sem skyldi. Eftir því sem best verður séð beitir Alexsei Borodín ekki sömu leikstjómaraðferð og Tuminas en báðir sóttu þeir menntun sína til Moskvu. Borodín segist hins vegar ■ hafa séð tvær af uppfærslum Tum- inasar og hrifist mjög. „Ég sá Mávinn og Þrjár systur og báðar þessar sýningar höfðu mikil áhrif á mig. Mér finnst hann sem manneskja vera mjög einlægur. Og ég skil sársaukann sem gegnsýrir uppfærslur hans mjög vel, þessi sársauki er líka sársauki minn. En svo er það allt annað mál hvert markmið okkar er með leiksýningu. i Er verkefni okkar að gefa hetjun- . um, persónunum á sviðinu, líf eða eigum við að jarða þær? Við Tum- inas höfum kannski ólíkar skoðanir á því. AÐFERÐ Tuminasar er leikstjóraleikhús eins og þú sagðir og sú leið er , mjög áhugaverð og virð- ingarverð. Stundum fellur þessi að- ferð alveg að leikaranum sjálfum. i En stundum kemur hún í staðinn , fyrir líf mannsins, þetta lifandi líf sem er hér og nú. Ég spyr mig stundum: Til hvers koma áhorfend- ur í leikhús? Þeir fara ekki í bíó eða horfa á sjónvarp heldur koma í leik- húsið. Af hverju? Vegna þess að í leikhúsi sjá þeir lifandi manneskju uppi á sviði. Rithöfundurinn er einn þegar hann skrifar. Málarinn er einn þegar hann málar. Við sjáum ekki sköpunarferli þeirra. Við lesum I og skoðum niðurstöðuna. I leikhúsi | þykir mér langskemmtilegast þegar áhorfandinn sér sköpunarferlið. Við eram ekki bara að endurtaka það sem er búið að gera, fullvinna, held- ur er sköpunarferlið endurtekið á hverri einustu leikæfingu og hverri einustu leiksýningu. Þetta ferli er sífelld endurfæðing. Það er ekki verið að líkja eftir því sem var full- unnið heldur að skapa upp á nýtt. Ég vinn með hinn sálfræðilega þátt, skoða inn í alla útkima sálarinnar. Ég vil sem sé skoða og nýta þann texta sem er inni í hverjum einstak- lingi uppfærslunnar, texta sem hann hefur lesið áður og upplifað. Ég vil tjá mig í gegnum líf leikar- ans. Þetta er grannurinn að mínum vinnuaðferðum. í ferli leikritsins fæðist líf mannsandans. Þessi aðferð krefst þess að áhorf- andinn sé mjög einbeittur og taki þátt í ferlinu; það er ekki hægt að sitja bara og skoða og segja þetta er , ómögulegt eða þetta er í lagi. Það verður að vera kveikt á áhorfandan- um. Með þessari vinnuaðferð sýnum við áhorfandanum mikið traust. Og einnig leikaranum. Það era ekki bara einhver merki uppi á sviði heldur einmitt ferli. Ég veit ekki hvort þama sé munur á mér og Tuminasi. Mér finnst kannski að hann sé líka að reyna að ná þessu fram en sýn hans á leikhúsið er mjög ákveðin og það sem meira er, , hann er mjög einlægur í vinnu sinni, hann trúir einlægt á aðferð sína eins og ég. Slík einlægni er við- kvæm og varnarlaus gegn áreitni." BORODÍN segir að það breyti ekki miklu að hann skuli vera að vinna á ís- landi og með íslenskum leikuram. „Mitt prinsipp er að vera mjög nærgætinn í samskiptum við fólk. En mér þykir alltaf sú mann- eskja áhugaverð sem er hún sjálf við hvaða aðstæður sem er. Og ég reyni einnig að fara eftir þeirri leið. Ég hef reynt eftir fremsta megni að vera ég sjálfur hér. Þegar við byrj- uðum að æfa leikritið þá kynntist ég leikuranum smámsaman og þau kynntust mér; þannig unnum við þetta.“ Með aðalhlutverk í sýningunni fara Kristján Franklín Magnús (Bazarov) og Björn Ingi Hilmarsson (Arkadí). Feðurna tvo leika Eggert Þorleifsson og Pétur Einarsson. Aðrir leikendur eru Þorsteinn Gunnarsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Halldóra Geirharðs- dóttir, Sóley Elíasdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Um hljóð sá Baldur Már Arn- grímsson, dansar era í höndum Þór- hildar Þorleifsdóttur, lýsing er hönnuð af Lárasi Bjömssyni og leikmynd og búninga gerir Stan- islav Benediktov. Verkið þýddi Ingibjörg Haraldsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.