Morgunblaðið - 09.01.1998, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
llil
^ v;
.
:
■■ ;í "■■ ;s
I
'
GRÆNLENSKAR múmíur, margra alda gamlar, sem fundust fyrir nokkrum árum
hafa vakið mikla athygli en það er kuldinn sem hefur varðveitt líkin.
I markvissri
uppbyggingu
Morgunblaðið/RAX
EMIL Rosing forstjóri Þjóðminjasafns Grænlands.
ÞJÓÐMINJASAFN Grænlands hef-
ur á undanförnum árum verið að
þróast og byggjast upp jafnhliða
því að vitund fólks og virðing fyrir
verðmætum á þeim vettvangi eflist
sífellt, ekki ósvipað og hefur átt sér
stað á íslandi undanfarna áratugi.
Árið 1991 var Þjóðminjasafni
Grænlands og grænlenska skjala-
safninu slegið saman og skref fyrir
skref hefur margviss uppbyggihg
átt sér stað. Sérstök stjórn er yfir
safninu en starfsmenn eru alls 20
talsins. Forstöðumaður er Emil
Rosing, en deildarstjórar eru 4 tals-
ins og 3 skjalaverðir. Rekstur safns-
ins kostar 7,3 millj. danskra króna
á ári eða um 80 millj. ísl. króna.
Önnur grænlensk byggðasöfn á
landsbyggðinni eru rekin af sveitar-
félögum og eru í eigu þeirra og
ábyrgð en þegar þau hafa uppfyllt
ákveðin fagleg skilyrði fá þau allt
að 40% rekstrarstyrk frá græn-
lensku heimastjórninni. AIls veitir
grænlenska heimastjómin nú lið-
lega 20 millj. ísl. kr. til safna utan
Nuuk.
Emil Rosing, forstöðumaður
Þjóðminjasafns Grænlands, sagði
að segja mætti að starfsemi Þjóð-
minjasafns Grænlands væri fyrst
og fremst komin undir friðunarlög-
unum og byggðarlögunum.
„Safnið spannar að sjálfsögðu
sögu Grænlands og menningu,"
sagði Emil. „Við fáum mikið af hlut-
um til baka frá Danmörku, en elstu
hlutir safnsins eru frá 17. öld, hlut-
ir sem embættismenn og kristniboð-
ar hafa safnað og hluta þess fáum
við frá safninu í Kaupmannahöfn.
Samningur um flutning hluta til
Þjóðminjasafn Græn-
lands hefur verið byggt
upp á undanförnum
árum við gömlu höfnina
í Nuuk, en safnið hefur
til umráða mörg gömul
hús og nýbyggingu þar
sem aðalstjómstöð
safnsins er og tengist
hún gömlu húsunum.
Mikil aðsókn er að safn-
inu og unnið er að mörg-
um verkefnum. Arni
Johnsen ræddi við Emil
Rosing um stöðu safns-
ins og helstu verkefni.
baka er frá 1983 og eftir 3 ár, eða
árið 2000, verður lokið við að flytja
til baka það sem um var samið
1983.
Nú eru í safninu hjá okkur lið-
lega 2.000 númer tengd Thule,
Austur- Grænlandi og vesturhluta
Grænlands og liðlega 24.000 skjöl.
Um það bil 2.000 númer á safninu
eru varðandi byggð norrænna
manna á Grænlandi.
Það er mikil aðsókn að Þjóð-
minjasafninu og sl. ár sóttu um
18.000 gestir safnið heim.
Um þessar mundir er verið að
byggja stórhýsi, um 7.000 fm, sem
skjaladeild safnsins á aðild að en
þeir sem standa að þessari nýbygg-
ingu eru háskólinn, Grenlandica,
sem er bókasafn Grænlands, skjala-
deild Þjóðminjasafnsins, sem fær
til afnota í húsinu um 1500 fm og
einnig á bæjarstjórn Nuuk hlutdeild
í húsinu. Gronlandica fær 2.100 fm,
háskólinn 2.700 fm og Gronlands
statistik 800 fm.
Stærsta verkefnið sem Þjóð-
minjasafnið hefur unnið að á undan-
förnum árum er uppgröftur bæjar-
ins undir sandinum við Armeralik-
jörðinni, en hann er frá 10. öld.
Næstu árin verður unnið úr efninu
þaðan en þar fundust margir góðir
og merkilegir hlutir og það
skemmtilegasta er að þessi upp-
gröftur og rannsókn gefur heilleg-
ustu og fyllstu myndina sem til er
frá upphafstímabili norrænna
manna á Grænlandi.
Einnig hefur safnið unnið meðal
annars að viðamiklum verkefnum i
Umanak að undanförnu, þar sem
skoðaðar voru fornminjar, aðallega
húsarústir og tóftir og grafir.
Þekktar eru múmíúrnar frá Uman-
ak.
Við vitum víða um múmíur, en
kappkostum að halda því leyndu
hvar þær eru. Einnig vinnum við
að margs konar smærri verkefnum
árið um kring“.
LÍKAN af konubátnum grænlenska, aðalflutningabáti Grænlendinga um aldir.
SÉÐ inn í tilbúið snjóhús í Þjóðminjasafninu.