Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 39
Varnaðarorð um hverina
við Ölkelduhnúk
LEIRHVER við Öldkeldnuhnúk.
NOKKUÐ hefur
verið fjallað ura Öl-
kelduháls í fjölmiðlum
vegna ágreinings um
Búrfellslínu 3 A.
Greiður vegur var
lagður frá Hellisheiði
til norðurs, að bor-
holu Hitaveitu
Reykjavíkur á Bitru,
norðan Hellisheiðar,
fyrir rúmum tveim
árum. Landsvirkjun
hefur nú framlengt
veginn til austurs, yf-
ir Ölkelduháls vegna
fyi’irhugaðra línu-
framkvæmda. Svæðið
hefur mikið útivistargildi, um það
liggja gönguleiðir. Þarna eru afar
fjölbreyttir hverir. Á hundraða
hektara hverasvæði eru ölkeldur,
heitar uppsprettur, vatnsaugu,
gufuaugu, brennisteinsútfellingar,
drullupyttir af ýmsum gerðum,
sjóðandi og frussandi hverir. Að-
eins goshveri vantar. Fjölmargir
heitir lækir eru á svæðinu og
varminn í Varmá er að mestu kom-
inn úr Klambragili. Ölkelduhnúkur
og fagurlitir botnar dalanna
tveggja era gegnsoðnir af hvera-
hita.
Drullupyttirnir
Með vegagerðinni hefur svæðið
opnast almenningi, þó fáir hafi gert
sér grein fyrir því, enn sem komið
er. Átakanlegt atvik fyrir skömmu,
er þess valdandi að höf. er skylt að
fjalla aftur um svæðið á opinberum
vettvangi, en nú á allt öðrum nót-
um en áður. Ástæðan er að
drullupyttirnir og leirtjarnirnar
eni slysagildi’ur af verstu gerð.
Aðrir hverir eru auð-
vitað einnig hættuleg-
ir og hverasvæði sem
slík, en oftast er hætt-
an nokkuð ljós. Rétt
er að geta þess að höf.
gerþekkir þetta svæði
og hefur einnig farið
um flest hverasvæði
landsins. Þá þekkir
hann allvel gerð og
byggingu hvera af
lestri fræðirita.
Slysagildrur
Þeir eru sakleysis-
legir drullupyttirnir í
bjartviðri og norðan-
golu. Stórir gráleitir drullupollar,
hálfgerðar tjarnir, það sýður varla
í þeim og golan blæs gufunni burt.
Varnaðarorð- í minn-
ingu hunds, nefnir Árni
B. Stefánsson þessa
grein sem fjallar um
hættusvæði gegnsoðið
af hverahita.
Þeir virðast jafnvel ekki svo ýkja
heitir. Slétt, grátt yfirborðið renn-
ur saman við gráleitan hveraleirinn
á bakkanum, svo jafnvel sést lítill
munm* á. Grasi vaxnir, grænleitir
gróðurbalar í kring gera pyttina
næstum vinalega í snævi þaktri
víðáttunni.
Kvikur líflegur hundurinn gei’ir
sér grein fyiir hitanum. Hann
hlýðir að vísu ekki kalli eiganda
síns, er hinsvegar forvitinn og fer
varlega að hvernum, skynjar
hættu. Standandi á flötum leir-
bakkanum, um það bil í vatnshæð,
brennir skepnan sig á hægri fram-
loppu, lyftir henni snögglega, allur
þunginn er þá á vinstra framfæti.
Leirbakkinn lætur undan, loppan
rennur fram, niður flughálan snar-
brattan bakkann, sem ekki sést og
ofan í hverinn. Vesalings dýi-ið
svamlar emjandi örstutta stund og
eilífð líður í einni andrá. I þeim
andrá reynir eigandinn í örvænt-
ingu að bjarga skepnunni og stígur
útí og minnstu munar að hann
steypist sjálfur fram. Honum er
efst í hug að kasta sér eftir dýrinu
en finnur brennandi hitann um
ökklann og nemur í því orð félaga
síns; „NEI, þú getur ekki bjargað
henni, hún á ekki möguleika.“
Hann brennist á ökkla og það svíð-
ur nokkuð ... og lengi mun svíða.
íhugunarefnið
Tiltölulega sakleysislegh’ leir-
pollarnir og leirtjarnimar eru stór-
hættuleg fyrirbrigði. Slétt grámað
yfirborðið og iðagrænt umhverfið
blekkir. Þetta eru trektlaga helvíti,
en trektin sést ekki í sjóðandi heitu
leirblönduðu vatninu. Grár leir-
bakkinn, oft nokkru hærri en
vatnsborðið, einnig oft í vatnshæð,
er hluti trektarinnar. Leirinn er
þéttastur við trektarbrúnina og
þynnist sem nær dregur vatns-
borðinu, í mismikilli fjarlægð. Halli
trektarveggjanna er allt að 70-80.
Leirinn er misþykk, misþétt grá-
leit dmlla, laus líning á trektar-
veggjunum og helst uppi vegna
vatnsfyllingar hversins.
Ótraustur, flugháll, snarbrattur
leirbakkinn er gildran sem hundur-
inn féll í. Sakleysislegt yfirborð
tjarnarinnar og dauðastríð skepn-
unnar er gildran sem eigandinn
var næstum fallinn í. Vatnshitinn
er slíkur að þegar trektarveggirnir
voru kannaðir nánar með skíðastaf
bráðnaði plasthringurinn neðst. í
hálfgerða draslu. Leirvegg hvers-
ins hallaði niður 40-70° og hverinn
var „botnlaus“. „Er þetta raun-
veralega svona heitt?“!!!
Hvað er til ráða
Á svæðinu kringum Ölkeldu-
hnúk eru óvenju margar, óvenju
sakleysislegar stórhættulegar leir-
tjarnir og drullupyttir. Hitastigið
er 70-100 °C og það sýður oft
ekki, eða jafnvel lítillega. Ekki er
gerlegt eða smekklegt að girða
þetta af svo vel fari, þar eða annars
staðar. Ekki frekar en jökulsvelgi
að sumri, sem eru reyndar stór-
hættulegir og hættulegri vegna
hálku og halla að opinu en gígop,
niðurföll og sprungur í hraunum.
Ekki er skynsamlegt og vart ger-
legt að loka veginum að svæðinu.
Fræðsla er mikilvæg. Göngustafir,
og það helst samfellanlegir og einn
í hvomi hendi, eru afar nytsamlegir
í íslensku fjalllendi. Þeir era mikil-
vægir í brattlendi, skriðum, fónn-
um og hálku. Með þeim má kanna
dý, mýrar, hverasvæði og pytti.
Stökkva yfir hindranir, læki og
vaða ár. Göngustígagerð er mikil-
væg á hættusvæðum, sem aðgengi-
leg era almenningi. Þar er átt við
vandaða vel afmarkaða, malar-
boma stíga með einhverskonar
tröppugerð í brattlendi, þar sem
það á við. Bæði er það öryggisat-
riði og hlífir viðkvæmu umhverfi.
Þá era vönduð upplýsingaskilti, til-
mæli um að halda sig á stígum og
vegvísar mikilvæg. Hitaveita
Reykjavíkur vinnur gott starf á
Nesjavöllum og á Hengilssvæðinu
öllu. Höf. þessara orða hefði reynd-
ar kosið vörður, eða annars konar
merkingar, í stað þeirra stika, sem
nú eru á stikuðum leiðum, en það
er annað mál. Svæðið á Ölkeldu-
hálsi er komið í vegasamband og
stutt frá alfaraleið, því fylgir
ábyrgð. Vönduð upplýsingaskilti,
stígagerð og vegvísar era hluti af
þeirri ábyrgð.
Höfundur er augnlæknir.
Árni B. Stefánsson
Er gamla fólkið „vandamál“
ÉG VAR nýlega að hlusta á
samtalsþátt í útvarpinu, þar sem
nokkrir merkir borgarar ræddu
ýmis mál sem eru efst á baugi.
Kom þar margt skynsamlegt fram,
enda um hálært fólk að ræða, sem
kom vel fyrir sig orði.
Eitt sló mig, hvernig talað var
um eldra fólk og ráðandi álit virtist
vera að gamalt fólk væri mikið
„vandamál". Byrjað var á að lýsa
ástándinu í Vestur-Evrópu; í
Þýskalandi, Frakklandi og viðar
þar sem gamalt fólk væri eitt
helsta og stærsta vandamál þjóðfé-
lagsins.
Mér var hugsað til þess að við
lesum um ýmsan vanda í þessum
velstæðu löndum svo sem atvinnu-
leysi, þar sem 10% og upp í yfir
20% af fólki er atvinnulaust. Þetta
er þó mest meðal ungs fólks, sem
aldrei hefur fengið vinnu og eykur
á gífurlegan vanda. Fjöldi fólks er
háður notkun allskonar vímuefna
sem ekki er séð fyrir endann á,
heldur eykst sífellt. Þá er heldur
ekki séð fyrir vanda hins stóra
hóps innflytjenda, sem margir fá
ekki mörg tækifæri til bjarga sér,
nema á framfæri hins opinbera.
Það er vissulega vandi þjóðfélags-
ins eins og fólksins sjálfs.
Um þetta var lítið rætt, en
„vandamálið" gamalt fólk var rætt
af litlum skilningi.
Gamalt fólk er ekki
„vandamál"
Mjög hefur verið rætt hér á Is-
landi um vandann í skólakerfi okk-
ar og veraleg óánægja meðal fólks
með það.
Ég held að ekki detti neinum í
hug að það sé við börnin og ung-
lingana að sakast nema að litlu
þeyti. Börnin era ekki „vandamál".
Á Islandi era kennsludagar barna
um 170 á ári, en sam-
bærileg tala í ná-
grannalöndum yfir 200
og fara upp í 270 í Jap-
an að mér er talið.
Samt hrökkvum við í
kút, þegar kunnátta
okkar barna er óhag-
stæð í samanburðin-
um.
Að vísu höfum við
haldið að hæfni og gáf-
ur okkar barna vegi
þama upp á móti. Það
er í meira lagi hæpið.
Bömin era ekki vanda-
mál og gamalt fólk er
það ekki heldur, nema í
augum einstakra „lær-
dómsmanna". En þeim yfirsést.
Ellilífeyririnn
Nú segja sumir að ríkið verði að
„halda uppi“ fjárhagslega stöðugt
vaxandi fjölda ellilífeyrisþega og
það sjái ekki fyrir endann á vaxandi
Eignir þjóðarbúsins
eru rnn 1.500 milljarðar
króna, segir Páll Gísla-
son, en skuldir 250
milljarðar
fjárþörf til þess. Fólkinu fjölgi og
það verði stöðugt eldra og því leng-
ur á eftirlaunum og borði yngra
fólkið út á gaddinn, svo að ekki
verði neitt eftir þegar það eldist,
nema skuldir.
Sem betur fer er þetta ekki rétt
og rangt að setja þetta svona upp.
Þessi ellilífeyrir, sem við eldri
borgarar eram að fá nú, eru upp-
safnaðir peningar frá
því að við greiddum
tryggingargj öld,
skatta og skyldur af
atvinnutekjum okkar
í áratugi.
Af þessu fé rann
veralegur hluti til rík-
isins og var varið til
að greiða á þeim tíma
lífeyri eldra fólks, en
grannlífeyrir var þá
veralega ríflegri en
nú. Tryggingastofnun
gegndi því hlutverki
gegnumstreymis líf-
eyrissjóðs, svipað og
hefrn’ verið að miklu
leyti í Þýskalandi,
Frakklandi og fleiri löndum. Þar
eru nú stöðug vandræði þar sem
þetta er eina lausnin.
Á hinn bóginn voru forustumenn
stéttarfélaga og vinnuveitenda svo
forsjálir fyrir okkar hönd að stofna
og efla sjálfstæða lífeyrissjóði sem
eru stöðugt að eflast og gera
geysilegt gagn. Vel þefur tekist að
ávaxta fé þeirra síðustu áratugi,
svo að nú er svo komið að þriðji
hluti þess fjár sem við fáum er
okkar eigin greiðsla í sjóðina, en
tveir þriðju er ávöxtun þess fjár,
enda finnst mér sanngjörn krafa að
af þessum tveimur þriðju sé
greiddur skattur eins og af fjár-
magnstekjum, þ.e. 10%, en ekki
fullir skattar.
En skuldirnar?
Menn tala sumir þannig að við
skiljum himinháar skuldir eftir
sem börn og barnabörn eigi svo að
greiða. Skuldir þjóðarbúsins eru
nú um 250 milljarðar króna. Vissu-
lega há upphæð.
En það er bara önnur hlið máls-
ins, því að eignir þjóðarbúsins vaxa
ört og eru taldar um 1.500 milljarð-
ar króna. Þá hefur verið beitt
fyllstu afskriftum þó að mörg
mannvirkjananna séu í fullri notk-
un. Við eigum nú virkjanir og
vatnsveitur, vegi og brýr, flugvelli,
hafnir, skólahús, leikhús og alls
konar íbúðarhús og verksmiðjur af
ýmsu tagi. Svona mætti lengi telja
og það kemur flest að fullum not-
um ennþá. Það er því ekki ástæða
til að metast um framlög og skuld-
ir.
Það er því ótímabært að tala um
gamalt fólk sem „vandamál". Það
hefur svo sannarlega lagt sitt til
þjóðarbúsins og þykir vænt um að
börn þeirra og bamabörn taki við
góðu búi og njóti þess sem áunnist
hefur.
Hér þarf að ríkja gagnkvæmur
skilningur. Hvorki börn, ungt fólk,
miðaldra eða gamalt fólk eru vanda-
mál!
Höfundur er læknir og formaður
Félags eldri borgara
í Reykjavík.
AW\E.
Imj’cric in
Lífstyflgaúúðin,
Laugavegi 4, s. 5S1 4473
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!