Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 43

Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 43 GUÐRUNELIN G UNNARSDÓTTIR 4- Guðrún Elín I Gunnarsdóttir var fædd í Reykja- vík 29. mars 1946. Hún Iést á heimili sínu hinn 31. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar S. Guðmundss. og Bjarndís Jónsdótt- ir. Eftirlifandi eig- inmaður Guðrúnar er Orn Reynir Pét- ursson. Börn þeirra hjóna eru Gunnar Sverrir, Svala, Linda og Fríða. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja til eiginkonu og móður Þú hlærð svo himnarnir ljóma. Á heillandi dans minna öll þín spor orð þitt er ilmur blóma, ást þín gróandi vor, sál þín ljósið, sem ljóma vefur löndin og bræðir hjartað kalt. Ein og sama eilífð lengir allt, sem var og koma skal. í hvílunni engin jafn sólhvít sefur, - þú gefur og gefur - allt. Hvert blóm, sem grær við götu mína,- er gjöf frá þér, og á þig minnir allt hið fagra, sem augað sér. Sól og jörð og svanir loftsins syngja um þig. hvert fótspor, sem ég færist nær þér friðar mig. (Davíð Stefánsson) Yndisleg minning um þig lifir. Orn, Gunnar, Svala Linda og Fríða. Við hjónin vorum harmi slegin yfir fregn- inni um mjög brátt frá- fall Guðrúnar Elínar Gunnarsdóttur. Svo langt um aldur fram. Margs er að minn- ast, og margs að sakna, á svona stund- um verður orðfátt. Við viljum sérstaklega þakka Gurru, eins og hún var ævinlega kölluð, fyrir allar þær ánægjulegu stundir, sem við áttum með þeim yndislegu og sérstaklega sam- rýndu hjónum Guðrúnu og Erni. Gurra var glöð og elskuleg kona og mikill gleðigjafi sem geislaði af. Elsku Gurra, það er komið að leiðarlokum hjá okkur í bili, þökk- um þér alla hlýjuna og brosið sem þú gafst okkur. Eg veit að það verður tekið á móti þér opnum örmum í Guðsríki. Að lokum viljum við biðja góðan Guð að styrkja Örn, börnin og barnabörnin í þeirra miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) MINNINGAR Guð veri með þér, elsku Gurra mín. Grímur og Sigrún. Það var gamlársdagsmorgunn og ekki margar klukkustundir í nýtt ár. „Árið hefur verið mér og mínum nokkuð gott,“ var ég að hugsa þegar ég svaraði símanum. Það var bróðir minn sem heilsaði eins og venjulega. Hann sagðist þurfa að segja mér slæmar fréttir. Svo kom áfallið. „Hún Gurra mín dó í nótt.“ Árið hafði þá ekki endað vel eins og ég hafði vonað. Hugurinn tók að reika og minningarnar að birtast. Ég hef líklega verið 9-10 ára gömul þegar ég fylgdist með stóra bróður þar sem hann stóð fyrir framan spegilinn, setti brilliantín í hárið og greiddi það vandlega eftir kúnstarinnar reglum. Ég sett- ist svo fram á stigapailinn sem lá niður í þvottahús og burstaði skóna hans þar til hægt var að spegla sig í þeim, gegn borgun reyndar. Þeg- ar svarta mjóa bindið var svo kom- ið á sinn stað þurfti Össi að fá staðfestingu okkar á því að hann iiti vei út, og það gerði hann svo sannarlega, enda að fara að hitta stóru ástina sína, hana Gurru. Þetta voru mín fyrstu kynni af mágkonu minni þó óbein væru. Ekki leið á löngu þar til þau fóru að búa saman, heima á Laugateig. Þá strax varð hún mér sem stóra systir, enda voru ekki nema sex ár á milli okkar. Hún átti svo flott föt og sérstak- lega þóttu mér hælaháu skórnir hennar árennilegir. Það var líka alveg sjálfsagt að fá þá lánaða þegar ég bað um það eitthvert sinn er ég var að fara til vinnu í Nýja bíói, þar sem ég vann með skólan- um. Ég var svo viss um að ég væri jafn glæsileg og Gurra á þess- um 10 cm hælum. Ekki löngu eftir að frumburður- inn, Gunnar Sverrir, fæddist, árið 1964, fóru Össi og Gurra að búa út af fyrir sig eins og sagt var og einhverjum árum síðar keyptu þau sér íbúð á Hjaltabakka. Þá var elsta dóttir þeirra, Svala, fædd. Linda og Fríða komu svo seinna í heiminn með stuttu millibili. Sjálf var ég farin að búa heima á Laugateig með kærasta og barn. Við fluttum svo í Þórufellið og þá var sutt að leita til Gurru ef ptjóna- skapurinn eða heklið gekk ekki upp, hún kunni allt, og var alltaf til taks, passaði líka fyrir mig ef ég þurfti barnapössun. Þar kom að þau fluttu til Sví- þjóðar. Þá vantaði mikið. Við heim- sóttum þau þó tvisvar og vorum þar eins og heima hjá okkur. í annarri heimsókninni, árið 1979, vorum við hjónin að fara á heims- þing JC sem haldið var í Gauta- borg þar sem þau bjuggu, og þeg- ar Gurra vissi að okkar væri von spurði hún strax hvort Þórunn, elsta dóttir okkar, kæmi ekki líka og yrði hjá þeim á meðan við þin- guðum. Ég taldi að það gengi ekki upp, hvað ætlaði hún að gera við barnið, 9 ára, meðan hún væri í skólanum? „Auðvitað kemur hún með mér í skólann," var svarið. Allt var svo einfalt, sjaldan vanda- mál, en þegar þau komu leysti hún þau fljótt og vel. Ekki skrítið að ég leitaði oft til hennar. Meira að segja þegar við keyptum teppi í húsið okkar á Selfossi, þá hringdi ég í Gurru, ég vissi að hjá henni fengi ég hreinskilið svar. Sem betur fer kom fjölskyldan aftur heim til íslands. Þau keyptu sér íbúð í Neðstaleiti og bjuggu þar notalega um sig. En í lífi fólks skiptast á skin og skúrir, svo var líka hjá okkur. Við grétum líka saman. Þegar foreldrar mínir lágu banaleguna með tveggja ára milli- bili heimsótti Gurra þau og vakti yfir þeim, ekki minna en við systk- inin, enda var hún þeim eins og dóttir, alveg eins og mér stóra systir. Þegar faðir minn svo lést, sagði hún, að nú hefði hún misst tvo pabba, en faðir hennar hafði látist mörgum árum áður. Sjálf hafði Gurra þurft að leggj- ast inn á sjúkrahús vegna veikinda nokkrum sinnum. Já, hún gat víst veikst líka, þessi kona sem alltaf bar hag og heilsu annarra fyrir brjósti. Viðkvæðið var alltaf „allt fínt“ þegar hún var innt frétta, svo kát og jákvæð. Því kom þetta kall Guðs svo óvænt og allt of snemma fyrir okkur sem eftir erum hér. En Hann þekkir sinn vitjunartíma og líklega er það eig- ingirni að vera ekki sammála Honum sem allt veit. Hann launaði líka elskulegri mágkonu minni ríkulega fyrir störf hennar og gæsku í þessu lífi. Hún . _ lagðist til hvílu kvöldið fyrir gaml- ársdag, á 32. brúðkaupsdegi þeirra hjóna, en vaknaði ekki aftur til okkar. Hjartað stoppaði, enginn sársauki, engar þrautir. Elsku Gurra mín, svo miklu, miklu meira langar mig að segja. Þó að aldurinn hafi ekki orðið hár, eigum við svo margs að minnast. En við rifjum það upp saman síð- ar. Ég þakka þér innilega fyrir samfylgdina hér og flyt þér kveðj- ur Hauks og stelpnanna. „Einstakur" er orð sem notað er þepr lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt „Einstakur" er orð sem best lýsir þér. (Terri Femandez.) Kæri bróðir og frændsystkin, megi algóður Guð vera ykkur styrkur nú sem ævinlega. Ykkar systir og mágkona, Kristín. Svanfríður Jónsdóttir var fædd í Haukadal í Dýrafirði 26.10. 1932. Hún lést að morgni nýársdags á gjörgæsludeild Landspítalans. For- eldrar hennar voru Jón Pálsson skip- stjóri frá Haukadal, f. 27.9. 1895, d. 15.1. 1949, og kona hans Matthildur Kristjánsdóttir, f. 23.9. 1900, d. 2.1. 1995. Systkini Svanfríðar eru Páll Sigurður, f. 15.7. 1925, Guðný, f. 12.8. 1929, og Guðrún, f. 29.1. 1936. Svanfríður ólst upp í Haukadal þar til faðir hennar lést, en þá fluttist fjölskyldan til Reykja- víkur. Sonur Svanfríðar og Hrafns Haraldssonar, f. 11.11. Nú þegar þú ert farin, systir mín góð, hellast minningarnar yfir mig. Fyrst bernskuárin í Hauka- dal, þar sem í minningunni var oftast sólskin. Þar var yndislegt að alast upp í félagsskap fjöl- skyldu, leikfélaga og vina, því sam- félagið í Haukadal var sérstakt, og ég veit að þaðan áttir þú þínar björtu minningar. Eftir að við flutt- 'im til Reykjavíkur bjuggum við saman og oft unnum við á sama vinnustað. Árið 1954 sigldir þú til Kaupmannahafnar til vinnu hjá sendiherrahjónunum þar. Eftir nokkra mánuði skrifaðir þú mömmu og spurðir hvort ég mætti koma sem barnfóstra hjá dönskum hjónum. Mamma sagði já, því hún treysti þér fyrir litlu systur. Þar 1932, d. 28.11. 1986, er Jón Bergþór, f. 28.11. 1956. Sam- býliskona hans er Anna Ólafsdóttir, f. 5.12. 1961. Börn þeirra eru Auður, f. 21.10. 1989, og Davíð, f. 16.3. 1992. Þau búa á Hellu. Sambýlismaður Svanfríðar er Har- aldur Kristjánsson rakarameistari frá Vestmannaeyjum, f. 22.2. 1924. Svan- fríður vann lengst af við verslunarstörf, m.a. hjá Hans Petersen, Mjólkursamsöl- unni, Bókabúð Eymundssonar og nú síðast hjá Borgarbóka- safni Reykjavíkur. Útför Svanfríðar fer fram frá Breiðholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. dvöldum við í 2 ár. Þeim árum gleymdum við aldrei og rifjuðum oft upp skemmtilegar minningar þaðan. Þar eignuðumst við marga góða vini, og það voru ár þroska, því að þar urðum við að standa á eigin fótum. Þar kynntist þú honum Hrafni, bamsföður þínum, og þótt af sambúð yrði ekki var alla tíð vinskapur með ykkur og þér og fjölskyldu hans. Hann lést um aldur fram 54 ára gamall. Eftir að heim kom leigðum við saman íbúð með mömmu og unnum báðar hjá Versl. Hans Petersen. Og þannig hélt lífið áfram, ég gifti mig, eignaðist tvö börn og flutti austur fyrir fjall. Samverustundunum fækkaði að- eins, en síminn kom þá í góðar þarfir og leiðin yfir heiðina er nú ekki svo löng. Árið 1968 eignaðist þú þína eigin íbúð á Hjaltabakka 32, þar sem þú bjóst æ síðan, fyrst með mömmu og syni þínum, en árið 1969 kynntist þú honum Halla og þið hófuð sambúð. Þið ferðuðust víða með Karlakórnum Fóstbræðr- um, en Halli söng með þeim um nærri 40 ára skeið, bæði til Evrópu og Kanada og Bandaríkjanna, og veit ég að þú hafðir mjög gaman af þeim ferðum. En fyrst og fremst var það sonur þinn sem þú barst umhyggju fyrir, að ala hann upp, koma honum til mennta og stuðla að öruggri framtíð hans. Að loknu námi settist hann að á Hellu, stofn- aði þar fyrirtæki með skólabróður sínum og vini sem þeir reka enn í dag. Og nú á hann konu og tvö yndisleg börn, og amma þurfti oft að hringja og segja mér sögur af ljósgeislunum sínum. Kæra systir! Öll vissum við að þú varst veik, en við vorum ekki viðbúin svo snöggri brottför. Við áttum eftir að segja svo margt, gera svo margt. En við ráðum ekki þessari brottför, það er aðeins sá sem öllu ræður, og við lútum vilja hans. Við Gísli, Maggi og Nanna Sif sendum Halla, Bergþóru, Önnu, Auði og Davíð okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Elsku systir, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessi þig blómjörð blessi þig útsær blessi þig heiður himinn. Elski þig alheimur eilífð þig geymi signi þig sjálfur Guð. (Jóh. úr Kötlum) Þín systir, Guðrún. Getur dauðinn verið fagur? Það má vera kaldhæðnislegt að taka svo til orða en í mínum huga er dauðinn lausn þeim sem þjást. Slík lausn var dauðinn Svanfríði Jóns- dóttur frænku minni nú um ára- mótin. Frænka mín hafði barist lengi af einstökum hetjuskap við erfiðan sjúkdóm sem að lokum lagði hana að velli. Við frænkumar ólumst upp í sama húsi og vorum svo til jafn- gamlar. í Brautarholti ? Haukadal vorum við bræðrabörnin eins og systkini. Við Fríða lékum okkur saman, lásum saman, rifumst og kysstumst. Ég hef alltaf litið á það sem mikil forréttindi að hafa feng- ið að alast upp í Haukadal með öllum þeim leikfélögum sem þar bjuggu í æsku okkar. Við lékum á grundum, við ána, á tjörninni og ekki síst í fjörunni vetur sem sum- ar. Þau bönd sem þá voru hnýtt hafa allar götur síðan haldið þótt tími hafi stundum liðið á milli funda. Tengsl Fríðu við Haukadalinn voru mjög sterk og þegar við hitt- umst hvarflaði hugurinn jafnan heim í Dýrafjörð. Og oftar en ekki var umræðuefnið gamlir fé- lagar og sameiginleg upplifun okkar frá barnsárunum. Fríða var heilsteypt manneskja, alltaf sjálfri sér samkvæm, heiðarleg og gulltrygg. Hún var mikil bókakona, víðlesin og fróð. Hæversk í framkomu með mikla reisn. Ávallt glæsilega búin, fínleg og falleg með hvellan ógleymanlegan hlátur sem mun hljóma fyrir eyrum mér er ég minn- ist hennar. Hún var sönn hefðar- kona. Það var lán að eiga hana að vini. Halla, Bergþóri og fjölskyldu og systkinunum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð styrki þau og leiði. Guðmunda Helgadóttir, Magnús E. Finnsson. Með hugann fullan af trega kveð ég frænku mína og minn besta vin. Við urðum þeirrar hamingju aðnjót- andi að alast upp í stórfjölskyldu. Við vorum átta bræðrabörnin, og vorum öll eins og systkini. Fríða er sú þriðja úr hópnum sem kveður nú. Við urðum vinir þegar Fríða var að taka út sín þroskaár. Hún var falleg sautján ára stúlka, vildi vera fín og vel klædd og ekki last- aði hún fallega skó, en þeir voru ekki til á hverju götuhorni um 1950. Fríða hafði alla tíð fallega fram- komu og var mikil dama. Það hefur ekki skemmt fyrir henni þegar hún var ráðin til starfa að Bessastöðum en þaðan lá leiðin í sendiráðið í Danmörku þar sem hún kynntist Hrafni Haraldssyni, en með honum eignaðist hún sólargeislann í lífi sínu, Jón Bergþór, en hann var hennar eina barn. Lengst af bjuggu Fríða og Bergþór með móður Fríðu, Matthildi, sem hjálpaði við að passa drenginn. Það var erfitt um húsnæði á þessum árum, en við hjónin vorum það heppin að eiga húsnæði og fluttu þau um tíma til okkar. Síðan varð ég ekkja. Þá fluttu Fríða og Bergþór aftur til mín. Hún var mín stoð og stytta á þeim erfiðu tímum. Fríða kynntist góðum manni, Haraldi Kristjánssyni, og hafa þau deilt lífínu saman um 30 ára skeið. Fríða var búin að vera mikið veik undanfarin ár og vissum við öll að hverju stefndi. Samt veit ég að hana langaði að lifa lengur fyrir Halla sinn. En enginn ræður sínu r" skapadægri. Við verðum snauðari að hafa misst Fríðu í bili, en auðug af góðum minningum. í dalnum, þar sem dvaldi lítil rós dáði blóm og dýr og allt sem andar. Nú, hér slokknað hennar lífsins ljós þá heldur hún í dal til nýrrar strandar. Andrea Helgadóttir. S VANFRIÐ UR JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.