Morgunblaðið - 09.01.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 09.01.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 45 dreng, sér við hönd og leiddi um tún og engi þar sem hún lék sér fyrrum, rifjaði upp atburði liðinnar æsku og vakti athygli mína á blómum og fuglum svo ég sá þetta allt í nýju ljósi. Það hafa verið mikil viðbrigði að flytjast, svo ung sem Dísa gerði, á annað landshorn og víst hefur heim- þráin oft kvatt dyra hjá henni, en hún kunni strax vel við sig í Garðin- um og festi þar fljótt rætur og þar liggur hennar ævistarf. Hún var fljót að kynnast fólki og var vin- mörg og vinfost alla tíð. Hún var trú uppruna sínum og í huga og hjarta voru átthagarnir hennar helgasta vé. Til þeirra sótti hún kraft og þor, ekki síst til ljóða og lagasmíða, sem hún iðkaði á listfengan hátt. Einstaka sinnum áttum við tal saman í síma og þá varð ég að lýsa sem best fyrir henni veðrinu, birt- unni og skýjafarinu yfir Tjömesinu. A meðan horfði hún í fjarskann og kallaði fram í hugann mynd æsku- stöðvanna og setti í umgjörð líðandi stundar, þar sem útsýnið til Kinnar- fjallanna var kóróna hughrifanna. Dísa átti í hjarta sínu þann streng sem öðrum strengjum betur túlkaði Ijúfsáran söknuð og var henni dýr- mæt auðlegð. Hrærðir mæna himins til hæstu fjaliatindar. Knýja á bjargsins bláu þil bh'ðir sunnan vindar. Þannig orti Dísa fyrir margt löngu til Kinnarfjallanna. Innri feg- urð hennar og trú leynir sér ekki í þessari vorvísu. Hún gladdist í hjarta sínu er hún vissi blíða sunnan vinda knýja á hin bláu þil norður við Skjálfandaflóa og hi-ekja þaðan vet- ur konung út á ysta haf, þrátt fyrir að hinir sömu sunnan vindar færu ekki ávallt jafn mildum höndum um heimkynni hennar á Garðskagan- um, þar sem „báran blá braut knerri hennar". Eg átti því láni að fagna að heimsækja alloft hjónin undir Garðskagavita og síðar á Furugrund 58 í Kópavogi. Fyrir þær samverustundir vil ég þakka, það voru allt jafn indælar stundir sem ljúft er að hverfa til í minning- unni. Síðastliðið vor kom ég sem snöggvast til Dísu á Hrafnistu og hún lék á sinn ljúfsára streng eftir- spil liðinna ára sem ég geymi í hjarta. Ásdís Káradóttir, ég kveð þig með virðingu, ég kveð þig með þakklæti fyrir allt og allt, þess full- viss að þín bíða góðir vinir í varpa. Aðstandendum, ættingjum og vin- um sendi ég hugheilar samúðar- kveðjur. Eiður Árnason. Okkar ástkæra Dísa frænka er horfin á braut til betri staðar. Hún var ein sú hjartahlýjasta persóna sem við höfum hlotið þann heiður að kynnast. Ein persóna kemur í hug- ann þegar leitað er að jafningja Dísu í góðmennsku og það er amma og langamma okkar, systir Dísu, hún Hulda. Hún Dísa studdi okkur ávallt með hughreystingar-og kær- leiksorðum, og var aldrei í hlutverká dómarans, frekar í hlutverki prests- ins. Okkar síðasta heimsókn til Dísu var á jóladag og hún var þó nokkuð hress, en þó máttfarin. Við stoppuð- um ekki lengi og í kveðjuskyni kyssti Jóhann Kári frænku sína og óskaði henni gleðilegra jóla. Hún brosti sínu blíðasta brosi sem yljaði okkur um hjartarætur. Það var svo á gamlárskvöld um ellefuleytið sem við fengum frétt- irnar af andláti hennar elsku Dísu. Það var afar erfitt að sætta sig við fráfall þessarar yndislegu mann- eskju, en síðan þegar flugeldasýn- ingin stóð sem hæst á miðnætti, hugsaði ég með mér að ljósadýrðin væri að lýsa henni leiðina heim í faðm foreldra sinna og systkina. Hún Dísa mun ávallt eiga stóran stað í hjarta okkar og við erum betri manneskjur eftir kynni við þessa hjartahlýju, brosmildu og um- fram allt kærleiksríku konu. Við munum ávallt sakna hennar, en í trúnni finnum við styrkinn. Erna Huld og Jóhann Kári. _______MINNING ÓLAFUR ÁRNASON + Óiafur Ámason fæddist á Akra- nesi 5. mars 1919. Hann iést í Sjúkra- húsi Akraness 31. desember síðastlið- iim. Foreldrar hans voru Ámi Böðvars- son ljdsmyndari og sparisjóðsstjóri á Akranesi, f. 15.9. 1888, d. 30.4. 1977, og Rannveig Magn- úsdóttir, f. 15.9. 1892, d. 24.4. 1972. Systir Ólafs var Halla, f. 25.5. 1920, d. 19.9. 1995. Ólafúr kvæntist 20. september 1941 eftirlifandi eiginkonu sinni, Halldóm Ingveldi Ásmundsdóttur, f. 19.7. 1919 á Akranesi. Fóstur- sonur þeirra er Guðmundur Gai ð- arsson, f. 13.6. 1946, ijósmyndari að mennt,_ búsettur á Akranesi, kvæntur Önnu Bjömsdóttur, f. Kallið kemur alltaf óvænt. Stund- um veitist lausn, stundum myndast sársauki, stundum er fólk skilnings- vana en alltaf verður söknuður, hvort sem um er að ræða að hvíldin sé vel þegin, eða á hvem hátt ein- staklingur hverfur yfir móðuna miklu. Þegar ég vissi að minn ágæti vin- ur Ólafur Arnason var héðan burtu kvaddur á gamlárskvöld bærðist í mínu brjósti bæði missir og fegin- leiki. Söknuður vegna burtfarar, einnig tilfmning um létti, því að löngu veikindaferli, sem veittist Óla erfitt og hefur reynt mikið á nán- ustu aðstandendur, er nú lokið. Okkar kynni em allt frá bam- æsku þegar þessi snarlegi maður kom á heimili foreldra minna til að taka fjölskyldumyndir. Hafði hann til þess einstakan hæfileika að fá aila til að taka þátt í uppstillingu eins og þar væri um að ræða ein- faldasta hlut í heimi. Ég hygg að ég geti talað fyrir munn margra hvað þetta varðar. Síðar vom það ferm- ingarmyndir af systkinum og öllum félögunum, einstaklings- og hóp- myndir, allt unnið af lagni, einstakri samviskusemi og með skilningi á kjömm hvers og eins sem þjónust- unnar naut. Síðar eftir að ég sjálfur stofnaði fjölskyldu naut ég sömu þjónustu Ólafs og seinni árin þeirra feðga, hans og sonar hans, ljúfmennisins Guðmundar, sem hafði einstakt lag á að framkvæma „óskir gamla mannsins" eins og hann sjálfur sagði, en markaði myndatökumar jafnframt sínum eigin stíl. Þegar undirritaður hóf afskipti af opinberum málum komst ég fljótt að því að Ólafur var einlægur stuðn- ingsmaður frelsis, bræðralags og jafnréttis og með ríka réttlætistil- fínningu fyrir skiptingu landsauðs og menntunarmöguleikum allra, hvort sem fólk kom frá efnaheimili eða ekki. Einlæg vinátta myndaðist í okkar samskiptum og var hans réttlætishugsun og skoðun mér og hvatning til að vinna pólitísk störf nú í meira en áratug. Svo er einnig um fleiri. Mér eru minnisstæðir fundir þegar fagnað var góðum árangri og einnig þegar var verið að skipuleggja baráttuna og Ólafur sagði: Haldið fram verðleikum og skoðun jaftiaðarstefnunnar. Ekki ráðast á fólk persónulega heldur gagnrýna pólitíska stefnu með virð- ingu fyrir skoðun andstæðingsins. Ég man síðustu fundi sem Ólafur kom á, þótt hann ætti mjög örðugt um mál og hreyfingar. Koma hans varð okkur öllum, bæði í sveitar- stjórnar- og landsmálum, til hvatn- ingar hér á Vesturlandi. Heimsóknir mínar á Sjúkrahús Akraness voru fáar en Óla var mik- ið í mun að vita hvað var að gerast. Þó ekki væri um mörg orð af hans hálfu að ræða þá var skilningurinn til staðar. Ég og fjölskylda mín vottum eig- inkonu Ólafs, Ingveldi, syni þeirra 17.9. 1952, hjúkrun- arfræðingi og ljós- móður. Sonur þeirra er Ólafur Ingi, f. 30.3. 1981. Stjúpson- ur Guðmundar er Sveinbjöm Freyr Amaldsson, f. 17.11. 1972. Ólafur Áma- son lærði ljósmyndun hjá föður sínum og ráku þeir saman ljós- myndastofu eftir að Ólafur lauk námi, en stofan brann 1950 og eftir það stóð Ólafur einn að rekstrinum sem hann flutti seinna í nýtt hús sem hann byggði á Vesturgötu 80. Þar rak hann ljósmyndastofú til 1979, er Guðmundur fóstursonur hans tók við henni, en um skeið ráku þeir hana í sameiningu. Útför Ólafs fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðmundi og tengdadótturinni Önnu og þeirra drengjum einlæga samúð. Einnig er innilegri samúðar- kveðju frá Alþýðuflokksfólki á Vest- urlandi, sérstaklega Akranesi, kom- ið hér á framfæri með þökk fyrir góða samfylgd. Gísli S. Einarsson. Horfinn er nú til feðra sinna eftir langvinna sjúkdómsbaráttu Ólafur Ámason ljósmyndari, Óli í Ási, einsog hann var nefndur í þeirra hópi sem þekktu hann frá bemsku, en það var í bemsku sem við urðum kunnugir upphaflega, því við vomm nágrannar og stundum leikfélagar, því stutt var frá Dvergasteini, þar sem ég átti heima, og að Ási þar sem hann átti heima við Vesturgöt- una löngu og beinu sem þá var mjó moldar- eða sandgata, lengsta gat- an á Akranesi, má ég segja, prýði- legur leikvangur fyrir okkur sem þá vomm að alast upp í þessari götu áður en Gamli Ford og Sévrólett og fleiri nútímafarartæki helguðu sér hana, sem þó skipti litlu, því nóg leiksvæði vora allt um kring í þorp- inu sem angaði af fiski og stundum af kartöflum, nóg af kartöflugörðum og túnum og sjávarklettum og sendnum fjömm. En við Óli í Ási vomm, einsog fyrr segir, ekki nema stundum leikfélagar, þótt hann gæfi mér einu sinni dúfur til að hafa í dúfnahúsi af því hann vildi að ég ætti dúfur einsog hann. í rauninni náði leiksvæði mitt og leikfélaga minna ekki nema stundum niður að Ási. Hinsvegar varð Halla Ama- dóttir, systir Óla í Ási, mikil vin- kona Ingu systur minnar, og þannig atvikaðist það, að þau Inga og Óli fengu nóg tækifæri til að virða hvort annað fyrir sér, þegar Inga heimsótti Höllu, en auk þess voru þau bekkjarsystkini í barnaskóla. Er ekki að orðlengja það, að þegar þau stálpuðust vildi Inga ekki líta við neinum pilti öðmm en þessum góða dreng, Óla í Ási, og hann leit ekki heldur á aðra stúlku en hana. Ég kallaði hann góðan dreng, því ég átti eftir að kynnast því betur eftir að þau vom orðin hjón, að þannig var hann, einsog ég hafði raunar mátt vita af þeim kynnum sem ég hafði af honum í bemsku. Hann var sonur Árna Böðvars- sonar ljósmyndara sem einnig var sparisjóðsstjóri og spaugari sem all- ir þorpsbúar þekktu. Hjá honum lærði Oli Ijósmyndun, en þegar þau ungu hjónin hófu búskap var hann sjómaður einsog flestir ungir menn á Skaganum á þeirri tíð, enda sjó- mannslega vaxinn, kraftalegur og harðduglegur. Hann átti eftir að gefa mér meira en dúfurnar sem ég fyrr nefndi, því eftir að þau hjónin hófu búskap uppi á lofti í Ivarshúsum á sjávarbakkan- um skammt frá þar sem sements- verksmiðjan er nú, naut ég þess að vera gestur þeirra nokkra daga í senn, en þeir eru einskonar sælu- dagar í minningunni, svo vel var að mér búið, og fornsögumar til lestr- ar ef ég vildi nýta mér þær, en seinna, þegar þau bjuggu í risinu á Ási hjá foreldrum Óla, hafði ég hjá þeim fæði og húsnæði í heila tvo mánuði án þess þau tækju neitt fyr- ir, og enn síðar, þegar þau vora komin í nýtt og glæsilegt hús sem þau byggðu sér að Vesturgötu 80 (við hliðina á Ási), gisti ég þar oft, bæði einn og ásamt konu minni og dóttur, en aldrei stóð á Óla, sem nú var orðinn Ólafur Amason ljós- myndari, að sækja okkur í bílnum sínum niður á bryggju, því nú var ekki lengur einn gamli Ford eða einn Sévrólett á ferð um sendna Vesturgötu, heldur átti ljósmyndar- inn bíl sjálfur og gatan var breið og steypt, en gamli Ford horfinn í móðu bemskunnar. Þegar Ólafur Amason tók við ljósmyndastofu föður síns var sú stofa í Ási, en hún eyðilagðist í eldi og varð af óbætanlegt tjón, þar sem glataðist meðal annars ljósmynda- plötusafn Áma Böðvarssonar með stórmerkum heimildum um sögu Akraness. Óli hafði mjög gaman af því á fyrstu ljósmyndaraáram sín- um að fara út í náttúmna, ofaní fjöra og uppí sveit að taka myndir, en þegar frá leið varð hann að ein- beita kröftum sínum að Ijósmynda- stofunni sem hann innréttaði sér í nýja húsinu, þar sem á hann hlóðust verkefnin meðan hann var eini Ijós- myndarinn á staðnum einsog faðir hans hafði áður verið. Eina tilrauna- mynd tók Óli af mér, þegar ég var gestur hjá þeim á yngri árum, og var skemmtileg mynd og óvenjuleg tæknilega, því ég var þar einsog tveir menn og var annar að kveikja í sígarettu hjá hinum. Annars voru ekki svo afmælisboð eða aðrar sam- komur innan fjölskyldunnar að Óli væri ekki þar að taka myndir fyrir ánægjuna eina saman, því allt var þetta gefins frá hans hendi. Óli í Ási var mikill áhugamaður um knattspyrnu sem mikið var stunduð á Akranesi þegar við vor- um unglingar, ekki síður en nú, og var hann oft í keppnisliði á sinni tíð, en hann hafði líka mjög gaman af þeirri hugaríþrótt sem skák nefnist og skoraði oft á mig að tefla við sig, þegar ég var gestur hjá þeim hjón- um. Þóttist ég þá góður ef ég náði jafntefli, því jafnan var hann sigur- vegarinn. Öli í Ási reyndi á engan hátt að apa eftir föður sínum í spauginu, en hann var jafnan hýr á svipinn og hlýr í viðmóti og tók hverjum manni hjartanlega. Sannast sagna var heimili þeirra Ingu og Óla líkast því að vera opið ókeypis gistihús fyrir ættfólkið meðan þau bæði héldu heilsu, þannig að margir eiga þeim þakkir að gjalda, en ekki síst ég sem svo oft og ótæpilega hef notið þess að eiga þau að. Og um leið og ég kveð Ola með þessum fábreyti- legu línum minnist ég þessa alls og ég minnist Vesturgötunnar gömlu og góðu með leiki og drauma bemskunnar. Jón Óskar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. Enn á ný er eins og þessar fornu hendingar úr Hávamálum, sem svo oft er vitnað til, hafi öðlast sérstaka merkingu, þótt um leið séu þær vissulega sígildar og inntak þeirra almenns eðlis. Frá því fyrsta vtcr Óli frændi órjúfanlegur hluti af til- veru okkar systkinanna og okkur nákominn, enda bjuggum við í mörg ár undir sama þaki og vorum síðar næstu nágrannar, og eftir að Óli flutti úr Ási, þar sem líka var heimili afa og ömmu, kom hann þar við á hverjum degi. Þegar litið er til baka koma margar myndir upp í hugann: Óli fyrir mörgum árum að úða grösin í kartöflugarðinum, sem síðar varð að skrúðgarði sem þau Inga lögðu mikla stund á að fegra og bæta; Óli að tefla við afa rabba við ömmu; Óli á afmælisdög- um og öðrum tyllidögum með gam- anyrði á vör eða að störfum á ljós- myndastofunni, við iðn sína, að taka ljósmyndir og framkalla þær. Óli lærði ljósmyndun af föður sín- um og ráku þeir saman ljósmynda- stofu um árabil. Þeir feðgar kunnu þá list að lita ljósmyndir, eins og það var kallað, og er það sérstök tækni, og einnig listgrein, sem var notuð áður en litfilmur komu til sög- unnar. Þróaði hvor um sig sinn sér- staka stíl í meðferð litanna. Seinna rak Óli ljósmyndastofuna einn og enn síðar í félagi við Guðmund son sinn. En Óla var fleira til lista lagt m hann var natinn við garðrækt eins og áður segir og hafði víst einhvern tímann getað hugsað sér að verða bóndi, enda mun hann hafa unað sér vel í sveitinni hjá afa sínum og ömmu þegar hann var drengur. Mamma sagði mér oft frá því með nokkra stolti að þegar þau vora böm hefði Óli bæði kunnað að prjóna og sauma út. Fannst mér þetta afar meridlegt því ég hafði þá aldrei heyrt að strákar legðu stund á hannyrðir. Trúlega hafa smíðarjré verið teknar fram yfir aðra hanaa- vinnu og er fagurlega útskorið skrín frá æskuáram þeirra systkina vitn- isburður um að þar hafi hagleiks- maður verið að verki. Að vera sí- starfandi var reyndar eitt af þvi sem einkenndi Óla. Gamansemin var þó aldrei langt undan og má segja að það hafi verið hans sérstaki tjáningarmáti að segja álit sitt á mönnum og málefnum í formi spaugsyrða. Ekki verður sagt frá Óla öðravísi en að minnast um leið á Ingu. Þau tvö vora sannir ævifélagar sem fylgdust að frá unga aldri, vora leik- systkin og skólasystkin sem síðan urðu hjón, foreldrar og vinnufélag- ar, samheldin og samrýnd. B*u þau gæfu til að halda upp á gull- brúðkaup sitt fyrir nokkrum árum og komu þá vinir og vandamenn til að samfagna þeim. Var það sannar- lega ánægjuleg stund. Lífið er lest á hraðri ferð inn í nóttina Við köstum gleymmérei út um gluggana: Sumar þeirra festast við lestina hinar hverfa í skuggana Ég kveð frænda minn með sökn- uði. Ingu, Guðmundi og Önnu og sonum þeirra sendi ég samúðar- kveðjur. Biynhildur. _ t Ástkær systir okkar, HREFNA BJARNADÓTTIR, sem lést á heimili sínu, Ásvallagötu 21, á nýársdag, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 9. janúar, kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Slysavarnafélag Islands. Einar B. Bjarnason, Friðbjöm K.B. Bjarnason, Jón Tómas Bjarnason, Ketill B. Bjarnason, Kristinn Þ. Bjarnason, Jónína E. Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.