Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
2/0
þe<s/uz bs v/l m£A s/kM/s/sk,
V/Ð, þA H/Z/ST/ és HAL ANN' V
©1»7Tribun® M«dte
All ilghts reservedT
ScrvicM, Inc.
Grettir
Tommi og Jenni
Ljóska
Smáfólk
YE5, SIR..U)E MEED
AMOTHER NEU)
SUPPER PISH..
THE OTHER ONE PIPN't
LA5T LON6..SEE7HE ATE
RI6HT THR0U6H THE 50TT0M
U)E B0U6HT
IT MERE
YE5TERPAY,
REMEMBER?
'zr
MO, 1 THINK HE ATE
THE SALES SLIP.
Já, herra..
þurfum annan nýjan
matardall...
Hinn dallurinn entist ekki
lengi... skilurðu? Hann
át gat á botninn.
Við keyptum
hann hérna í
gær, manstu?
Nei, ég held að hann hafi
étið verðmiðann ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Bakarihengd-
ur fyrir smið
Frá Frá Ragnari Þjóðólfssyni:
ÓLAFUR Sigurðsson birtir bréf í
lesendadálki Morgunblaðsins hinn
30. desember til að svara grein
minni í sama blaði. Það er rétt
hjá Ólafi að þarna fór ég illilega
mannavillt og þykir það afskap-
lega leitt. Ég vil gjaman biðja
Ólaf afsökunar en hann geldur
nafna síns Sæmundssonar sem
farið hefur mikinn í baráttu sinni
gegn náttúruefnum sem ég ber
fyrir brjósti. Ég viðurkenni frum-
hlaup mitt að þessu leyti og slæmt
þykir mér að maður sem ég á
ekkert illt upp að inna skuli hafa
orðið fyrir þessu. Mistökin verða
vegna þess að nöfn þessara
tveggja manna eru lík svo og
starfsvettvangur þeirra. Hins veg-
ar þykir mér undarlegt að Ólafur
Sigurðsson skuli nota svo augljós
mistök til að gera mig tortryggi-
legan að einhverju leyti. Hvers
vegna fer hann slíku offari? Rang-
færslur, sem Ólafur kaliar svo,
stafa eingöngu af þeim misskiln-
ingi og eru á engan hátt árás á
hans persónu.
Ég hef aldrei farið leynt með
að ég flytji inn afurðir býflugna-
búsins; drottningarhunang, blóm-
afrjókorn og propolis, og aldrei
gert nokkra tilraun tií að villa á
mér heimildir. í mörgum greinum
mínum er það rætt opinskátt og
engu ieynt. Ég bendi ennfremur á
það að viðtöl við mig hafa birst í
Morgunbiaðinu, sjónvarpi og út-
varpi oftar en einu sinni vegna
þessa áhugamáls míns sem jafn-
framt er starf mitt. Sjálfur kynnt-
ist ég mætti blómafrjókorna fyrir
tuttugu árum þegar þau læknuðu
mig af heiftarlegu exemi sem þá
var farið að há mér illa. Síðan þá
hef ég beitt mér fyrir því að kynna
öðrum þetta efni og önnur skyld
í von um að það reynist öðrum
jafnvel og mér. Ég flyt einnig inn
ýmsar aðrar vörur unnar úr 100%
hreinum náttúruefnum, allt viður-
kenndar og vandaðar vörur. Ég
er áhugamaður um allt sem lýtur
að náttúrulækningum og hef lesið
mér geysimikið til um efnið, og
ætti ekkert að vera því til fyrir-
stöðu að ég ijallaði um þetta
áhugamál mitt og tengdi það efn-
unum sem ég þekki best og hef
sjálfur notað á þriðja áratug.
Starfsmenn Toyota geta vel verið
áhugamenn um bíla og varahluti,
haft trú á þeirri bíltegund sem
þeir flytja inn og því kosið að
mæla með henni við vini, vanda-
menn og allan almenning. í land-
inu ríkir málfrelsi.
Hvaða titla menn kjósa að setja
undir greinar sem þeir skrifa í
blöð hlýtur að fara eftir efni grein-
arinnar. Þannig hafa birst greinar
í Morgunblaðinu eftir þekkta
stjórnmálamenn sem fjalla um
skólamál og þeir titlað sig for-
eldri. Eru slíkir menn að villa á
sér heimildir vegna þess að skoð-
anir þeirra á skólamálum kunna
að verða þeim til framdráttar í
pólitískri baráttu?
Ólafur misskilur einnig orð mín
þegar hann telur að ég veitist
gegn FANSA-yfírlýsingunni,
þvert á móti tek ég undir margt
sem þar er sagt, meðal annars það
að nauðsynleg næringarefni er
best að fá úr fæðunni eða öðrum
óunnum náttúruefnum. Það er
réyndar alls ekki skýrt á grein
hans að um þýðingu á fréttatil-
kynningu sé að ræða heldur virð-
ast vera örfáar tilvitnanir í hana
og síðan persónulegar útleggingar
höfundar á efninu. Athyglisvert
er að í fyrri grein sinni virðist
Ólafur alls ekki á móti náttúruefn-
um heldur varar við stórum full-
yrðingum sem oft standast ekki
væntingar. Skrítin þversögn að
tarna, Ólafur varar við að taka
mark á fullyrðingum á borð við
,undraefni“ en hikar ekki sjálfur
við að fullyrða að ,virtir vísinda-
menn vari við drottningarhunangi
og blómafijókornum“ og að ekki
sé um sérstök hollustuefni að
ræða. Er Ólafur ekki farinn að
taka jafnstórt upp í sig og hinir
sem tala um undraefni? Og hveijir
eru þessir vísindamenn? Ég veit
að þeir eru jafnmargir ef ekki fleiri
sem mæla með drottningarhun-
angi, blómafijókornum og pro-
polis.
Þegar ég í grein minni vísa til
auglýsingaskrums sem viðgengst
í lyfjaiðnaðinum er ég ekki að ráð-
ast gegn vísindunum. Ég er ein-
göngu að benda á að kjósi hin
nýstofnuðu samtök að beijast
gegn auglýsingaskrumi og oflof-
orðum á einum vettvangi ættu þau
ekki síður að gera það á öðrum
þar sem þörfin er sú sama. Er
ekki grundvöllur allra vísinda
óhlutdrægni? Ef Ólafur hefur ekki
skilið þetta hefur hann sennilega
lesið grein mína með hugarfari lit-
uðu af gremju hans yfír nafna-
brenglinu sem varð tilefni skrif-
anna.
Annars hef ég ekki hugsað mér
að standa í orðahnippingum við
Ólaf Sigurðsson, Heijólfsgötu 34,
enda á ég honum ekkert illt upp
að inna. Líkt og áður er komið
fram galt hann nafna síns og bið
ég innilega afsökunar á því. Full-
yrðingar hans um að vísindamenn
telji drottningarhunang, blóm-
afijókorn og propolis ekki sérstak-
lega holl efni koma mér mjög á
óvart og koma ekki heim og sam-
an við greinar úr virtum lækna-
tímaritum sem mér hafa borist og
eru fáanlegar í Þjóðarbókhlöðu.
Velkomið er að gefa Ólafi upp
nöfn og tbl. þessara tímarita hafí
hann áhuga á að nálgast þær upp-
lýsingar sem þar er að finna.
RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON,
Þjóttuseli 3.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, (þróttir 569 1156,
sórblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL(a)CENTRUM.IS / Á3kriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.