Morgunblaðið - 09.01.1998, Side 61

Morgunblaðið - 09.01.1998, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 61 FÓLK f FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó og Sambíóin hafa tekið til sýninga framhalds- bardaga-kvikmyndina Mortal Kombat Annihilation. I aðalhlutverkum eru Robin Shou og Talisa Soto og 20 snillingar í austurlenskum bardagalistum. Baríst upp á líf og dauða LYNN Red Williams, Robin Shou, Sandra Hess, Irina Pantaeva og James Remar eru meðal leikenda í Mortal Kombat Annihilation. kolanámu í Wales, í eyðimörkinni í Jórdaníu og í Tælandi. Söguþráðurinn fjallar um það að óttalausir bardagamenn hafa sigrast á hinum illa stríðsherra frá Ytriheimi í keppni upp á líf og dauða, meistara- keppninni Mortal Kombat. Þannig hafa þeir bjargað jörðinni frá glötun - í bili. En rétt á meðan þeir eru að fagna sigri opnast hliðin, sem liggja milli jarðar og Ytriheims, og risaófreskja með ásjónu dauðans birtist og lýsir því yfir að bardaginn sé ekki búinn; hann er bara rétt að byrja. Nú birtist sjálfur keisai’i hins illa, Shao Kahn, með útrýmingarsveitir sínar. Leiðtogi bardagamannanna, Liu Kang (Robin Shou), og félagar hans þurfa að taka á öllu sínu til þess að standast þeim illu snúning. Og það er ekki bara það hver er klárastur í bardagalistunum sem ræður úrslitum. Eins og alitaf er það hjartað og trúin sem gerir mönn- unum kleift að yfirstíga allar hindran- ir og ræður úrslitum um það hvort mannsandinn getur unnið sigur á hinu illa. Frumsýning MORTAL Kombat Anni- hilation er þriðja kvikmyndin sem byggð er á einum vin- sælasta tölvuleik sem sögur fara af, bardagaleiknum Mortal Kombat. Fyrsta myndin kom út fyrir um það bil 2 árum og varð feikilega vinsæl enda byggjast myndimar upp á því að sameina bardagamyndir, vísinda- skáldsögumyndir og tæknibrellu- myndir. Tae Kwon Do er sú bardagalist sem grunnurinn í Mortal Kombat myndunum er byggður á og meðal leikenda í myndinni er bandarískur ólympíumeist- ari í þeirri grein, Dana Hee, ásamt fjölmörgum heims- meisturum. Höfundur bar- dagaatriðanna er Robin Shou, aðalleikari myndar- innar. Hann blandaði um 20 bardagalistum saman í einn, sérstakan Mortal Kombat-stfl. Auk Tae Kwon Do er þar meðal annars mn að ræða bar- dagalistimar Wing Chun, Ninjitsu-Do, Ca- peiraogWuShu. Robin Shou er stór- stjama í kvikmynda- heiminum í Hong Kong, stjarna í anda hefðar- innai’ sem Jackie Chan og Bruee Lee tákna hvor með sínum hætti. Robin Shou hefur leik- ið í yfir 20 Hong Kcmg-kvikmyndum og hefur alltaf leikið sín eigin bardaga- og áhættuatriði, eins og fyrrnefndir meistarar. Eftir hinar gíf- urlegu vinsældir, sem Mortal Kombat náði vestanhafs, varð Robin Shou þekktur í Hollywood. í framhaldi af því lék hann á móti Chris Farley (sem er nýdáinn) í myndinni Beverly Hills Ninja. Mortal Kombat Annihilation er þriðja bandaríska myndin sem Robin Shou leikur í og nú var honum emnig falið að útfæra og semja bar- dagaatriðin og þróa hinn sérstaka Mortal Kombat-bai'dagastíl. Maðurinn á bak við Mortal Kombat heitir hins vegar Larry Karanoff, gamall og þaulreyndur kvikmynda- framleiðandi. Hann stýrir fyrirtæk- mu sem á tölvuleikinn Mortal Kombat, Mortal Kombat-vef á netinu, Mortal KombaUbíómyndirnar tvær °g Mortal Kombat-teiknimynd sem var ekki sýnd í kvikmyndahúsum heldm’ gefin beint út á vídeó. Auk þess hafa tvær Mortal Kombat-leik; sýningar verið settar á fjalirnar. Kasanoff hefur grætt samtals 3 millj- arða bandaríkjadala, um 220 millj- arða íslenskra króna á Mortal Kombat-æðinu. Þriðjungurinn kemur frá tölvuleikjunum, sem eru þeir al- vinsælustu í tölvuspilasölum um allan heim, 220 milljarðar íslenski’a króna, það er um það bil fjárlög tveggja ára hjá íslenska ríkinu. Það þýðir að Kasanoff hefur grætt jafnmikið á Moj’tal Kombat og allir íslendingar borga í tvö ár í skatta og tolla. Kasanoff eyddi þremur árum í að safna saman bardaga- er fovinginn, Liu Kang mönnum til þess að leika í Mortal Kombat Annihilation. Ásamt þeim meisturum og Robin Shou voru svo ráðnar í hlutverk fegurðardísir eins og Talisa Soto, sem lék m.a. með Johnny Depp í Don Juan de Marco og Antonio Banderas í Mambo Kings, og Irina Pantaeva súpermódel frá Sí- beríu. Einkenni Mortal Kombat Anni- hilation eins og alls sem ber heitið Mortal Kombat er að þar er blandað saman bardagalist, vísindaskáldsögu og tæknibreflu og ekkert er til spar- að. Menn sem gerðu tæknibrellumar í myndir á borð við Terminator, Last Action Hero, Addams Family og fleiri tóku þátt í gerð Mortal Kombat Anni- hilation. Myndin var m.a. tekin upp í Hjá okkur eru Visa- og Euroradsamningar ávisun á staðgreiðslu Við rýmum lagerinn hjá okkur og bjóðum nú leðursófasett, áklæðasófasett hornsófa, eldhúsborð og stóla o.m.fl. á dúndurverði! Val húsgögn Seljum Irtið útlitsgölluð húsgögn með miklum afslætti Armúla 8-108 Reykjavík Sími581-2275■ 568-5375m Fax568-5275 Sjönvarpstceki fró Myndbandstœki fró Sjönvarpsmyndavélar fró Örbylgjuofnar fró Þróðlausir símar fró Brauðgerðarvélar fró Ryksugur fró Vöffltjjórm fró Kaffivélar fró Gufustraujórn fró

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.