Morgunblaðið - 10.01.1998, Side 14

Morgunblaðið - 10.01.1998, Side 14
14 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI U mfangsmiklar breytingar á Sléttbak EA UMFANGSMIKLAR breytingar standa yfir á Sléttbak EA, frysti- togara Útgerðarfélags Akureyr- inga hf., hjá Slippstöðinni hf. Fyrir áramót var öllum skipverj- um sagt upp, um 30 manns, en ráðgert er að skipið haldi aftur til veiða í lok febrúar. Ollum vinnslubúnaði á milli- dekki verður skipt út, lagfær- ingar gerðar á botnstykki, kjöl og skutrennu, skipið verður málað, auk þess sem unnið verð- ur við ýmis önnur verk. I gær höfðu starfsmenn Slipp- stöðvarinnar hreinsað allan gamla vinnslubúnaðinn af milli- dekkinu. Tvær lyftur verða opnaðar TALSVERT hefur snjóað í Hlíðar- fjalli síðustu sólarhringa og er nú kominn ágætis skíðasnjór. Tvær lyftur verða opnaðar á morgun, laug- ardag, og verður opið í fjallinu frá kl. 11 til 16 um helgina. Einnig verður lögð 3,5 kílómetra löng göngubraut þar sem aðstæður eru mjög góðar. Víðast eru snjóalög ágæt, en skíða- fólk er þó hvatt til að fara með gát og renna sér ekki út fyrir troðnar brautir. Veitingasala á Skíðastöðum verður ekki opin þessa helgi. Morgunblaðið/Kristján Fjórða hæðin á Hótel Norðurlandi án lyftu Leyfíð fellt úr gildi MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Guðþsjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Athugið breyttan messutíma. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20.30 á mánudagskvöld. Mömmumorgunn í Safnaðar- heimilinu frá kl. 10 til 12 á miðvikudagsmorgun, kaffi og spjall. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 17.15 á fimmtudag. Bænarefnum má koma til prestanna. H JÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11, sunnudag. Almenn sam- koma kl. 17 og unglingasam- koma kl. 20. Heimilasamband- ið kl. 15 á mánudag og krakka- klúbbur kl. 17 á miðvikudag. Allir hjartanlega velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænasamkoma kl. 20.30 í kvöld, laugardagskvöld. Vitn- isburðarsamkoma í umsjá ungs fólks á morgun, sunnu- dag, kl. 14. Mikill og fjöl- breyttur söngur, allir hjartan- lega velkomnir. Vonarlínan, sími 262-1210, símsvari allan sólarhringinn með uppörvun- arorð úr ritningunni. KFUM og K í Sunnuhlíð: Bænastund kl. 20 á sunnu- dagskvöld, almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni. Allir velkomnir. Fundur í yngri deild KFUM og K kl. 17.30 á mánudag, 12. janúar, fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur fellt úr gildi úrskurð sinn frá því í maí árið 1996 um að eigendum Hótels Norðurlands væri heimilt að byggja fjórðu hæðina ofan á hótelið án þess að krafa yrði gerð um að lyfta yrði sett í húsið. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í nóvember árið 1995 að leyfa byggingu fjórðu hæðar Hótels Norð- urlands án þess að gera kröfu um lyftu í húsið. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á Akureyri og nágrenni, mót- mælti samþykktinni og kærði til um- hverfisráðuneytisins. I úrskurði um- hverfisráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, frá því vorið 1996 kem- ur fram að heimilt sé að byggja hæð- ina ofan á hótelið án þess að lyfta sé sett í húsið og var hann m.a. studdur þeim rökum að Hótel Norðurland væri flokkað sem fjölbýlishús. Stjórn Sjálfsbjargar mótmælti þessum úr- ÖÐRU sinni verður að fresta hinni árlegu þrettándagleði Iþróttafé- lagsins Þórs, en samkvæmt upplýs- ingum sem Þórsarar hafa fengið frá Veðurstofunni mun hitastig næstu daga vera 0-+4 gráður, þannig að vallarsvæði félagsins þolir ekki þann mannfjölda sem jafnan sækir þrettándagleðina. Hlýindi og rign- skurði harðlega og benti m.a. á að fengi hann að standa væru ákvæði byggingarreglugerðar um bætt að- gengi fatlaðra hjóm eitt og sýndar- mennska af hálfu stjórnvalda, ef hægt væri að komast hjá því að standa við þau með hundakúnstum og undanþágum. í lok nýliðins árs felldi umhverfis- ráðuneytið úrskurðinn úr gildi, en það hafði tekið málið fyrir að nýju að beiðni Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni. í úrskurðar- orðum ráðuneytisins vegna þessa kemur fram að samþykkt bæjar- stjórnar og bygginganefndar um að leyfa byggingu hæðarinnar án þess að setja lyftu í húsið sé felld úr gildi og lagt til að bygginganefnd og bæj- arstjórn Akureyrar taki málið til endurákvörðunar. Bæjarráð Akur- eyrar vísaði þessu máli til bygginga- nefndar. ingar um og eftir áramót gerðu að verkum að vallarsvæðið varð að einu drullusvaði. Reyna átti að halda brennuna á morgun, sunnu- dag. Nú ætla Þórsarar að freista þess að halda brennu fyrsta dag í þorra, 23. janúar næstkomandi, með von um að vetur konungur verði þá farinn að sýna sig. Þrettándagleði frestað Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HRUNIÐ kom úr Fiskhellanefi. Bjargstykki hrundi úr Fiskhellanefi Vestmannaeyjum - Stórt bjarg- stykki hrundi úr Fiskhellanefi í Eyjum fyrir skömmu. Fiskhellar eru í mynni Herjólfsdals og á Þjóð- hátíð er alltaf sigið bjargsig af Fiskhellanefi. Stykkið sem hrundi úr nefinu hefur vegið nokkur tonn og hrundi það beint niður í hli'ð- arnar undir Fiskhellum og mynd- aði þar stórt sár í grassvörðinn en bergið slútir talsvert þar sem hrunið varð.HnulIungar úr hrun- inu ultu niður hlíðarnar en náðu ekki niður á veginn sem liggur inn í Herjólfsdal. Engin slys urðu á fólki og má þakka fyrir að enginn var á ferli í hlíðinni undir Fiskhell- um en í góðviðrinu í vetur hefur fólk gert mikið af því að labba víðsvegar um eyjuna. , Morgunblaðið/Gunnlaugur ÞRJÁR vinnsluholur voru boraðar á hlaðinu á Arnarstöðum í Helga- fellssveit og út frá þeim vinnsluhola rétt við útihúsin. Nóg af heitu vatni í nágrenni Stykkishólms HEITT vatn fundist á bænum Arn- arstöðum í Helgafellssveit, eins og greint var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag. Olafur Hilmar Sverris- son, bæjarstjóri í Stykkishólmi, seg- ist telja það mjög jákvæð tíðindi, sérstaklega ef rétt reynist að vatnið á Arnarstöðum sé frá öðru kerfi en það vatn sem fundist hefur á ná- grannabænum Hofstöðum. Stykkishólmsbær stóð að borun- um í landi Hofstaða, sem er næsti bær við Arnarstaði, fyrir rúmu ári, en borun í landi Arnarstaða er ein- staklingsframtak Daníels Hauks- sonar bónda. Ólafur segist telja að vatnið sem fannst á Arnarstöðum styrki hita- veitu í Stykkishólmi og þó að búist sé við því að vatnið á Hofstöðum dugi bænum komi vel til greina að nota nýju holuna sem varaholu. Verið er að hanna hitaveitu fyrir Stykkishólm og vonast menn til þess að framkvæmdir hefjist í vor. Reiknað er með því að heitt vatn verði komið til bæjarinns í haust en ekki liggur fyrir hvenær dreifikerf- ið verði tilbúið. Þetta eru dýrar framkvæmdir en Ólafur segir það þó grundvallarskil- yrði fyrir framkvæmdunum að að þær verði til þess að lækka húshit- unarkostnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.