Morgunblaðið - 10.01.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.01.1998, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI U mfangsmiklar breytingar á Sléttbak EA UMFANGSMIKLAR breytingar standa yfir á Sléttbak EA, frysti- togara Útgerðarfélags Akureyr- inga hf., hjá Slippstöðinni hf. Fyrir áramót var öllum skipverj- um sagt upp, um 30 manns, en ráðgert er að skipið haldi aftur til veiða í lok febrúar. Ollum vinnslubúnaði á milli- dekki verður skipt út, lagfær- ingar gerðar á botnstykki, kjöl og skutrennu, skipið verður málað, auk þess sem unnið verð- ur við ýmis önnur verk. I gær höfðu starfsmenn Slipp- stöðvarinnar hreinsað allan gamla vinnslubúnaðinn af milli- dekkinu. Tvær lyftur verða opnaðar TALSVERT hefur snjóað í Hlíðar- fjalli síðustu sólarhringa og er nú kominn ágætis skíðasnjór. Tvær lyftur verða opnaðar á morgun, laug- ardag, og verður opið í fjallinu frá kl. 11 til 16 um helgina. Einnig verður lögð 3,5 kílómetra löng göngubraut þar sem aðstæður eru mjög góðar. Víðast eru snjóalög ágæt, en skíða- fólk er þó hvatt til að fara með gát og renna sér ekki út fyrir troðnar brautir. Veitingasala á Skíðastöðum verður ekki opin þessa helgi. Morgunblaðið/Kristján Fjórða hæðin á Hótel Norðurlandi án lyftu Leyfíð fellt úr gildi MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Guðþsjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Athugið breyttan messutíma. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20.30 á mánudagskvöld. Mömmumorgunn í Safnaðar- heimilinu frá kl. 10 til 12 á miðvikudagsmorgun, kaffi og spjall. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 17.15 á fimmtudag. Bænarefnum má koma til prestanna. H JÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11, sunnudag. Almenn sam- koma kl. 17 og unglingasam- koma kl. 20. Heimilasamband- ið kl. 15 á mánudag og krakka- klúbbur kl. 17 á miðvikudag. Allir hjartanlega velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænasamkoma kl. 20.30 í kvöld, laugardagskvöld. Vitn- isburðarsamkoma í umsjá ungs fólks á morgun, sunnu- dag, kl. 14. Mikill og fjöl- breyttur söngur, allir hjartan- lega velkomnir. Vonarlínan, sími 262-1210, símsvari allan sólarhringinn með uppörvun- arorð úr ritningunni. KFUM og K í Sunnuhlíð: Bænastund kl. 20 á sunnu- dagskvöld, almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni. Allir velkomnir. Fundur í yngri deild KFUM og K kl. 17.30 á mánudag, 12. janúar, fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur fellt úr gildi úrskurð sinn frá því í maí árið 1996 um að eigendum Hótels Norðurlands væri heimilt að byggja fjórðu hæðina ofan á hótelið án þess að krafa yrði gerð um að lyfta yrði sett í húsið. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í nóvember árið 1995 að leyfa byggingu fjórðu hæðar Hótels Norð- urlands án þess að gera kröfu um lyftu í húsið. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á Akureyri og nágrenni, mót- mælti samþykktinni og kærði til um- hverfisráðuneytisins. I úrskurði um- hverfisráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, frá því vorið 1996 kem- ur fram að heimilt sé að byggja hæð- ina ofan á hótelið án þess að lyfta sé sett í húsið og var hann m.a. studdur þeim rökum að Hótel Norðurland væri flokkað sem fjölbýlishús. Stjórn Sjálfsbjargar mótmælti þessum úr- ÖÐRU sinni verður að fresta hinni árlegu þrettándagleði Iþróttafé- lagsins Þórs, en samkvæmt upplýs- ingum sem Þórsarar hafa fengið frá Veðurstofunni mun hitastig næstu daga vera 0-+4 gráður, þannig að vallarsvæði félagsins þolir ekki þann mannfjölda sem jafnan sækir þrettándagleðina. Hlýindi og rign- skurði harðlega og benti m.a. á að fengi hann að standa væru ákvæði byggingarreglugerðar um bætt að- gengi fatlaðra hjóm eitt og sýndar- mennska af hálfu stjórnvalda, ef hægt væri að komast hjá því að standa við þau með hundakúnstum og undanþágum. í lok nýliðins árs felldi umhverfis- ráðuneytið úrskurðinn úr gildi, en það hafði tekið málið fyrir að nýju að beiðni Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni. í úrskurðar- orðum ráðuneytisins vegna þessa kemur fram að samþykkt bæjar- stjórnar og bygginganefndar um að leyfa byggingu hæðarinnar án þess að setja lyftu í húsið sé felld úr gildi og lagt til að bygginganefnd og bæj- arstjórn Akureyrar taki málið til endurákvörðunar. Bæjarráð Akur- eyrar vísaði þessu máli til bygginga- nefndar. ingar um og eftir áramót gerðu að verkum að vallarsvæðið varð að einu drullusvaði. Reyna átti að halda brennuna á morgun, sunnu- dag. Nú ætla Þórsarar að freista þess að halda brennu fyrsta dag í þorra, 23. janúar næstkomandi, með von um að vetur konungur verði þá farinn að sýna sig. Þrettándagleði frestað Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HRUNIÐ kom úr Fiskhellanefi. Bjargstykki hrundi úr Fiskhellanefi Vestmannaeyjum - Stórt bjarg- stykki hrundi úr Fiskhellanefi í Eyjum fyrir skömmu. Fiskhellar eru í mynni Herjólfsdals og á Þjóð- hátíð er alltaf sigið bjargsig af Fiskhellanefi. Stykkið sem hrundi úr nefinu hefur vegið nokkur tonn og hrundi það beint niður í hli'ð- arnar undir Fiskhellum og mynd- aði þar stórt sár í grassvörðinn en bergið slútir talsvert þar sem hrunið varð.HnulIungar úr hrun- inu ultu niður hlíðarnar en náðu ekki niður á veginn sem liggur inn í Herjólfsdal. Engin slys urðu á fólki og má þakka fyrir að enginn var á ferli í hlíðinni undir Fiskhell- um en í góðviðrinu í vetur hefur fólk gert mikið af því að labba víðsvegar um eyjuna. , Morgunblaðið/Gunnlaugur ÞRJÁR vinnsluholur voru boraðar á hlaðinu á Arnarstöðum í Helga- fellssveit og út frá þeim vinnsluhola rétt við útihúsin. Nóg af heitu vatni í nágrenni Stykkishólms HEITT vatn fundist á bænum Arn- arstöðum í Helgafellssveit, eins og greint var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag. Olafur Hilmar Sverris- son, bæjarstjóri í Stykkishólmi, seg- ist telja það mjög jákvæð tíðindi, sérstaklega ef rétt reynist að vatnið á Arnarstöðum sé frá öðru kerfi en það vatn sem fundist hefur á ná- grannabænum Hofstöðum. Stykkishólmsbær stóð að borun- um í landi Hofstaða, sem er næsti bær við Arnarstaði, fyrir rúmu ári, en borun í landi Arnarstaða er ein- staklingsframtak Daníels Hauks- sonar bónda. Ólafur segist telja að vatnið sem fannst á Arnarstöðum styrki hita- veitu í Stykkishólmi og þó að búist sé við því að vatnið á Hofstöðum dugi bænum komi vel til greina að nota nýju holuna sem varaholu. Verið er að hanna hitaveitu fyrir Stykkishólm og vonast menn til þess að framkvæmdir hefjist í vor. Reiknað er með því að heitt vatn verði komið til bæjarinns í haust en ekki liggur fyrir hvenær dreifikerf- ið verði tilbúið. Þetta eru dýrar framkvæmdir en Ólafur segir það þó grundvallarskil- yrði fyrir framkvæmdunum að að þær verði til þess að lækka húshit- unarkostnað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.